Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 15 ERLENT Múlakaffi Aðeins2.980 kr.í hádeginu3.980kr.á kvöldin Hið víðfræga þorrahlaðborð Múlakaffis Sími 553 7737 Það er ekkert ofsagt þótt gestir okkar til fjölmargra ára haldi því fram að við séum sjálfkjörnir kóngar þorrans enda koma hinir sömu ár eftir ár og halda þorrann hátíðlegan í Múlakaffi. föstudaginn 19. eða 26. jan. laugardaginn 20. eða 27. jan. sunnudaginn 21. eða 28. jan. Ekki bara þorramatur • Allur hefðbundinn súrmatur • Hefðbundnir kaldir þorraréttir • Heitir réttir, s.s. hreindýraragúmeð eplasalati, glóðarsteikt lambalæri með tilheyrandi og saltkjöt og uppstúf • Eldreiktur lax með graslaukssósu á klettasalati auk alls annars sem er ómissandi í eðalþorraveislum – kóngar þorrans Tryggðu þér sæti í tíma Hi m in n o g h a f / SÍ A Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞAÐ bendir allt til þess að Shawn Hornbeck, sem undanfarin fjögur og hálft ár hefur búið með manni sem í október 2002 rændi honum frá heimabæ hans í Missouri, hafi haft næg tækifæri til að strjúka eða láta vita af sér. Hornbeck, sem nú er 15 ára, hafði aðgang að tölvu á meðan barnsræninginn var í vinnu og hann lék sér líka með krökkum í nágrenn- inu, án þess að nokkurn grunaði, að eitthvað væri bogið við þá sögu að þeir Devlin væru feðgar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa verið að reyna að komast til botns í þeirri ráð- gátu, sem mál þetta er. Ýmsum spurningum er ósvarað en líklegt er að heldur fari mál að skýrast í dag þegar barnsræninginn, Michael Devl- in, kemur fyrir dómara. Hornbeck fannst á heimili Devlins í Kirkwood, sem er úthverfi St. Louis, á föstudag ásamt þrettán ára dreng, Ben Ownby, sem Devlin rændi fjór- um dögum fyrr. Enginn hafði átt von á því að finna Hornbeck, lögreglan hafði fyrir löngu sagt foreldrum hans að sennilega væri hann dáinn. Ekkert er vitað um það enn hvers vegna Devlin rændi drengjunum. Devlin, sem er 41 árs og hefur starfað hjá sömu pítsugerðinni síðan hann var fimmtán ára, er sagður vera bú- inn að játa á sig ránið á Ownby og lögreglan segir ekkert liggja á að hún heyri sögu Hornbecks. Þeir hafi mannræningjann í haldi, mikilvægast sé nú að gefa Hornbeck tækifæri til að vera með fjölskyldu sinni á ný. Stjúpfaðir Hornbecks, Craig Akers, hefur sagt að Devlin, sem mun vera 150 kg að þyngd og skapstór, hafi hrætt drenginn þannig að hann óttaðist um líf sitt. Og í blaðinu St. Louis Post-Dispatch var fullyrt, að Devlin hefði hótað Hornbeck því að hann myndi drepa hann og alla fjöl- skyldu hans ef hann reyndi að flýja. Mörgum finnst engu að síður stór- furðulegt að drengurinn skuli hafa lif- að að því er virðist eðlilegu lífi með Devlin í fjögur og hálft ár. Hornbeck var rænt í október 2002 en hann sást síðast á hjóli sínu nærri heimili sínu sem er dreifbýlisbær ná- lægt Kirkwood. Athygli vekur, að eftirgrennslanir hafa leitt í ljós, að einhver sem kallaði sig „Shawn Devlin“ skrifaði 1. desem- ber 2005 á vefsíðu sem foreldrar Hornbecks opnuðu eftir hvarf hans. „Hversu lengi hyggist þið halda áfram að leita sonar ykkar?