Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 24
neytendur 24 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það var tekið smá forskot ásæluna um síðustu helgi,en við eigum von á miklufjöri á bóndadaginn, sem er á morgun. Vesturbæingar vilja nefnilega halda í allar góðar hefðir og er þorrinn þar engin undantekn- ing,“ segir Pétur Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, þar sem menn eru fyrir löngu búnir að und- irbúa komandi þorravertíð. Þorra- matur einkennir nú kjötborðið og hangikjötsilmurinn liggur í loftinu. Þar útbúa líka kaupmennirnir þorramat í trog fyrir þá, sem kjósa að efna til alvöru þorrablóta heima í stofu að fornum sið. Samkvæmt upplýsingum Daglegs lífs, lætur nærri að framleidd séu um 60 tonn af súrmat fyrir komandi þorra, en helstu framleiðendurnir eru Sláturfélag Suðurlands, Norð- lenska og Kjarnafæði, sem fram- leiðir bæði undir eigin merkjum og undir Bónus-merkjum. Samkvæmt lauslegri verðathugun Morgun- blaðsins í gær nemur smásöluverð á blönduðu súrmeti í fötum 1.868 krónum hjá SS, 1.989 krónum hjá Norðlenska og 1.998 krónum hjá Kjarnafæði, sem selur aðeins fram- leiðslu sína í verslunum Bónuss þar sem veittur er 10% afsláttur við kassa og kostar þá súrmetisfata Kjarnafæðis 1.798 krónur. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hér er ekki um neinn gæðasamanburð að ræða enda er mismunandi hversu mikið af hvaða tegund ratar í föturnar. Auk hlutfallslegrar skiptingar á milli vörutegunda í fötunum, er þéttleiki hrútspunga mismunandi og fer eftir því hversu mikið hlaup er sett í vör- una. Í gæðalegu tilliti skiptir líka máli hvort ný mysa er sett í föturnar þegar pakkað er í þær. Dýrastur og líka hollastur Verð á loftpökkuðum súrmat í lausasölu er mismunandi eftir fram- leiðendum og sést m.a. í meðfylgj- andi töflu, en alls staðar eru það hrútspungarnir sem eru mun- aðarvaran og kosta vel á þriðja þús- und krónur kílóið. Í Melabúðinni kosta súrir hrútspungar í lausasölu 2.200 krónur kg., súr hvalur er á 3.000 kr. kg. og kílóið af hákarls- bitum er á 4.600 kr. Harðfiskurinn er hinsvegar langdýrastur og kostar um 5.000 krónur kílóið, en þess má geta að munaðarvara á borð við nautalundir kosta á sama stað 3.990 krónur. Af þorramatnum eru soðnu sviðakjammarnir hvað ódýrastir og kosta um 700 kr. kg. Svo má alltaf spara og búa í haginn með því að búa til rófustöppuna og kartöflu- músina heima og baka rúgbrauð og flatbrauð við tækifæri. „Vinsældir þorramatarins eru að aukast ár frá ári, ef eitthvað er, enda er þorramaturinn ákaflega hollur matur í kuldanum hér hjá okkur, sé hann borðaður í hófi. Hann hélt nefnilega þjóðinni gang- andi í aldir. Ætli harðfiskurinn sé ekki hollastur og brennivínið óholl- ast af þessu. Ég gæti best trúað því,“ segir Pétur í Melabúðinni og hlær. Verðið liggur í löngu ferli Þegar svara er leitað við því hvers vegna matvörur á borð við harðfisk, hákarl, súrt hvalspik, súrsuð eistu og annað súrmeti séu jafn dýrar og raun ber vitni, segir Guðmundur E. Björnsson, sölustjóri hjá SS, að skella megi skuldinni á tiltölulega langt framleiðsluferli þessara mat- vara. „Við byrjum á því að framleiða súrmatinn í sláturtíðinni í sept- ember og ræðst verðið því fyrst og fremst af löngu framleiðsluferli þó hér sé um að ræða tiltölulega ódýra hluta af skepnunni sjálfri. Að auki er þorramaturinn árstíðabundinn og þá má alltaf gera ráð fyrir ein- hverjum afskriftum sem hækka kostnaðarverðið,“ segir Guðmundur. Súrsunin eykur hollustuna Súrsun er gömul varðveisluað- ferð, sem hefur verið okkur Íslend- ingum mikilvæg um aldir. Súrsun eykur hollustu matvæla. Vítamín úr mysu síast inn í þau og sýran vernd- ar ýmis bætiefni. Sýran gerir kjötið meyrara, leysir beinin smám saman upp og eykur þannig meltanleika og næringargildi fæðunnar, segir m.a. á vef Umhverfisstofnunar. Súrsunin byggist á því að soðin matvæli eru sett