Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.01.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 27 ar úr 14% í samkomulagi gerðinni til a lán og að ram 100 millj- rbúningi að ldun Vest- einu jarð- m krafist er n ár hafa un að eðlilegt ða fella það ðað við sam- agerðarinnar ð ekki verður ækkun sem ukaskatts. arformaður við núverandi héldi áfram að grúm til að 5–20%, um- rður á virð- Einnig mætti ti lokið við að 4 eða 2015 en rnir gerðu ráð ki árið 2018 ur kostur. Að- m fjárhæðum afna með þess- það væri ekki eftir því ði um göngin. Það væri hins vegar ljóst að rík- issjóður yrði væntanlega að leggja fram verulegar fjárhæðir. Aðspurður sagðist Gísli meðvitaður um að margir væru þeirrar skoðunar að lækka ætti veggjaldið eða fella það niður en ákvörðun um það væri í höndum stjórnmálamanna. Hann væri hins vegar þeirrar skoðunar að það væri auðvelt að réttlæta að áfram yrði innheimt veggjald enda væri ávinningurinn gríðarlegur, bæði myndi öryggið aukast og ávinning- urinn væri mikill, einkum fyrir byggð- ir norðan Hvalfjarðar. Menn yrðu að spyrja sig hvort það væri ekki lækk- unarinnar virði að halda veggjaldinu óbreyttu að verðgildi, gegn því að flýta fyrir tvöföldun ganganna og Vesturlandsvegar en þessi verkefni hengju saman. Benti hann á að flestir greiddu lægsta gjald fyrir ferð um göngin eða 270 krónur. Með því að halda verðgildi gjaldsins óbreyttu yrðu menn af 30–50 krónum í hverri ferð en í staðinn myndu þeir liðka verulega fyrir framkvæmdum. Aðspurður sagði Gísli að einnig væri gert ráð fyrir að rukkað yrði of- an í nýju göngin til 2018, þegar verk- efni Spalar lyki. Væri þetta ekki gert, sagði Gísli, yrðu vegfarendur að bíða þess að tvöföldunin kæmist inn á vegaáætlun sem Alþingi samþykkir. Flóttaleiðir milli ganganna Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er gert ráð fyrir að nýju göngin muni liggja innar í firðinum en þau sem fyrir eru og er miðað við að um þau verði einstefna í norður en ek- ið verði í suður um eldri göngin. Einn- ig er gert ráð fyrir að með 250 metra millibili verði tengigöng á milli veg- ganganna tveggja sem hægt verður að nota sem flóttaleiðir. Hreinn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Vega- gerðarinnar og helsti sérfræðingur hennar í jarðgangamálum, benti á að tvöföldunin væri ekki einungis til að auka afköst vegakerfisins heldur einnig til að auka öryggið en besta leiðin til þess væri að hafa tvenn sam- hliða veggöng með tengigöngum á milli. Á milli vegganganna verða nokkrir tugir metra, hugsanlega að- eins 20 metrar. Á tímabili var ræddur sá möguleiki að grafa aðeins ný göng sunnan frá og niður í botn og tengja göngin síðan saman þar en þau eru þreföld norð- anmegin. Hreinn sagði þó líklegast að ráðist yrði í að tvöfalda göngin alla leið, m.a. vegna þess að ef göngin væru aðeins tvöfölduð hálfa leið feng- ist ekki sama öryggi og tvöföld göng veita. Gert er ráð fyrir að frumdrög að kostnaðaráætlun liggi fyrir snemma á þessu ári. Gísli Gíslason hefur sagt að kostnaðurinn gæti numið 3½–4 millj- örðum. Aðspurður um þetta sagði Hreinn að af hálfu Spalar væri oft tal- að um verð án virðisaukaskatts og minnti hann á að Hvalfjarðargöng hefðu á sínum tíma verið