Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 37 isráðherra hefur nú markað þá stefnu að upplýsa utanríkismálanefnd í mun meira mæli en áður um öryggis- og varnarmál landsins og á þeim vettvangi er eðlilegt að um þessa starfsemi sé fjallað. Víðtækara öryggishugtak V iðræðurnar við nágrannaríki okkar takmarkast ekki aðeins við hefð- bundin öryggis- og varnarmál, held- ur er þar einnig fjallað um t.d. fisk- veiðieftirlit, eftirlit með mengun og viðbúnað gegn mengunarslysum, samstarf um leit og björgun o.s.frv. Hér er verið að ræða um útvíkkun öryggishugtaksins með þeim hætti, sem aldrei var gert í varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna, en sem er í fullu samræmi við þróun mála á alþjóðlegum vettvangi. Þegar horft er á t.d. spárnar um stóraukna umferð eldsneytisskipa um Norður-Atlantshaf blasir við að ekki er hægt að skilja í sundur hefðbundnar hervarnir, hryðju- verkavarnir, löggæzlu, umhverfisvarnir og björg- unarmál. Það þarf að verja flutningaskipin fyrir árásum óvinveittra ríkja, hryðjuverkamanna og glæpa- manna. Það þarf að vera viðbúnaður til staðar ef þeim hlekkist á; til að bjarga bæði skipum og mönn- um. Það þarf líka að verja náttúru og samfélög manna við Norður-Atlantshaf fyrir afleiðingum árásar á slík skip eða slysum, sem þau kunna að verða fyrir. Og það þarf að verja efnahagslíf land- anna, sem eiga aðild að viðskiptum með eldsneytið, sem þessi skip flytja, fyrir hugsanlegum truflunum á siglingum þeirra. Allt hangir þetta saman og þetta dæmi sýnir vel hversu margar hliðar eru á öryggis- hugtakinu eins og það hefur þróazt. Valgerður Sverrisdóttir setti í ræðu sinni í HÍ fram mótaðri hugmyndir en áður um rannsóknaset- ur á sviði utanríkis- og öryggismála. Hún lagði til að setrið fjallaði um öryggis- og varnarmál í víðum skilningi, þar með taldar samgöngur, umhverfisör- yggi, þróunarmál, fólksflutninga og fleira. Þetta er í samræmi við þá þróun öryggishugtaksins, sem var lýst hér á undan og sömuleiðis í takt við þróun rann- sóknarstofnana í öryggismálum í nágrannalöndum okkar. Hún lagði til að samráðsvettvangur stjórn- málaflokkanna um öryggi Íslands, sem á að setja á stofn, og það alþjóðastarf, sem unnið er innan há- skólanna, yrði tengt við starfsemi setursins. Þá myndu sérfræðingar utanríkisráðuneytisins og annarra ráðuneyta styðja akademískar rannsóknir og jafnvel kennslu á þessu sviði. „Jafnframt myndi sú gerjun hugmynda sem yrði við tengingu þessara þriggja heima leiða til hug- myndasköpunar og frjórri stefnumótunar,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. „Í grannríkjum okkar má finna margir ámóta stofnanir sem leita mætti sam- starfs við. Þeim stofnunum hefur reynst farsælast að starfa á sjálfstæðum grundvelli í ákveðinni fjar- lægð frá háskólasamfélagi og stjórnmálum, en með sterk tengsl við hvort tveggja.“ Þetta er laukrétt hjá utanríkisráðherra og ánægjulegt að sjá að íslenzk stjórnvöld skuli vera komin þetta langt með að huga að því að setja á fót rannsóknastofnun í öryggismálum. Slík stofnun er reyndar mörgum árum of seint á ferðinni; hún hefði, ekki síður en greiningardeild, styrkt stöðu okkar í samstarfinu við Bandaríkjamenn, en um það þýðir ekki að fást nú. Það er gott að hún verður nú loksins til. Framlag til sameiginlegra varna Ý msar ákvarðanir, sem þegar hafa verið teknar í framhaldi af brottför varnarliðsins þýða talsverð útgjöld fyrir skattgreiðendur. Þar má nefna eflingu Landhelgisgæzlunnar og sérsveitar lögreglu, yfirtökuna á rekstri Keflavíkurflugvallar, stofnun rannsóknaset- urs og greiningardeildar og fulla þátttöku í starfi Atlantshafsbandalagsins, aðild að mannvirkjasjóði þess og útsendingu fulltrúa til herstjórna banda- lagsins. Gera verður ráð fyrir að Ísland beri hluta kostnaðarins af rekstri loftvarnakerfisins, þótt við- ræður við NATO um þau mál standi fyrir dyrum. Þetta eru allt verkefni, sem snúa með beinum hætti að því að nú berum við sjálf ábyrgð á vörnum landsins. Við verðum líka að vera reiðubúin að leggja meira af mörkum til sameiginlegra varna NATO. Það er ekki sízt nauðsynlegt til þess að þau aðildarríki, sem við leitum nú eftir auknu samstarfi við, fái á tilfinninguna að við viljum ekki áfram að- eins vera þiggjendur. Ísland á engan her og engin