Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 35 íþróttir H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA „Lið Úkraínu er mjög hættulegt að mínu mati,“ segir Alfreð spurður um hvort hann þekki eitthvað til úkraínska liðsins. „Það hefur mjög öfluga skyttur, bæði hægra og vinstra megin á vellinum, þá er línumaðurinn öflugur. Liðið er sterkt þegar kemur á hraðaupp- hlaupum. Á stundum geta Úkra- ínumenn leikið góða vörn en dottið þess á milli niður í að leika afar illa í vörninni. Það liggur við að ég sé að lýsa mínu liði með þessum orðum eins og það hefur leikið upp á síð- kastið. Stöðugleikinn er hins vegar eitt sem úkraínska landsliðið vantar og þar af leiðandi getur verið erfitt að átta sig á þeim,“ sagði Alfreð ennfremur en hann hefur skoðað vandlega nokkra af síðustu leikjum Úkraínumanna. Hann kynnti and- stæðinginn ekki fyrir landsliðs- mönnunum fyrr en í gær, að lokinni viðureigninni við Ástralíu. „Einn veikleiki úkraínska liðsins er sá að leikmenn eru oft mjög sein- ir aftur í vörninni. Þann veikleika verðum við að nýta okkur eins og kostur er og „keyra hraðaupp- hlaup“ eftir föngum,“ segir Alfreð og nefnir sem dæmi um óstöðug- leikann í úkraínska liðinu að í við- ureign þess við Þjóðverja á Evr- ópumótinu í Sviss fyrir ári var leikurinn jafn í 40 mínútur, þá datt botninn úr leik Úkraínu og þýska landsliðið gekk á lagið og vann með 11 marka mun. „Þetta er lið sem getur leikið afar vel en síðan getur botninn dottið úr öllu hjá því nær fyrirvaralaust.“ Af þessu leiðir að mati Alfreðs að Úkraínumenn eru með mjög sterkt lið. „Sergei Shelmenko, örvhenta skytta liðsins sem leikur með Kro- nau Ösringen, er fyrsta flokks leikmaður. Skyttan vinstra megin er Kostinski, sem er leikreyndur og mjög lunkinn. Honum til halds og trausts er Sopinitsi, leikmaður sem hefur átt frábæra leiki með sínu úkraínska liði í meistaradeild Evr- ópu, er með um tíu mörk að jafnaði í leik. Að mörgu leyti líkist hann Fi- lip Jicha, miðjumanni Tékka, sem við fengum að kynnast í vináttu- leikjunum í Laugardalshöll um síð- ustu helgi. Sopinisti hefur gott auga fyrir línuspili. Leikstjórnandinn, Petrenko, er leikreyndur og les leikinn afar vel og er duglegur að „klippa“ inn fyrir samherja sína. Þá er vinstri hornamaðurinn frábær, en sá í hæra horninu er hins vegar ekkert sérstakur leikmaður. Þetta er lýsing á liðinu auk þess það hefur yfir alveg bærilega góðum mark- vörðum að ráða.“ Hvernig vörn leikur úkraínska liðið? „Það nær yfirleitt fimm plús einn vörn þar sem stóru leikmennirnir eru nokkuð „flatir“ og síðan er einn fyrir framan sem reynir að brjóta niður leik andstæðingsins. Hann sækir mjög á miðjumanninn með þeim afleiðingum að takist honum ætlunarverk sitt þá getum við lent í miklum vandræðum.“ Þetta er leikur sem íslenska liðið verður klárlega að vinna. Dagskipunin er þar með skýr hjá þér? „Já, það kemur ekkert annað til greina hjá okkur en sigur. Við erum mættir til leiks hér á HM og verð- um að gera þá kröfu til okkar að vinna Úkraínu. Ef það tekst ekki þá er nokkuð ljóst að við höfum ekkert erindi hingað. Leikurinn er virkileg prófraun á mína menn, það er alveg ljóst. Auðvitað er pressa á okkur, bæði fyrir þennan leik sem og aðra. Það er bara eðlilegt þar sem það er pressa á öllum sem taka þátt í heimsmeistaramóti að standa sig sem best. Handknattleiksmenn sem eru atvinnumenn eiga að þola hvaða pressu sem er og