Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 61 menning Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Ljósið í myrkrinu FIMMTUDAGINN 25. JANÚAR KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Roland Kluttig Einleikari ::: Guðrún Birgisdóttir Martial Nardeau myrkir músíkdagar í háskólabíói Örlygur Benediktsson ::: Eftirleikur Karólína Eiríksdóttir ::: Konsert fyrir tvær flautur Erik Mogensen ::: Rendez-vous Herbert H. Ágústsson ::: Concerto breve í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar Hátíð Tónskáldafélagsins, Myrkir músíkdagar, skipar veglegan sess í tónlistarlífi okkar og vekur eftirtekt langt út fyrir landsteinana. Nú er komið að þætti Sinfóníunnar á hátíðinni. Miðasala í síma 4 600 200 og á netinu www.leikfelag.is F í t o n / S Í A Sun 21. jan ........................ UPPSELT Fim 25.jan ........................ UPPSELT Fös 26.jan ........................ örfá sæti laus Lau 27.jan ........................ UPPSELT Sun 28.jan ........................ UPPSELT Fim 1.feb ........................ örfá sæti laus Fös 2.feb ........................ UPPSELT Lau 3.feb ........................ UPPSELT Næstu sýn: 4., 9., 10., 16., 17. febrúar. Ath: Sýningin er ekki við hæfi barna! Athugið! Aðeins sýnt á Akureyri Myrkir músíkdagar www.listir.is Tónskáldafélag Íslands Netið færir tónlistarunn-andann nær flytjand-anum og höfundinum,gerir manni kleift að uppgötva enn meira af tónlist en nokkurn tímann hefur verið hægt. Fyrir vikið finna menn meira sem fellur að smekknum og um leið verð- ur smekkurinn fjölbreyttari, menn hlusta á tónlist sem þeim áður datt ekki í hug að væri til. Það hefur einnig í för með sér að margir hætta að kaupa plötur, fá þörfum sínum fullnægt á Netinu, hvort sem þeir kaupa tónlist í gegn- um iTunes, eMusic, Napster eða ein- hverja aðra af þeim ótal löglegu tón- listarverslunum á netinu (þær eru líka til ólöglegar, til að mynda al- lofmp3.com og fleiri sjóræn- ingjasjoppur rússneskar). Svo er það nú svo að ekki þarf að kaupa eitt eða neitt – til er á Netinu grúi laga sem ekkert kosta, sem eigendur höf- undar- og flutningsréttar hafa gefið frjáls til afnota fyrir hvern sem er en lög þeirrar gerðar skipta milljónum. Þeir sem segja skilið við plötuna, eru því ekki að missa af neinu í sjálfu sér, þeir fá sínum þörfum fullnægt með stafrænum hætti, en óneit- anlega verður heimurinn snautlegri ef maður leggur á hilluna gamlar dreifileiðir á músík, hættir að kaupa plötur og diska. Það hefur í það minnsta reynst mér vel í gegnum ár- in að heimsækja plötubúðir í þeim löndum sem ég ferðast til og leita að því besta og ferskasta sem þar má finna. Þannig komst ég til að mynda að því að til er mikið af frábærri belgískri tónlist (Ignaz, Kiss the Anus of a Black Cat, The Woolf) og sama má segja um Spán. Ekki endilega það besta og ferskasta Á árum áður voru menn háðir inn- flytjendum á tónlist sem fluttu eðli- lega inn það sem þeir töldu að myndi seljast sem var ekki endilega það sem var best. Útgefendur hafa líka hagað málum á svipaðan hátt og ekkert við það að athuga, en nú þeg- ar menn hafa höndlað hamingjuna með Netinu átta þeir sig kannski ekki á því að þar er fjölmargt að finna, en ekki allt, það er alltaf ein- hver sem velur fyrir mann, velur það sem fáanlegt er á Netinu – og það er ekki endilega það besta og fersk- asta. Hugsanleg er hér verið að gera of mikið úr þörfinni til að heyra eitt- hvað nýtt sem oftar en ekki verður ekki skilinn frá óttanum við að missa af einhverju – vel má vera að vel- flestir þeir sem þessi orð lesa fái fró- un allrar tónlistarþarfar á Netinu eða í næstu Skífubúð sem er vit- anlega hið besta mál. Þeir sem vilja meira ættu þó ekki að einangra sig á Netinu frekar en það var hollt að hanga bara í plötubúðum. Spænsk framúrstefna Í fjölmörgum ferðum til Barce- lona á undanförnum árum hef ég sankað að mér miklu af spænskri tónlist og nefni hér nokkur dæmi um það sem stendur upp úr nú um stundir af tilraunakenndri spænskri tónlist að mínu viti. Er þar fyrstan frægan að telja Macaco, sem áður gekk undir nafninu „Monoloco“, óði apinn, en hann er fremstur þeirra sem byggja á katalónskri rúmbu að hætti Manu Chao – besta platan: Rumbo Submarino. Nacho Vegas var áður í sveitinni Manta Ray en fór síðan eigin leiðir, einskonar Neil Young, en heldur sýrðari. Hans besta verk er Cajas de música difíciles de parar, tvöföld plata. Migala er líka skemmtileg sveit, vel rokkuð og súr. Besta platan sú síðasta, Increible Aventura. Á jaðrinum, poppmegin, er svo Quique González, frábær lagasmiður og góður söngvari sem hefur verið að mýkjast með árunum. Hann besta plata er Kamikazes Enamora- dos frá 2004, en Pájaros Mojados frá síðasta ári er líka mjög góð. Af því nýjasta má nefna sveitina Single sem sendi frá sér plötuna Pio Pio í haust, skemmtilega djasskotið popp með óvenjulegri hljóð- færaskipan. Grupo de Expertos SolyNieve er einskonar „súpregrúppa“ sem spilar draumkennt popp sem svipar ekki svo lítið til Los Planetas, enda höf- uðpaur þeirrar góðu hljómsveitar þar innanborðs. Katalónska sveitin Les Aus er líka eftirtektarverð, en í henni eru fyrri liðsmenn The Cheese. Tónlistin á fyrstu plötunni, Haranna Hanne er ævintýraleg í meira lagi, tilraunakennd og villt, gamansöm og grípandi fram- úrstefna. Mjög óvenjuleg plata, svo ekki sé meira sagt. Los Tiki Phantoms er skemmtileg „surfsýrusveit“, þar sem liðsmenn hennar eru jafnan grímuklæddir, með hauskúpur en ekki andlit. Plat- an Regresan de la Tumba er skemmtileg. Að lokum er svo Facto Delafé y las Flores Azules, en fyrsta skífa sveitarinnar, Facto Delafé y Las Flores Azules Vs. el Monstro de las Ramblas, er einskonar óður til Barcelona, bræðingur af nýbylgju- kenndu rokki með hiphop-kryddi – frábær plata. Sumt af þessari tónlist má finna á Netinu, en flest þó ekki og undir- strikar að þó Netið sé gott, þá er það bara eitt af mörgum verkfærum tón- listaráhugamannsins. Verkfærakassi tónlistaráhugamannsins Allt er til á Netinu eða réttara sagt næstum allt. Það borgar sig líka stundum að kíkja í plötubúðir. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Rúmba Macaco, sem áður var kallaður óði apinn.Gítarrokk Nacho Vegas, Neil Yo- ung þeirra Spánverja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.