Morgunblaðið - 04.02.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 04.02.2007, Síða 34
hönnun 34 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ að eru áreiðanlega ekki margir hlutir sem settir voru í framleiðslu í ár- daga iðnbyltingarinnar og enn eru framleiddir óbreyttir og njóta vinsælda. Ein af fáum undantekningum er stóll nr. 14 frá fyrirtækinu Gebrüder Thonet eða Thonet-bræðrum, sem hófu framleiðslu hans í Vínarborg árið 1859. Hann fékk viðurnefnið „stóll stólanna“ og telst einn Vínarstól- anna eða Thonet-stólanna. Vín- arstóllinn er raunar hugtak um margar gerðir stóla sem eiga það eitt sameiginlegt að vera búnir til úr formbeygðum viði og framleiddir með sérstakri tækni sem fundin var upp fyrir miðja 19. öld. Mikilvægt er að undirstrika að formbeygður viður er ekki það sama og í dag kallast límtré. Stóll nr. 14 dregur nafnið af fram- leiðslunúmeri fyrirtækisins, en stóll númer 9 í röðinni er þó hinn raun- verulegi Vínarstóll. Stóll nr. 14 er þekktur um allan heim og nýtur fá- dæma vinsælda hjá almenningi og fagurkerum. Hann er á listasöfnum og um hann hafa verið ritaðar lærð- ar bækur. Þótt Íslendingar hafi kannski tyllt sér á einn slíkan í kaffi- húsum hér heima og erlendis er ekki víst að þeir hafi gert sér grein fyrir merkilegum uppruna og forsögu stólsins. Flestir taka þó eftir því að hann er bærilega þægilegur, léttur og auðveldur í meðförum. Svo er eins og hann passi inn í hvaða um- hverfi sem er. Þetta er hinn sanni kaffistofustóll. Frábær og tímalaus hönnun og formið þannig að ekki er hægt að kenna stólinn við ein- hverja eina stefnu eða stíltegund. Vínarstólarnir eru ná- tengdir iðnbyltingunni og meðal fyrstu nytja- hluta sem hlutu feyki- lega útbreiðslu, entust í marga mannsaldra og voru á viðráðanlegu verði. Stólarnir hafa víða komið við sögu og á þeim hefur margt merk- isfólkið setið eins og gamlar ljósmyndir bera með sér. Til dæmis ljós- mynd af hljómsveit Jo- hanns Strauss að leika valsa fyrir Vínarbúa, Lenín og félögum úr flokki bolsévíka á fund- um í rússnesku bylt- ingunni og Johannesi Brahms þar sem hann situr við flygilinn og semur tónlist. Einnig af Leo Tolstoj að snæða í stofunni heima hjá sér sitj- andi á Thonet-stól, málaranum Picasso í ruggustól gerðum af sama framleiðanda, og Charles Chaplin og Marilyn Monroe í stól nr. 14, sem Liza Minelli handleikur með ógleymanlegum hætti í kvikmynd- inni Kabaret. Og svo mætti lengi telja. Þegar saga stólsins hófst blésu ferskir vindar frjálsræðis um Evr- ópu sem hreyfðu við hefðbundnum gildum. Áhrif Febrúarbylting- arinnar í Frakklandi 1848 teygðu sig um alla álfu og spennandi tímar voru í augsýn. Upphafið Hugmyndin að Vínarstólnum varð þó ekki til í Vínarborg, heldur í smá- bænum Boppard við Rín í Þýska- landi og er skammt frá klettinum Lorelei, sem frægur er af ljóði Hein- rich Heine. Árið 1819 stofnaði þar 23 ára bjartsýnn húsgagnasmiður að nafni Michael Thonet vinnustofu til þess að búa til vönduð húsgögn. Thonet fékk snemma þá hugmynd að búa til stóla sem féllu að tísku samtímans, nýrókokkó, þar sem bogin form voru í fyrirrúmi. Hann gerði sér ljóst, að til þess þyrfti að fara nýjar leiðir m.a. vegna þess hve efnisfrekt var að vinna þessi bognu form úr gegnheilum viði, því þannig fór mikið til spillis af hráefninu. Um 1830 hóf hann tilraunir með að gegnvæta viðinn í lími og spenna hann þannig og ennfremur að skera viðinn í þynnur og líma þær saman. Þetta er í dag kallað einu nafni límtré og er þá notaður þunnur við- arspónn, 0,7–1,5 mm á þykkt. Heppilegasta hráefnið var bein- vaxið beyki, en ókosturinn við smíð- ina var sá að vegna hita- og raka- breytinga hafði viðurinn tilhneigingu til að rétta sig og þar með var stóllinn