Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 s. 590 2000 - www.benni.isTilboð kr. 9.900.000,- Nýskráður 10.2004 Sjálfskiptur Tiptronic S, loftkæling, leðurklædd sportsæti, leiðsögukerfi, innbyggður sími, dökkar rúður, hraðastillir, rafdrifin sæti, nálgunarvörn aftan og framan, lyklalaust aðgengi, BOSE hljóðkerfi, 20” álfelgur, sóllúga, dráttarbeisli, loftpúðafjöðrun, 6 diska CD, o.m.fl. Cayenne Turbo - 450 hö. www.porsche.is/notadir Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is LÍFEYRISSJÓÐUR verzlunar- manna (LV) mun héðan í frá hafa umhverfismál, félagslega ábyrgð og góða stjórnunarhætti fyrirtækja að leiðarljósi við mat á fjárfestingar- kostum hér heima og erlendis. Er þetta inntak nýrrar hluthafastefnu sjóðsins sem gerð er í samræmi við reglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar sem sjóður- inn varð fyrstur íslenskra stofnana- fjárfesta aðili að. Í reglunum er fjallað um hvernig áhersla á um- hverfisleg og félagsleg málefni auk góðra stjórnunarhátta fyrirtækja geti stuðlað að auknum fjárfest- ingaárangri og hagsmunir fjárfesta og markmið þjóðfélagsins geti farið saman. Með þessar reglur að leiðarljósi mun LV leitast við að vera virkur eigandi hlutabréfa og koma ábend- ingum um rekstur og stefnu fyr- irtækja sem sjóðurinn er hluthafi í á framfæri á hluthafafundum og með beinum samskiptum við stjórnendur fyrirtækjanna. Á þetta einkum við um fjárfestingar sjóðs- ins erlendis. Eftir því sem við verð- ur komið verður horft til þess hvort fyrirtækin virði mannréttindi og eigi ekki aðild að barnaþrælkun. Þá mun sjóðurinn í vaxandi mæli hafa til hliðsjónar við fjárfestingar hvernig fyrirtækin horfa til um- hverfisþátta við rekstur sinn. Leggur sitt af mörkum „Með hluthafastefnunni viljum við leggja okkar af mörkum við að koma fram breytingum sem leiða til hins betra í rekstri fyrirtækjanna,“ segir Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. „Með því að taka þátt í þessu fram- taki Sameinuðu þjóðanna hyggj- umst við leggja okkar af mörkum í alþjóðlegu samstarfi til þess að bæta viðskiptaumhverfið. Ég er sannfærður um að ákveðin vakning sé að eiga sér stað sem komi bæði fram hjá fjárfestum og fyrirtækj- unum sjálfum. Það er að koma meiri þungi í það að allir leggist á eitt við að bæta stjórnarhætti, tekið sé meira tillit til umhverfisins og horft til annarra þátta sem við vilj- um að séu í heiðri hafðir.“ Horft til mannréttinda og umhverfismála Ný hluthafastefna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Í HNOTSKURN »LV mun hafa til hliðsjónarvið fjárfestingar hvort fyr- irtæki fari að lögum og reglum um umhverfismál og leitist við að draga úr um- hverfisáhrifum við rekstur. »Einnig verður lögð áherslaá félagslega ábyrgð og góða stjórnarhætti. »Forstjóri LV segir að Ís-land standi mjög fram- arlega í þessum efnum. FRAMTÍÐ Háskólans í Reykjavík er björt og framundan eru spenn- andi og krefjandi tímar, sagði Guð- finna S. Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor HR, í ræðu sinni í gær við útskrift nema frá skólanum, en við athöfnina tók Svafa Grönfeldt við starfi rektors við skólann. Guðfinna rifjaði í ræðu sinni upp starfsemi HR frá upphafi og sagði að strax þegar skólinn var settur árið 1998 (þá Viðskiptaháskólinn í Reykjavík) hafi umhverfið ein- kennst af bjartsýni og krafti sem fylgt hafi skólanum allar götur síð- an. Sagði Guðfinna að framtíðarsýn nýja háskólans hafi verið djörf og ekki mikið rædd opinberlega, þ.e. að HR yrði um árið 2020 einn af þeim litlu, alþjóðlegu háskólum í heiminum sem allir þekktu fyrir þrennt, þ.e. framúrskarandi kennslu, öflugar rannsóknir og sterk tengsl við atvinnulífið. Leið- arljósin sem hafi verið með skól- anum frá fyrstu tíð væru nýsköp- un, tækniþróun og alþjóðasam- starf. Strax í upp- hafi annars starfsárs hófst að sögn Guð- finnu undirbún- ingur að nafn- breytingu skólans. Þetta hafi einkum ver- ið mikilvægt í ljósi þess að erf- itt hafði reynst að fá til liðs við skólann öfluga vís- indamenn á sviði tölvunarfræði og efasemdaraddir hafi heyrst um að skólinn gæti kallast háskóli en einnig að fræðimenn gátu ekki séð fyrir sér að birta vísindagreinar í tölvunarfræði frá Viðskiptahá- skóla sem hét á ensku Reykjavík School of Business. Í janúar 2000 var nafni skólans breytt og hlaut hann nafnið Háskólinn í Reykjavík. Hvatti Guðfinna útskriftarnem- endur, sem voru um 260, til að hafa