Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 53 á Borgarfjörð eystri og alla leið í Loð- mundarfjörð en þangað var nýlagður vegur. Oft lá leiðin inn í Húsafell eða skroppið var í Fróðá. Það eru ekki margir staðir innanlands sem við átt- um eftir að sjá. Úr þessum ferðalögum á ég marg- ar yndislegar minningar. Eftir að þið fluttuð til Keflavíkur varð samgangurinn meiri þar sem styttra var orðið á milli. Sérstaklega er ég þakklát fyrir þann tíma sem við, ég, þú og Hjördís, áttum saman í hringferðinni um landið síðastliðið sumar. Þær minningar eru mér ómetanlegar. Takk fyrir allt og allt. Minning þín mun lifa. Erla Það eru margar góðar minningarn- ar sem koma upp í hugann þegar við minnumst Eggerts. Eggert, Hjördís og fjölskylda hafa alltaf verið sem órjúfanleg heild af okkur og munum við sakna Eggerts mikið. Öll vorum við svo heppin að dvelja í Hjarðartungu hjá Eggerti og Hjördísi á sumrin við heyskap, sauð- burð og réttir og dvöldum við þar stundum meira og minna allt sumarið með stuttum ferðum í bæinn, þetta var eins og okkar annað heimili. Góð- ar æskuminningar eru svo mikilvæg- ar og eru þær svo margar sem við eigum úr sveitinni. Í Hjarðartungu unnum við undir leiðsögn Eggerts, sem úthlutaði okk- ur verkefnum sem hæfðu hverjum og einum, eftir aldri og getu. Hann var leiðbeinandi, góður verkstjóri og gott að vinna undir hans leiðsögn. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Egg- ert, það var alltaf nóg að gera. Við sjáum fyrir okkur Eggert á traktornum niðri á engjum syngjandi hástöfum, alltaf léttur og kátur. Þeg- ar við hugsum til Eggerts þá minn- umst við hláturs hans, glaðværðar og hjálpsemi. Eggert var mjög listrænn og lag- inn í höndunum, hann brenndi í tré og hafði um nokkurn tíma verið að vinna gler og eigum við öll eitthvað fallegt sem hann hefur gefið okkur sem er ómetanlegt að eiga. Þegar Eggert og Hjördís fluttu til Keflavíkur sáum við þau oftar og það var alltaf gaman þegar þau komu í heimsókn, sérstaklega var gaman að koma til þeirra á hina árlegu Ljósa- nótt og njóta gestrisni þeirra. Söknuður okkar er sár en við vitum að vel hefur verið tekið á móti þér af þínu fólki. Guð geymi þig, Eggert. Áslaug, Katrín, Ormar og Brynhildur. Elsku Eggert, skjótt skipast veður í lofti. Þegar maður stendur á þeim tímamótum að kveðja traustan vin eru orð fátækleg, þó langar okkur að setja nokkur á blað. Hugurinn reikar að Hamrabakka 8 á Seyðisfirði vorið 1986. Ung fjölskylda flytur til baka á æskustöðvar að námi loknu. Í hóp Seyðfirðinga hafa bæst Eggert, Hjördís, Þröstur og Jonni. Við flytj- um í sömu blokk og þau bjuggu í. Eyj- ólfur var fljótur að finna og afa ömmu í þeim Eggerti og Hjördísi, enda hans raunverulegu afar og ömmur fjarri okkur. Þröstur og Jonni urðu einnig fljótt góðir vinir hans og síðan einnig Soffía. Það er ótal margt sem hægt væri að skrifa niður af minningabrot- um og myndum en fyrst kemur í hug- ann svipurinn á Eyjólfi þegar hann ætlaði að stelast upp til ykkar. Síðan fleiri myndir s.s. ferðin norður í Grímstungu til ykkar, veiðiferðin upp á Grímstunguheiði og allt sem þið fór- uð með okkur þá daga sem við vorum hjá ykkur. En stórt pláss fær ferðin ykkar til Færeyja, það