Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í NÚTÍMAÞJÓÐFÉLÖGUM er astmi víðtækt og vaxandi vanda- mál. Úkraínski læknirinn prófess- or Pavlovich Buteyko vann að um- fangsmiklum lífefnafræðirann- sóknum á 40 ára tímabili í Novosibirsk í Síberíu. Hann þró- aði aðferð til að vinna meðal annars gegn astma með mjög góð- um árangri. Í Rúss- landi voru þessar kenningar við- urkenndar árið 1985. Á síðustu árum hefur aðferðin vakið vax- andi athygli og náð útbreiðslu á Vest- urlöndum, m.a. í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Bretlandi, Hollandi, Úkraínu, Ísrael og N- Ameríku. Breska heilbrigðiskerfið hyggst birta kenningar Buteykos í viðmiðunarreglum sem gefnar eru út um meðferð fyrir astma- sjúklinga (British guideline on the management of asthma). Ástæðan fyrir þessari útbreiðslu er einkum góð reynsla af aðferðinni og nið- urstöður vísindarannsókna sem birtar hafa verið í vestrænum rit- rýndum fagtímaritum benda einn- ig til að notkun aðferðarinnar minnki verulega þörf astma- sjúklinga bæði fyrir berkjuvíkk- andi lyf og steralyf. Aðferð Buteykos kemur mörg- um spánskt fyrir sjónir í fyrstu en hún byggist að miklu leyti á því að hægja á önduninni, að djúp öndun geti verið skaðleg. Margir telja að best sé að anda djúpt til þess að sjá líkamanum fyrir nægu súrefni. En er þetta rétt? Vitað er að kæfisvefn veldur mikilli líkamlegri vanlíðan og get- ur haft veikindi í för með sér. En það getur oföndun (hyperventilation) einnig gert. Líkaminn er mjög næmur fyrir breytingum í and- ardrætti, við getum einungis verið án þess að anda í 2–3 mín- útur. Til samanburðar getum við verið án þess að drekka í þrjá daga og án þess að borða í þrjár vikur! Öndun er því mjög viðkvæm efnaskipti milli frumna og um- hverfis og hefur það hlutverk að viðhalda eðlilegu magni af súrefni (sem andað er að sér) og koltvíox- íði (sem andað er frá sér). Kolt- víoxíð myndast í frumunum við brennslu á súrefni og næring- arefnum. Til að öndunarferlið fari óhindrað fram þarf að vera ákveð- ið magn af koltvíoxíði í lík- amanum, vegna þess að koltvíoxíð er hvati fyrir losun súrefnis úr blóðinu til frumnanna (Bohr- áhrifin). Skortur á koltvíoxíði veldur því að súrefnið kemst verr til frumnanna. Það virðist öf- ugsnúið en því dýpra sem við önd- um, því verr nýtist súrefnið sem innbyrt er. Heilinn upplifir súrefn- isskort og gefur boð um meiri öndun. Ferlið heldur áfram og vítahringur myndast. Koltvíox- íðsskorturinn kemur til vegna of mikillar, djúprar (út)öndunar og veldur röskun á efnaskiptum og starfsemi ónæmiskerfisins. Til að vinna á móti þessari röskun gerir líkaminn ráðstafanir: Hann trygg- ir sér nægt koltvíoxíð með því að loka fyrir útgönguleiðina. Buteyko telur að astmi sé mjög áþreif- anlegt dæmi um slík vernd- arviðbrögð og því ekkert annað en eðlileg viðbrögð líkamans við óæskilegum aðstæðum, of djúpri öndun. Þegar dregið er úr önd- uninni og hún gerð „eðlileg“ minnka neikvæðu áhrifin og sjúk- dómseinkenni hverfa. Prófessor Buteyko hefur eftir ítarlegar rannsóknir þróað mælikvarða á eðlilega öndun, svokallaða „control pause“-aðferð (CP). Með CP- mælingu má meta styrk koltvíox- íðs í lungnaberkjum. CP er sá tími sem einstaklingur getur haldið niðri í sér andanum án óþæginda. Hægt er að mæla öndun sitjandi með lokaðan munn. Andað er létt frá sér, síðan hætt að anda og tíminn mældur. Við fyrstu tilfinn- ingu um loftskort er andað aftur og tíminn skráður. Ef ekki þarf að anda djúpt eftir mælinguna er hún rétt framkvæmd. Ef CP er 60 sek- úndur telst öndunin „eðlileg“ og öndunarefnaskiptin óhindruð. Ef mælingin sýnir að CP sé 20 sek- úndur er andað þrisvar sinnum meira lofti en „eðlilegt“ er. Áhrif Buteyko-aðferðarinnar á astmaeinkenni eru fljótvirk og áþreifanleg. Hún hjálpar fólki að anda smám saman minna og að hreyfa sig í samræmi við and- ardráttinn. Allir sem eru þriggja ára eða eldri og hafa góða geð- heilsu geta lært aðferðina. Fólk er frætt um mikilvægi þess að anda í gegnum nefið, að vera beint í baki. Kynntar eru ástæður stíflaðs nefs, andþrengsla, hósta og hóstakasta, næturastma, áreynsluastma og hvernig má minnka eða losna við þessi einkenni. Aðferðin útilokar ekki notkun lyfja, en nýlegar rannsóknir (amerískar, enskar, ástralskar og rússneskar) sýna að um 90% astmasjúklinga geta hætt notkun berkjuvíkkandi lyfja eftir að hafa stundað Buteyko-aðferðina í sex mánuði með eftirfylgni í tvö ár. Enn fremur geta um 50% sjúk- linganna hætt notkun innönd- unarstera. Aðferðin er því ekki einungis gagnleg fyrir sjúklingana sjálfa heldur er hún einnig hag- kvæm fyrir þjóðfélagið. Í íslenska heilbrigðiskerfinu hafa menn ekki áttað sig á tengslunum milli djúprar öndunar og versnandi heilsu. Sjálf var ég illa haldin af astma og ofnæmi en er laus við hvort tveggja auk allra þeirra lyfja sem ég tók við þessu. Í starfi mínu sem sjúkraþjálfari hefur þessi að- ferð einnig sýnt mjög góðan ár- angur. Eins og svo margt gott í lífinu er Buteyko-aðferðin mjög einföld. Hún hefur sannað gildi sitt og ástæða er til þess að hvetja sem flesta til að kynna sér hana. Viðurkennd aðferð til lækningar á astma Monique van Oosten fjallar um aðferð til að vinna gegn astma »Eins og svo margtgott í lífinu er Bu- teyko-aðferðin mjög einföld. Hún hefur sann- að gildi sitt og ástæða er til þess að hvetja sem flesta til að kynna sér hana. Monique van Oosten Höfundur er sjúkraþjálfari og buteykoþjálfari. TENGLAR .............................................. monique@centrum.is www.buteyko.info Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Tilboð óskast www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Tilboð óskast í efri hæð og ris hússins nr. 74 við Laugaveg í Reykjavík. Húsið er samtals 154 fm en að grunnfleti 82 fm. Húsið þarf að flytja af lóðinni og mun væntanlegur kaupandi sjá um flutninginn. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Gimli í síma 570 4800. Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 www.heimili.is Fannafold 188 100 fm parhús á einni hæð. Í einkasölu 3ja herbergja parhús á róleg- um stað innst í botnlanga. Stór hellulögð verönd, góður garður í suðvestur, sólstofa og gott útsýni. Húsið stendur í rólegu fjölskylduhverfi skammt frá barna- og leikskóla, íþróttaaðstöðu, sundlaug og verslunarkjarna. Húsið getur verið laust til afhendingar fljótlega. Nánari upplýsingar og fleiri myndir á www.heimili.is Sandra og Sigurður taka á móti áhugasömum frá kl 14-15. Opið hús í dag Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 Vatnagarðar – Leiga – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – 305,5 fm atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum í húsi byggðu 1979. Góðar innkeyrsludyr eru á neðri hæð og góð lofthæð. Öll efri hæðin er parketlögð og er öll opið rými að undanskildu salerni og eldhúsi með borðkrók. Öll efri hæðin er með góðum glugg- um með útsýni út á sundin. Húsnæðið er laust. 8062. www.eignastyring.is Síðumúla 27 108 Reykjavík sími 534 4040, fax 534 4044 Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali og verbréfamiðlari OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14:00-15:00 RAUÐARÁRSTÍGUR 1, REYKJAVÍK 3JA HÆÐ TIL HÆGRI Góð 3ja herbergja íbúð sem skipt- ist í forstofu, stofu og borðstofu, eldhús, baðherbergi og 2 svefn- herbergi. Verð kr. 15,9 millj. Katrín tekur á móti ykkur í dag milli kl. 14 og 15. Fr u m Sími 534 4040 Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.