Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 39 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Sérlega falleg 115,6 fm íbúð á 6. hæð í þessu vinsæla húsi. Íbúðin er vel innréttuð og er með tvennum svölum með mjög víðáttumiklu útsýni. Í íbúðinni eru 3 svefnherbergi, tvennar stofur, eldhús, þvottahús, baðherbergi, hol og forstofa. Á efstu hæð er sameiginlegt ca 30 fm herbergi með salerni og sameiginleg- ar stórar svalir. Sameign og húsið að utan lítur mjög vel út. Aðkeypt ræsting fyrir sameignina. Verð 32,5 m. 7581 ESPIGERÐI - MIKIÐ ÚTSÝNIBREYTINGAÞJÓÐFÉLAG er vettvangur tækifæranna og fá- ir eru jafn snöggir og kjarkaðir og Íslendingar að stökkva til þeg- ar nýjar leiðir opnast, glíma við verkefni sem gefast og sigrast á þeim. Þeir eru framkvæmda- menn og hræðast ekki langar vinnulotur. Of oft gleymist þó að hugmynd er kjarni framkvæmd- arinnar og einungis næst árangur þegar samspil þessara tveggja þátta er fullkomnað. Fram- kvæmdamenn og konur eru mjög áberandi í fjölmiðlum en hugs- uðum er ekki hampað á sama hátt. Við Íslendingar lifum í öru breytingaþjóðfélagi þar sem árin líða á mánaðarhraða og ný tækni, straumar og stefnur breyta í sí- fellu fyrri heimsmynd og gild- ismati. Upplýsingastreymi með tilheyrandi áreiti hefur farið stig- vaxandi síðustu tíu árin með nýrri tækni og æ fleiri boðleiðum. Við höfum takmarkað ráðrúm til að staldra við, líta yfir farinn veg og íhuga hvert valið leiðir okkur. Íslendingar eru nú í hópi efn- uðustu þjóða heims en velsældin óx ekki af sjálfri sér heldur spratt úr jarðvegi sem hug- sjónamenn hófu að sá í fyrir um 30 árum. Sterk framtíðarsýn og hug- myndaauðgi leggur grunninn að langvarandi velferð og undir- staðan er t.a.m. gæði menntunar, virk hagstjórn og blómleg menn- ing. Ísland getur enn státað sig af þessum mikilvægu und- irstöðum en samfélagið lifir á hraða örgjafans þar sem sköpun og hugsjónir eiga fullt í fangi með að þróast á sama hraða. Hug- mynd er rétt eins og óslípaður demantur eða hráolía sem þarf tíma til að vinna úr svo að verð- mæti skapist. Og ef kastljósið beinist aðeins að framkvæmda- fólki mun skugginn veikja hugs- uðina sem einnig eru nauðsyn- legar fyrirmyndir upprennandi kynslóða. Breytingaþjóðfélagið sem við búum í hefur einnig einkennst af einstaklingshyggju hins vestræna heims þar sem einstaklingurinn ber fyrst og fremst ábyrgð á sjálfum sér, velgengni sinni og hamingju. Leikmaður sem stekk- ur inn á þennan nútímaleikvöll, spilar góðan bolta og skorar sem flest mörk, er okkar maður. Skori hann sigurmarkið er hann hetjan okkar og umbunin er í samræmi við árangur. Hvert þjóðfélag þarf á framkvæmdamönnum að halda og þeir verðskulda alla þá athygli sem þeir fá. En aldrei má gleym- ast að að baki hvers leikmanns er arkitekt leiksins – hugsuðurinn. Þrúður G. Haraldsdóttir Hugsuðurinn Höfundur er ráðgjafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.