Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 22
LOÐFELDIR og skínandiframtíðarföt réðu ríkjumá herratískuviku í Míl-anó í síðastliðinni viku. Til sýningar voru föt næsta hausts og vetrar að hætti margra af helstu hönnuðum heims. Allt frá því að tískuhúsið Balen- ciaga sló framúrstefnulegan fram- tíðartón hafa hönnuðir verið upp- teknir af nýtískulegum efnum. Í sýningu Domenico Dolce og Stef- ano Gabbana var ekkert verið að fela framtíðarstemninguna. Hún hófst á því að þrír hvítklæddir „geimfarar“ gengu pallinn við þemalagið úr sígildri kvikmynd Stanleys Kubricks, 2001: A Space Odyssey. Fyrirsætur stigu síðan á svið klæddar samsvarandi silfur- litum geimfarabúningum. Fyrir þá sem vilja eitthvað álíka glansandi en með hefðbundnara sniði sýndi Dolce & Gabbana líka vel sniðin jakkaföt í ýmiss konar málmlitum, allt frá kopar og bronsi yfir í gull. Gullliturinn var notaður í fleiri sýningum, m.a. var Burberry með skemmtilegan gulllitaðan frakka í anda þess sem tískuhúsið er þekkt fyrir. Það var þó silfurliturinn sem hafði víðast hvar vinninginn. Alexander McQueen er þekktur fyrir að hafa breska jakkafatahefð að leiðarljósi og svo var einnig nú en hann var jafnframt með ýmsar tilvísanir í bandarískan sportfatn- að. Framtíðin mætti nútíðinni í skemmtilegri glærri plastkápu sem notuð var yfir hefðbundna hvíta skyrtu. Svalur vetur Loðfeldir voru víða, bæði gervi og ekta. Hnésíðir loðfrakkar voru Prada Háþróaður hella- klæðnaður fyrir mjúka menn. Alexander McQueen Hefðbundin herraföt við framtíðarlega kápu. John Richmond Loðkraginn mýkir kaldan silfurlitinn. Burberry Vel við hæfi glæsilegs, ungs hefðarmanns. Gucci Að hætti glaumgosa sjöunda áratugarins í Ölpunum. Loðin framtíð Reuters Dolce & Gabbana Framtíð, meiri framtíð og langmesta framtíðin. Geimbúningar og gulljakkaföt réðu ríkjum. Fyrirsætur í loðfeldum og silfurgöllum voru áberandi á sýningar- pöllunum í Mílanó í vikunni. Inga Rún Sigurðardóttir kannaði hvernig herratíska komandi hausts og vetrar lítur út. Dirk BikkembergsGóð taska í ræktina eða helgarferð. Reuters Gucci Glæsileg, rúmgóð og auð- þekkjanleg taska. daglegtlíf Hrörnun augnbotna er algeng- asta orsök blindu á Íslandi. Ekki hefur fengist leyfi fyrir nýju lyfi sem hamlar blindu. »28 lyf gegn blindu Ný vitneskja um vistkerfi jarðar og innsýn í fortíðina með að- stoð hátækni opnar augun fyrir mýkri gildum mannlífs. » 30 sjónspegill Leikhúsið er að öðlast nýtt póli- tískt erindi, segir höfundur Sælueyjunnar, sem var frum- sýnd á föstudag. »32 sælueyjan Ný hljómsveit og ný plata. Nýj- asta afsprengis Íslandsvinarins Damons Albarns hefur verið beðið með eftirvæntingu. >> 32 enskur albarn Senn lýkur 18 ára ferli Eggerts Magnússonar í stóli formanns KSÍ. Eggert gerir upp for- mannsferilinn. »24 18 ár hjá ksí |sunnudagur|21. 1. 2007| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.