undanþegin virðisaukaskatti af framkvæmdinni en í staðinn er skatturinn tekinn af framkvæmdinni. Vegagerðin gæfi hins vegar ávallt upp verð með virð- isaukaskatti. Til samanburðar benti Hreinn á Fáskrúðsfjarðargöngin sem tekin voru í notkun í fyrra en lengd þeirra og þversnið er svipað og Hvalfjarð- arganga. Kostnaður við Fáskrúðs- fjarðargöng, á verðlagi í dag, væri um 4½ milljarður. Kostnaður við Hval- fjarðargöng yrði meiri enda væru þau neðansjávar auk þess sem gerð væri krafa um tengigöng og fleira. Hreinn sagði að gróflega mætti áætla að nú- verandi Hvalfjarðargöng hefðu, á verðlagi ársins 2006, kostað um 6,3 milljarða, fyrir utan fjármagns- kostnað. Gert er ráð fyrir að rann- sóknir sem unnar voru þá dugi að mestu. p í ný göng með i veggjaldið er að framkvæmdir taki um tvö og hálft ár Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson nna umferðinni og auka öryggið er ætlunin að tvöfalda göngin á næstu árum. "+#  !( *  Í HNOTSKURN » Gísli Gíslason, stjórn-arformaður Spalar, vill hefja framkvæmdir við ný Hvalfjarðargöng árið 2009. » Spölur ætlar ekki aðlækka veggjaldið, eins og svigrúm er til, heldur safna í sjóð til að flýta fyrir fram- kvæmdum. » Gísli segir auðvelt að rétt-læta þessa ákvörðum með hliðsjón af auknu öryggi og ávinningi. Það var áhrifarík stundí hátíðarsal HáskólaÍslands síðastliðinnfimmtudag þegar menntamálaráðherra, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, kynnti nýjan samning milli menntamálaráðuneytis og Há- skóla Íslands um kennslu og rannsóknir. Með undirritun samningsins hafa stjórnvöld tekið afgerandi póli- tíska forystu, og sumir hafa haldið því fram, að þetta sé ein markverðasta ákvörðun stjórn- valda á kjör- tímabilinu. Þessi samn- ingur byggist á þeirri sýn að sterkur háskóli skapi sterkt sam- félag. Undirrit- unin fól í sér sáttmála um að byggja upp af krafti starfsemi Háskóla Íslands á þeim trausta grunni sem lagð- ur hefur verið undanfarin ár og staðfest hefur verið í þremur nýlegum úttekt- um á starfsemi skólans. Sátt- málinn hvílir á tveimur meg- instoðum. Annars vegar byggist hann á sýn stjórnvalda um mikilvægi háskólamennt- unar í fremstu röð og hins veg- ar á meitlaðri framtíðarstefnu Háskóla Íslands sem end- urspeglar þessa sömu sýn. Í skólanum hefur samhent lið gengið að verki, unnið mark- visst og af krafti. Ný stefna hefur verið mótuð og hrint í framkvæmd á einu ári með þátttöku nær allra starfs- manna skólans og fjölda stúd- enta. Stefnan sjálf og aðgerða- áætlun sem henni fylgir einkennast af afdráttarlausum markmiðum og mælikvörðum á gæði og árangur í kennslu, rannsóknum, stjórnun og stoð- þjónustu. Rektor ber ábyrgð á eftirfylgni stefnunnar og að- gerðaáætlunum, en með rektor starfar nefnd skipuð sérfræð- ingum skólans í stefnumótun og framkvæmd. Í sérhverri deild skólans er nú unnið að gerð nákvæmra aðgerðaáætl- ana. Árangurstenging Grunntónn í samningnum eru markmið og mælistikur sem sett eru fram í stefnu Há- skóla Íslands og í stefnu Vís- inda- og tækniráðs. Gert er ráð fyrir að árangur og gæði starfsins séu metin reglulega, enda sé það liður í kraftmikilli og markvissri uppbyggingu há- skólastarfs. Samkvæmt samn- ingnum fær Háskóli Íslands árlegt