Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 17
Sennilega var Ísabella Peron flestum gleymd utan Argentínu en eftir handtökuna í Madríd hefur áhugi á henni vaknað á ný, einkum í hinum spænskumælandi heimi. María Estela Martínez tók sér lista- mannsnafnið „Isabelita“ („Elísabet litla“) er hana dreymdi um frægð og frama sem dansari í Argentínu og á spænsku er oftast vísað þannig til hennar. Örlögin ætluðu Isabelitu annað hlutverk og öllu dramatískara á leik- sviði stjórnmálanna. Hún varð þriðja eiginkona Juans Perons (1895-1974), forseta Argentínu og eins áhrifamesta stjórnmálamanns Rómönsku-Ameríku á síðustu öld. Við andlát eiginmannsins varð hún forseti Argentínu, fyrst kvenna í álf- unni, og ríkti í tæpa 20 mánuði. María Estela Martínez fæddist 4. febrúar 1931 í La Rioja í norðvest- urhluta Argentínu. Foreldrar henn- ar töldust til millistéttarinnar. María Estela var listhneigð og hélt til náms í höfuðborginni, Buenos Aires. Hún gekk til liðs við leiklistarhóp sem dansari 23 ára gömul. Hópur þessi tróð meðal annars upp í Pa- nama og þar kynntist hún Juan Pe- ron 23. desember 1955. Peron, sem var 35 árum eldri, dvaldist þar í út- legð eftir að hafa verið steypt af stóli á öðru kjörtímabili sínu sem forseti Argentínu (1951-1955). Parið flutti til Venesúela, þaðan til Dóminíska lýðveldisins en árið 1960 ákváðu þau Peron og María Estela að setjast að í Madríd á Spáni. Þar gengu þau í hjónaband 5. janúar 1961. Ísabella tók þá að hvetja eig- inmann sinn til að snúa aftur til Arg- entínu og sjálf fór hún þangað oft og gaf Peron skýrslur um ástand mála. Árið 1973 féllst Peron loks á að halda aftur heim til Argentínu. Hann kom til Buenos Aires 20. júní 1973 og er fullyrt að meira en þrjár milljónir manna hafi tekið á móti honum á Ezeiza-flugvellinum. Þar voru og staddar leyniskyttur sem til- heyrðu herflokkum hægri manna. Þær hófu skothríð á mannfjöldann, drápu 13 menn, hið minnsta, og særðu 365. Er þetta jafnan nefnt Ezeiza-fjöldamorðið. Varaforseti eiginmannsins Algjör upplausn ríkti á stjórn- málasviðinu og í júlímánuði 1973 sagði Hector Campora af sér emb- ætti forseta sem hann hafði þá haft með höndum í rúma tvo mánuði. Margir bundu vonir við að Juan Pe- ron gæti tryggt stöðugleika í land- inu og var honum heimilað að bjóða sig fram. Hann fór með sigur af hólmi, hlaut um 62% greiddra at- kvæða og tók í þriðja skiptið við embætti forseta í októbermánuði 1973. Peron skipaði Ísabellu varafor- seta. Svo virðist sem þetta fyrir- komulag hafi ekki kallað fram telj- andi mótmæli. Er það athyglisvert í ljósi þess að ekki þótti koma til álita að hin goðsagnarkennda Eva Peron (1919-1952), sjálf „Evita“, önnur eig- inkona Perons, yrði skipuð varafor- seti árið 1952 þegar eiginmaður hennar tók öðru sinni við embætti forseta. Peron reyndist ekki fær um að tryggja frið og stöðugleika í landinu. Þvert á móti urðu átök vinstri og hægri manna víðtækari og blóðugri. Að auki var hann harðfullorðinn er hann tók við forsetaembættinu og átti við veikindi að stríða. Juan Peron lést 1. júlí 1974 og Ísa- bella varð forseti. Varð hún þannig fyrst kvenna til að sinna þessu emb- ætti í Rómönsku-Ameríku og önnur í sögunni á eftir hinni mongólsku Sühbaataryn Yanjmaa (1893-1963). Ísabella Peron hafði enga reynslu sem stjórnmálamaður og missti