er ótrúlegt að þið Hjördís skylduð bjóða 6 ára gutta, ykkur óskyldum, með ykkur í viku- ferð til Færeyja, en það lýsir ykkur svo vel. Þrátt fyrir aldursmun og flutning ykkar frá Seyðisfirði hélst mjög traust vinátta okkar á milli sem aldrei verður fullþakkað fyrir. Alltaf var gaman að hitta ykkur og eins og við hefðum síðast hist í gær. Þau eru ófá símtölin ykkar Kela, aldrei skorti umræðuefni, þið báðir mikið fyrir að hafa eitthvað fyrir stafni og föndra ýmislegt, enda síðast þegar við kom- um til ykkar fóruð þið niður í kjallara að skoða tæki sem þú varst kominn með til ýmiss konar föndurs. Elsku Hjördís og allir afkomendur ykkar Eggerts, Guð styðji ykkur og hjálpi að takast á við ykkar mikla missi. Það er víst að margir gullmolar og myndir frá liðnum samverustund- um ylja okkur hér fyrir austan. Það er leitt að hafa ekki tök á að fylgja þér síðasta spölinn, elsku Eggert okkar, en hugurinn verður hjá ykkur öllum. Hafðu hjartans þökk fyrir allt sem þú varst okkur og gerðir fyrir okkur. Þorkell, Lukka, Eyjólfur og Elínrós. Svo eldsnöggt kom kallið. Maður veit ekki hvort það er betra eða verra að fara svo skjótt en það er eins og jarðskjálfti í lífi þeirra sem eftir verða. En þeim sem efast ekki um heim andans, um að látinn ástvinur sé kominn inn á annað tilverustig, er það mikill styrkur og ljós. Fullvissan um að ástvinurinn sé ekki í kaldri gröf heldur í heimi andans þar sem hann heldur áfram á leið sinni til þroskans. Það að geta haft samband í gegnum hin innri skilningarvit er mörgum huggun og hjálp. Dói var mjög lifandi persónuleiki, átti mörg áhugamál, var félagslynd- ur, stríðinn, sagði skemmtilega frá, ættrækinn, en gaf ekki eftir sinn hlut ef út í það var farið og var stundum óþekkur. Það var gæfa Dóa að hafa Hjördísi fyrir sinn lífsförunaut, þau voru svo samstiga í mörgu. En greiðasemi, glaðlyndi og hlýja voru hans aðalsmerki og vil ég þakka þér Dói minn fyrir mig og mína og bið þér blessunar á nýju tilverusviði. Hve unaðslega stillt er stund við stormlok blíð um land og sund að þrumuskýjum þotnum hjá svo þíða geisla tungls má sjá er sefa og svæfa nánd og firrð og sveipa heiminn bjartri kyrrð (Thomas Moore) Hjördís mín og fjölskyldan öll, innilegar samúðarkveðjur. Ragnhildur Helgadóttir. Það var svo fjarri okkur þegar við kvöddum þau Eggert og Hjördísi eft- ir miðnætti síðastliðið gamlárskvöld á heimili barna okkar að þetta væri okkar síðasti fundur. Eggert hress, kátur og syngjandi þegar hann kom inn eftir að hafa farið að brennu með litlu sonarsonunum og horfði glaður fram á veginn til hins nýbyrjaða árs. Við kynntumst þeim hjónum Egg- erti og Hjördísi þegar dóttir okkar giftist yngsta syni þeirra. Þau kynni hafa öll verið á einn veg og viljum við nú þakka honum þau góðu kynni. Við áttum margt sameiginlegt, höfðum flust á mölina úr íslenskri sveit, þau að norðan en við að vestan, og höfðum sterkar taugar til alls sem sveitin hef- ur að bjóða. Eggert kom nokkrum sinnum með okkur vestur, fór með í eyjarnar og rifjaði upp kunnáttu sína til minka- veiða. Síðast fórum við saman vestur fyrir tæpu ári, á tveimur bílum með flutning og var það erfið ferð, því þeg- ar keyrt var út á nesið náði aurbleyt- an