Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 43 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali ÆGISÍÐA - STANDSETT 3ja herb. 71,4 fm björt og mikið endurnýj- uð íbúð. Nýstandsett baðh., eldhús, gólf- efni o.fl. Íbúðin snýr öll til suðurs inn í lok- aðan garð. V. 17,5 m. 6389 HVASSALEITI - GOTT HÚS Vel staðsett og vel við haldið raðhús á pöllum. Húsið er 258 fm með innfelldum bílskúr. Í því eru 5-6 svefnherb., 3 stofur og 2 baðherbergi. Húsið hefur fengið gott viðhald og hefur m.a. verið skipt um allar ofnalagnir. V. 46,5 m. 6408 MÁNATÚN - 5. HÆÐ - ÚTSÝNI Rúmgóð 3ja-4ra herbergja 127 fm íbúð á 5. hæð í nýlegu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin er með glerlokunum á svölum og snýr í suðvestur. Íbúðin skiptist í þvottaherbergi, baðherbergi, eldhús, stórar stofur, tvö svefnherbergi og fataherbergi (á teikningum er þriðja svefnherbergið sem nú er hluti af stofu). Í kjallara er geymsla og vel staðsett stæði í upphitaðri bílgeymslu. V. 42,0 m. 6353 RAUÐALÆKUR - FALLEG HÆÐ Falleg, mikið endurnýjuð 5 herbergja hæð á góðum stað í vinsælu hverfi. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, hjónaherbergi, þrjú barnaherbergi, baðherbergi, eldhús, stofu með borðstofu og sérgeymslu innan íbú- ðar. Íbúðin er í góðu ástandi svo og sam- eign. Húsið er innst í botnlanga. V. 31,6 m. 6395 MEISTARAVELLIR - 2. HÆÐ Falleg og mikið endurnýjuð 2ja herbergja íbúð á 2. hæð á góðum stað í Vesturbæn- um. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, eldhús, baðherbergi svefnherbergi og stofu/borð- stofu. Auk þess er sérgeymsla í sameign og sameiginlegt þvottahús. Baðherbergi og eldhús hafa nýlega verið endurnýjuð. Húsið og sameign hefur nýlega verið endurnýjaðar. V. 15,9 m. 6387 LÓMASALIR - 3-4 HERB. - GLÆSILEG ÍBÚÐ Einstaklega falleg og vel umgengin 120 fm endaíbúð á 4. hæð með sérinngangi af svölum í lyftuhúsi. Bílastæði í bílageymslu. Íbúðin er með glæsilegu útsýni svo og óvenju stórum suðvestursvölum. Íbúðin skiptist í forstofu, þvottaherbergi, baðher- bergi, stofur, eldhús, tvö svefnherbergi og sjónvarpshol sem hægt er að breyta í þriðja svefnherbergið ef vill. V. 29,9 m. 6391 KAPLASKJÓLSVEGUR - 1. HÆÐ Falleg og vel staðsett 110 fm íbúð á 1. hæð og með aukaíbúðarherbergi í kjallara á þessum vinsæla stað. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, tvö svefnherbergi, baðher- bergi, stofu og borðstofu (auðvelt er að breyta borðstofu í herbergi). Í kjallara fylgir séríbúðarherbergi með aðgangi að snyrtingu og að auki sérgeymsla ásamt sameiginlegu þvottahúsi og hjóla- geymslu. V. 23,5 m. 6379 Barðastaðir - Jarðhæð Mjög falleg 3ja herbergja íbúð á jarðhæð. Sérgarður með timburpalli fylgir íbúðinni. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, tvö herbergi, eld- hús, baðherbergi, þvottahús og hol. Sér geymsla fylgir á hæðinni. V. 25,7 m. 6386 Hagamelur - Jarðhæð Mjög falleg 2ja herb. íbúð á jarðhæð í fjölbýlishúsi við Hagamel. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eld- hús, baðherb., herbergi og forstofa. Sér- geymsla fylgir á jarðhæðinni. Sameiginl. þvottahús og hjólageymsla. V. 16,5 m. 6385 Reynimelur - 4-5 herb. - Hæð Mjög falleg og mikið endurnýjuð 4ra-5 herbergja íbúð á neðstu hæð í 3-býlishúsi. Ein íbúð er á hverri hæð. Íbúðin er með sérinngangi og skiptist þannig: Stofa og borðstofa, þrjú herbergi, eldhús, baðher- bergi, geymsla/þvottahús hol og forstofa. Sérinngangur er við stóra verönd með skjólgirðingu. 6394 Dvergabakki - Barnvænt 3ja herb falleg 75 fm íbúð á 2. hæð í fallegri og barnvænu umhverfi. Íbúðin skiptist í hol, 2 svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og stofu. V. 16,9 m. 6381 Þórarinn Kópsson, löggiltur fasteignasali Borgartún 20, 105 Reykjavík • thingholt@thingholt.is Sími 590 9500 www.thinghol t . is Við Freyjustíg 12 í landi Ásgarðs er til sölu 125 fm hús ásamt 25 fm bílskúr/gestahúsi. Um er að ræða mjög vandað hús á frábærum útsýnisstað. Steyptur grunnur og plata, hiti í gólfi. Viðhaldslítið hús. Húsið er í dag einangrað og plastað og kominn hiti í það. Sölumenn Þingholts taka á móti gestum í dag á milli kl. 14 og 16. Frekari uppl. í s. 893-3733. Leiðarlýsing: Keyrður Þingvallaafleggjari í áttina að Írafossvirkjun, keyrt framhjá af- leggjaranum að Búrfelli og