Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við höldum með þér! ... ef þú kemur við á næstu Olís-stöð og lætur fylla bílinn af eldsneyti. Þannig færðu fría áfyllingu á rúðupissið í kaupbæti. Meðan við fyllum á geturðu svo fengið þér pylsu og kók á tilboði.Þorratilboð á þjóðarrétti Íslendinga pylsa og kók 199kr. Í KJÖLFAR aukinna niðurgreiðslna frá Reykjavík- urborg hefur mikill meirihluti dagforeldra í borginni ákveðið að lækka gjaldskrá sína, samkvæmt nið- urstöðum úr könnun sem þjónustumiðstöðvar í Reykjavík gerðu í byrjun mánaðarins. Sjá má af niðurstöðum könnunarinnar sem kynntar voru í leikskólaráði Reykjavíkurborgar í gær að 85% þeirra dagforeldra sem náðist í höfðu ákveðið hvernig niðurgreiðslu borgarinnar yrði háttað, en um áramót hækkuðu niðurgreiðslur til dagforeldra um 32%. Hjá 84% dagforeldra verður lækkun á gjaldskrá og hjá 57% nemur upphæðin helmingi þeirrar aukningar sem varð á niðurgreiðslum borgarinnar eða meira. „Markmiðið var tvíþætt og þess vegna er ég mjög ánægð með þessa niðurstöðu,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs. „Markmiðið var ekki aðeins að lækka gjöld fyrir foreldra heldur einn- ig að tryggja þjónustuna. Margir dagforeldrar höfðu ekki hækkað gjöldin í mörg ár og við vissum að þeir þyrftu að fara að taka til sín launahækkun. Dagfor- eldrum hefur fækkað um 40% frá árinu 2000 og við vorum því einnig að passa upp á að fleiri myndu ekki hætta.“ Á fundi leikskólaráðs var jafnframt ákveðið að setja á laggirnar starfshóp til að semja verklagsreglur um málsmeðferð vegna daggæslu í heimahúsum og á hóp- urinn m.a. að skila tillögum um viðbrögð við kvört- unum foreldra. Dagforeldrar í Reykja- vík lækka gjaldskrá sína Morgunblaðið/Ásdís Skemmtun í snjónum Þessi börn höfðu ekki miklar áhyggjur af gjaldskrám og renndu sér glöð í bragði. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega þrítuga konu í fjögurra ára fangelsi og fjóra aðra í þriggja ára fangelsi fyrir þátt þeirra í innflutningi á tveimur kílóum af kókaíni til landsins í ágúst í fyrra. Maðurinn sem lögregla telur höfuðpaur máls- ins náðist ekki en hann er eftirlýstur erlendis. Ákærðu voru öll dæmd sem aðalmenn í málinu þar sem dómurinn taldi að þáttur hvers og eins þeirra hefði verið mikilvægur og þau með einum eða öðrum hætti stuðlað að því að flytja kókaínið til landsins. Sú sem þyngsta dóminn hlaut var Elísabet Arnardóttir en dómurinn taldi hlut hennar í mál- inu langalvarlegastan og veigamestan. Hún hefði átt frumkvæðið að því að útvega mann til að flytja efnin til landsins, setið fundi með sam- verkamönnum þar sem skipulag ferðarinnar var rætt, miðlað upplýsingum og haft „flesta þræði í hendi sér“. Að mati dómsins átti hún sér engar málsbætur og ekkert hefði komið fram í málinu um að hún hefði framið brot sitt vegna ótta um ofbeldi af hálfu þeirra ónafngreindu manna sem hefðu fjármagnað smyglið, líkt og hún sagði sjálf. Þar sem Elísabet rauf skilorð fjögurra mánaða dóms með þessu broti sínu var dóm- urinn tekinn upp og refsing dæmd í einu lagi. Friðjón Veigar Gunnarsson sem tók við fíkni- efnunum á Spáni og lét þau í hendur burð- ardýrsins hlaut þriggja ára fangelsi en til refsi- mildunar var horft til þess að hann var samvinnuþýður við rannsókn málsins. Arnar Sindri Magnússon sem tók við fíkniefnunum úr hendi ónafngreinds aðila og lét þau í hendur Friðjóns hlaut sömu refsingu, sem og Guðmund- ur A. Ástráðsson sem hafði milligöngu um að út- vega burðardýrið. Refsing burðardýrsins skilorðsbundin Burðardýrið sjálft hlaut einnig þriggja ára fangelsi. Refsing viðkomandi var, ólíkt hinna fjögurra, hins vegar skilorðsbundin vegna þess að stúlkan er einungis 19 ára gömul með engan sakarferil að baki og hefur sýnt viðleitni til að koma lífi sínu í réttara horf. Auk þess tók dóm- urinn tillit til þess að verknaður hennar var að mestu bundinn við að flytja efnin til