Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 18
FJÖLMARGAR tillögur hafa borist í samkeppni um nafn á menningar- húsið sem nú rís á Akureyri, en frestur til þess að skila inn hug- myndum rennur út næsta mánudag. Byggingin er að formi til hringur þannig að í raun er hvorki á henni bakhlið né framhlið. Gengið verður um það að sunnan- og norðanverðu og í gegnum það liggur eins konar „fljót“ eða göngugata. Húsið verður klætt að utan með íslensku stuðla- bergi. Í húsinu verður 500 manna salur fyrir tónlist, leiklist og ráðstefnuhald og annar minni fjölnota salur sem rúma mun um 200 manns. Við „fljót- ið“ verður upplýsingamiðstöð ferða- manna og á þriðju hæð verður Tón- listaskólinn á Akureyri til húsa. Það eru stjórn Akureyrarstofu og byggingarnefnd hússins sem efna til samkeppninnar. Í dómnefnd um nafn á menningarhúsið eiga sæti þau Bragi Bergmann, ráðgjafi, Margrét Jónsdóttir, leirlistakona, og Sverrir Páll Erlendsson, menntaskólakenn- ari. Þau velja þrjár tillögur en stjórn Akureyrarstofu hefur svo síðasta orðið og velur eina þeirra sem verð- launatillögu. Fjöldi tillagna borist um nafn á menningarhúsið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Grunnur Unnið að því að steypa grunn menningarhússins. 18 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FYRSTA opinbera samkoman í Iðnó við Vonarstræti í Reykjavík var hald- in laugardaginn 30. janúar 1897, eða fyrir nær 110 árum. Allt frá upphafi hefur samkomuhúsið á tjarnarbakk- anum í hjarta Reykjavíkur hýst margvíslega menningar- og lista- starfsemi. Hugmyndin að því að reisa Iðnó var fyrst viðruð á félagsfundi í Iðn- aðarmannafélaginu í Reykjavík 1. febrúar 1891. Þar lögðu þeir Matth- ías Matthíasson verslunarmaður, Arnbjörn Ólafsson trésmiður og Þór- arinn B. Þorláksson bókbindari og listmálari til að félagið reisti sér fund- arhús sem einnig gæti hýst leiksýn- ingar, söngskemmtanir og fleira. Kosin var nefnd í málið og samþykkt einróma að hefja söfnun fjár til bygg- ingarinnar. Magnús Benjamínsson lagði til í árslok 1893 að félagið fengi lóð undir húsið sem næði út í Tjörn- ina. Þetta var samþykkt og einnig að félagsmenn myndu vinna að því að fylla upp á fyrirhugaðri lóð. Bygging- arnefnd Reykjavíkur samþykkti 16. desember 1893 að leyfa byggingu á 12 x 14 álna húsi á þessum stað. Áður hafði samkomuhús Góðtemplararegl- unnar verið reist á landfyllingu úti í Tjörninni. Bæjarstjórnin hafði ákveðið að leggja veg á landfyllingu þvert yfir Tjarnarendann. Vegurinn fékk fljótlega nafnið Vonarstræti því það þótti fyrst óhugsandi að vegar- gerðin tækist og eins hve lengi hún dróst. Landfyllingin var tilbúin í upphafi árs 1896 og teikning Einars J. Páls- sonar yfirsmiðs að húsinu ásamt kostnaðaráætlun tilbúin. Iðnaðar- mennirnir voru stórhuga og stækk- uðu áformin um húsið eftir því sem á leið. Byggingarframkvæmdir hófust sumarið 1896 og húsið svo langt kom- ið um jólaleytið að Iðnaðarmanna- félagið gat haldið þar fyrsta fundinn 29. desember. Meðan húsið var í byggingu tók m.a. hússtjórnarskóli til starfa á efri hæð hússins. Fljótlega hófust leiksýningar í Iðnó og fyrstu stykkin á fjölunum voru Jómfrúin eftir Bögh og Hjóna- leysin eftir Heiberg í uppfærslu Thorvaldsensfélagsins. Árið 1897, meðan unnið var að lokafrágangi hússins, voru haldnar þar ýmsar skemmtanir, dansleikir, söng- skemmtanir og upplestur auk leik- sýninganna. Smíði hússins lauk í árs- lok 1897 og var þá heildarkostn- aðurinn kominn í 36 þúsund krónur og kemur fram í bók Guðjóns Frið- rikssonar að húsið hafi kostað 400 kýrverð. Þá var algengt árskaup verkamanns í Reykjavík 500 krónur og landshöfðingi og biskup, tveir æðstu embættismenn landsins, höfðu hvor um sig 6.000 krónur í árslaun. Leikfélag Reykjavíkur var stofnað að frumkvæði iðnaðarmanna 1897 og hóf starfsemi sína í Iðnó þegar það frumsýndi tvo danska gamanleiki 18. desember sama ár. Leikfélagið hafði aðsetur í húsinu allt til ársins 1989, er það flutti í Borgarleikhúsið. Iðnaðarmannafélagið seldi húsið Frans Haakanson bakarameistara árið 1918. Hann rak þar veitingasölu til 1929 að Fulltrúaráð verkalýðs- félaganna keypti húsið. Hlutafélagið Alþýðuhús Reykjavíkur