Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 27
erum, knattspyrnuhúsunum, sparkvöllunum og öllu því, hefur undirstaðan batnað og framfarir orðið miklar. Ég spái því að innan fárra ára munum við eiga miklu fleiri unga knattspyrnumenn sem búa yfir góðri knatttækni og það ætti að skila okkur fleiri leik- mönnum hjá bestu liðum álfunnar. Íslenskir leikmenn eru víðast hvar vel liðnir og frægir fyrir dugnað sinn og fagmennsku – þeir þykja spila með hjartanu. Svona menn eru draumur þjálfarans og ekki mun draga úr því ef undirstaðan batnar.“ Eggert geldur þó varhug við því að menn fari of ungir í atvinnu- mennsku. Margir leikmenn hafi farið bráðungir til Norðurlandanna og víðar á síðustu árum og sumir hverjir hreinlega gleymst. „Oft er þessum strákum lofað gulli og grænum skógum en ekkert verður úr. Það eru mikil vonbrigði fyrir þá. Auðvitað er víða staðið vel að þessum málum en ég held eigi að síður að það sé affarasælla fyrir strákana að spila með sínum liðum í Landsbankadeildinni og öðlast þannig mikilvæga reynslu.“ Margir umboðsmenn afætur Öll viljum við veg okkar manna sem mestan og styðjum því þessa útrás íslenska sparkaflsins. En á móti kemur að þetta er mikil blóð- taka fyrir Landsbankadeildina. Sextíu atvinnumenn eru ígildi fimm og hálfs liðs í henni. Hvorki meira né minna. „Það er alveg rétt,“ segir Eggert, „en við búum bara við sama ástand og allar aðr- ar þjóðir í Vestur-Evrópu. Það er eðli góðra leikmanna að leita blóma í haga. Í staðinn höfum við fengið marga leikmenn frá at- vinnusvæðum, þar sem efni eru minni, ekki síst frá Austur-Evrópu, sem margir hverjir hafa sett sterk- an svip á íslenska knattspyrnu og kennt okkar fólki sitt af hverju. Svona gengur þetta einfaldlega fyrir sig.“ Samhliða þessu aukna streymi leikmanna milli landa hefur skotið upp kollinum stétt sem Eggert við- urkennir að vera ekkert alltof hrif- in af, umboðsmenn. „Auðvitað eru til góðir og heiðarlegir umboðs- menn sem bera hag leikmanna og knattspyrnunnar fyrir brjósti. En þeir eru alltof fáir. Algengara er að þessir menn séu afætur á knatt- spyrnunni og séu að hafa tekjur af félögum og leikmönnum. Þeir hugsa bara um eigið skinn. Þessu hef ég kynnst ennþá betur eftir að ég kom hingað til Englands.“ Eggert undrast að knattspyrnu- heimurinn hafi ekki þegar skorið upp herör gegn óheiðarlegum um- boðsmönnum og hvetur til þess að það verði gert hið fyrsta. „Það er alveg hægt. Það þarf bara að nást samstaða um það.“ Stoltur af árangri í mannvirkjamálum Mannvirkjamál hafa verið í brennidepli í formannstíð Eggerts og hann kveðst stoltur yfir þeim árangri sem náðst hefur á því sviði. Sex knattspyrnuhús eru nú á landinu, gervigrasvellir um tuttugu og sparkvellir um áttatíu. Þá hefur verið gert mikið átak varðandi að- stöðu áhorfenda á völlum félag- anna í kjölfar nýs leyfiskerfis sem nær ekki aðeins til liða í Lands- bankadeildinni. Síðast en ekki síst er sjálfur þjóðarleikvangurinn, Laugardalsvöllur, óþekkjanlegur frá því sem var fyrir átján árum. „Við vorum búnir að heyja mikla baráttu í langan tíma varðandi knattspyrnuhús og ég innleiddi meira að segja sérstaka mann- virkjanefnd þegar ég tók til starfa sem formaður KSÍ. Þetta var alltaf spurningin um að ná fyrsta húsinu því ég var sannfærður um að þá kæmu fleiri í kjölfarið enda varð það raunin. Þessi hús eru algjör bylting fyrir knattspyrnu á Íslandi og hafa gert það að verkum að hægt er að æfa og spila knatt- spyrnu allt árið um kring. Gervi- grasvellirnir og sparkvellirnir eru líka ævintýri sem ég er ákaflega stoltur af en sú aðstaða hefur gert fólki út um allt land kleift að iðka knattspyrnu að vetri sem sumri, á litlum stöðum sem stórum, og ég er ekki í vafa um að margir litlir staðir eru fyrir vikið vænlegri til búsetu en ella.“ Eggert er mjög ánægður með nýja ásýnd Laugardalsvallarins. „KSÍ var lengi búið að berjast fyr- ir uppbyggingu á Laugardalsvell- inum enda vorum við að dragast aftur úr öðrum þjóðum í þessum efnum. Það var svo í kringum fimmtíu ára afmæli KSÍ að sam- bandið tók við rekstri vallarins af borginni. Þetta var tímamótasamn- ingur en þá skuldbundum við okk- ur til að byggja nýju stúkuna og gera endurbætur á þeirri gömlu. Þetta samstarf hefur gengið vel og hnökralaust og varð svo til þess að gerður var annar samningur varð- andi uppbyggingu á Laugardals- velli sem nú er að klárast. Pen- ingar sem við náðum í erlendis spila stóra rullu í því verkefni og gerðu það af verkum að ríkið kom að þessu líka. Það veitir mér mikla ánægju að hafa náð að klára þetta verkefni áður en ég hætti. Laug- ardalsvöllurinn er öllum til sóma.