Morgunblaðið - 18.01.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 18.01.2007, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR allnokkru var þáttur um kvikmyndagerðarkonu í umsjá Við- ars Eggertssonar. Í þessum þætti Viðars, sem er ágætur útvarps- maður, var fjallað um kvikmynd föð- ur okkar Ágirnd og aðkomu Svölu Hannesdóttur að gerð hennar. Þar sem umfjöllunin var full af röngum fullyrðingum hafði ég sam- band við þáttarstjórnandann, sem tók vel í að gera þátt um föður okkar Óskar Gíslason ljósmyndara og kvik- myndagerðarmann. Ég var að vonum ánægður með að nú yrðu leiðréttar þær ambögur sem komu fram í fyrri þætti. Satt best að segja hélt ég að nú yrði rætt um kvik- myndir föður okkar, afrekin sem hann vann á því sviði. Það var nú öðru nær. Viðar fékk til þeirrar upplýsingar Gísla Alfreðsson og Sigríði Óskarsdóttur. Með hvaða hætti þau voru valin var ekki við mig eða systur mína rætt. Þvílík firra, í stað þess að fjalla um kvikmyndirnar og afrekin sem hann vann á því sviði án nokkurra styrkja eða aðstoðar þess opinbera, var með mjög ósmekklegum hætti fjallað um veikindi systkina okkar og andlát, um skilnað foreldra okkar, sem kom kvikmyndagerð föður okkar ekkert við. Það er alveg víst að þær mann- eskjur sem faðir okkar átti mest að þakka voru móðir okkar og Þorleifur Þorleifsson, sem var snillingur en hann gerði öll kvikmyndahandritin fyrir myndir pabba. Þá leikstýrði Ævar Kvaran flestum leiknu mynd- um hans. Kvikmyndin „Ágirnd“ Forsagan var sú að til pabba kom ung stúlka, sem verið hafði í leiklist- arskóla Ævars frænda okkar. Svala Hannesdóttir hét hún. Hún sýndi pabba handrit að látbragðsleik. Ekki þarf að orðlengja það frekar. Pabbi ákvað að gera kvikmynd um verkið og að ráði Ævars leikstýrði Svala leiknum. Ég ítreka það að hennar eina að- koma að gerð myndarinnar var hand- rit, sem Þorleifur Þorleifsson byggði kvikmyndahandritið á. Eins og áðan var sagt voru engir sjóðir eða opinberir styrkir. Þess vegna fékk pabbi lítt eða óþekkta leikara (allir góðir) til að leika í myndum sínum. Fólk sem var ekki með háar launakröfur og vissi það fyrirfram að launagreiðslur færu eft- ir gengi myndanna. Þetta var nokkuð, sem allir sættu sig við að örfáum undanskildum og var Svala ein þeirra. Á þessum tíma var yfirstjórn ís- lensku kirkjunnar full af íhaldssemi, hræsnisfull og kannski ekki mikið þróuð frá aflátstökum eða galdra- brennum. Það var því ekki furða þó þáver- andi biskupi fyndist það mikil ósvinna að gera og hvað þá sýna almenningi kvikmynd, þar sem prestur sést stela hálsfesti af deyjandi konu. Og að beiðni biskups stöðvaði lögreglustjór- inn í Reykjavík sýningar á myndinni. Þegar sýningar hófust eftir þessa stöðvun var lítil aðsókn þannig að hún bar sig aldrei. Ég vil, svo ekki verði um villst, segja að pabbi var mjög trúaður þó hann bæri það ekki á torg. Einnig fannst mér út í hött að ætla að það að koma að gerð mynd- arinnar hefði valdið þeim pabba og Svölu ógæfu. Þvílíkt bull. Það rétta er að Svala var, að því er mér skilst, ólánsmann- eskja, en ég fullyrði að það tengist myndinni „Ágirnd“ ekki á nokkurn hátt. Hvað pabba varðar þá var hann gæfumaður alla tíð. Hann fékk að starfa við það sem hann elskaði og átti hug hans allan. Pabbi var tvígiftur og ekki var hann lánlaus þar. Föstudaginn 29. desember síðast- liðinn birtist