Morgunblaðið - 27.01.2007, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | „Það hefur alltaf verið
skapandi og gefandi að starfa í
Mjólkurbúinu og taka á móti hráefni,
vinna það og skila vörum í háum
gæðaflokki til neytenda,“ sagði Einar
J. Hansson mjólkurfræðingur sem
nýlega hætti störfum í Mjólkurbúi
Flóamanna á Selfossi eftir 56 ára
samfellt starf.
Hann byrjaði 14 ára að starfa í
búinu sem brúsastrákur á sumrin en
á þeim tíma þekktist ekki annað en að
unglingar færu í vinnu frá apríllokum
fram til septemberloka, annaðhvort í
sveit eða á Selfossi. „Það kom alveg
af sjálfu sér að ég fór í mjólkurfræð-
ina,“ sagði Einar sem byrjaði í gamla
mjólkurbúinu og tók þátt í öllum
þeim miklu breytingum sem áttu sér
stað með tilkomu nýbyggingar sem í
þá daga gerði mjólkurbúið að einu því
stærsta á Norðurlöndunum.
Þróaður vinnustaður
„Það var mjög gott að vinna í
gamla búinu, maður byrjaði í brús-
unum og fór svo yfir í smjörgerð,
ostagerð, skyrgerð og vélasalinn en
þetta voru aðalþættirnir í starfsem-
inni. Þetta var mikil tarna- og erf-
iðisvinna, brúsarnir voru óþjálir og
þungir. Menn komust í góða þjálfun
við þessa vinnu og það fóru sögur af
mjög hraustum mönnum, bæði bíl-
stjórum og starfsmönnum í búinu,“
sagði Einar og hefur gaman af að
rifja upp fyrri tíma í búinu enda oft
kapp í mönnum við vinnuna þegar
mest var að gera og hlutirnir þurftu
að ganga hratt fyrir sig.
„Ég fór í iðnskólann og tók síðan
próf hér heima en þá var millibils-
ástand varðandi mjólkurfræðinga og
við vorum nokkrir sem ekki fórum til
Danmerkur til að læra eins og síðar
varð. Í sveinsprófinu dró ég mér að
búa til ost. Í því fólst að taka á móti
mjólkinni, hleypa hana, skera, pressa
og síðan að móta ostinn í form og
verka hann. Í dag eru þetta allt sömu
aðgerðirnar nema nú eru komnar vél-
ar til að létta störfin en mjólk-
urfræðin er alltaf sú sama,“ sagði
Einar sem bendir á að tengslin við
Danmörku hafi alltaf sett svip sinn á
starfsemi mjólkurbúsins. MBF hafi
alltaf verið mjög þróaður vinnustaður
með framleiðslu- og vinnumenningu
frá dönsku mjólkurfræðingunum sem
hingað komu á fyrstu árum búsins.
„Fyrstu íslensku mjólkurfræðing-
arnir fóru til Danmerkur að læra og
sóttu þangað þessa vinnumenningu.
Danirnir sem hér störfuðu voru mjög
vinnusamir og góðir fagmenn. Það
var líka alltaf mjög léttur andi í búinu
og gaman að starfa þar og reyndar
mjög eftirsótt að komast þangað í
vinnu á sumrin því þá barst mikil
mjólk og menn unnu á þrískiptum
vöktum sem gaf vel í aðra hönd,“
sagði Einar og lagði áherslu á að mik-
ið öryggi hefði fylgt því að starfa í
MBF vegna þeirrar reglufestu í
rekstri sem þar hefði ríkt og reglu-
semi. Það hefði alltaf verið góður andi
í kringum starfsmenn þótt stundum
hefði mönnum hlaupið kapp í kinn,
einkum í kringum kjarasamninga.
Það hefði verið vel hugsað um starfs-
menn og starfsmannafélagið haft
stuðning til að gera ýmislegt fyrir
starfsmennina.
„Fyrstu árin mín í búinu voru þeg-
ar búið tók á móti mjólk og það var
búinn til ostur, smjör og skyr. Á þess-
um tíma bjuggu nokkrir starfsmanna
í búinu sem á þeim tíma var nokkurn
spöl frá aðalbyggðinni á Selfossi. Svo
var farið að byggja og nánast byggt
utan um gamla búið sem síðan var rif-
ið en margir sáu eftir því húsi. Það
urðu miklar breytingar með nýbygg-
ingunni en stjórnendur búsins hafa
alltaf verið í fremstu röð varðandi
nýjungar í framleiðslu og tækni-
málum. Menn hafa alltaf verið fljótir
að tileinka sér nýjungar og ég trúi því
að svo verði áfram, þetta er hluti af
andanum í búinu. Það var alltaf verið
að brydda upp á nýjungum, bæði í
framleiðslu á nýjum vörutegundum
og varðandi tæknimál. Þetta er svona
enn þann dag í dag og mikill metn-
aður ríkjandi meðal starfsmanna
varðandi það að vera í fremstu röð.
Ég er auðvitað verulega stoltur af
MBF sem varð einhvern veginn hluti
af manni sjálfum,“ sagði Einar sem
er fæddur og uppalinn í mjólk-
urbænum, eins og Selfoss hefur
stundum verið nefndur.
Líður vel á Selfossi
„Það var gaman að alast upp hér á
Selfossi, ég man eftir miklum snjó á
veturna með frostum svo að það var
hægt að fara á skautum frá Selfossi
að Stokkseyri þegar áveitan var kom-
in á. Bærinn hérna hefur vaxið mjög
mikið í gegnum tíðina og okkur líður
mjög vel hérna,“ sagði Einar Jörgen
Hansson mjólkurfræðingur sem
ásamt konu sinni, Hrönn Péturs-
dóttur hárgreiðslukonu, eignaðist 4
börn og eiga þau 11 barnabörn og eitt
langömmu- og langafabarn sem þau
segja að gefi lífinu mikið og gott inni-
hald.