ég vona að mínir menn séu þannig gerðir að þeir þoli það að krafa sé gerð til þeirra. Hingað til hef ég varað mjög við úkraínska liðinu og það ekki að ástæðulausu. Ég hef ekki varað við því vegna þess að ég sé beinlínis hræddur við það heldur í þeim til- gangi að undirstrika að Úkraínu- menn eru með alvörulið. Nú er ekki um að ræða neinn forleik, hann var við Ástralíu. Nú þarf að bretta upp ermar, alvaran er tekin við. Úkra- ínumenn hafa sama markmið og við, það hef ég lesið í viðtali við þjálfara liðs þeirra. Hann segir að stóri draumur sinn sé að vinna Ísland og komast í millriðlakeppnina, þeir sjá frekar sigurmöguleika gegn okkur en á móti Frökkum.“ Er íslenska liðið tilbúið í þennan slag sem framundan er? „Það er klárt í slaginn, í mínum augum er það á hreinu. Við ætlum okkur að vinna, markmiðið er skýrt,“ sagði Alfreð Gíslason, lands- liðsþjálfari í handknattleik. Náðu 7. sæti á HM í Frakk- landi Fram til þessa hefur úkraínska landsliðið ekki náð oft að blanda sér í baráttu þeirra bestu á stórmótum í handknattleik. Besti árangur þess er 7. sætið á HM í Frakklandi fyrir sex árum. Annars hefur það yfirleitt verið fremur afarlega á merinni þegar upp hefur verið staðið. Hefð- in er hins vegar fyrir hendi frá fornu fari. Spurningin er hins vegar sú hvort hún nægi til þess að lands- lið Úkraínu komist í fremstu röð. Nokkrir einstaklingar liðsins eru sterkir, eins og Alfreð benti á, m.a. leika tveir í þýsku 1. deildinni. Það eru örvhenta skyttan Schelmenko sem leikur með Kronau/Östringen og Vjatheslav Lochman sem er samherji þeirra Alexanders Peters- sonar og Einars Hólmgeirssonar hjá Grosswallstadt. Úkraínumenn reyndu að njósna á æfingu „Hvað eru þessir menn að gera hérna?“ spurði Alfreð Gíslason, þegar landslið Úkraínu birtist allt í einu á áhorfendapöllunum í Bördel- andhalle á æfingu íslenska lands- liðsins á föstudag. „Út með þá!“ skipaði Alfreð og skömmu síðar var Úkraínumönnunum vísað út enda var þeim algjörlega óleyfilegt að njósna um íslenska landsliðið með þessu hætti. Að vísu átti það æf- ingatíma í höllinni á eftir íslenska landsliðinu þennan dag, enn var nokkuð langt í hana þegar þessi uppákoma átti sér stað. Stund sannleikans er runnin upp Leikurinn við Úkraínu er prófsteinn á það hvort íslenska landsliðið á erindi á HM Í DAG rennur stund stóra sannleik- ans upp hjá íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeist- aramótinu í Þýskalandi. Er það nógu gott til þess að leggja landslið Úkraínu að velli eða ekki? Vinni ís- lenska landsliðið leikinn kemst það áfram í milliriðil heimsmeist- aramótsins í handknattleik, tapi það eru allar líkur á að það hafni í flokki með þeim slökustu á þessu heimsmóti handknattleiksmanna og taki þátt í svokallaðri Presidents cups, sem er keppni smáþjóða móts- ins um sæti 13 til 24. Slík örlög væru íslenska landsliðinu og þjálf- ara þess, Alfreð Gíslasyni, óend- anleg vonbrigði. Eftir Ívar Benediktsson í Magdeburg iben@mbl.is Morgunblaið/RAX Ákveðinn Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari, sagði „Út með þá!“ – Úkraínumönnunum var síðan vísað út af æfingu landsliðsins í Magdeburg á föstudagsmorgun.                               !"#  "          $%&' $%($ $%() $%*+ $%*) $%*' $%'( $%%+ $%%, $%%& $%%* -++$ -++, -++&            ./      ! "! # ./ ! 0  #       0  # 1!1 1$)1"  !! 2 '$111,&11)11)- 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.