metnað, þrautseigju og þor til að takast á við lífið og verkefni þess, hvort sem vindurinn blési með eða á móti. Guðfinna hætt og Svafa tekin við HR Guðfinna S. Bjarnadóttir Um 260 nemendur skólans útskrifaðir FRAMKVÆMDASVIÐ Reykjavík- urborgar hefur auglýst eftir kaup- tilboðum í Fríkirkjuveg 11, hús sem Thor Jensen reisti árið 1908 en hefur undanfarin ár hýst skrifstofur Íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkur. Frestur til að skila inn tilboð- um rennur út 2. febrúar. Í auglýsingunni kemur fram að fasteignin sé tvær hæðir, kjallari og ris, samtals 1.049 fermetrar að gólf- fleti. Húsið er úr timbri og er báru- járnsklætt að utan. Húsið er friðað í B-flokki. Lóðin sem fylgir húsinu verður um 903 fermetrar að stærð. Hver bjóðandi getur aðeins skilað inn einu tilboði og áskilur borgin sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Við val á kaupanda verður, auk upphæðar tilboðsins, tekið tillit til framtíðarnotkunar og sögu hússins. Nánari upplýsingar er að finna á vef framkvæmdasviðs Reykjavíkur, www.reykjavik.is/fs. Geri tilboð í Fríkirkju- veg 11 Eftir Davíð Loga Sigurðsson avid@mbl.is VALGERÐUR Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra vill að samráði stjórn- málaflokkanna um öryggi Íslands, sem boðað var að yrði komið á í yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar um ný verkefni stjórnvalda við brottför varnarliðsins, verði komið í fastar skorður sem fyrst. Auk þess sér hún fyrir sér stofnun rannsóknaseturs á sviði utanríkis- og öryggismála. Valgerður ræddi þessi mál í erindi sem hún flutti í Háskóla Íslands á fimmtudag um öryggis- og varnarmál Íslendinga við þær breyttu aðstæður, sem nú eru uppi eftir brotthvarf Bandaríkjahers. Valgerður sagði að samráðsvett- vangur stjórnmálaflokkanna um ör- yggi Íslands ætti að geta stuðlað að frekari miðlun upplýsinga og upp- byggilegum skoðanaskiptum um megináherslur í öryggismálum lands- ins. Jafnframt mætti sjá fyrir sér stofnun rannsóknaseturs á sviði utan- ríkis- og öryggismála, sem fjallað gæti um öryggismál í víðum skilningi, þ.m.t. þætti á borð við samgöngur, umhverfisöryggi, fólksflutninga, þró- unarmál og fleira. Sagði Valgerður að tengja mætti hinn pólitíska samráðs- vettvang og það alþjóðastarf sem á sér stað hér innan veggja Háskóla Ís- lands og í öðrum háskólum við starf- semi setursins sem stýrt gæti rann- sóknum og ráðstefnum til þess að efla faglega umræðu um öryggis- og varn- armál innanlands. „Slíkt setur getur þannig, með dugmikilli forystu, brúað bil frá akademískri umræðu til stefnumótunar,“ sagði Valgerður. „Þátttaka sérfræðinga utanríkisráðu- neytisins og jafnvel annarra ráðu- neyta í starfsemi setursins myndi styðja akademískar rannsóknir og jafnvel kennslu á þessu sviði. Jafn- framt myndi sú gerjun hugmynda sem yrði við tengingu þessara þriggja heima leiða til hugmyndasköpunar og frjórri stefnumótunar.“ Valgerður sagði að í grannríkjum okkar mætti finna margir ámóta stofnanir sem leita mætti samstarfs við. Þeim stofn- unum hafi reynst farsælast að starfa á sjálfstæðum grundvelli í ákveðinni fjarlægð frá háskólasamfélagi og stjórnmálum, en með sterk tengsl við hvort tveggja. Stuðla þarf að umræðu um öryggismál Íslands Rannsóknasetur brúi bil milli háskóla og stjórnmála ,,Ljósadagur“ í Sólhlíð Morgunblaðið/G.Rúnar ,,LJÓSADAGUR“ var í leikskólanum Sólhlíð við Engihlíð á föstudag. Börnin brugðu þá á leik í leikgarðinum og lýstu upp skammdegið með vasaljósum. Margir fagna því að sól er farin að hækka á lofti og birtu nýtur lengur. LÖGREGLAN á Suðurnesjum telur að ökumaður sem ók bifreið sinni út af Móavegi í Njarðvíkum í fyrrinótt hafi verið ölvaður og hefur það sjálfsagt ekki hjálpað til við að halda stjórn á bílnum í vetrarfærð- inni. Fjórum sinnum var lögreglan kölluð að heimahúsum í bænum til að koma skikki á gleðskap sem hélt vöku fyrir nágrönnum og þrír öku- menn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Ók út af ölvaður í Njarðvíkum LEIGUBÍLASTÖÐIN BSR hefur breytt gjaldskrá sinni, startgjaldi og mælingu á gjaldtöku. Samkvæmt upplýsingum frá BSR var startgjaldið lækkað úr 490 krónum í 450 krónur og mun gjald- mælirinn nú slá á 50 krónum í stað 10 króna áður. Þá hækkar dagtaxti innanbæjar úr 99,44 krónum í 114 fyrir venjulegan leigubíl en hækkar úr 119,33 í 139 fyrir stóran bíl. Hækkun á taxta hjá BSR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.