grein í Morgunblaðinu eftir Bergþóru Jónsdóttur, þar sem kom fram eins og fyrr segir að Svala hefði komið að handriti að „Ágirnd“ (leikverki) sem notað var sem grunn- ur að kvikmyndahandriti, sem eins og áður var sagt var samið af Þorleifi Þorleifssyni. En víst er um það að hún leikstýrði myndinni. Ég held að þeir sem hafa verið að reyna að upp- hefja Svölu á kostnað föður okkar ættu að líta til þess, að hann var einn af örfáum, sem gáfu henni tækifæri. Varðandi fáránlegar vangaveltur um hver sé höfundur kvikmyndar þá er það augljóst að kvikmynd verður ekki gerð nema framleiðandi fáist. Það verður ekki kvikmynd þó ótal handrit séu gerð. Að endingu vil ég benda á að pabbi var fyrstur kvik- myndagerðarmanna til að fá fálka- orðuna. Hins vegar hefur íslenska ríkið (menntamálaráðuneytið) ekki sýnt minningu pabba eða verkum hans þann sóma sem hann á skilið. Þess má geta að við erfingjar Ósk- ars Gíslasonar þurftum að fá lög- fræðiaðstoð til að stöðva síend- urteknar gripdeildir RÚV á verkum pabba. Síðan hafa verk pabba verið ósýnileg á þeim bæ. Um kvikmyndina Ágirnd Alvar Óskarsson og Klara J. Óskarsdóttir gera athugasemd- ir við umfjöllun um kvikmynd Óskars Gíslasonar, „Ágirnd“, í þætti Viðars Eggertssonar og skrifum í Morgunblaðinu » Þess má geta að viðerfingjar Óskars Gíslasonar þurftum að fá lögfræðiaðstoð til að stöðva síendurteknar gripdeildir RÚV á verk- um pabba. Síðan hafa verk pabba verið ósýni- leg á þeim bæ. Óskar Gíslason Höfundar eru börn Óskars Gíslasonar kvikmyndagerðarmanns. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Á UNDANFÖRNUM árum hefur ferðaþjónusta á Íslandi vaxið mjög hratt. Fjölgun ferða- manna hefur verið um- talsvert meiri en spár gerðu ráð fyrir. Í fyrra fjölgaði ferðamönnum til landsins um 12,9%, en þá komu um 420 þúsund erlendir gestir til Íslands. Við þá tölu má svo bæta ferða- mönnum sem komu með skemmti- ferðaskipum, en þeir voru um 55 þúsund, skv. frétt frá Ferða- málastofu. Á síðustu árum hafa ýmsir aðilar spáð um þróun fjölda ferðamanna til Íslands. Reyndin hefur orðið sú að oftast hefur fjöldi ferðamanna til landsins verið mun meiri en þær spár hafa sagt til um. Með hliðsjón af spám og fjölgun á undanförnum árum, má gera ráð fyrir að ferða- menn hingað til lands verði orðnir um milljón árið 2015. Þetta leiðir hugann að því hvort við verðum í stakk búin til að taka á móti öllu þessu fólki, þegar þar að kemur. Hafa þessar spár verið tekn- ar með í reikninginn þegar unnið er að stefnumótun byggðarlaga og skipulagi til framtíðar. Nú, árið 2007, greinir menn á um hvort ástæða sé til að byggja tvær akrein- ar í hvora átt á Hellisheiði, eða hvort ein og hálf akrein sé nægileg. Ótrú- legt, á sama tíma og það getur tekið á annan klukkutíma að komast ak- andi milli Selfoss og Reykjavíkur á föstu- dags- og sunnudags- kvöldum yfir sumarið. Tvöföldun fjölda ferða- manna á komandi árum mun leiða af sér að bíl- um í umferðinni á eftir að fjölga gríðarlega. Verður vegakerfið á Ís- landi tilbúið að taka á móti þeirri fjölgun? Ferðavenjur fólks hafa verið að breytast á undanförnum árum. Nú, meðal annars með tilkomu Internetsins, eru ferðamenn mun sjálfstæðari en áður hvað skipulagningu ferðalaga varðar. Fleiri ferðamenn koma nú á eigin vegum, þeir velja bílaleigubíla frek- ar en rútur, og koma á öllum tímum árs. Til