fljótlega öll tök á efnahagsmálunum. Á stjórnmálasviðinu ríkti nánast stríðsástand. Ísabella Peron setti allt traust sitt á ráðherra velferð- armála, Jose Lopez Rega, sem varð í raun valdamesti maður landsins. Í garð gekk eitt myrkasta tímabil í sögu Argentínu. Argentínskur Raspútín Lopez Rega (1916-1989) var furðufugl, áhugamaður um galdra og dulspeki enda hlaut hann viður- nefnið „galdrakarlinn“ (sp. „El Brujo“). Hafa margir líkt honum við hinn rússneska Raspútín sökum þess valds sem hann virtist hafa yfir Ísabellu Peron. Lopez Rega bar ekkert skyn- bragð á stjórnmál og hafði áður ver- ið þjónn og bílstjóri Juan Peron. Lo- pez Rega var hins vegar hallur undir mykraöflin og gekk þeim á hönd. Hann var stofnandi dauðasveita hægri manna, Alianza Anticomun- ista Argentina, sem betur eru þekkt- ar sem AAA eða „Triple A“ („þre- falda a-ið“) á spænskri tungu. Sveitir þessar, sem voru stofnaðar árið 1973, létu mjög til sín taka í valdatíð Ísabellu Peron og tengist framsalskrafan óbeint glæpaverkum þeirra. Sveitirnar beittu sér einkum gegn hópum trotskýista og svo- nefndum „Montoneros“ sem gripið höfðu til ofbeldisverka eftir að Peron hafði rekið þá úr flokki sínum. Opinber rannsóknarnefnd komst síðar að þeirri niðurstöðu að sveit- irnar hefðu myrt 428 menn í Argent- ínu en margir telja að fórnarlömbin séu mun fleiri eða 1.000–1.500. Her Argentínu batt enda á valda- feril Ísabellu Peron 26. mars 1976 án þess að blóði væri úthellt. Við tók stjórn herforingjanna Jorge Videla og Roberto Eduardo Viola sem ríkti til ársins 1983 þegar lýðræði var endurreist í landinu. Hroðaleg grimmdarverk voru unnin í tíð herforingjastjórnarinnar og er talið að allt að 30.000 stjórn- arandstæðingar og vinstri sinnar hafi verið myrtir í „skítuga stríðinu“ svonefnda í Argentínu. Jose Lopez Rega var á flótta er- lendis í tíu ár eftir valdaránið árið 1976. Hann var handtekinn í Banda- ríkjunum og framseldur til Argent- ínu þar sem hann lést árið 1989 án þess að mál hans kæmi fyrir dóm- stóla. Í útlegð til Spánar Ísabella Peron var sökuð um spill- ingu og stungið í fangelsi. Síðar var hún dæmd í stofufangelsi í úthverfi Buenos Aires. Þann 6. júlí 1981 var henni sleppt úr haldi eftir að hún hafði fallist á að halda í útlegð til Spánar. Síðustu 25 árin hefur hún búið í Villanueva de la Cañada, einu af úthverfum Madríd, auk þess sem hún mun eiga hús í Marbella í Anda- lúsíu. Að sögn spænskra fjölmiðla um- gengst hún fáa en haft er fyrir satt að ættmenni einræðisherrans Francisco Franco séu í þeim hópi. Hún mun að undanförnu hafa haldið sig á heimili sínu í Madríd. Að sögn dagblaðsins El País þjáist hún af erfiðum skjaldkirtilssjúkdómi. Þann 28. fyrra mánaðar var Ro- dolfo Almiron, einn leiðtoga AAA, handtekinn í Valencia á Spáni. Hann er sakaður um hroðaleg illvirki og verður leiddur fyrir rétt í Argentínu ákærður um glæpi gegn mannkyni. Almiron, sem er sjötugur, var náinn samstarfsmaður Jose Lopez Rega og yfirmaður lífvarðarsveita hans og Ísabellu Peron. Í febrúarmánuði árið 1997 kallaði Baltasar Garzon, þekktasti rann- sóknardómari Spánar, Ísabellu Pe- ron til yfirheyrslu þar sem hún var spurð um starfsemi AAA í forsetatíð sinni. Þegar hún kom að dómshúsinu gerði hópur Argentínumanna hróp að henni og sagði hana „morðingja“. Er hún hélt á brott eltu