viðbótarframlag á næstu fimm árum háð því að hann uppfylli ströng skilyrði um ár- angur. Mælikvarðar á árangur eru þeir sömu og notaðir eru við mat á háskólastarfi á al- þjóðavísu, þar á meðal fjöldi útskrifaðra doktorsnema (gert ráð fyrir fimmföldun á samn- ingstíma), fjöldi birtra vís- indagreina í ritrýndum alþjóð- legum tímaritum (tvöföldun á samningstíma), fjöldi útskrif- aðra meistaranema (tvöföldun á samningstíma), styrkveit- ingar úr erlendum samkeppn- issjóðum (80% aukning á samningstíma), fjöldi erlendra afburðastúdenta í framhalds- námi við skólann (verði 30% doktorsnema við HÍ), menntun kennara, afdrif nemenda að loknu háskólanámi, o.fl. Jafn- framt er skólanum ætlað að efla samstarf um þróun og ný- sköpun við fyrirtæki og rann- sóknastofnanir utan skólans, efla sérstaklega þær greinar er snerta íslenskan menning- ararf, auka aðgang að rafræn- um tímaritum og gagna- grunnum, efla starfsemi Háskóla Íslands á landsbyggð- inni, efla almenningsfræðslu, o.fl. Þá er skól- anum ætlað að þróa mælikvarða til að meta áhrif skólastarfsins á ís- lenskt atvinnulíf, svæðisbundna þró- un og rannsókna- samstarf. Ef Al- þingi samþykkir lagafrumvarp um sameiningu Kenn- araháskóla Íslands og Háskóla Íslands verður unnið eftir áætlun um samein- ingu sem þegar hefur verið gerð að tilstuðlan mennta- málaráðherra og með fulltingi beggja háskóla. Markmið með sam- einingu, ef af henni verður, er að efla kennaramenntun í landinu á öllum skólastigum, jafnframt því að styrkja rannsóknir í mennta- vísindum. Langtímamarkmið Á undanförnum einum til tveimur áratugum hefur ver- öldin tekið á sig nýja mynd. Alþjóðavæðing á sviðum við- skiptalífs, stjórnmála, menn- ingarlífs og menntamála hefur gríðarleg áhrif hvarvetna. Við Íslandi blasa stórkostleg tæki- færi í þessari nýju heimsmynd, en að litlu tungumála- og menningarsvæði geta vita- skuld líka stafað hættur. Við stefnumótun Háskóla Ís- lands sem unnið var að skóla- árið 2005–2006 lögðum við upp með þá spurningu hvernig Há- skólinn geti best þjónað ís- lensku samfélagi í framtíðinni. Viljinn til að þjóna samfélag- inu, tryggja að við getum nýtt tækifærin og staðið á sama tíma vörð um samfélagsgerð okkar og menningu knýr okk- ur til verka. Í stefnumótuninni lögðum við mat á hvernig þyrfti að efla vísindastarf, kennslu, doktorsnám og aðra þætti sem lagðir eru til grundvallar við alþjóðlegt mat á gæðum há- skólastarfs. Við skoðuðum starf erlendra háskóla, og veittum því athygli að í hópi 100 bestu háskóla samkvæmt matslista, sem tekinn er sam- an af Institute of Higher Education við Shanghai Jia Tong-háskólann, eru sjö nor- rænir háskólar og Ísland eitt Norðurlanda á ekki enn há- skóla í þessum hópi. Að þess- ari ítarlegu athugun lokinni töldum við raunhæft að setja okkur langtímamarkmið um að koma Háskólanum í hóp fremstu menntastofnana í heimi. Stefna HÍ 2006–2011 skilgreinir hvað við teljum þurfa að gera á næstu fimm árum til að koma okkur áleiðis. Alþjóðleg tengsl – dýrmætur fjársjóður Háskóli Íslands er í senn þekkingarsmiðja og lifandi orkuver sem hefur knúið áfram uppbyggingu nútíma- samfélags á Íslandi. Á sumum sviðum standa vísindamenn Háskóla Íslands í fremstu röð í heiminum. Alþjóðleg