“ 100 m.kr. í mannvirkjasjóð Enda þótt eigið fé KSÍ hafi tí- faldast á umliðnum átján árum segir Eggert það ekkert markmið í sjálfu sér að sambandið sitji á digrum sjóðum. Þótt vitaskuld sé gott að hafa borð fyrir báru í rekstrinum. „Þessi góða staða gerði það að verkum að ég gat lagt fram tillögu á síðasta stjórnarfundi þess efnis að við myndum leggja 100 m.kr. í svokallaðan mann- virkjasjóð. Eftir á að móta starfs- svið sjóðsins en hugsunin er sú að fá fjármuni frá ríkinu inn í hann. Tilgangurinn með sjóðnum er að bæði knattspyrnufélög og sveit- arfélög geti sótt um styrk til upp- byggingar mannvirkja á sínum heimaslóðum. Tillagan var sam- þykkt einróma.“ Launamál knattspyrnudómara hafa verið til umfjöllunar upp á síðkastið en KSÍ tók yfir launa- kostnað þeirra fyrir nokkrum ár- um. Eggert segir þetta hafa verið lið í aukinni fagvæðingu grein- arinnar og forsendan fyrir þessu fyrirkomulagi séu greiðslur sem sambandið fær frá UEFA. Nú séu launakröfur dómara hins vegar komnar úr öllu samhengi við þess- ar greiðslur og þar stendur hníf- urinn í kúnni. „Vonandi leysist þetta mál sem fyrst.“ Þrír hafa boðið sig fram til for- mennsku í KSÍ, Geir Þorsteinsson, Jafet Ólafsson og Halla Gunn- arsdóttir. Eggert segir ekki viðeig- andi að hann taki afstöðu til síns eftirmanns en fagnar því að kosið verði um starfið. Það sé hollt fyrir lýðræðið. „Aðalatriðið er að KSÍ fái öflugan formann sem vinnur stöðugt að framgangi knattspyrn- unnar. Hlutverk formanns er að vera vakandi fyrir því sem betur má fara og koma sífellt fram með nýjar hugmyndir og berjast fyrir þeim af alefli þar sem á þarf að halda. Knattspyrnuhreyfingin er öflugasta hreyfingin í íþróttalífinu á Íslandi og á að vera það áfram. Framkvæmdastjóri sambandsins sér um daglegan rekstur og þann- ig á það að vera en það er hér eins og víðar að mikilvægum þáttum í starfi knattspyrnusambanda, eink- um varðandi alþjóðastarfið, er sinnt af formönnum sambandanna enda eru nær allir formenn knatt- spyrnusambandanna í Evrópu í fullu og launuðu starfi sem slíkir.“ Þakklæti efst í huga Þegar Eggert býr sig undir að standa upp úr formannsstól er honum efst í huga þakklæti fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að vera formaður KSÍ. „Knattspyrnan hefur átt hug minn og hjarta síðan ég byrjaði að ganga og það segir sig sjálft að þetta starf hefur veitt mér mikla ánægju og fyllingu í mínu lífi. Átján ár eru langur tími en mér finnst eins og ég hafi tekið við þessu hlutverki í gær sem seg- ir allt sem segja þarf um það hvað þetta hefur verið skemmtilegt og viðburðaríkt. Þegar á heildina er litið er ég mjög stoltur af því sem hefur áunnist í knattspyrnuhreyf- ingunni á Íslandi á þessum átján árum en það hefði aldrei gerst nema með hjálp alls þess frábæra samstarfsfólks sem gengið hefur þennan veg með mér. Margir stjórnarmenn hafa starfað með mér allan þennan tíma og lagt nótt við dag í störfum sínum. Þeim er ég ákaflega þakklátur. Megi vegur íslenskrar knattspyrnu verða sem mestur.“ » Það hefur alltaf verið bjargföst trú mín að ís- lenska karlalandsliðið nái þeim langþráða áfanga að komast annað hvort í úrslitakeppni HM eða EM. Ég hefði ekki verið formaður KSÍ í átján ár ef ég tryði því ekki innst inni að þessi möguleiki væri fyrir hendi. Metnaðurinn og framtíðar- sýnin þurfa alltaf að vera til staðar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 27 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Útflutningsráð Íslands stendur fyrir dagsnámskeiðið undir heitinu „Networking for Business Success“ með leiðbeinandanum Stephanie Peckham frá breska fyrirtækinu Magic of Networking. Stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja sem vilja byggja upp og viðhalda sterku tengslaneti sínu um allan heim eru sérstaklega hvattir til þátttöku. Verð er 24.900 kr. ásamt veitingum. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Skráning fer fram með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. Nánari upplýsingar um námskeiðið gefa Hermann Ottósson, forstöðumaður, hermann@utflutningsrad.is og Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri, inga@utflutningsrad.is. Skipulagt tengslanet er lykillinn að árangri þíns fyrirtækis P IP A R • S ÍA • 7 0 01 4 Námskeið á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 25. janúar 2007 kl. 09.00 - 17.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.