“ spurði viðkomandi. Síðar sama dag skrifaði „Shawn Devlin“ aftur, baðst afsök- unar á fyrirspurn sinni og spurði svo hvort hann mætti setja frumsamið ljóð á vefsíðuna. Á Netinu fundust líka myndir af Hornbeck, m.a. á Yahoo, en umrædd- ur vefari kallaði sig Shawn Devlin og kvaðst eiga heima í Kirkwood. Lögreglan eða aðrir, sem hugs- anlega hefðu getað þekkt Hornbeck, gripu slíkar vísbendingar hins vegar aldrei á lofti. Börn í Kirkwood hafa þó sagt frá því, að þau hafi stundum gantast um það við Hornbeck að hann líktist drengnum á myndunum sem dreift var er honum var rænt. Átti farsíma Hornbeck mun ekki hafa gengið í skóla á meðan hann bjó með Devlin. Larry og Tony Douglas, ungir ná- grannar Hornbecks, segjast á hinn bóginn oft hafa leikið sér á hjóli eða skautabretti með Hornbeck. Í september í fyrra hafði lög- reglumaður afskipti af Hornbeck, spurði um nafn og fæðingardag eftir að hann hafði mætt honum úti við undir miðnætti. Ekkert þótti hins vegar grunsamlegt við ferðir hans eða háttalag. Þá mun Rick nokkur Butler, sem var nágranni Michaels Devlins, hafa fundið farsíma sl. haust og hringt í númer sem hann fann í minni símans. Kom Hornbeck seinna heim til Butlers og sótti símann. Ljóst er skv. þessu að Hornbeck hafði yfrið nóg af tækifærum til að hafa samband við lögregluna eða hringja í foreldra sína. Sérfræðingar segja þetta frelsi hans þó ekki þýða, að hann hafi ekki verið fangi. Mál þetta þykir minna á mál Nat- öschu Kampusch, austurrísku stúlk- unnar sem í fyrra hitti fjölskyldu sína á ný eftir átta ára dvöl með mann- ræningja, Wolfgang Priklopil. Hún bjó þó ekki eins frjáls og Hornbeck virðist hafa gert. Hann er sagður hafa verið farinn að kalla Devlin „pabba“, heimsótti Mexíkó með „pabba sínum“ og hann mun skv. The Daily Tele- graph hafa sagt öðrum börnum, að mamma hans hefði dáið í bílslysi. Sérfræðingar segja þetta mál til marks um það að börn umfram allt búi yfir þeim eiginleika að geta aðlag- ast aðstæðum á hverjum tíma. „Í málum sem þessum þá setja mann- ræningjarnir yfirleitt einhvers konar reglur, sem þeir segja að fórn- arlambið þurfi að fylgja til að lifa af,“ hefur Los Angeles Times eftir Terri Weaver, sálfræðingi við háskólann í St. Louis. Weaver bendir á að Shawn hafi aðeins verið 11 ára þegar hann var tekinn. „Ótti er svo öflug tilfinn- ing, sérstaklega þegar óttanum fylgja aðgerðir … þegar fram líða stundir verður alltaf erfiðara og erfiðara að hefja upp raustina.“ Hafði næg tækifæri til að flýja Mál Shawns Hornbecks þykir mikil ráðgáta en honum var rænt í október 2002 AP Fundinn Shawn Hornbeck var ellefu ára þegar hann hvarf. Vel var tekið á móti honum í Richwoods í Missouri þegar hann sneri heim um sl. helgi. ÁRIÐ 1947 kom hópur kjarnorku- vísindamanna saman í Chicago og útbjó „dóms- dagsklukku“, sem átti að gefa til kynna hversu nærri heimurinn stæði andspænis hyldýpi kjarn- orkustyrjaldar, eða „miðnættinu“ í sögu mannkyns. Nú, fimmtíu árum síðar, hafa fræðimenn tímaritsins „Bulletin of the