þess að taka á móti ferðamönn- um þurfa ákveðnir grunnþættir að vera í lagi. Hér á ég ekki einungis við gott samgöngukerfi í víðasta skilningi þess orðs, sem vissulega er algjör forsenda fyrir því að ferða- mönnum fjölgi, en fjölmargt annað kemur einnig til. Hvernig er staðan hvað varðar vatnsveitur, frárennsl- ismál, sorphirðu og förgun úrgangs, að ekki sé minnst á mengunarvarnir og verndun lífríkis á fjölförnum ferðamannastöðum. Fjarskipti og GSM-samband er víða erfitt um byggðir landsins, hvað þá um óbyggðir þessa lands, en þangað sækja einmitt margir ferðamenn. Hafa spár um fjölgun ferðamanna verið hafðar í huga við gerð skipu- lags og áætlana, eða er gengið útfrá þörfum íbúanna á hverjum stað? Hafa þarf í huga að uppbygging vegna ferðaþjónustu mun einnig koma íbúum þessa lands til góða með einum eða öðrum hætti. Hér hefur ekkert verið minnst á markaðssetningu eða menntun í ferðaþjónustu. Aðeins verið tæpt á örfáum atriðum þar sem opinberir aðilar koma að uppbyggingu. Ekki er heldur minnst hér á áætlanir eða stefnumótun vegna afþreyingar, hótela eða annarrar þjónustu, en sú uppbygging, þó á hendi einkaaðila sé, þarf að haldast í hendur við op- inbera uppbyggingu, ef vel á að vera. Verðum við í stakk búin? Björn B. Jónsson skrifar um ferðaþjónustu og samgöngumál » ...má gera ráð fyrir að ferðamenn hingað til lands verði orðnir um milljón árið 2015. Björn B. Jónsson Höfundur sækist eftir 2.sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Í GREIN sem birtist í Morg- unblaðinu á aðfangadag lýsir höfund- urinn, Jón Björnsson, þeirri skoðun sinni að næg nýtanleg orka sé við Húsavík og bygging álvers sé besti kosturinn til að nýta þá orku. Hann bendir meðal annars á að dreifa megi framkvæmdum á langan tíma og því sé hægt að forðast nei- kvæð þensluáhrif og notkun erlends vinnu- afls. Álver kalli á 300 ný störf auk margfalt fleiri afleiddra starfa á Norðurlandi. Loks sé nýting jarðhita til orkuframkvæmda aft- urkræf framkvæmd. Þrátt fyrir þessa kosti sýnir höfundurinn ekki fram á að orkusala til álvers gefi mestan af- rakstur af fjárfestingu á svæðinu. Að dómi undirritaðs þarf að færa mun betri rök fyr- ir því að bygging álvers sé besta leiðin til að nýta jarðhita og stuðla að framförum á Húsa- víkursvæðinu. Hér á eftir fara nokkrar at- hugasemdir þessu til áréttingar. 1. Þótt orkuöflun með jarðhita sé að mestu afturkræf hvað umhverfisáhrif varðar þá verður álver ekki byggt nema til komi orkusamningar til mjög langs tíma. Slíkir samningar miða að því að tryggja lágmarkstekjur en jafn- framt er búið að festa mikið fjármagn í áratugi og lítið svigrúm til annarra og hagkvæmari nýtingarkosta sem fram kunna að koma. Nú þegar hefur stærstum hluta af hagkvæmustu orkunýtingarkostum landsins verið ráðstafað um árabil til erlendra ál- framleiðenda á verði sem ekki hefur verið sýnt fram á að standi undir kostnaði. 2. Vera má að það sé rétt hjá höf- undinum að engar tæknilegar hindr- anir séu á því að hægt sé að framleiða næga orku fyrir heilt álver við Húsa- vík. Talið er að fjárfestingarkostn- aður sé lægri í jarðhitavirkjun en rekstrarkostnaður hærri samanborið við vatnsaflsvirkjun. Engar sannanir hafa komið fram hér á landi um að viðunandi arðsemi fáist með því að framleiða orku fyrir álver hvort held- ur sem er með jarðhita eða vatnsorku. 