Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 20. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Sumar- bæklingurinn er kominn Opið í dag, sunnudag í Skógarhlíðinni frá kl. 13 til 16 einnig á Akureyri í umboðinu okkar, Geislagötu 12 Bókaðu beint á www.heimsferdir.is MJÚKIR FELDIR LOÐNAR FLÍKUR OG SILFRAÐAR Í ÖNDVEGI Á TÍSKUSÝNINGUNNI Í MÍLANÓ >> 22 AFRÍSK OG ÖÐRU VÍSI RÁÐHERRA AÐLAGIST SVIPMYND >> 16 ÁKVEÐIÐ var á stjórnarfundi Knatt- spyrnusambands Íslands um liðna helgi að að hækka dagpeningagreiðslur til leikmanna kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu til jafns við það sem tíðkast hjá körlunum. Leikmenn beggja liða fá héð- an í frá greiddar 5.000 kr. í dagpeninga á dag í tengslum við landsleiki. Þetta mál hefur verið til umræðu upp á síðkastið og Eggert Magnússon, for- maður KSÍ, viðurkennir að sambandið hafi kannski ekki alltaf gert sér nægi- lega grein fyrir tíðarandanum og það eigi við um þetta mál. „Hér er ekki um meðvitaða mismunun að ræða, miklu frekar gáleysi,“ segir Eggert. Á fundinum lagði Eggert ennfremur fram tillögu sem var samþykkt af stjórn- inni sem hann telur marka ákveðin tíma- mót í íslenskri knattspyrnusögu. „Þessi tillaga snýst um það að nái kvennalandsliðið þeim árangri að komast í úrslitakeppni deilast á milli leikmanna liðsins, sem tekið hafa þátt í und- ankeppninni, tíu milljónir króna.“ Eftir að móta starfssvið mannvirkjasjóðsins Einnig var samþykkt á stjórnarfund- inum að KSÍ legði 100 m. kr. í nýjan mannvirkjasjóð. Eftir á að móta starfs- svið sjóðsins en hugsunin er sú að fá fjár- muni frá ríkinu inn í hann. „Tilgangurinn með sjóðnum er að bæði knattspyrnufélög og sveitarfélög geti sótt um styrk til uppbyggingar mann- virkja á sínum heimaslóðum,“ segir Egg- ert. Ítarlega er rætt við Eggert í blaðinu í dag en hann lætur senn af starfi for- manns KSÍ eftir átján ár. Ljósmynd/Daniel Sambraus Nýr sjóður KSÍ ætlar að leggja 100 m. kr. í nýjan mannvirkjasjóð. Konur jafnar körlum  100 milljónir í mannvirkjasjóð Eftir Orra Pál Ormarsson Orri@mbl.is  KSÍ er ekkert annað | 24 LYF sem hægt er að sprauta inn í glerhlaup augans til þess að stemma stigu við blindu vegna hrörnunar í augnbotnum, kom á markað í Bandaríkjunum á liðnu ári. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum við Háskóla Ís- lands og yfirlæknir á augndeild Landspítalans, segir að ekki hafi fengist markaðsleyfi hér á landi fyrir lyfinu, Lucentis, sem virðist öflugast í þessum tilgangi enn sem komið er. „Árangri meðferðar með lyfinu sem um ræðir hefur verið líkt við byltingu en hátt í þúsund manns eru verulega sjónskertir út af þessum eina augnsjúkdómi og mörg þúsund Íslendingar eru með hann á mismunandi stigum,“ segir hann. Hrörnun í augnbotnum er al- gengasta orsök blindu á Íslandi og nágrannalöndunum, segir Ein- ar ennfremur. Hann segir tæpast leika vafa á því að meðferð með hinu nýja lyfi „geri gríðarlegt gagn“ og eigi eftir að „bjarga tug- um ef ekki hundruðum Íslendinga á hverju ári frá því að tapa sjón. Lyfið er hins vegar mjög dýrt“. Kreppa Einar kveðst ekki bjartsýnn á að úr rætist á næstunni. „Okkur gengur seint að fá leyfi til þess að nota bestu lyfin vegna þess hversu dýr þau eru. Síðan er augndeildin í kreppu með aðstöðu og húsnæði. Við horfum fram á stórkostlega aukningu á starfsemi með þessum nýju meðferðar- möguleikum og eigum eftir að skapa aðstöðu fyrir þá. Á sama tíma erum við í úlfakreppu, vegna þess að heilbrigðisyfirvöld flytja almenna skoðunarstarfsemi frá stofum augnlækna inn á spítal- ann, svo svigrúm okkar til þess að taka upp nýja starfsemi hverf- ur.“ Nýtt lyf sem bjargar sjón ekki leyft hér Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur hke@mbl.is  Nýtt lyf | 28 ÞEGAR venjulegur Dani millifærir fé inn á erlendan bankareikning – til dæmis til að gera upp skuld við kunningja í Svíþjóð, greiða fyrir leigu á orlofshúsi á Spáni eða styrkja múslímasamtök í Pakistan – á hann á hættu að upplýsingar um hann berist bandarískum yfirvöldum, til að mynda leyniþjónustunni CIA. Skilmálunum breytt Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og sagði ástæðuna þá að yfirleitt væri ógjörningur að millifæra fé milli landa utan við rafrænt net, SWIFT, sem flestir bankar heimsins tengjast. Blaðið hefur eftir Francis Vanbever, yfirmanni SWIFT, að ekki sé hægt að komast hjá því að upplýsingarnar berist bandarísk- um yfirvöldum. Janni Christoffersen, framkvæmdastjóri Data- tilsynet, systurstofnunar Persónuverndar í Danmörku, segir þetta fyrirkomulag brjóta í bága við dönsk lög um vernd persónuupplýsinga. Bönkunum beri skylda til að tryggja að lögin séu virt og það samræmist ekki lögunum að viðkvæmar persónuupplýsingar séu sendar til Bandaríkjanna þar sem réttaröryggið og vernd per- sónuupplýsinga jafnist ekki á við reglur Evrópusam- bandsins. Persónuverndarstofnanir allra landa Evrópusam- bandsins eru á einu máli um að bankarnir, og þá eink- um SWIFT, brjóti reglur sambandsins með þessu fyr- irkomulagi og eigi á hættu að verða refsað fyrir þetta háttalag. Að sögn Politiken hafa danskir bankar brugðist við þessu með því að breyta þjónustuskilmálum sínum og vara viðskiptavinina við því – oft með smáu letri aftast á skjölunum – að upplýsingarnar kunni að berast bandarískum yfirvöldum. Sagðir njósna fyrir CIA Madríd. AFP. | 33 ára gamalli konu frá Kólumbíu hefur verið neitað um ríkisborgararétt á Spáni vegna þess að hún heitir Darling, að sögn spænska dagblaðsins El Mundo. „Ég heiti Darling og það verð- ur alltaf nafn mitt. Það er hluti af persónuleika mínum,“ sagði Dar- ling Velez. Á Spáni eru í gildi nafnalög sem meðal annars banna skírn- arnöfn sem geta gefið tilefni til stríðni, að því er fram kemur í frétt El Mundo. Darling fékk bréf í júlí þar sem henni var skýrt frá því að hún gæti fengið spænskan ríkisborg- ararétt. Til að fá hann formlega þurfti hún aðeins að skrá sig í þjóðskrána en henni til mikillar furðu var henni tilkynnt að beiðn- inni um skráningu hefði verið synjað vegna þess að nafnið sam- ræmdist ekki lögunum. Darling hefur áfrýjað úrskurðinum. Má ekki heita Darling
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.