Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 57 SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · WWW.RAFVER.IS gel-arnar ...enginn reykháfur Einnig til fyrir rafmagn! Viður eða gler Ýmsir litir í boði Auðveld uppsetning Hægt að staðsetja nánast hvar sem er Lyktarlaus bruni NLPNámskeið Neuro - Linguistic - Programming - Er sjálfstraustið í ólagi? - Langar þig í betri líðan? - Finnst þér að fáir skilji þig? - Er eitthvað í fari þínu sem þú vilt vinna bug á?          - Gengur illa að klára verkefni sem þú byrjar á?          Með NLP             og skapað þína eigin framtíð. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð            ! "  #$ % &'( ' )**    ! +,-.,,. (  ! / 01/ 1% (  **   ( '   ! www.ckari.com NLPNámskeið verður haldið 9.-11. og 16.-18. febrúar. Þjónustuauglýsingar 5691100 FYRIR jólin tilkynnti Glitnir að bankinn hefði ákveðið að styrkja ís- björninn Hring, hinn káta og loðna vin barnanna á Barnaspítala Hringsins, um tæplega 600 þúsund krónur. Þá var einnig stofnaður sérstakur söfnunarreikningur þar sem almenningi gafst tækifæri til að styrkja Hring. Fékk Hringur af- hentan sparibauk með afrakstr- inum, alls 593.000 kr. Ísbjörninn Hringur er hugarsmíð hjónanna Önnu Mörtu Ásgeirs- dóttur og Ingólfs Arnar Guð- mundssonar en þau fengu góða að- stoð frá Jóni Hámundi teiknara og Guðmundi Þór Kárasyni hönnuði við útfærslu og smíð bjarnarins. Þá aðstoðaði Björgvin Franz Gíslason leikari við að móta persónu Hrings. Pétur Þorsteinn Óskarsson, tals- maður Glitnis, afhenti Hringi sparibaukinn á leikstofunni á Barnaspítala Hringsins. Hann sagði það sérstakt ánægjuefni fyrir Glitni að styðja við bakið á verkefn- inu. Það væri til eftirbreytni þegar einstaklingar taka sig til og ákveða að láta gott af sér leiða með þess- um hætti. Starfsemin á barnaspít- alanum hafi fyrir löngu vakið þjóð- arathygli og þeir sem þangað hafa komið með börn viti að þar ríki al- veg sérstakur andi. Starfsfólk Glitnis væri stolt af því að fá að koma að þessu verkefni og vonaði að Hringur yrði ungu hetjunum góður stuðningur. Ísbjörninn Hringur fékk sparibauk frá Glitni Styrkur Pétur Þorsteinn Óskarsson frá Glitni, Hringur, Anna Marta Ás- geirsdóttir, Ásgeir Haraldsson prófessor og sviðsstjóri barnalækninga á Barnaspítala Hringsins og Vilhjálmur Halldórsson frá Glitni. UTANRÍKISRÁÐUNEYTINU hefur borist tilkynning um að ís- lenskir ferðamenn þurfi vegabréfs- áritun til að ferðast til eftirfarandi landa í Karíbahafinu á tímabilinu 15. janúar til 15. maí 2007. Eftir að þessu tímabili lýkur þurfa íslenskir ferðamenn aðeins áritun til An- tígva og Barbúda og Gvæjana: Antígva og Barbúda Barbadoseyjar Dóminíka Grenada Gvæjana Jamaíka Sankti Kristófer og Nevis (St. Kitts and Nevis) Sankti Lúsía Sankti Vinsent og Grenadíneyjar Trínidad og Tóbagó Ráðuneytinu barst tilkynning 12. janúar 2007 frá bandalagi Karíba- hafsríkja (CARICOM), um að herða þyrfti öryggiskröfur á svæð- inu vegna Cricket World Cup 2007. Ákveðið hefur verið að mynda sameiginlegt flugsvæði 10 ríkja (Single Domestic Space) á meðan á mótinu stendur. Gerð er krafa um vegabréfsáritun inn á svæðið fyrir íslenska ferðamenn á tímabilinu 15. janúar til 15. maí 2007. Nánari upplýsingar um ofan- greint má finna á heimasíðu utan- ríkisráðuneytisins eða á heimasíðu CARICOM (Carribean Community Secretariat) en þar eru einnig að finna umsóknareyðublöð. Tímabundin breyting á áritunar- reglum Hornafjörður | Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, skrifaði á dögunum undir samning á Heilbrigðisstofnun Suð- austurlands um að efla geðheilbrigð- isþjónustu við börn og ungmenni í Austur-Skaftafellssýslu. Samning- urinn er gerður við Heilbrigð- isstofnun Suðausturlands sem fær tvær milljónir króna næstu tvö ár til að veita þjónustuna. Fram kemur í tilkynningu, að samningurinn sé í samræmi við stefnu heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra að efla geðheilbrigð- isþjónustu við börn og ungmenni sem eiga við geðröskun að stríða, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti um land. Við það sé miðað í samningnum að efla heilsugæsluna sem fyrsta við- komustað í heilbrigðisþjónustunni og að börn og ungmenni með geð- og hegðunarröskun og forráðamenn þeirra eigi þess kost að leita sér að- stoðar í grunnþjónustunni. Með samningnum er Heilbrigð- isstofnun Suðausturlands m.a. gert kleift að semja um farþjónustu við sérfræðinga og tryggja reglubundn- ar heimsóknir sérfræðinga til að sinna börnum á þessu sviði. Gengið er út frá því í samningnum að þjón- ustan sem Heilbrigðisstofnun Suð- austurlands veitir geti falist í með- ferð, fræðslu og ráðgjöf sérfræðinga í barnageðlækningum, sálfræði, upp- eldisfræði, geðhjúkrun, þjónustu iðjuþjálfa eða félagsráðgjafa. Ný röntgentæki Þá vígði ráðherra við sama tæki- færi, formlega, ný röntgentæki á stofnuninni en á haustmánuðum 2005 fór af stað söfnun á meðal Hornfirð- inga sem Heilsugæslan á Höfn stóð fyrir og var stefnan sett á að kaupa ný röntgentæki um leið og nægilegt fjármagn hefði safnast. Þau tæki sem fyrir voru, voru á síðasta snúningi, og virkuðu alls ekki alltaf þegar grípa átti til þeirra og nánast ómögulegt var að fá varahluti. Nýju stafrænu röntgentækin kost- uðu um ellefu milljónir og eru þær að mestu komnar frá einstaklingum og fyrirtækjum á Höfn. Með stafrænum röntgentækjum er læknum á Hornafirði gert kleift að vera beintengdir við sérfræðinga í Reykjavík eða á Akureyri og geta því fengið faglega aðstoð strax. Með nýju tækninni er einnig hægt að mynda fleira og betur, geislamagn á sjúk- linga og starfsfólk minnkar, auk þess er hún mun auðveldari í notkun fyrir starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar. Samningur um aukna geðheilbrigðisþjón- ustu á Hornafirði Undirskrift Siv Friðleifsdóttir skrifar undir samninginn. Pera vikunnar: Ef það tekur járnsmiðinn 15 mín- útur að sjóða saman tvo járnbúta. Hvað er hann þá lengi að sjóða saman 5 sams konar búta? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 29. jan- úar. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopa- vogur.is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir há- degi þann 22. janúar. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl.16 þann sama dag ásamt lausn síðustu þraut- ar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræði- þraut Digranes- skóla og Morg- unblaðsins Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.