Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Í HNOTSKURN » Rússneska eldflaugabeiti-skipið Moskva. Clive Arc- her prófessor segir að eftir því sem rússneski flotinn auki um- svif sín á N-Atlantshafi á ný, muni valdaójafnvægi aukast. Norrænu NATO-ríkin þurfi annaðhvort að aðlagast því eða mynda mótvægi við Rússa. » HMS Northumberland,ein af nýrri freigátum Breta, tekur þátt í eftirliti á Norður-Atlantshafinu og var til dæmis í nóvember við æf- ingar norðvestur af Skotlandi. Atlantshafsfloti Breta er þó mest upptekinn á suðlægari hafsvæðum og beitir sér m.a. í hryðjuverkavörnum, aðgerð- um gegn smygli og sjóránum. Ljósmyndir: NATO » Friðargæzluliðar í Bosníu.Íslenzkir læknar og hjúkr- unarfræðingar störfuðu þar innan brezkra hersveita þegar NATO sá um friðargæzlu í landinu á síðasta áratug. Geoff Hoon segir vel koma til greina að halda slíku samstarfi áfram og æskilegt sé að Íslendingar stundi æfingar með Bretum í því skyni. » Brezkar Nimrod-þotur,hannaðar til eftirlits og leitar yfir sjó, fóru á sínum tíma í reglulegt eftirlitsflug allt norður í Barentshaf til að fylgjast með umsvifum rúss- neska norðurflotans. Nimrod- þoturnar eru orðnar sjaldséð- ar á þeim slóðum, enda þurfa Bretar á þeim að halda annars staðar, til dæmis í Miðjarð- arhafinu, Afganistan og Írak. Í slenzka sendinefndin, sem sótti London heim í liðinni viku til að ræða við brezk stjórnvöld um öryggis- og varnarmál, hafði það m.a. að markmiði að reyna að auka áhuga Breta á öryggismálum á Norður-Atlantshafi. Ef dæma má af svörum Geoffs Hoons, Evrópu- málaráðherra Bretlands, sem Morg- unblaðið ræddi við í London í vik- unni, eiga menn talsvert í land að ná því markmiði. Afstöðu Hoons til lokunar Keflavíkurstöðvarinnar og þróunar mála á Norður-Atlantshafi svipar meira til afstöðu bandarískra stjórnvalda en þeirra viðbragða, sem íslenzk stjórnvöld hafa fengið í Noregi og Danmörku. Ráðherrann er opinn fyrir viðræðum við Íslend- inga, en um möguleika á auknu samstarfi Bretlands og Íslands á sviði æfinga eða eftirlits á Norður- Atlantshafi vill hann þó engu svara; segist ekki í stakk búinn til þess lengur eftir að hann stóð upp úr stóli varnarmálaráðherra í fyrra. Herstöðvar gera lítið gagn Hoon er fyrst spurður hvort Bretar líti á lokun Keflavíkurstöðv- arinnar sem vandamál fyrir NATO, eins og íslenzk stjórnvöld hafa fært rök fyrir að hún sé. „Auðvitað látum við þetta mál okkur skipta,“ segir Hoon. „Við metum mikils hið gríðarlega fram- lag Íslands til bandalagsins, ekki sízt í kalda stríðinu. En það er mik- ilvægt fyrir NATO að við afleggjum þá hefð að hafa kyrrstæðan herafla. Þetta er ekki aðeins vandamál fyrir Ísland. Ég viðurkenni að þetta er alvarlegt mál, en ég hef átt ná- kvæmlega sömu samtöl í Portúgal og öðrum ríkjum. NATO leggur hins vegar í dag áherzlu á hreyf- anlegar sveitir. Hluti af vanda- málinu, sem við verðum að horfast í augu við, er að öll aðildarríkin telja að þau ættu að hafa einhvers konar stöðvar eða búnað á vegum NATO, en það mun ekki hjálpa okkur mikið í aðgerðum okkar í Afganistan, Írak eða Afríku. Við þurfum að reyna að byggja upp hernaðargetu, sem er ekki Nýtt hugarfar í NATO Geoff Hoon, Evrópumálaráðherra Bretlands, segir að Atlantshafsbandalagið hafi ekki skipt um landfræðilega áherzlu heldur hafi hugsunarhátturinn breytzt Athygli Breta beinist ekki fyrst og fremst að öryggismálum á Norð- ur-Atlantshafi nú um stundir. En þeir eru opnir fyrir viðræðum við Íslendinga. Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is CLIVE Archer, prófessor í stjórn- málafræði við Manchester Metropo- litan University, er einn fremsti sér- fræðingur Bretlands í öryggismálum Norður-Evrópu. Hann segist telja að bæði Bandaríkin og Bretland hafi misst áhugann á Norður-Atlantshaf- inu. Ef skapa eigi mótvægi við vax- andi hernaðarumsvif Rússa á norð- urslóðum þurfi norrænu ríkin í NATO að taka höndum saman. Archer segir að eftir að kalda stríðinu lauk hafi stefna brezkra stjórnvalda í varnarmálum breytzt og í stað áherzlu á hefðbundnar varnir Bretlands sjálfs og Norður- Atlantshafssvæðisins í heild hafi komið „frjálslynd íhlutunarhyggja“, þar sem Bretland og Bandaríkin taki að sér að berjast fyrir lýðræði og mannréttindum og gegn hryðju- verkastarfsemi víða um heim. Rússland og N-Atlantshafið „Norðurhluti Atlantshafsins kem- ur hvergi inn í þessa mynd,“ segir Archer í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum ekki skilgreint Rússland með and-lýðræðisríkjunum. Við get- um ekki litið á Rússland sem and- stæðing eða afl sem við þurfum að verjast. Hins vegar er Rússland auð- vitað ekki þróað lýðræðisríki, þannig að kannski þarf að hafa auga með því en í samanburði við Íran og Írak þessa heims er Rússland eitt af okk- ur. Menn vilja sízt af öllu fara í ein- hvern samanburð við Rússa á Norð- ur-Atlantshafi eða tala um þá sem hugsanlegan andstæðing. Við viljum hafa þá okkar megin til að geta keypt af þeim gas, til að fást við Íran og til þess að þeir verði ekki var- anlegir bandamenn Kínverja.“ Archer segir að brezk stjórnvöld muni ekki túlka umsvif Rússa í norð- urhöfum á neinn hátt þannig að hægt sé að líta á þá sem andstæðing. Staðan sé hins vegar önnur í Noregi. Í stefnu núverandi ríkisstjórnar um hernaðarviðbúnað í norðri felist að Rússland geti að minnsta kosti orðið vandamál í framtíðinni. Ýmis óleyst deilumál séu á milli Noregs og Rúss- lands; um skiptingu lögsögu í Bar- entshafi, um aðild norskra fyr- irtækja að þróun Shtokman-- gaslindanna, stöðu Svalbarða og fleira. Hætta á valdaójafnvægi Archer segir að hætta sé á að ójafnvægi skapist í öryggismálum á Norður-Atlantshafi. „Bandaríkin draga sig nú út af svæðinu með þeim hætti sem þau hafa aldrei gert áður frá 1945. Bretland hefur í raun ekki lengur áhuga á svæðinu með sama hætti og var fram undir lok síðasta áratugar. Hverjir eru þá eftir sem eiga hagsmuna að gæta? Það eru norrænu ríkin þrjú, þ.e. Noregur, Danmörk og Ísland, kannski Kanada og kannski Holland. Hagsmunir nor- rænu ríkjanna eru að hafa einhvers konar hernaðarlega viðveru á svæð- inu,“ segir Archer. Hann bendir á að í kalda stríðinu hafi Bandaríkjafloti boðið Sovétríkj- unum byrginn í norðurhöfum. Bret- Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Áhugaleysi Clive Archer, prófessor í stjórnmálafræði, segir að bæði Bandaríkin og Bretland hafi misst áhugann á Norður-Atlantshafinu. Norrænt mótvægi UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁL ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.