upp á miðja bíla. Eggert lét erf- iðleikana ekki buga sig og var hress og kátur alla ferðina. Eggert reyndist okkur hjálpsamur og góður vinur frá fyrstu kynnum, það má líka segja að hann hafi varla farið úr huga okkar þessa síðustu og erfiðu daga. Með þessum fáu orðum viljum við hjónin kveðja Eggert sem fór frá okkur svo óvænt og alltof fljótt. Við þökkum honum fyrir allt frá okkar fyrstu kynnum og biðjum þess að hann hafi átt góða heimkomu í dýrð- arríki drottins. Kæri tengdasonur, dóttir og synir. Elsku Hjördís, börn, tengdabörn og barnabörn, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur í sorginni og að sætta ykkur við það sem enginn fær breytt. Við samhryggjumst ykkur af öllu hjarta. Blessuð sé minning Eggerts Lár- ussonar. Ásta og Garðar. Haustið 2005 hóf ég störf hjá Sund- höll Reykjanesbæjar. Mitt fyrsta verkefni var að taka á móti eldri borgurum sem stunduðu sundleik- fimi í Sundhöllinni. Fyrstu iðkend- urnir sem mættu á staðinn voru þau mætu hjón Eggert og Dísa. Sérstak- lega eftirtektarvert þótti glaðlegt við- mót þeirra og hin mikla hlýja sem þeim fylgdi. Ákveðið var að færa leik- fimina yfir í Sundmiðstöðina við Sunnubraut næsta vetur á eftir. Að sjálfsögðu voru þau hjón fyrstu gest- irnir sem mættu á nýjum stað í leik- fimina. Nærvera þeirra hjóna þótti afgerandi hlý og ættu slíku fólki að vera veitt verðlaun fyrir það eitt að vera til og lífga upp á tilveru okkar hinna með nærverunni sinni einni og sér. Dísu og öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð F.H. starfólks Sundmiðstöðvar Reykjanesbæjar, Jón Ásgeir Þorkelsson. Síminn hringir, ég tek upp tólið og segi halló. Já, sæl frænka, hvað segir þú í fréttum? Það er Dói frændi sem er á línunni eins og margoft áður. Þetta var rétt fyrir jólin og við töl- uðum um gömlu dagana ásamt ýmsu öðru er á leið okkar var. Þær leiðir byrjuðu daginn sem hann var fermd- ur og ég skírð. Vegna veikinda mömmu, er ég var á ellefta árinu, fórum við systkinin að Grímstungu og síðan var ég þar flest sumur til ársins 1970. Ég var vetr- armaður hjá Dóa er ég var 15–16 ára og kenndi hann mér margt um bú- skap þann vetur og hef ég á margan hátt búið að þessum vetri síðan og hugsa oft um þann tíma er ég var í Grímstungu. Þar er Álkugilið með sinn töframátt og víðlendið þá upp á brúnina er komið með sinn fagra fjallahring. Þetta hefur mótað okkur á margan hátt. Það var gaman er við vorum að temja í hesthúsinu og sagði hann mér þá hvernig ætti að halda í tauminn svo að ekki færi illa ef tryppið togaði í. Hann gat gert grín að mörgu og var jafnframt dálítið stríðinn. Þetta tíma- bil er ég var samferða honum var lær- dómsríkt. Hann og Hjördís fluttu til Seyðis- fjarðar og þá urðu samskiptin minni en það komu bréf í jólapóstinum með annál ársins. Síðan fluttu þau til Keflavíkur. Eftir það hringdi hann oft og við töluðum lengi. Um síðustu jól fylgdi bréf jólakortinu að vanda. Engum datt í hug að það væri síðasta bréfið, og mér þykir miður að heyra ekki oftar sagt eftir símhringingu; „Sæl frænka, hvað segirðu í frétt- um?