Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 33
band við mig og bað um að fá að sjá verkið fyrir Þjóðleikhúsið. Í byrjun verksins finnst maður uppi á hálendi Íslands nær dauða en lífi. Hann krefst þess að ná tali af Arnari Hallgrímssyni, umdeild- um forstjóra íslenska erfðagreining- arfyrirtækisins Genome Genetics. Maðurinn trúir Arnari fyrir mik- ilvægu leyndarmáli. Um sama leyti er Tekla, ung og metnaðarfull vís- indakona, ráðin til Genome. Brátt kemur á daginn að starfsemi fyr- irtækisins varðar heill hennar sjálfrar. Um leið snertir hún viða- meiri álitamál um framtíð mann- kynsins alls.“ Mannkyn á tímamótum Jacob Hirdwall fæddist 1969 og foreldrar hans eru bæði leikarar. Hann hefur um langt árabil starfað í Svíþjóð sem leiklistarráðunautur, þýðandi og höfundur með meiru. Hann hefur skrifað fimm sviðsverk. Hið fyrsta þeirra var súrrealískt verk undir áhrifum af kvikmyndum Davids Lynch en síðar meir hefur Hirdwall ráðist æ meir til atlögu við víðtækara efni sem snertir al- þjóðlega hagsmuni. „Efni þessa verks er alls ekki bundið íslenskum aðstæðum,“ segir Hirdwall. „Það vill svo til að um- fjöllunarefni þess er orðið brýnt úr- lausnarefni fyrir mannkynið allt. Um leið hef ég áhyggjur af því hvernig þessi kunnátta kunni að verða notuð í framtíðinni. Og þá verðum við einnig að líta á það að smám saman hefur ábyrgðin á þessu sviði verið að færast frá yf- irvöldum og til einstaklinganna. Allt til einstaka mæðra sem fá kannski að vita að barnið sem þær ganga með sé með erfðagalla og þurfa að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að láta það lifa. Mannkynið er statt á þeim tímamótum að verða að taka afstöðu til siðferðisspurninga varð- andi erfðatæknina, ákvarðanir sem þegar þær hafa á annað borð verið teknar getur orðið erfitt að taka aft- ur. Þetta skapar mýmörg vandamál og ég vildi bara beina kastljósinu að því með verkinu. En það er alls ekki ætlun mín að vera með einhverjar siðapredikanir um þessi efni, bara að mynda umræðugrundvöll. Ég veit að þessi erfðatæknimál voru mikið rædd hér á landi á sín- um tíma – en mér skilst að sú um- ræða sé að mestu liðin hjá. Mér finnst það satt að segja svolítið und- arlegt. En ég er alls ekki að flytja einhvern siðaboðskap í þessu verki. Ég er bara að reyna að skoða þetta umfjöllunarefni frá sem flestum hliðum, leggja álitamál þess á borð- ið. Það er þegar staðreynd að þessi erfðatækni er til. Mér finnst nauð- synlegt að það sé rætt opinskátt hvað sú þekking öll kann að hafa í för með sér. Og mér finnst þögnin um þessi mál í Svíþjóð satt að segja óþægileg. “ Hirdwall hefur starfað um langt árabil sem leiðbeinandi við svo- nefndar leiksmiðjur við stóru leik- húsin í Svíþjóð. Þar hefur ungum höfundum verið safnað saman til að freista þess að vinna ný leikverk. Hefur vinna hans á þessum vett- vangi haft áhrif á áherslur hans við eigin leikritaskrif? „Já, hún hefur gert það. Og þá fyrst og fremst í þá veru að skerpa sýn mína á það hvað mér finnst þörf að kljást við í nýjum leikverkum. Næsta verk mitt á eftir Sælueyj- unni gerist t.d. í Minsk í Rússlandi og snertir m.a. eftirmál Tsjernobyl- slyssins. Svíþjóð er lítið land og málsvæði sænskunnar lítið. Við eig- um mikið af rithöfundum og leik- skáldum sem eru flinkir að fjalla um sænskar kringumstæður, flink- ari en ég. Ég hef smám saman tekið æ meir að skoða hið stærra sam- hengi. Rýnt í spegilbrot Á 7. áratugnum var leikhús í Sví- þjóð afar pólitískt. Þá voru líka til hvers kyns stjórnmálastefnur sem hægt var að halda á lofti sem spegli fyrir leikhúsfólk og áhorfendur að skoða sig í. Nú er hins vegar búið að mölva þessa spegla meira og minna. Við höfum ekkert annað en spegilbrot á víð og dreif. Þá verður miklum mun erfiðara að sjá ein- hverja heildarmynd. Um leið verður það bæði erfiðara og kannski meiri áskorun að skrifa um samtíma sinn. Það er áhugaverð áskorun vegna þess að við höfum ekki öðlast fjar- lægð á samtímann, hann er uppi í vitum okkar.