Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ LÍFIÐ Í ÁRBÓT vöru,“ segir hún. „Það var ekki að- eins afi sem fékkst við skáldskap því Valtýr móðurbróðir minn, sem bjó heima á Sandi, orti einnig og tveir móðurbræður mínir, Þór- oddur og Heiðrekur, þannig að jú, það var mikið ort. En það liggur ekki fyrir mér.“ Snæfríður gekk í gagnfræða- skóla á Laugum og flutti síðan til Húsavíkur 18 ára „að eignast börn og búa“. Hún var 25 ára þegar hún og Hákon fluttu í Árbót árið 1974. – Hvernig kynntust þið? „Ég held við höfum bara kynnst á sveitaballi.“ – Manstu hvaða lag var verið að spila? „Nei, alls ekki!“ Snæfríður og Hákon eiga þrjá syni og það má því segja að Snæ- fríður lifi í miklu karlasamfélagi. „Það eru einnig mun fleiri karl- menn en konur í starfsliðinu, þann- ig að ég er orðin vön þessu, – það eina sem skiptir máli er að þetta sé skemmtilegt fólk,“ segir hún. „En þetta er nú ekki algilt. Ég á til dæmis enga bræður, bara syst- ur, þannig að þetta snerist við hjá mér! Svo eigum við Hákon átta barnabörn, fjórar stelpur og fjóra stráka.“ „Systkinahópur minn var hins vegar blanda af báðum kynjum,“ segir Hákon. „Mamma eignaðist tólf börn á sautján árum, þar af enga tvíbura. Hún var alveg mögn- uð, – fékk aldrei heimilishjálp eða sendi börn á leikskóla eins og nú- tímamæður.“ Með tvær hendur tómar Hákon er „Húsvíkingur í húð og hár“. Foreldrar hans voru Gunnar Maríusson bóndi og Elín Jóns- dóttir og hann átti ellefu systkini. „Við erum öll alsystkini, en ekki nútímabörn eins og ég kalla það þegar þrír fjórir pabbar eru í fjöl- skyldunni og hálfsystkin í kross,“ segir hann glaðbeittur eins og hon- um er eðlislægt. „Ég er yngstur og mamma sagði stundum að ég væri jafn erfiður og hin ellefu. Ég var hugmyndaríkur og öflugur unglingur, en ekki í þeim geira sem við tölum um í dag! Ég fór snemma að vinna, fór á vertíðir og var strax með miklar hugsjónir. Við Snæfríður höfum unnið okkur alveg upp frá grunni. Við byrjuðum í Árbót með tvær hendur tómar. Faðir minn bjó á Bakka á Tjörnesi, þar sem rætt hefur verið um að reisa álver, en var með tvöfalda búsetu. Hann var á Bakka á sumrin á meðan heyjað var, en í Mararhúsi, litlu timb- urhúsi á Húsavík, á meðan við krakkarnir vorum í skóla.“ – Höfðuð þið nóg að bíta og brenna? „Miklu meira en nóg alla tíð. Við fengum gott uppeldi.“ – Hvað varð um hin ellefu? „Ein systir mín er látin og hin búa vítt og breitt um landið. Þetta er allt lánsamt fólk sem hefur vegnað vel í lífinu.“ Mikið lagt upp úr góðum mat Það eru vandfundnir höfð- inglegri gestgjafar en hjónin í Ár- bót. „Mér finnst gaman að fá gesti,“ segir Hákon. „Ég veit ekki hvort það er einangrunin eða fá- mennið. Sálfræðingarnir mínir – ég hef verið með sjö í vinnu – vita það ekki heldur,“ bætir hann við og hlær. „Ég vandist þessu í uppeld- inu í Mararhúsi. Þar var alltaf mik- ill og góður matur. Hér leggjum við mikið upp úr mat; það er ríkt í okkur. Ég skynjaði þetta ekki fyrr en aðrir bentu mér á það. Ég veit ekki hvort þetta er þráhyggja, – við erum bara svona. Við erum með stóran frysti og kæli og alls- nægtir af öllu. Krakkarnir taka þátt í matargerðinni og fá að kynn- ast matvælaframleiðslunni á öllum stigum.“ Í kjallaranum er Hákon með að- stöðu fyrir sig, svonefnda gesta- stofu, þar sem hann býður góðum vinum fjölskyldunnar. Það hanga uppi myndir af vinum og félögum á veggjum, þar á meðal stjórnmála- mönnum, og við hátíðleg tækifæri er dregin fram vindlaaskja með krókódílaskinni. „Þetta er eina vistarveran af þúsund fermetra íbúðarhúsnæði sem er reyksvæði,“ segir hann brosandi. „En ég tek fram að það var ekki Vala Matt. sem hannaði þetta!“ – Þú hefur ekki verið beðinn að koma í þáttinn? „Nei, og ég keypti mér ekki stíl- ista; þetta er eiginlega samsafn af rusli, sem ég hef að mestu keypt á ferðalögum mínum erlendis.