beygt næst upp til hægri og svo strax til vinstri, þá sést húsið fljótlega, Freyjustígur 12. Ásgarður - Heilsárshús Sölusýning í dag, sunnudag, á milli kl. 14 og 16 SÍÐUMÚLI 33 - TIL LEIGU VERSLUNAR-, LAGER- OG ÞJÓNUSTURÝMI Vorum að fá í einkaleigu þetta glæsilega verslunar- og þjónustupláss á götuhæð í þessu vand- aða atvinnuhúsnæði. Það sem um er að ræða er verslunarpláss í framhúsi ca. 200-300 fm, að- koma á framhlið að lagar með innkeyrsludyrum ca. 100 fm, og innaf verslunarplássi er bakhús ca. 450 fm með mikilli lofthæð og góðri lýsingu. Þetta pláss getur nýst sem opið vinnusvæði, verslunarpláss í tengingu við framhús og eða skrifstofu eða þjónusturými með opnum vinnusöl- um. Einnig hægt að nýta bakhæðina sem lagerpláss. Eign sem bíður upp á mikla möguleika í nýtingu. Eignin er ca. 760 fm. Húsið er í topp standi og er allt klætt að utan. Frábær staðsetn- ing á eftirsóttum stað í verslunar- og þjónustuhverfi. Hagstæð leiga. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn Stórborgar. Fr um Stefán Hrafn Stefánsson hdl. Löggiltur fasteignasali HINN 25. janúar nk. verða stofn- uð á Hótel Sögu í Reykjavík sam- tök landeigenda á Ís- landi. Trúlega spyrja margir: Til hvers? Því ótrúlega lítið hefur verið fjallað um svo- kallað þjóðlendumál í fjölmiðlum fram að þessu. Almenningur hefur því ekki haft tækifæri til að kynna sér málið enn sem komið er og jafnframt geta verið til þær sálir sem telja eðlilegt að jarðeigendur og þar með talið bændur eigi helst ekki nema varpann í kringum húsið hjá sér. Hægt er að hafa misjafnar skoðanir á því hvað er eðlilegt að hver einstaklingur eigi á Íslandi en hitt er kristaltært að það er óheim- ilt að taka þinglýstar eignir af fólki án endurgjalds og ég ætla að biðja þá sem hafa þá skoðun, að það sé í lagi að ganga með slíkum hætti á eignarrétt manna, að líta fyrst í eigin barm. Værir þú lesandi góður ánægður ef af þér væru teknar eignir sem þú sannarlega átt, án endurgjalds? Erfitt er að átta sig á hvað ríkinu gengur til með þjóðlendukröfum sínum og ekki verður annað séð en að það sé að brjóta freklega stjórn- arskrá íslenska lýðveldisins en í henni segir að eignarrétturinn sé friðhelgur. Mannréttindadómstóll Evrópu gengur enn lengra í vernd eignarréttarins en stjórnarskráin gerir. Það er dapurlegt að ríkið gangi fram fyrir skjöldu með þess- um hætti og sérstaklega sá flokkur sem kennir sig við frjálshyggju og einstaklingsframtak. Eitt er lögfræðihliðin á málinu en annað er hið mannlega. Ekki má gleyma að margir bændur eru tengdir jörðum sínum tilfinn- ingaböndum. Þess vegna er málið orðið slíkt hitamál sem raun ber vitni. Einnig er þetta aðför að einni fátækustu stétt landsins sem nú hefur verið sett í gíslingu næstu ár- in því ekki er hægt að veðsetja jörð sem eftir nokkur ár verður ef til vill 10% af því sem hún er í dag. Óskiljanlegt er hvernig þetta ri- saæxli hefur orðið til. Við setningu þjóðlendulaganna 1998 var tilgang- urinn að ákveða mörk eignarlanda og þjóðlendna á miðhálendinu en ekki að gera kröfur í sjó fram eins og nú er gert. Ekki er hægt að sjá á frumvarpinu eða á greinargerð með því að það sé markmiðið hjá ríkinu að ná til sín þing- lýstum eignarlöndum eða yfirleitt að ná und- ir ríkið sem mestu landi enda hefur það ekki verið stefna þeirra stjórn- málaflokka sem nú eru við völd eftir því sem best er vitað. Ef það hefur ekki verið ætl- unin hjá þeim sem settu þjóðlendulögin 1998 að taka eignarlönd af mönn- um, þá er nauðsynlegt að setja ákvæði þess efnis í þjóðlendulögin að jörð, með athugasemdalausu þinglýstu landamerkjabréfi, sé eignarland. Sá sem heldur öðru fram skal hafa sönnunarbyrði fyrir því. Með þessu ákvæði er búið að stoppa í það gat sem mestri ókyrrð hefur valdið. Ágætir alþingismenn. Ég treysti því að réttlætinu verði framfylgt. Að lokum vil ég hvetja sem flesta til að mæta á stofnfundinn á Hótel Sögu 25. janúar nk. kl. 16:00. Þeir sem eiga hagsmuna að gæta, bæði landeigendur og sveitarfélög, eru einnig hvattir til að gerast stofn- aðilar. Er hægt að stoppa í göt þjóðlendulaganna? Guðný Sverrisdóttir skrifar um þjóðlendulög »… hitt er kristaltærtað það er óheimilt að taka þinglýstar eignir af fólki án endurgjalds … Guðný Sverrisdóttir Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.