mótmæl- endur bifreið hennar og grýttu. Ekki varð af frekari málarekstri þá og framsalskrafan sem nú vofir yfir forsetanum fyrrverandi er í raun ótengd rannsókn Garzons. Í skugga „Evitu“ Ísabella Peron stóð jafnan í skugga „Evitu“ og naut aldrei al- þýðuhylli á borð við hana. Rúmri hálfri öld eftir að „Evita“, sem hét raunar María Eva Duarte, gekk á fund feðra sinna aðeins 33 ára gömul er hún enn dýrkuð og dáð í Argent- ínu. Ísabella Peron reyndist skelfileg- ur forseti og ófær með öllu um að ná tökum á ástandinu í landinu. Arg- entínumenn tengja stjórn hennar of- beldi og upplausn sem gat af sér ein- ræði og grimmdarverk. Verði Isabelitu gert að snúa aftur heim bíða hennar erfiðir dagar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 17 Allt um rafræn skil á rsk.is/gagnaskil Síðasti skiladagur: RAFRÆN SKIL - 6. febrúar PAPPÍRSSKIL - 26. janúar ? ER BÚIÐ AÐ SKILA ...launamiðum ... bifreiðahlunnindamiðum ... verktakamiðum ... hlutafjármiðum ATVINNUREKENDUR . . . . . . HLUTAFÉLÖG ekki líta á þá staðreynd sem birt- ingarmynd fordóma og mismun- unar. Sabuni kveðst telja það nei- kvætt viðhorf og skaðlegt að líta svo á að allt sem úrskeiðis fer megi rekja til kynþáttamismun- unar. Hún talar sænsku reiprenn- andi og segir að henni hafi ekki reynst erfitt að læra málið en fyrir er hún jafnvíg á swahílí og frönsku. En aðstæður í Svíþjóð hafa að sönnu breyst frá því að Sabuni- fjölskyldan fékk þar hæli fyrir 25 árum. Um 12% þjóðarinar eru fædd í útlöndum og um 450.000 múslímar búa í landinu. Svíar taka ekki innflytjendum fagnandi sem áður. Kannanir sýna að félagsleg staða þeirra er um margt erfið. Á jaðrinum Sabuni, sem hlaut ekki trúarlegt uppeldi, segir mikilvægt að efna til samræðu við minnihlutahópa og hafnar því að málflutningur henn- ar stuðli ekki að aðlögun þeirra. Hún telur múslíma í Svíþjóð eiga við ákveðinn „ímyndarvanda“ að glíma. Þeir hafi tekið sér stöðu á jaðrinum og margir Svíar telji að afstaða þeirra feli í sér skort á umburðarlyndi og andstöðu við breytingar. Hún kveður yfir allan vafa hafið að múslímar sem hagi lífi sínu samkvæmt Kóraninum fækki þar með tækifærum sínum í samfélaginu. Margir múslímar telji hins vegar, líkt og hún, að trúin sé einkamál manna og eigi ekki að móta samfélagslega stöðu þeirra. Hún kveður það einnig mikið áhyggjuefni að ungar múslíma- stúlkur beri blæju. „Mig fýsir að vita hvað það er í samfélaginu sem fær fjölskyldur til að hylja börn sín. Ef til vill er ekki þörf á sér- stökum lögum um þetta. Ef til vill er annarra úrræða þörf til þess að fólk finni ekki fyrir slíku örygg- isleysi að það þurfi að nota börnin til að opinbera trú sína.“ Ráðherrann leggur áherslu á að nú sé það verkefni hennar að hrinda í framkvæmd stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Telja verður harla ólíklegt að sjónarmið hennar verði tekin upp sem opinber stefna stjórnvalda í Svíþjóð. Af viðtölum við Sabuni verður ráðið að hún geri sér þetta ljóst en hún tekur fram að hún hafi ekki horfið frá skoðunum sínum og enn hafi ekki verið tekið á þeim vanda sem fólg- inn sé í andstöðu margra innflytj- enda við að laga sig að samfélags- mynstrinu í Svíþjóð. » Vilji þeir búa hér verða þeir að leggja á sig að aðlagast því sam- félagi sem þeir tilheyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.