“ Eggjasöfn og myndlist Það hefur fleiru verið safnað í fjölskyldunni, meðal annars eggj- um. Snæfríður sýnir blaðamanni forláta skáp með ótal eggjum í einu herbergi hússins. „Pabbi minn átti skápinn og þegar hann dó vantaði hann aðeins tvær eða þrjár tegundir af íslenskum fuglum. Hann átti alla íslensku varp- fuglana, eggin þeirra, fyrir utan örn og tvær eða þrjár tegundir. Hann viðaði þessu að sér í bréfa- samskiptum við menn um allt land. Auk hans safns eiga synir okkar safn með eggjum sem þeir hafa fengið hvaðanæva úr heiminum,“ segir hún. Snæfríður á sér annað áhugamál, sem hún sinnir af mikilli alúð; hún málar fallegar myndir sem hanga upp um veggi í stofunni, en einnig á tré, jóla- og laufabrauðsdiska. „Þetta er bara tómstundagaman,“ segir hún. „Ég hef gefið og selt mikið af því sem ég kalla fönd- urmálningu. Það er oft verið að biðja um það í gjafir, til dæmis laufabrauðsdiska. En ég hef ekki haft tíma til þess í mörg ár, aðeins kennt krökkunum. Upp úr 1990 fór ég að mála myndir og hef notað ol- íuliti, pastel- og vatnsliti og mér þykir það skemmtilegast. Þannig get ég kúplað mig yfir í allt annað en vinnuna og stundum langar mig til þess, – stundum ekki.“ Þ egar komið er í meðferð- arheimilið í Árbót er for- tíðin skilin eftir við hliðið; hún síast niður um riml- ana og framtíðin tekur við. „Hér tölum við um það sem vel gengur og veltum engum upp úr fortíð sinni,“ segir Hákon. „Þegar krakkar innritast hér í meðferð er það nýtt upphaf hjá okkur.“ Snæfríður og Hákon önnuðust börn fyrir barnaverndarnefndir í Kópavogi og Reykjavík frá árinu 1986, en hófu rekstur meðferð- arheimilis sem ríkisstofnunar ár- ið 1992. „Þá fengum við tilboð um það frá ríkinu af því að það vantaði úrræði, einkum fyrir einn strák. Við byrjuðum með tvo stráka og krakkarnir eru tólf í dag,“ segir Snæfríður. Ofboðsleg vinna Fyrstu árin var einungis rekið meðferðarheimili í Árbót, en við kaupin á Bergi árið 1999 var einnig sett upp meðferðarheimili þar. Starfsemin er því tvískipt og stöðugildi alls fjórtán, auk sál- fræðings í hlutastarfi og kennara. Barnaverndarstofa hefur samið við Hafralækjarskóla um að ann- ast kennslu og þar hafa bæst við tvær kennarastöður út á meðferð- arheimilið. Það er því ljóst að Ár- bót leggur heilmikið til sveitarfé- lagsins. – Upp er hverju er lagt fyrst og fremst í rekstri meðferð- arheimilisins? „Við fléttum saman heimilis- störfum, bústörfum, kennslu og sálfræðilegri meðferð í svokall- aða „umhverfismeðferð“,“ segir Hákon. „Við höfum starfað í tuttugu ár og öðlast mikla reynslu,“ heldur Snæfríður áfram, „og smám sam- an höfum við lært betur og betur hvernig má ná til krakkanna. En þetta er mikil vinna. Það gengur ekkert vel ef maður er ekki vak- inn og sofinn yfir starfseminni. Maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér. En aðbúnaður er góður og við höfum gott starfs- fólk.“ Það vekur athygli þegar komið er í Árbót hversu mikil uppbygg- ing hefur átt sér stað, tvisvar hefur verið byggt við aðstöðuna í Árbót og einu sinni á Bergi, og það er ekki ríkið sem stendur í framkvæmdum; það eru hjónin í Árbót sem eiga húsnæðið og hafa kostað uppbygginguna. „Samstarfið við Hafralækj- arskóla er afar mikilvægt, því margir krakkanna hafa beðið skipbrot í skólum, dottið út vegna hegðunar, dregist aftur úr í námi og sjálfsmyndin er ekki góð. Við gerum því allt til þess að upplifun af skólanum sé jákvæð og þau nái tökum á náminu. Það hefur verið mikil vinna að láta þetta fyr- irkomulag ganga upp og við höf- um átt gott samstarf við skólann um það. Hver einasti krakki hjá okkur fær bæði kennslu og með- ferð við sitt hæfi. Öll kennsla er einstaklingsmiðuð, þau byrja í sérdeild og eru þar annaðhvort eingöngu eða sitja meðfram því í bekk. Þannig fikra þau sig upp og fara meira og meira inn í bekkjarstarfið eftir námsgetu og hegðun. Og það er ekkert verið að ætlast til meira eða minna af þeim en þau geta.“ Það leggjast því margir á eitt til að gera dvöl krakkanna á meðferðarheimilinu árangurs- ríka. „Það er ekki sjálfgefið að um- hverfið taki okkur eins vel og raun ber vitni, Húsavík, Akureyri og sveitin. Ef umhverfið snerist gegn okkur væri ókleift að stunda meðferð,“ segir Hákon. „Nágrannar hafa verið hliðholl- ir okkur,“ bætir Snæfríður við, „og það skiptir máli. Það hafa verið lögð niður heimili. Mér finnst þetta líka mikilvægt per- sónulega.“ Og þjóðhagsleg þýðing meðferðarheimila eins og þess sem rekið er í Árbót er einnig mikil, enda liggur fyrir að sumir af þeim krökkum sem dveljast HÉR FÁ KRAKKARNIR NÝTT TÆKIFÆRI Útreiðartúr Það eru fjölbreytt verkefni og afþreying í boði í umhverfismeðferðinni að Árbót, meðal annars hestamennska. Kennslustofa Það er góð náms- og kennsluaðstaða fyrir krakkana að Árbót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.