ónýtur. Algengasta límið á þessum tíma og allt fram á miðja tuttugustu öld var búið til með því að sjóða húðir og dýrabein, en þannig fékkst dágott lím, sem hins vegar þoldi illa raka. Engu að síður var hinn ungi eldhugi nógu forsjáll að fá einkaleyfi á framleiðslutækni sinni í nokkrum nágrannalöndum og ennfremur forréttindi (privilegium) í Austurríska keisaradæminu. Árið 1841 sýndi Thonet afrakstur tilrauna sinna í borginni Koblenz sem er um 20 km frá Boppard. Ör- lögin höguðu því svo að Metternich fursti, kanslari Austurríkis, skoðaði sýninguna og hvatti Thonet eindreg- ið til að reyna fyrir sér í Vínarborg. Thonet var kominn til borgarinnar árið eftir, en fjölskyldan varð þó eft- ir í Boppard. Til að greiða götu Tho- nets lét kanslarinn við ýmis tæki- færi sjá sig í ruggustól, sem var einn af smíðisgripum Thonets, og kom því þannig með klókindum til leiðar að þessar nýjungar kæmu fyrir augu keisarans, en hann var sá sem mestu völdin hafði. Keisarinn sýndi framtakinu brennandi áhuga og úthlutaði Tho- net krefjandi verkefnum fyrir hið opinbera við smíðar í þekktar bygg- ingar. Samhliða þeim gerði Thonet tilraunir með nýja tækni til þess að búa til stóla á einfaldari og ódýrari máta. Kostnaðurinn við umsókn einkaleyfa og tilraunastarfsemin hafði gert Thonet gjaldþrota, þrátt fyrir velvilja vina. Það hafði auðvitað ýtt undir flutninginn til Vín- arborgar, enda hafði hann engu að tapa. Þar í borg fékk hann m.a. það verkefni að smíða húsgögn í Liech- tenstein-höllina. Eitt þeirra var stóll sem var síðar nefndur „frumlegasti“ stóll 19. aldar. Við smíðavinnuna í höllinni naut Thonet fulltingis enska arkitektsins Peters Huberts Desvig- nes, sem var framúrstefnumaður í sínu fagi og hátt metinn hjá aðlinum í Vín auk þess sem hann var ger- samlega heillaður af nýju formunum í stólum Þjóðverjans. Arkitektinn fól Thonet að smíða sérstaklega vandað parketgólf í höll- ina og nota hina nýju tækni við að líma tréð saman. Þetta tókst með þvílíkum ágætum að fleiri verkefni fylgdu og brátt var kominn grund- völlur fyrir stofnun fyrirtækis sem gat boðið sérstaklega vandaða smíði. Eldhuginn Michael Thonet Michael Thonet kvæntist konu sinni Önnu skömmu eftir að hann opnaði verkstæði sitt í Boppard og eignaðist með henni 14 börn, en 7 þeirra dóu á barnsaldri. Þótt Thonet væri líklega haldinn þráhyggju var Anna manni sínum mikil stoð og stytta. Thonet hugsaði ekki fyrst og fremst um að safna auði heldur vann hann að þeirri hugsjón sinni að búa til falleg húsgögn sem allir gætu eignast. Hann stofnaði snemma á ferlinum fyrirtækið Gebrüder Thonet með 5 sonum sínum, þegar allir voru á unga aldri, sá yngsti 15 ára. Voru feðgarnir alla tíð ákaflega samstiga. Um aldamótin 1900 var yngsti bróð- irinn enn starfandi í fyrirtækinu en hann fæddist 1841. Synirnir áttu líka stóran þátt í þróun og hönnun stólanna, sérstaklega August sem um árabil veitti forstöðu verksmiðju fyrirtækisins á Mæri í Bystrice. Michael Thonet lést 1871 í Vín- arborg. Hann vildi alla tíð fremur standa við rennibekkinn og vinna sjálfur að ýmsum endurbótum og byggja upp verksmiðjur sínar en taka á móti viðskiptavinum og sinna öðru markaðsstarfi. Um slíkt sáu synirnir. Ruggustóll nr. 22 Listamaðurinn Pablo Picasso glaðbeittur í ruggu- stól númer 22 á heimili sínu í Frakklandi árið 1958. Eftir Pétur B. Lúthersson Stóll nr. 14 Einn vín- arstólanna svokölluðu og sá vinsælasti Thonet- stólanna er stóll nr. 14 eins og hann hefur ávallt verið kallaður. Stóll stólanna F́rægt fólk og vínarstóllinn F.v. Leikkonan Marilyn Monroe, vinnustofa Johannesar Brahms í Vín árið 1875, Liza Minelli í Kabarett þar sem stóll nr. 14 hafði líka hlutverki að gegna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.