í súrsunarmysu í þrjá til sex mánuði eftir því hve súr maturinn á að vera. Mikilvægt er að hreinlæti sé mjög gott og kæling góð og matvælin á kafi í mysunni. Einnig þarf að passa að sýrustigið í mysunni hækki ekki, t.d. vegna vatns úr hrútspungunum. Mysan á ekki að fara mikið yfir pH 4,0 til þess að varan verkist rétt og mygla nái sér ekki á strik. Nauðsynlegt er að hafa rúgmjöl, sem er í blóðmör og lifrapylsu, með í súrnum vegna þess að kolvetnin í mjölinu eru nauðsynleg fyrir mjólkursýrugerl- ana til að viðhalda sýrunni. Þegar sýrustigið í matvælunum er komið niður í pH 4-4,5 geta sjúkdómsvald- andi örverur ekki fjölgað sér og maturinn verður því öruggur til neyslu. Nú á tímum er orðið algengara að léttsýra matinn enda er fólk ekki eins hrifið af súra bragðinu og áður. Þá telst hann ekki lengur súrmatur í þeim skilningi að geymsluþolið sé tryggt með sýrunni. Við geymslu á súrmat er mikilvægt að geyma hann í mysu í kæli. Varasamt getur verið að geyma blöndu af sýrðum mat og öðrum ósýrðum, eins og gjarnan gert er á þorrabakka nema einn til tvo daga. Annars geta skapast vaxt- arskilyrði fyrir myglu, sem er mjög fljót að ná sér á strik. join@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Lúxusinn liggur í harðfiski, hval, hákarli og pungunum Nærri lætur að framleidd hafi verið 60 tonn af súrmat fyrir komandi þorra og má því gera ráð fyrir að ein- hverjir verði pakksaddir á næstunni af bringukollum, lundaböggum, slátri, sviðasultu og hrútspungum. Jóhanna Ingvarsdóttir tók púlsinn á þorravertíðinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorratrogið Hangikjöt, sviðasulta, svínasulta, hákarl, harðfiskur, hvalur, hrútspungar, lundabaggar, bringukollar, lifrarpylsa, blóðmör, rófustappa og kartöflujafningur eru allt fæðutegundir, sem minna á þorrahlaðborðið. $% "#  #&   ' ,"  -"  ,! " & ./ !"   ! 0" & ! 1   ')   '"2* ! ,1 3"2!)   ,1 " "   ,1 *! "   ,1  % 1    ,1  "& 3    ,$ 4$, ,1  3  /""   +   +  +! !  + # +!!  +"% ! + +%" $+# +$  +$"! +$"! +  $+#%! +"  +#%! +#!$ +!# +!! $+"! +%  +$$ Grænmeti og ávextir Ferskar kjötvörur hafa sett á markað undir vörumerkinu Ferskt þrjár tegundir af fersku blönduðu salati og fjórar tegundir af ferskum skornum ávöxtum. Salatið er pakk- að í loftskiptar umbúðir og aðskilið frá öðru sem fylgir með í pakk- anum eins og t.d. soðnu eggi, maís, sólþurrkuðum tómötum, fetaosti og brauðteningum. Gaffall og sósa fylgir. Þrjár tegundir eru í boði, blandað salat með túnfiski, kjúklingi eða hunangsskinku. Ávextirnir eru einnig pakkaðir í loft- skiptar umbúðir. Tegundir af ávöxtum sem eru í boði eru ferskur ananas í bitum, melónublanda, ávaxtablanda og vatnsmelóna. Vörurnar fást í Hagkaup, Bónus og 10-11. Hráskinka Sláturfélag Suðurlands hefur nú sent frá sér hráskinku sem hlotið hefur nafnið Grand Parma. Skink- an, sem unnin er úr grísakjöti, er þurrkuð og mehöndluð samkvæmt ströngum gæðakröfum. Hún er verkuð við kjör- aðstæður í nokkra mánuði en því lengur sem tek- ur að vinna skinkuna þeim mun tryggari eru gæði henn- ar. Sneiðarnar er hægt að nota í forrétti, á snittur og í smárétti svo og á flatbökur eða í heita rétti. Skinkan er án msg og fæst í flestum matvöruversl- unum. Lífrænir safar Yggdrasill hefur aukið úrvalið af lífrænum, hreinum ávaxtasöfum. Fyrir er úrval af grænmetis- og ávaxtasöfum í 0,7 l flöskum en nú bætist við úrvalið í litlum 0,33 l flöskum. Saf- arnir eru hreinn app- elsínusafi úr nýpress- uðum appelsínum, ferskjusafi og hrein safablanda sem inni- heldur blandaða ávexti og gulrótarsafa. Allt innihald safanna er unnið úr lífrænt rækt- uðum ávöxtum. Múslístangir úr lífrænt ræktuðu korni Nýlega komu á markað Rapunzel múslístykki sem innihalda lífrænt ræktað korn og þurrkaða ávexti. Þetta eru næringar- og trefjaríkir orkubitar, jarðarberja-, epla- og súkkulaðistangir. nýtt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.