landsins, án beinnar þátttöku í skipulagningu verknaðarins. Dóminn kváðu upp þau Ingveldur Einarsdóttir sem dómsformaður, Pétur Guðgeirsson og Sig- ríður Ólafsdóttir. Af hálfu ríkissaksóknara flutti málið Sigríður Elsa Kjartansdóttir saksóknari en verjendur voru Jón Höskuldsson hdl., Jón Eg- ilsson hdl., Bjarni Hauksson hdl., Guðmundur Ágústsson hdl. og Guðmundur A. Ástráðsson. Öll dæmd sem aðalmenn í smygli á 2 kg af kókaíni Í HNOTSKURN » Fimm voru ákærðir og dæmdir fyririnnflutning á 2 kílóum af rótsterku kók- aíni til landsins. » Maðurinn, sem lögregla telur höf-uðpaurinn náðist ekki en hann flúði land fyrir nokkru til að komast hjá því að afplána dóm. » Styrkur kókaíns í sýni sem var rann-sakað var 83% og styrkur kókaínklóríðs var um 93%. » Kókaínið fannst innan í fóðri tösku enrifinn saumur kom tollverði á sporið. ÞORGERÐUR Katrín Gunnars- dóttir, menntamálaráðherra, skip- aði í gær Halldór Björn Runólfsson í embætti for- stöðumanns Listasafns Ís- lands til fimm ára, frá 1. mars næstkomandi. Alls bárust átta umsóknir um embættið. „Þetta leggst mjög vel í mig, alveg skínandi,“ sagði Halldór Björn skömmu eftir að hann fékk fréttirnar í gær, sem hann segir að hafi komið mjög á óvart. „Ég var alls ekki öruggur. Ég vissi að ég var einn af kannski tveimur til þremur sem voru líklegir, en mig grunaði ekki að ég fengi stöðuna.“ Halldór Björn segir að erfitt sé að segja til um hvort hann muni gera einhverjar breytingar á starf- semi safnsins. „Ég held að ég taki við ágætu búi. Fjármagn til inn- kaupa var hækkað nýverið og það sem skiptir jafnvel enn meira máli er að nú er aðgangur að safninu ókeypis, sem býður upp á rosaleg sóknarfæri,“ segir Halldór Björn, og leggur áherslu á mikilvægi þess að fjölga gestum í safninu. „Svo vil ég opna safnið og gera það að lif- andi og frjóum vettvangi og upplýs- ingaveitu. Ég mun einhenda mér í að vinna að þessu.“ Halldór Björn lauk doktorsprófi frá sjónlista- og fagurfræðideild við Sorbonne-háskóla í París í fyrra og er nú lektor og yfirmaður listfræða við Listaháskóla Íslands. Skipaður forstöðu- maður LÍ Halldór Björn Runólfsson ÞEGAR jafnkalt er úti eins og um þessar mundir er svo sannarlega gott að hafa einhvern sem getur fengið mann til að hlýna um hjartarætur. Hún leyndi sér ekki ástúðin hjá þessu unga pari sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á í Bankastrætinu í gær. Morgunblaðið/Ásdís Ástfangin í kuldanum „ÞAÐ er tiltölulega skýrt að ég tala fyrir ákveðnum áherslum og hef hugsað mér að gera það áfram,“ seg- ir Kristinn H. Gunnarsson sem í gær gaf út að hann myndi ekki taka sæti á lista Framsóknar- flokksins í Norð- vesturkjördæmi fyrir komandi Al- þingiskosningar. „Niðurstaða próf- kjörsins í nóvem- ber sl. er að meirihluta til stuðningur við þá stefnu sem rekin hefur verið undanfarin ár,“ segir í yfirlýsingu Kristins en hann hafnaði í þriðja sæti prófkjörs flokksins í nóvember og telur að áhrif sín á stefnu flokksins séu minni við þá niðurstöðu en verið hefur. Kristinn mun eftir sem áður sinna þing- og nefndarstörfum en vildi lítið tjá sig um á hvaða vettvangi hann mun tala fyrir áherslum sínum í framtíðinni. Hann segist þó reikna með að framtíðaráform liggi fyrir fljótlega. Tekur ekki sæti á lista flokksins Kristinn H. Gunnarsson LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu handtók í gær sex einstaklinga vegna gruns um aðild að innbroti sem framið var í Keflavík í gær. Þýfi úr innbrotinu fannst í fórum mannanna sem voru í kjölfar hand- töku afhentir lögreglunni á Suð- urnesjum. Yfirheyrslur stóðu fram á kvöld en ekki fengust upplýsingar um framgang málsins. Tilkynnt var um innbrotið laust fyrir kl. 13 í gærdag en farið hafði verið inn í einbýlishús í Keflavík og þar unnin töluverð eignaspjöll auk þess sem munum hafði verið stolið. Sex handteknir eftir innbrot ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.