tengsl, sem deildir, kennarar og vís- indamenn hafa byggt upp, eru einhver dýrmætasti fjársjóður skólans og munu sannarlega greiða honum leið í sókn í fremstu röð á næstu árum. Samkvæmt nýgerða samn- ingnum við menntamálaráðu- neytið er Háskóla Íslands ætl- að að auka samstarf við erlenda háskóla í fremstu röð. Á síðasta ári var skrifað undir samstarfssamning við Col- umbia-háskóla í New York á sviðum jarðvísinda og hag- fræði og við Harvard-háskóla vegna námskeiðs um sam- keppnishæfni sem meist- aranemum við HÍ verður boðið að taka í samvinnu við prófess- or Michael E. Porter við Har- vard. Í næstu viku verður und- irritaður samningur við Kaliforníuháskóla og í und- irbúningi eru samstarfssamn- ingar við aðra bandaríska og evrópska háskóla sem og há- skóla í Kína, Indlandi og Rúss- landi. Gegnum samstarf Há- skóla Íslands við innlendar stofnanir, fræðasetur á lands- byggðinni og erlendar stofn- anir myndast frjótt tengslanet sem allir aðilar samstarfsins hagnast af. Styrking háskóla- samfélagsins Um fátt virðist ríkja meiri sátt í íslensku samfélagi en að velsæld á 21. öldinni byggist á því hve hratt og örugglega þjóðin örvar þekkingarsköpun, bætir menntun og nýtir sér hana í atvinnu- og menningar- lífi. Hér eru stjórnmálamenn allra flokka, forystumenn í við- skipta- og menningarlífi, for- eldrar og uppalendur, kenn- arar og stúdentar á einu máli. Eins og gefur að skilja þarf samþykki Alþingis um fjárveit- ingar á ári hverju til að rík- isvald geti staðið við nýgerðan samning. Það var mjög ánægjulegt að heyra fulltrúa Samfylkingarinnar, þá Ágúst Ólaf Ágústsson og Björgvin G. Sigurðsson, og fulltrúa Vinstri grænna, Katrínu Jak- obsdóttur, lýsa því í fjöl- miðlum síðastliðna helgi, að þeirra flokkar muni standa við samninginn verði þeir við stjórnvölinn á næsta kjör- tímabili. Þessi viðbrögð lýsa skilningi á þörfum samfélags- ins og hlutverki háskóla. Þá fagna ég sérstaklega við- brögðum þeirra háskólarekt- ora sem haft hafa samband við mig persónulega eða tjáð sig í fjölmiðlum þess efnis að samn- ingurinn við Háskóla Íslands muni styrkja háskólasamfé- lagið í heild. Við leggjum mik- ið upp úr góðu samstarfi við aðra háskóla og erum þegar í viðræðum við flesta háskóla landsins um aukið samstarf. Samkvæmt samningnum er menntamálaráðuneytinu ætlað að vinna að því að auka fram- lög til innlendra samkeppn- issjóða sem allir íslenskir vís- indamenn hafa aðgang að. Við höfum skrifað undir sáttmála sem markar upphaf að nýjum kafla í sögu háskóla- starfs á Íslandi. Okkur sem störfum í Háskóla Íslands er efst í huga þakklæti fyrir ein- dreginn stuðning mennta- málaráðherra og ríkisstjórn- arinnar allrar. Háskóli Íslands mun sýna þakkir í verki, góðu verki á sviði kennslu, rann- sókna og nýsköpunar í sam- vinnu við erlenda sem innlenda háskóla og fyrirtæki. Skólinn einsetur sér að leggja sitt af mörkum til að tryggja framtíð- arvelsæld og lífshamingju þjóðarinnar. Sterkur alþjóðlegur háskóli – Sterkara Ísland Eftir Kristínu Ingólfsdóttur » Við höfumskrifað und- ir sáttmála sem markar upphaf að nýjum kafla í sögu háskóla- starfs á Íslandi. Kristín Ingólfsdóttir Höfundur er rektor Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.