Stjórnendur hafa alltaf verið
opnir fyrir tækninýjungum
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Langur starfsaldur Einar Jörgen Hansson, mjólkurfræðingur á Selfossi.
Hann var leystur út með gjöfum við starfslokin hjá Mjólkurbúinu.
Einar J. Hansson
hefur starfað í 56 ár
samfleytt hjá MBF
Í HNOTSKURN
»Einar J. Hansson byrjaði14 ára sem brúsastrákur
hjá Mjólkurbúi Flóamanna.
Hann lærði mjólkurfræði.
»Hann hefur upplifað mikl-ar breytingar í 56 ára sam-
felldu starfi hjá fyrirtækinu.
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Í VIKUNNI var byrjað að setja mjaðma-
gerviliði í fólk með nýstárlegum hætti á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA), í fyrsta
skipti hérlendis. Hér er um að ræða mun minni
aðgerð en þurft hefur hingað til en aðferðin
hefur verið notuð í Danmörku og Noregi und-
anfarin tvö ár og er nú að ryðja sér til rúms
annars staðar í Evrópu.
Nýlega hefur þessi aðferð verið samþykkt í
Bandaríkjunum; tæknin er raunar bandarísk.
En Guðni Arinbjarnar, bæklunarlæknir á
FSA, starfaði um tíma erlendis í fyrra og hitt-
iðfyrra og kynntist þá aðferðinni í Noregi.
Hann segir um það bil eins árs undirbúning á
FSA að baki. Fyrstu þrjár aðgerðirnar voru
framkvæmdar á miðvikudaginn og aðrar þrjár
á fimmtudaginn.
„Áður þurfti að saga mjaðmarkúluna af,
hreinsa upp úr mergholunni úr lærleggnum og
svo var langur og mikill pinni steyptur niður í
lærlegginn. Nú tökum við lærleggshausinn
ekki af; sögum hann reyndar aðeins til, setjum
stálklæðningu með fóðringu upp í mjaðma-
skálina, stálkúlu þar inn í og síðan kemur lítill
pinni niður í lærleggshálsinn,“ segir Guðni.
Hann kallar þetta stál í stálgervilið. „Þetta
var gert með þessum hætti fyrir 20 árum en
gekk ekki upp. Nú er hins vegar búið að finna
upp betri tækni, komin er tíu ára reynsla á
rannsóknir og þetta virðist halda mjög vel;
jafnvel betur en þegar þetta er gert með hefð-
bundnu aðferðinni.“
Guðni segir að þessi aðferð henti ekki öllum,
en mjög vel ungu og hraustu fólki. Vitað sé að
þegar gömlu aðferðinni sé beitt þurfi að skipta
út gerviliðnum eftir 15–20 ár og það sé mjög
stór aðgerð. „Með þessari nýju tækni má hins
vegar segja að verið sé að auðvelda leiðina
seinna meir því mjög einfalt er að skipta þessu
út fyrir hefðbundinn gervilið.“
Þrír sjúklingar fóru í þessa aðgerð á mið-
vikudag og aðrir þrír á fimmtudaginn. Sá elsti
er 54 ára og sá yngsti 48 ára. „Það eru margir
kostir við þetta, fólk er til dæmis fljótt á fætur
eftir þessa aðgerð.“
Guðni segir að á ári hverju ári séu gerðar
um það bil 300 mjaðmargerviliðsaðgerðir á Ís-
landi, en giskar á að þessi nýja aðferð myndi
henta árlega 20–30 sjúklingum mjög vel. Hann
segir nýju aðferðina heldur tæknilega flóknari
en þá gömlu og segist munu óskar eftir því að
henni verði aðeins beitt á Akureyri því varla
borgi sig að gera það á fleiri stöðum.
„Þrír af þessum sex sjúklingum sem fóru í
aðgerðina nú eru að sunnan og sumir hafa beð-
ið eftir þessari nýju tækni.“
Danskur starfsbróðir Guðna var með honum
í aðgerðunum í vikunni, til þess að hjálpa hon-
um að leggja úr vör en Daninn hefur unnið við
þetta frá byrjun í heimalandinu.
Guðni segir þessa nýju aðferð tvöfalt dýrari
en þá ódýrustu með hefðbundna laginu. „En
við veljum oft aðra útgáfu af gömlu leiðinni
fyrir ungt fólk, þá er hún dýrari en venjulega
og munurinn á kostnaði minni. Svo þegar upp
er staðið og horft er til lengri tíma, má segja að
heildarkostnaðurinn verði lægri. Svo má segja
að þegar þessari aðferð verður beitt oftar
verður hún ódýrari.“
Nýja kúlan Aðgerðin gekk mjög vel og þarna eru þeir Guðni
búnir að koma nýja stálgerviliðnum fyrir á réttum stað.
Nettur Nýi stálgerviliðurinn; pinninn er mjög stuttur. Hægra
megin er stálklæðningin sem sett er upp í mjaðmaskálina.
Mjaðmakúlan Guðni mælir kúluna með þar til gerðum mæli
til að glöggva sig á því hvaða númer af gerviliðnum passar.
Gerviliðir settir í mjöðm með
nýrri og einfaldari aðferð
Aðgerð Guðni Arinbjarnar, bæklunarlæknir
á FSA, mundar borvélina í einni mjaðma-
gerviliðsaðgerðinni í vikunni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson