Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í GREIN Kolbrúnar Bald- ursdóttur sálfræðings frá 8. janúar sl. er því haldið fram að það eitt að vera feitur sé merki um átrösk- un. Þetta er ekki rétt og óheppi- legt að fagaðili á geðsviði haldi slíku fram. Offita er ekki átröskun frekar en það að vera grannvax- inn. Átröskun er geð- röskun sem markast fyrst og fremst af af- brigðilegri hegðun, hugsun og líðan í tengslum við mat og líkamsvöxt. Það er ekki nóg að stíga á vigtina til þess að fá slíka greiningu. Ég verð því að gera ráð fyrir að kollegi minn hafi ekki gert sér grein fyrir inntaki orða sinna þegar hún lét þau falla. Þessi ranghugmynd er líklega komin frá hinni ríkjandi stað- almynd um að feitt fólk sé mat- gráðugt. Þetta er almenn skoðun þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að staðfesta hana með vísinda- rannsóknum. Rannsóknir á þessu sviði sýna þvert á móti að enginn grundvallarmunur er á mat- arvenjum eftir holdafari. Þó er til átröskun sem oft leiðir til offitu, svokölluð ofátsröskun, en hún er aðeins til staðar hjá litlum hluta feitra. Það þýðir ekki að mat- arvenjur allra sem eru feitlagnir séu afbrigðilegar. Vissulega er til feitt fólk sem borðar mikið og óhollt en það er líka til fullt af grönnu fólki sem gerir það. Við tökum hins vegar ekki eftir því þegar grannvaxnir unglingar háma í sig franskar á skyndibitastað vegna þess að augu okkar eru föst á feitu konunni sem dirfist að borða hamborgara þótt hún sé feit. Í þessu samhengi er mikilvægt að átta sig á því að við erum alin upp við stöðuga, neikvæða umræðu um feitt fólk. Rannsóknir sýna t.d. að sú mynd sem dregin er upp af feitu fólki í fjölmiðlum er afar neikvæð og fráhrindandi. Þessi hópur er sjaldséður í sjónvarpi og þegar hann birtist er það nær allt- af í afkáralegu ljósi. Feitt fólk er auk þess mun oftar látið vera að borða en aðrir og sjaldgæft er að sjá minnst á offitu í dagblöðum öðruvísi en að það fylgi mynd af feitri manneskju að borða. Hvern- ig er hægt að gera ráð fyrir öðru en að þetta hafi áhrif á viðhorf okkar? Það er ekki beint samband milli lífsvenja og líkamsþyngdar þrátt fyrir að því sé oft haldið fram í þessari umræðu. Hraustir og heil- brigðir líkamar koma í mörgum stærðum og gerðum og það er ekki hægt að sjá utan á fólki hvernig það lifir. Margskonar þættir hafa áhrif á líkamsvöxt og sýna rannsóknir að stóran hluta megi rekja til erfða. Stjórn okkar yfir eigin líkamsvexti er mun minni en almennt er haldið fram og strangar líffræðilegar hömlur eru á því hversu mikið er hægt að stjórna líkamsþyngd til langframa. Samband lífsvenja og líkamsvaxtar er kannski svipað og milli þess að vinna mikið og vera ríkur. Líkur á góðri afkomu aukast vissulega ef fólk er tilbúið að leggja hart að sér en það er ekki þar með sagt að beint samband sé milli fjölda vinnustunda og innistæðu í bank- anum. Margir aðrir þættir skýra efnahagsstöðu en bara hversu löngum tíma við eyðum í vinnunni. Við myndum ekki sætta okkur við opinbera umræðu á þá leið að allir sem ekki eiga einbýlishús væru sakaðir um aumingjaskap og leti – hvers vegna skyldum við sætta okkur við slíka umræðu í sam- bandi við holdafar? Í stað þess að beina spjótum okkar að feitum börnum og full- orðnum ættum við að reka heild- stæða heilbrigðisstefnu þar sem áhersla er lögð á það sem við get- um raunverulega haft stjórn á: Lífsvenjur okkar. Við getum öll reynt að lifa betur í dag en í gær og tekið lítil skref sem smám sam- an verða að stórum breytingum á líðan okkar og heilsu. Það að taka feitt fólk sérstaklega fyrir í þess- ari umræðu eykur aðeins fordóma í þeirra garð og dregur athygli frá því að öllum er nauðsynlegt að lifa heilbrigðu lífi. Að mínu mati er ekki hægt að reka stefnu, sem ein- kennist af lítilsvirðingu í garð til- tekins þóðfélagshóps, í nafni heilsu og velferðar. Við þurfum að spyrja okkur hvaða áhrif það hefur á sjálfsmynd þéttholda fólks að lesa endurtekið um sig sem vandamál í fjölmiðlum og þurfa að bera ásak- anir um leti, ofát og stjórnleysi eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þegar við einblínum á líkamsfitu sem heilbrigðisvandamál gefum við óbeint þau skilaboð að grannur vöxtur skipti meira máli en lífs- venjur. Það er ekki skynsamlegt þegar rannsóknir sýna að feitt fólk sem stundar reglubundna hreyf- ingu lifir lengur en þeir sem eru grannir og lifa kyrrsetulífi. Flest bendir til þess að lykillinn að heil- brigði séu lífsstílstengd atriði á borð við reykingar, mataræði, hreyfingu, streitu og svefn. Einnig eru merki um að félagslegir þættir á borð við samband við aðra manneskju, vináttu, virðingu og frelsi frá fordómum skipti ekki síður máli. Með það til hliðsjónar ættum við fyrst og fremst að skapa umhverfi þar sem öllum getur liðið vel í eigin líkama, hvort sem hann er grannur eða feitur, og fundist þess virði að hugsa um hann af virðingu og væntumþykju alla ævi. Við þurfum að við- urkenna fjölbreytileika líkams- vaxtar í stað þess að reyna árang- urslaust að steypa alla í sama mót og beina heilsueflingu fremur að hegðun en holdafari. Þannig sköp- um við mannúðlega heilbrigð- isstefnu sem gerir ekki lítið úr neinum en allir geta tekið til sín. Offita er ekki átröskun Sigrún Daníelsdóttir fjallar um orsakir offitu og svarar grein Kolbrúnar Baldursdóttur » Við þurfum að við-urkenna fjölbreyti- leika líkamsvaxtar í stað þess að reyna árangurs- laust að steypa alla í sama mót … Sigrún Daníelsdóttir Höfundur er sálfræðingur. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár OPIÐ HÚS OFANLEITI 25, 4. HÆÐ - M/BÍLSKÚR www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Falleg og vel skipulögð 106 fm enda- íbúð á 4. hæð auk bílskúrs. Þrjú svefnherbergi, rúmgóð stofa og fal- legt eldhús. Tvennar svalir og sér- þvottahús innan íbúðar. Parket á öll- um gólfum nema baði. Baðkar og sturtuklefi á baði. Sérgeymsla á hæðinni. Hús viðgert og málað árið 2006. Verð 29,9 millj. Verið velkomin í dag frá kl. 15-17. Ásta og Kjartan á bjöllu. OPIÐ HÚS KÓPAVOGSBRAUT 82, 2. HÆÐ - M/ BÍLSKÚR Sérlega rúmgóð, björt og afar vel skipulögð 125,1 fm íbúð á 2. hæð í þríbýli. Sameiginlegur inngangur auk 27 fm bílskúrs með geymslu og snyrt- ingu inn af. Undir bílskúr er flísalagt rými, lofthæð 1,5 metrar. Fjögur rúm- góð svefnherbergi og stór stofa. Suð- ursvalir. Parket á öllu nema eldhúsi og þvottahúsi. Gluggar og gler endurn. fyrir nokkrum árum. Verð 32,9 millj. Verið velkomin í dag frá kl. 14-16. Alfreð og Eva taka á móti ykkur. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 89,1 fm 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í nýbyggingu við Klappar- stíg í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin skiptist í anddyri/gang, eldhús, stofu/borðstofu, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Íbúðin afhendist fullbúin með eikarparketi. Laus við kaupsamning. 5576. V. 32,2 m. Klapparstígur – Laus strax 77,1 fm 2ja herbergja íbúð á annarri hæð með stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu með stórum suðursvölum, svefnher- bergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Íbúðin afhendist án gólfefna við kaupsamning. 4442. V. 19,9 m. Naustabryggja – Laus strax 126 fm mjög góð 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í nýlegu þriggja hæða fjölbýlishúsi. Glæsilegt útsýni. Íbúðin skiptist í anddyri, rúmgóða stofu, eldhús með borðkrók, þvottahús, baðher- bergi og þrjú svefnherbergi. Í kjallara er sérgeymsla. Sérinngangur. 7972. V. 28,9 m. Kristnibraut – Laus strax 168,6 fm glæsilegt endaraðhús á fallegum útsýnisstað við Fjallalind í Kópavogi. Húsið, sem stendur innst í botnlanga, skiptist í forstofu, eldhús með borðkrók, hol, stofu, tvö baðherbergi, fjögur svefnher- bergi, þvottahús og fataherbergi. Húsið er á þremur pöllum. Mikil lofthæð er á efri hæð. Hiti í plani. V. 49,9 m. 8059. Fjallalind – Glæsilegt 284,2 fm einbýli á tveimur hæðum, þar af 32 fm bílskúr. Sér 2ja her- bergja íbúð á jarðhæð. Glæsileg ca 100 fm verönd með skjólvegg og heitum potti til suðurs. Á efri hæð er forstofa, tvö svefnherbergi, bað- herbergi, stofur og eldhús. Á neðri hæð er sjónvarpshol, tvö svefnher- bergi, baðherbergi, saunaklefa og þvottahús. V. 68,0 m. 8048. Skógarhjalli - Með aukaíbúð 89 fm mjög góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi fyrir 55 ára og eldri. Húsið er glæsilegt og er byggt árið 1992. Íbúðin skiptist í for- stofu, stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, lítla geymslu og baðherbergi. Í húsinu er húsvörður. Stutt er í skóla, þjónustu, miðbæinn og heilbrigð- isþjónustu. Snorrabraut - Fyrir 55 ára og eldri – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 Vatnagarðar – Leiga – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – 305,5 fm atvinnuhúsnæði á tveimur hæðum í húsi byggðu 1979. Góðar innkeyrsludyr eru á neðri hæð og góð lofthæð. Öll efri hæðin er parketlögð og er öll opið rými að undanskildu salerni og eldhúsi með borðkrók. Öll efri hæðin er með góðum glugg- um með útsýni út á sundin. Húsnæðið er laust. 8062. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.