“ Jacob hefur m.a. skrifað um það hlutverk sem leikhúsinu sé búið á tímum þegar allt sé að verða undir- orpið sama alþjóðlega skemmt- anaiðnaðinum. Iðnaði sem geri allt að neysluvöru, alla að neytendum sömu einfölduðu frásagnarinnar. Þar sé þörfin fyrir leikhúsið tekin að vaxa á nýjan leik. Og sú krafa beinist meðal annars að leikskáld- unum að skoða og skilgreina veru- leika fólks upp á nýtt. „Ég tel að fregnir af dauða leik- hússins séu stórlega ýktar,“ segir Hirdwall og brosir. „Ég tel að því meira sem fólk dvelur framan við sjónvarp, tölvuleiki og sýndarveru- leika, þeim mun meiri þörf sé fyrir þessa mannlegu nánd leikhússins þar sem allt gerist hér og nú og upplifunin er sameiginleg, sam- mannleg. Ég vinn ekki fyrir mér með leik- ritaskrifum. Ég starfa einkum sem dramatúrg og þýðandi. Þess vegna hef ég efni á að leyfa mér að safna efni í leikverk í langan tíma og leyfa efniviðnum að gerjast þar til mér finnst ég tilbúinn að ráðast til at- lögu við sjálfan leiktextann. Þessu fylgir líka að ég get leyft mér að þreifa fyrir mér með nýjar frásagn- araðferðir í hverju verki fyrir sig. Við lifum við ofurvald hinnar eng- ilsaxnesku frásagnar í kvikmyndum og sjónvarpi. Það er eitt af hlut- verkum leikhússins að losa okkur úr þeim viðjum. Að þora að segja hlut- ina á annan hátt en þar viðgengst. Ég er að reyna þetta. Ég hef hinn viðtekna engilsaxneska frásagn- armáta til hliðsjónar, stundum fylgi ég honum en stundum brýt ég líka reglur hans. Og leyfi mér kannski að afvegaleiða áhorfandann, fara með hann nýja, ótroðna stigu til að vita hvað gerist þá. Þetta er nauð- synlegt til þess að leikhúsið haldi lífskrafti sínum og endurnýj- unarmætti.“ væri, enda upplýsingar um aðstand- endur af skornum skammti. Albarn hljóðritaði þá plötu í Malí, eins og nafnið gefur til kynna, og þar hitti hann téðan Tony Allen, hljómsveitar- félaga sinn í The Good … Því miður ákvað Albarn (líklega á einhverju „ég er frjáls!-trippi“) að gefa út plötuna Democrazy ári síðar. Um er að ræða 10“ vínylplötu einungis (hún hefur þó sloppið inn á skráadeiliforrit í staf- rænu formi) og inniheldur prufuupp- tökur og hálfköruð lög eftir Albarn. Hreint ömurleg plata og útgáfan óaf- sakanleg. Maður skilur þetta betur þegar um látnar goðsagnir er að ræða; Lennon, Barrett eða Hendrix, en slíkum útgáfum er þó fyrst og fremst beint að hjörtum ofurað- dáenda, sem gera sig glaða með minnsta prump frá hetjunum sínum. Albion Albarn hefur sinnt hinum og þess- um verkefnum meðfram öllu þessu, verið gestur á plötum, komið að kvik- myndatónlist o.s.frv. En spólum nú fram til sumarsins 2006, er tilkynnt var um The Good, The Bad & The Queen. Þá láku út fréttir um sóló- plötu Albarns, sem ætti að heita þessu langa nafni. Stuttu síðar var þetta orðið að hljómsveit. Albion, sem kemur fyrir í fyrirsögn greinarinnar, er elsta heitið á því sem nú er Stóra Bretland, en nú er það notað fremur frjálslega, bæði um England en einnig Skotland (gelíska heitið á Skotlandi er Alba). Albion er stundum notað þegar menn sjá Eng- land fyrir sér í útópískri draumsýn, sem múmínálfaland þar sem allt er gott. Pete Doherty, fyrrum Libert- ines-meðlimur og núverandi leiðtogi Babyshambles – en aðallega heims- frægur dópisti með dauðaþrá – hefur oft notað heitið í sínum skáldskap. Fyrsta plata Babyshambles heitir Down in Albion og dagbækur Do- herty eru merktar Books of Albion. Albarn sækir á líkan hátt í einhvers konar skáldlega mynd af Englandi á The Good, The Bad & The Queen. Ætlunin var að búa til „London“- plötu, tónsetja anda borgarinnar á plötu og leita fanga hjá Kinks („Wa- terloo Sunset“, sem er London-lagið með stóru L-i), The Jam, Clash og Specials („Ghost Town“, enskt krummaskuð í líki popplags). Áferðin er myrk og drungaleg, líkt og reikað sé um grámóskuleg úthverfi Lund- úna um kvöldmatarleytið og aðeins verksmiðjur og afdankaða skipsdalla beri við himin. Höfuðborgin er ekki beint séð með glýju í augum, frekar að þunglyndislegt raunsæi ráði för. Það má líka segja að Albarn dragi ýmsa þætti frá sínum ferli saman á þessari plötu. Platan býr yfir þessum „enskulegheitum“ sem finna má hjá Kinks, XTC, Syd Barrett og fleirum en einnig flökta aðrir og undarlegir straumar á milli hljóðrásanna. Albarn notar þannig tónlist frá öðrum heims- hlutum (Afríku t.a.m.) á plötunni en Honest Jon’s hefur gefið út mikið af heimstónlist sem tengist Bretlandi, t.d. reggíi, en helst ber að nefna safn- plöturöðina London Is The Place For Me (fjórar plötur komnar út) þar sem tekin er fyrir sú tónlist sem blökku- menn (hvort heldur frá Afríku eða Karíbahafinu) spiluðu í London um og eftir miðja síðustu öld. Platan fjallar því ekki bara um hina kaldr- analegu stórborg eins og hún snýr að Vesturlandabúum heldur einnig sem heimkynni ólíkra þjóðarbrota og hvernig hún snýr að þeim. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 33 Leikritið Sælueyjan verður frum- sýnt í kvöld í Kassanum í Þjóðleik- húsinu. Leikstjóri sýningarinnar er María Ellingsen. Leikgerð verksins er eftir Maríu Ellingsen og Grétu Maríu Bergsdóttur dramatúrg. Þýðingu verksins gerði Salvör Ara- dóttir. Leikmynd og búningar eru eftir Snorra Frey Hilmarsson, tón- list eftir Ólaf Björn Ólafsson og ljósa- og myndbandshönnun eftir Björn Bergstein Guðmundsson og Gideon Kiers. Leikarar í sýning- unni eru Anna Kristín Arngríms- dóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Bald- ur Trausti Hreinsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Hjálmar Hjálm- arsson, Kristján Franklín Magnús, Sólveig Arnarsdóttir og Þórunn Erna Clausen. Sælueyjan Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Fimmtudaginn 25. janúar frá kl. 8.30-14.00 fyrir ráðgjafa. Föstudaginn 26. janúar frá kl. 8.30-14.00 fyrir stjórnendur framleiðslufyrirtækja og verktaka. Fyrirlesari er hr. Nadijib Sefta, sérfræðingur frá Alþjóða- bankanum. Verð er 15.000 kr. fyrir hvort námskeið sem eru haldin í húsnæði utanríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25. Móttaka skráninga og einkafunda að loknu hverju námskeiði er hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 eða með tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar gefa Berglind Sigmarsdóttir hjá Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, berglind@mfa.is og Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði, inga@utflutningsrad.is. Þátttaka í útboðum Alþjóðabankans R A PI P • AÍ S • 70 10 1 Hvernig geta íslensk fyrirtæki tekið þátt í útboðum og verkefnum Alþjóðabankans? Útflutningsráð Íslands í samvinnu við Viðskiptaþjónustu utan- ríkisráðuneytisins og Alþjóðabankann standa fyrir tveimur námskeiðum um þátttöku fyrirtækja í útboðum Alþjóðabankans (The World Bank: IBRD, IDA, IFC, MIGA, ICSID). n á t t ú r u l e g a Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi Lærið um ykkur sjálf í gegnum Ayurveda fræðin: Ayus = Lífið, Veda = Þekking, Viska Á þessu eins dags námskeiði með Karta Purkh Singh, jóga-og Aurvedakennara til 15 ára, gefst færi á að uppgötva leyndardóma hinnar fornu speki Indverja í gegnum Ayurveda fræðin. Lærðu um líkamsgerð og líkamlegu og andlega burði þína, veikleika þína og listina að lifa hamingjusömu heilbrigðu lífi í jafnvægi. Á námskeiðinu er einnig gefin innsýn inn í jógatæknina. Einstök kímni hans og sýn á lífið gera námskeið Karta Purk Sing að ógleymanlegri lífsreynslu! Innihald námskeiðsins: - Grundvallaratriði Ayurveda og mikilvægi þess - Uppgötvið eðli ykkar (Doshas) - Verðið meðvituð um hvernig matur og gjörðir hafa áhrif - Lærið að takast á við ögrandi verkefni hversdagsins í jafnvægi Hinn einstaki Ayurveda og jógakennari Karta Purkh Singh verður með námskeið þar sem hann fræðir um hin ævafornu vísindi lífsgæðanna! Námskeiðið verður haldið á Gistiheimilinu að Kríunesi (við Elliðavatn). Dagsetning: Laugardaginn 27. janúar eða sunnudaginn 28. janúar. (Þitt er valið). Tími: kl. 10.00 - 17.00. Verð: kr. 6.500,- Skráning fer fram í síma 530 3800 mánud. til föstud. frá kl. 9.00 - 16.00 og á netfangið: johannak@heilsuhusid.is. Gefið upp nafn, símanúmer og hvorn daginn þið viljið fara. Innifalið í verði er hádegismatur og Yogi te. Karin Herzog Made in Switzerland Súrefnisvörurnar vinsælu komnar aftur Fást í Hagkaupum Kringlunni og Smáratorgi Umboðs- og dreifingaraðili Karin Herzog er Óm snyrtivörur ehf. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.