3. Árin 2003 og 2004 var framlag ál- framleiðslu til vergrar landsfram- leiðslu aðeins um 1,4% að meðaltali samkvæmt framleiðsluuppgjöri Hag- stofu. Fyrir utan tekjur af orkusölu sem fara að mestu í afborganir af lán- um þá eru vinnulaun helstu tekjur landsmanna af álframleiðslu. Afurða- og aðfangatengslum er þannig háttað í álframleiðslu að útflutningur frá ál- verum bætir ekki erlenda stöðu þjóð- arbúsins sem nokkru nemur. 4. Atvinnutækifæri og byggðaþró- un hafa vegið þungt í réttlætingu stjórnvalda fyrir uppbyggingu álvera hér á landi. Hægt er að færa rök fyrir því að stjórnvöld skuli hafa bein af- skipti af atvinnusköpun á krepputím- um en engin þörf hefur verið fyrir slík afskipti á undanförnum árum. Sam- kvæmt Hagstofu fjölgaði starfandi fólki um ríflega nítján þúsund á vinnu- markaði frá 1995 til 2005. Á þeim tíma hefur atvinnuleysi verið í lágmarki. 5. Ekkert bendir til að margföld- unaráhrif frá álverum séu meiri en frá öðrum útflutnings- greinum. Ef tilgang- urinn er eingöngu að fjölga störfum er hægt að ná sama árangri með mun minni beinni fjár- festingu heldur en að byggja orkuver sem á að selja ódýra orku til ál- vers (í eigu útlendinga) sem svo á að veita at- vinnu í héraði. 6. Í þróuðum hag- kerfum fer hlutfallslegt mikilvægi frum- vinnslugreina ört minnk- andi. Einkenni frum- vinnslugreina er stöðluð framleiðsla þar sem not og notandi eru ekki þekkt við upphaf fram- leiðslu. Verð ákveðst á heimsmarkaði og er mjög sveiflukennt. Ál- og tengd orkufram- leiðsla eru hreinrækt- aðar frumvinnslugrein- ar. Í upphafi síðustu aldar var lögð mikil áhersla á frumfram- leiðslugreinar sem tæki til hagþróunar. Oft urðu náttúruauðlindir ofnýtt- ar fyrir vikið án þess að örva vöxt í öðrum hlut- um hagkerfisins. Í stað frumfram- leiðslugreina er efling úrvinnslu- og þjónustugreina nú talin betri leið til að auka fjölbreytni í atvinnulífi og minnka hagsveiflur. 7. Á sínum tíma markaði bygging álversins í Straumsvík ákveðin tíma- mót í atvinnumálum. Flutt var inn ný tækniþekking, stuðlað að framförum í virkjanagerð og bætt úr atvinnuleysi. Þau sérstöku skilyrði sem lágu að baki byggingu álversins í Straumsvík eru ekki lengur fyrir hendi. Erlendir aðilar sækjast eftir að byggja ál- bræðslur hér á landi eingöngu vegna ódýrrar orku og fórnfýsi stjórnvalda í umhverfismálum. Í framtíðinni munu álver á Íslandi sækja vinnuafl til ann- arra landa ef það er ódýrara en inn- lent vinnuafl. 8. Á síðustu árum hefur einka- framtakið skapað öflugar nýjar út- flutningsgreinar svo sem í fjár- málaþjónustu, lyfjagerð og verslun. Jafnframt hafa miklar framfarir orðið í framleiðslu og markaðssetningu fisk- aflans þar sem stór hluti framleiðsl- unnar er sérunninn og seldur milli- liðalaust til notenda. Orkusala til álvers er engin forsenda fyrir fram- förum á Húsavík þótt orkuvinnsla úr jarðhita gefi vissulega nýja mögu- leika. Hagnaður á að vera leiðarljós við nýtingu orkunnar en ekki þrá- hyggja um gildi álvera. Eru álver besti kosturinn til orkunýtingar? Björn Gunnar Ólafsson fjallar um álver við Húsavík Björn G. Ólafsson »Engar sann-anir hafa komið fram hér á landi um að viðunandi arð- semi fáist með því að framleiða orku fyrir álver hvort heldur sem er með jarðhita eða vatnsorku. Höfundur er stjórnmálahag- fræðingur. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.