áform eru um að setja hann á fót. Hins vegar getum við lagt mikið af mörkum til friðargæzlu á vegum NATO eins og dæmin sanna. Við getum sent borgaralega sérfræð- inga til að starfa með hersveitum bandamanna okk- ar. Við höfum nú þegar talsverða reynslu af slíku og hún er í öllum grundvallaratriðum góð. Einu dæmin um að við höfum misstigið okkur, er þegar við höf- um reynt að fara yfir mörkin milli borgaralegra starfa og hermennsku og hætt okkur út í eitthvað, sem við ekki þekkjum og kunnum. Við höfum nú þegar reynslu af samstarfi við her- sveitir þeirra ríkja, sem við eigum nú í tvíhliða við- ræðum við um varnir og öryggi á Norður-Atlants- hafi. Íslenzkir friðargæzluliðar hafa starfað undir stjórn danskra, norskra og brezkra herforingja. Með því höfum við bæði lagt okkar af mörkum til starfs NATO í heild og hjálpað þessum nágranna- ríkjum okkar að inna sitt hlutverk við friðargæzlu af hendi. Ef við aukum slíkt samstarf, verða þau fremur reiðubúin að hjálpa okkur við að tryggja ör- yggi Íslands. Geoff Hoon, Evrópumálaráðherra Bretlands og fyrrverandi varnarmálaráðherra, gefur í viðtali í þessu tölublaði Morgunblaðsins Íslendingum þau ráð að byggja upp sérhæfð framlög til friðargæzlu; „skoða þau göt, sem eru í getu bandalagsins til að fást við ýmis vandamál og einbeita ykkur síðan að því að fylla upp í þau og þróa sérfræðiþekkingu á viðkomandi sviði“. Þetta er án nokkurs vafa rétt ábending. Við höfum þegar náð nokkrum árangri í þessum efnum. Framlag Íslendinga til flugumferð- arstjórnar og flugvallarstjórnar bæði í Kosovo og Afganistan vakti til dæmis mikla athygli innan NATO, vegna þess að þar tókst okkur að senda á vettvang mjög sérhæfða starfsmenn með þekkingu og hæfni, sem mikill skortur var á. Af sama toga eru verkefnið í Bosníu, þar sem fólki sem hafði slasazt í stríðinu voru lagðir til íslenzkir gervilimir, sprengjuleitarverkefnin í Írak og Líbanon og verk- efni, sem Valgerður Sverrisdóttir nefndi í ræðu sinni í Háskóla Íslands, þar sem Íslendingar að- stoða Afgana við að byggja litlar vatnsaflsvirkjanir. Við eigum að gera meira af því að reyna að finna „göt“ af þessu tagi, sem íslenzk sérfræðiþekking getur fyllt upp í. Í því skyni getur verið árangurs- ríkt fyrir utanríkisráðuneytið og Íslenzku friðar- gæzluna að efna til samráðs við atvinnulífið, þar sem víða býr mikil sérfræðiþekking og frumkvæði. Geoff Hoon nefnir í viðtalinu í Morgunblaðinu að Eistlendingar hafi byggt upp sérfræðiþekkingu í að fást við ósprungnar sprengjur. Þeir hafa líka byggt upp setur, sem fæst fyrir hönd NATO við varnir gegn tölvuhernaði. Eiga Íslendingar ekki líka fjölda sérfræðinga á því sviði, svo dæmi séu nefnd? Jákvæðar afleiðingar Brottför varnarliðsins héðan hefur þrátt fyrir allt haft ýmsar jákvæðar afleiðingar í för með sér. Þeg- ar horft er yfir sviðið, er ljóst að ýmislegt er að leys- ast úr læðingi í öryggis- og varnarmálum Íslands. Við höfum tekið frumkvæði og axlað ábyrgð, sem við hefðum sennilega átt að gera fyrir löngu, en er jafngott fyrir því. Í fyrsta sinn horfumst við í augu við að þurfa jafnvel að leggja sambærilegt fé til landvarna og ríkin í kringum okkur, þótt við stofn- um engan her. Við munum efla greiningar- og rann- sóknargetu í varnar- og öryggismálum, sem sér- hvert sjálfstætt ríki þarf að búa yfir. Og við höfum efnt til viðræðna um öryggismál á breiðum grund- velli við næstu nágrannaríki okkar, sem efast má um að hefðu farið af stað ef við hefðum áfram verið í sama farinu; að láta Bandaríkjunum eftir að sjá um varnir landsins og líka að hugsa um varnarmál fyrir okkur. Þetta er jákvæð og æskileg þróun. » Það eru einkum og sér í lagi ákveðnir stjórnmálamenn, semhrökkva að því er virðist sjálfkrafa í einhvern kaldastríðs- gír, þegar þeir heyra minnzt á eflingu öryggisstofnana og reyna að gera slíkt tortryggilegt á ýmsa vegu. Það er löngu kominn tími til að þetta ágæta fólk vaxi upp úr slíkum barnaskap. Það getur ekki leyft sér hann lengur, nú þegar það þarf sjálft að fara að taka þátt í umræðum og ákvörðunum um það, hvernig vörn- um landsins skuli háttað. rbréf Morgunblaðið/RAX Frost á fróni Miklar vetrarhörkur hafa verið á landinu að undanförnu en úr þeim á að draga eftir helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.