Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 58
|sunnudagur|21. 1. 2007| mbl.is Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Þ að er svosem enginn stórviðburður að setjast með vinum á kaffihús um helgar, og sötra latte eða capuccino í kuldanum. Maður er farinn að búast við því í dag, að það sé lifandi tónlist í boði, og þannig var það eitt nýliðið föstudags- kvöldi á Rosenberg í Lækjargötu. Tríóið Krummfótur gerði sig heimakomið á sviðinu um hálf-ellefuleytið, þrír ungir strákar, sem greini- lega kunnu ýmislegt fyrir sér og höfðu einhvern hlustað vel á Django Reinhardt og Quintette du Hot Club de France. En í kringum þessa efnilegu stráka var stelpa að snattast, stelpa með fiðlu, glæsileg, ung, stíg- vélaðistelpa sem faldi andlitið bak við sítt dökkt hár. Týpan eins og frá sjöunda áratugnum. Kannski Nico endurfædd? Maður vissi ekki al- veg til að byrja með hvort hún ætlaði að spila með eða ekki. Hún tók sér tíma í að laga pikköpp- inn og stilla fiðluna, en settist síðan hengslalega á háan koll aftast á örsviðinu á Rosenberg. Var við einhverju að búast? Hver er þessi Unnur Birna? Hún var kynnt sem Unnur Birna frá Akureyri, og þegar hún byrjaði að spila læddist að manni sú notalega kennd, að nú væri maður að upplifa eitthvað nýtt og verulega spennandi. Íslenskur djassfiðlari, tæknilegur, en samt ótrúlega heitur og fullur af músík og swingi. Já, það var kjarni málsins; þessi stelpa var að spila eins og hún ætti lífið að leysa, af dýpt og tilfinningu, og augljósri náðargáfu í músíkinni. Hver var hún? Hvaðan kom hún? Og hvernig varð þetta hljóðfæri eins og hennar eigið líffæri? „Ég þverneitaði að þurfa að læra nótur og byrjaði hjá kennara sem leyfði mér að spila eftir eyranu. Kennarinn spilaði fyrir mig og ég lærði allt þannig,“ segir Unnur Birna Björnsdóttir. Hún er fædd inn í tónlistarfjölskyldu; foreldrar hennar spila báðir, faðir hennar er Björn Þór- arinsson í Mánum, - margir þekkja hann sem Bassa í Glóru, og móðir hennar, Sigríður Birna Guðjónsdóttir er söngkona, framhaldsskólakenn- ari og píanókennari. Þau reka eigin tónlistar- skóla, Tónræktina á Akureyri og stelpan sem vildi ekki læra nótur er sjálf orðin tónlistarkenn- ari þar. „Svo fór ég í tónlistarskólann á Akureyri og var þá neydd til að læra nótur. Ég reyndi fyrst að komast upp með að láta kennarann spila fyrir mig; ég mundi allt eftir eyranu þegar ég kom heim úr tímum, en svo kom að því að hún sagði: „Nei, nú verður þú að gera þetta sjálf.“ Það var ógeðslega erfitt fyrst. En svo kom það loksins. Ég ákvað einn daginn að nú skyldi ég læra allar nóturnar á fiðlunni og gerði það. Svo kom þetta bara.“ Það var í Sweet Georgia Brown Þegar Unnur Birna var 12 ára kom djassgít- arleikarinn Robin Nolan frá Hollandi til Ak- ureyrar og hélt masterclass-námskeið í „sígauna- dassi“. Hún var of ung til að fá að fara á námskeiðið en fékk að fylgjast með. Árið eftir fékk hún að vera með og spila. „Ég elskaði djass, og var búin að hlusta mikið. En þegar ég kynntist sígaunadjassinum varð ég ástfangin af þeirri tón- list, og sat heima og æfði og æfði og spilaði. Ég man þegar ég gerði fyrsta sólóið mitt - það var í Sweet Georgia Brown. Það var fyndin tilfinning sem kom yfir mig. Það opnuðust dyr og ég fann að ég gat gert þetta. Sko, maður á bara að spila - skilurðu. Engar hömlur. Maður á að spila það sem manni dettur í hug.