“ nema þá að mig dreymi það ein- hvern tímann, hver veit. Ég minnist kvöldstundarinnar 15. júlí sl. er við sátum við varðeldinn niðri á eyrum og töluðum um gamla daga og horfðum á hitt fólkið syngja og hafa gaman. Þetta var gott ætt- armót og mátti ekki bíða til næsta árs. Hinn 2. janúar hringdi Dísa systir og sagði að þú værir kominn á Borg- arspítalann eftir slys og útlitið ekki gott. Síðan fór sem fór. Ég og fjölskylda mín þökkum allt gott í okkar garð. Hjördís mín, Sigga, Soffía, Palli, Þröstur og Jónatan, tengdabörn og barnabörn, innilegar samúðarkveðj- ur. Björg Helgadóttir. Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vorhiminn hljóðar eru nætur þínar létt falla öldurnar að innskerjum – hvít eru tröf þeirra. Þöglar eru heiðar þínar byggð mín í norðrinu. Huldur býr í fossgljúfri saumar sólargull í silfurfestar vatnsdropanna. Ó bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu. (Hannes Pétursson.) Elsku Eggert, hafðu þökk fyrir samveruna. Minning þín lifir í huga mínum. Elsku Hjördís, megi Guð styrkja þig í sorginni. Ólöf Sigurgeirsdóttir. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÁSTA JÓSEFSDÓTTIR, Efstasundi 92, Reykjavík, sem lést á krabbameinsdeild Landspítalans laugar- daginn 13. janúar, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju þriðjudaginn 23. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Guðlaugur Þorsteinsson, Ásgeir Hannes Aðalsteinsson, Hulda Gunnarsdóttir, Ólafur Birgir Vigfússon, Karen Rut Konráðsdóttir, Steinunn Birna Aðalsteinsdóttir, Þórður Sigurður Björnsson, Ingibjörg Björnsdóttir, Eyþór Örn Eyjólfsson, Ásta Birna Björnsdóttir, Þórður Sigmarsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AÐALSTEINS SIGURÐSSONAR fiskifræðings. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landa- kots fyrir hlýja og góða umönnun. Ástrún Valdimarsdóttir, Guðný Aðalsteinsdóttir, Magnús Þór Aðalsteinsson, Steinunn Brynjarsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Magni S. Sigmarsson, Ásdís Björnsdóttir, Guðni Már Harðarson, Brynjar Steinn Magnússon og langafabörn. ✝ Einlægar þakkir og kveðjur til ykkar allra sem sýnduð okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU GUÐMUNDU ÞORBERGSDÓTTUR frá Efri-Miðvík í Aðalvík. Öllu því góða fólki, sem annaðist hana á öldrunar- deild Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði síðustu árin hennar, færum við hugheilar þakkir. Snorri Hermannsson, Auður H. Hagalín, Jóhanna Hermannsdóttir, Jónas Guðmundsson, Helga Hermannsdóttir, Trausti Hermannsson, Sólveig Ólafsdóttir, ömmu- og langömmubörnin. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÚLÍÖNU GUÐMUNDSDÓTTUR ASPELUND, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Stigahlíð 16, Reykjavík. Axel Aspelund, Linda L. Dean, Edda Aspelund, Þorsteinn Sörlason, Sigrún Aspelund, Hrafnkell Helgason, Erna Aspelund, Elín Aspelund, Þorkell Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR ÞORGEIRSSONAR, Staðarseli 3, Reykjavík. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á krabbameins- deild 11E á Landspítalanum, líknardeildar Land- spítalans í Kópavogi og heimaþjónustu Karítasar. Inga Magdalena Árnadóttir, Árni Þórðarson, Inga Jytte Þórðardóttir, Ólafur Már Ólafsson, Birgitta Svava, Steinar Þór, Þórunn Inga og Þorgeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.