Atomic Scientists“, BAS, í Chic- ago fært mínútuvísinn fram um tvær mínútur, eða þangað sem hana vant- ar fimm mínútur í miðnætti. Nóbelsverðlaunahafar í ráðgjafahópi BAS Ákvörðunin var tekin í samráði við ráðgjafahóp BAS, sem inniheldur 18 nóbelsverðlaunahafa, auk vísinda- mannsins Stephen Hawkings, og eru ástæðurnar sagðar lítill árangur í baráttunni gegn útbreiðslu kjarna- vopna og loftslagsbreytingum. Þessi tvö vandamál eru sögð skyld, áherslan á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skortur á öryggi í olíuframboðinu hafa endur- vakið áhugann fyrir kjarnorku. Kjarnorkutilraunir N-Kóreu og úranauðgun Írana hafa sitt að segja, sem og hryðjuverkaógnin. Þá hefur hópurinn áhyggjur af getu Rússa til að tryggja að geislavirk efni, sem henta í kjarnorkusprengjur, berist ekki til rangra aðila. Klukkan var upphaflega sjö mínútur í 12 og hafði verið stillt þannig frá árinu 2002. „Dómsdags- klukkan“ færð fram Nú hefur vísirinn verður færður til. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TALSMENN flughersins á Srí Lanka fullyrtu í gær að hann hefði gert loftárásir á búðir uppreisnar- manna úr röðum Tamíl-Tígranna í bænum Vakarai á austurströnd eyj- arinnar. Árásirnar komu í kjölfarið á hörðum bardögum í austurhlutan- um, en talið er að hátt í 90 hafi beðið bana í átökum hersins og Tígranna á þriðjudag. Frásögnum af mannfall- inu ber ekki saman, sumar heimildir hermdu að 16 hefðu fallið, aðrar 85. Bardögum stórskotaliðssveita í héraðinu Batticaloa á austurströnd- inni linnti í fyrradag, eftir að sér- sveitir hersins, STF, tóku yfir búðir Tígranna í Ampara-héraði. Talsmenn Frelsishreyfingar Tam- íla, LTTE, fullyrða að minnst 45 her- menn stjórnarinnar hafi fallið og 150 særst í bardögunum, sem hafi kostað 15 uppreisnarmenn lífið. Varnar- málaráðuneytið hafnar þessum töl- um og segir fjóra hermenn og a.m.k. 30 uppreisnarmenn hafa fallið. Norðar í bænum Vavuniya skutu vígamenn sex Tamíla til bana í fyrra- kvöld, þ. á m. starfsmann góðgerða- samtaka. Fyrr um daginn höfðu fimm hermenn og tveir lögreglu- þjónar látist í jarðsprengjuárásum. Ásakanir um pyntingarklefa Fyrr í vikunni sakaði herinn Tígr- ana um að nota „pyntingarklefa“, þar sem uppljóstrurum og liðhlaup- um sé refsað grimmilega, ásakanir sem komu í kjölfar þess að sérsveitir töldu sig hafa fundið slíka klefa í Ampara-héraði. Tígrarnir hafa vísað þessu á bug og fullyrt að klefarnir séu notaðir til að hýsa fanga. Keheliya Rambukwella, talsmað- ur varnarmálaráðuneytisins, sakaði jafnframt Tígrana í gær um að fjár- magna starfsemi sína með ræktun hamps, sem er notaður í eiturlyfið marijúana. Rambukwella sagði Tígr- ana hafa gripið til þessa úrræðis, eft- ir að þeir gætu ekki lengur beitt veg- farendur á helsta þjóðvegi eyjarinnar fjárkúgun, í kjölfar þess að honum var lokað. AP Dauðinn nálægur Hermenn stjórnarinnar virða fyrir sér hálfsmíðaðar líkkistur í búðum Tígranna í Madurakavi í Ampara-héraði fyrr í vikunni. Harðir bardagar á Srí Lanka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.