“ Tónlist á ekki að vera skemmtileg Robin Nolan hefur komið reglulega til Ak- ureyrar með tríó sitt, spilað og haldið námskeið, stundum með fiðluleikara - stundum ekki. Það var þegar norski djassfiðlarinn Ola Kvernberg kom norður í fyrrasumar að Unnur Birna segir að það hafi „gjörsamlega kviknað á einhverju frá- bæru“ í spilamennskunni. „Ég held ég hafi lært mest af því sem hann kenndi mér,“ segir hún. Unnur Birna segir að hún hafi alltaf upplifað sig þvingaða í klassíkinni og erfitt til dæmis að spila á tónleikum. „Skilaboðin sem mér fannst ég vera að fá voru: „Tónlist á ekki að vera skemmti- leg“. Allir stara á mann með dómarasvip. Í tón- listarskólanum hafði ég alltaf á tilfinningunni að ég væri lélegust af öllum í heiminum og að það yrði hræðilegt ef maður gerði einhver mistök. Mér fannst eins og það þætti ekkert merkilegt að spila músík eins og ég er að spila í dag. Anna Podhajska kenndi mér og ég er henni mjög þakklátt fyrir allt sem hún kenndi mér. Hún lagaði alla tækni hjá mér gjörsamlega; gaf ekkert eftir og slakaði ekkert kröfunum á þótt ég vildi bara vera að spila mitt og gefa skít í allar reglur. Þegar hún sá að ég yrði engin sinfón- íudúkka þá leyfði hún mér að vera meira ég. Ég er þakklát fyrir það.“ Tónlistarfólk er of háð nótum Þótt Unnur Birna hafi verið svona „óþæg“ og haft þá sterku hvöt að finna sína fjöl í fiðlu- leiknum, þá vildi hún ekki hætta - sem betur fer. Í dag er hún sjálf að kenna tónlist, og fyrir jól tók hún að sér að stjórna Barnakór Glerárkirkju í af- leysingum. Af og til gerist hún svo „sinfón- íudúkka“ og spilar með Sinfóníuhljómsveit Norð- urlands og segir það alveg svakalega skemmtilegt. „Í kennslunni reyni ég að finna út á hvaða forsendum hver og einn vill læra. Ég vil þjálfa eyra nemendanna og læt þá spila eftir eyr- anu, en reyni að lauma nótunum að líka, svo þeir séu fær um hvort tveggja. Tónlistarfólk er allt of háð nótum. Það er sorglegt þegar rosagóðir tón- listarmenn geta ekki spilað einföldustu lög í heimi nótnalaust. Nótur eru hjálpartæki. Það væri engin munnleg geymd ef enginn gæti sagt sögu öðru vísi en að lesa hana af bók.“ Undir vegg með sígaunakarli Framtíð Unnar Birnu er óráðin um allt annað en eitt: „Mig langar bara að spila og spila og spila. Helst vildi ég fara eitthvert út í heim þar sem ég get sest undir vegg með einhverjum gömlum sígaunakalli og læra af honum allt sem hann kann. Annars langar mig líka rosalega að verða kvikmyndaleikstjóri, leikkona og söng- kona. Og auðvitað líka að vera fiðluleikari. Mig langar að þjálfa mig áfram í að spila af tilfinn- ingu. Já, bara spila og spila og spila.“ „Mig langar bara að spila og spila og spila“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flott Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari á Akureyri. Unnur Birna Björnsdóttir spilar sígauna- djass af mikilli fimi og djúpri tilfinningu staðurstund Fimmta breiðskífa Pósthússins frá Tuva heitir Hendur. Atli Bollason segir sveitina ekki þjást af hugmyndaþurrð. » 65 plötudómur Á undanförnum árum hefur Árni Matthíasson farið til Barcelona og sankað að sér spænskri tónlist. » 61 sunnudagspopp Á sýningu Hlyns Helgasonar getur að líta ljósmyndir af öllum 63 hurðum Landspítala – há- skólasjúkrahúss. » 60 myndlist Þorgeir Tryggvason var lítt hrif- inn af leikritinu Sælueyjunni sem frumsýnt var í Þjóðleik- húsinu á föstudaginn. » 59 leiklist Slúðurpressan gengur ansi langt í túlkun sinni á atferli fræga fólksins eins og nýlegt dæmi sannar. » 69 fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.