eignaðist húsið 1940. Reykjavíkurborg eignað- ist meirihluta í húsinu 1992 en Sjó- mannafélag Reykjavíkur, Verka- mannafélagið Dagsbrún og Verkakvennafélagið Framsókn leystu til sín eignir Alþýðuhúss Reykjavíkur hf. og áttu húsið á móti borginni. Heimildir: Guðjón Friðriksson. Iðnó við Tjörnina. Hundrað ára saga. Reykjavík 1997. Kvosin. Byggingarsaga miðbæjar Reykja- víkur. Ritstjóri Hjörleifur Stefánsson. Reykjavík 1987. Leikminjasafn Íslands, heimasíða. Menningarmiðstöð við Tjörnina Morgunblaðið/Sverrir Merkishús Iðnó var mikið endurnýjað á síðasta áratug 20. aldar og var miðað við að færa húsið sem mest til upp- runalegs horfs. Þar er nú Veitingahúsið Iðnó og einnig boðið upp á leiksýningar og aðrar uppákomur. Þjms/Sigfús Eymundsson Nýbyggt Hús Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík skömmu eftir að það var reist árið 1896 á landfyllingunni sem iðnaðarmenn gerðu í Tjörninni. 110 ár frá fyrstu samkomu í Iðnó Í HNOTSKURN »Reykvískir iðnaðarmennreistu Iðnó 1896–97 og var fyrsta skemmtunin í húsinu 30. janúar 1897. » Iðnaðarmannafélagið íReykjavík hafði forgöngu um stofnun Leikfélags Reykja- víkur 11. janúar 1897 og hafði það aðsetur í Iðnó í 92 ár. AKUREYRI GESTIR Minjasafnsins á Akureyri árið 2006 voru 33.610 talsins og gestir Iðnaðarsafnsins á Akureyri 5.785. Samtals tóku söfnin því á móti 39.395 gestum. Það samsvarar því að hver einasti íbúi Akureyrar hafi heimsótt söfnin rúmlega tvisvar á árinu. Gestum safnanna fjölgaði um 10.393 frá árinu 2005. Er hér átt við gesti á sýningar og viðburði á veg- um Minjasafnsins í Aðalstræti 58 á Akureyri, gamla bænum og Gamla prestshúsinu í Laufási, og á mið- aldakaupstaðnum á Gásum í Hörg- árbyggð. Einnig gesti Iðnaðarsafns- ins, en Minjasafnið hefur umsjón með því samkvæmt þjónustusamn- ingi, skv. upplýsingum frá safninu. Laufás er fjölsóttastur þessara staða en þar tekur Laufáshópurinn virkan þátt í sýningum á gömlum vinnubrögðum. Þangað komu 18.766 gestir í fyrra og var meirihluti þeirra erlendir ferðamenn í hópferð- um. Íslendingar koma mun meira en erlendir ferðamenn í Minjasafnið og Iðnaðarsafnið og nemendur af öllum skólastigum eru stærsti gestahóp- urinn á sýningar Minjasafnsins. Í fyrra voru þeir 3.933 talsins, lang- flestir úr Eyjafirði. Iðnaðarsafnið og hollvinafélag Húna II tóku að gera út skipið Húna II til skemmti- og sögusiglinga sum- arið 2006, en mikil gróska var á síð- asta ári í viðburðadagskrá safnanna. Viðburðir voru þá fleiri en nokkurn tíma áður, eða 60 talsins, sem þýðir að söfnin stóðu fyrir rúmlega einum viðburði á viku allt árið eða einum viðburði á dag yfir tveggja mánaða tímabil. Með viðburðum er átt við sögugöngur, söngvökur, starfsdaga og tyllidaga, en þá eru notaðar ýms- ar aðferðir til miðlunar á sögulegu efni. Stærsti einstaki viðburðurinn í fyrra var miðaldamarkaður á Gás- um. Þangað komu 1.400 gestir en það eru um 6% af íbúafjölda Eyja- fjarðar eða liðlega 8% íbúa Akureyr- ar. Aðrir fjölsóttir viðburðir voru sumardagurinn fyrsti, Jónsmessu- hátíð og draugaganga á Akureyr- arvöku, ásamt dagskrá um sr. Matthías Jochumsson sem Stoð, vinafélag Minjasafnsins, sá um. Minjasafnið veitir margs konar þjónustu aðra en sýningar og við- burði. Nægir þar að nefna úrlausnir fyrirspurna um ljósmyndir, gamla muni og byggingar. Gestir Minjasafnsins aldrei fleiri en í fyrra Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinsæl Þessi brúðkaupsföt og margvíslegir aðrir munir frá ýmsum tímum voru meðal þess sem var á vinsælli sýningu á Minjasafninu á síðasta ári. Tæplega 19 þús- und manns komu í Laufás í fyrra Í HNOTSKURN »Aðsókn að starfsstöðvumMinjasafnsins á Akureyri í fyrra samsvarar því að hver Akureyringur hafi heimsótt söfnin tvisvar á árinu. »Stærsti einstaki viðburð-urinn í fyrra var mið- aldamarkaður á Gásum. Þang- að komu 1.400 gestir, um 6% af íbúafjölda Eyjafjarðar. Samvera eldri borgara fimmtudaginn 18. janúarkl. 15:00 Gestur samverunnar er Þórarinn Hjartarson. Kaffiveitingar, söngur og helgistund að venju. Verið velkomin til okkar í Glerárkirkju. Ath: Bíll við Lindasíðu kl. 14:50. Glerárkirkja GLERÁRKIRKJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.