Morgunblaðið - 04.02.2007, Síða 51

Morgunblaðið - 04.02.2007, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 51 Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. faste ignasal i Blásalir 16 Sérhæð með útsýni Sogavegur 144 500 fm. lóð Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Skemmtileg 112,4 fm 4ra herb. efri hæð í fjórbýli í Salahverfi í Kópavogi. Glæsilegt útsýni. Falleg eign sem skiptist í forstofu, 3 góð herb. m/skápum, rúm- gott flísalagt baðherb. með sturtuklefa og baðkeri, þvottahús með glugga innan íbúðar, bjarta stofu og eldhús með útsýni til suðurs, svölum og bogadregnu lofti. Mjög falleg og rúmgóð íbúð með góðu skápaplássi. Verð 28,5 millj. Hulda Björg og Magnús taka vel á móti gestum milli kl. 13 og 14 í dag Um er að ræða 500 fm lóð í grónu og fallegu hverfi miðsvæðis í Reykjavík. Á lóðinnn stendur 32 fm hús á einni hæð ásamt 45,8 fm bílskúr. Hér er kjörið tækifæri fyrir verktaka eða einstaklinga til að nýta lóðina undir nýbyggingu. Verið er að byggja á nokkrum lóðum á þessu svæði sem ætti að auðvelda byggingaleyfi á lóðinni. Óskað er eftir tilboðum. Opið hús milli kl. 13 og 14 í dag Teikningar á staðnum. Kári Fanndal Guðbrandsson, Sigrún Sigurpálsdóttir, lögg. fasteignasali. ● Vilt þú hafa heimilið og gæðingana á sama stað, geta lagt á og reið- stígar og reiðvegir liggja til allra átta? ● Vilt þú hafa heimilið og vinnustofuna á sama stað og nóg rými fyrir hug og hönd? ● Vilt þú ala upp börnin við frjálsræði sveitalífsins en njóta jafnframt allr- ar þjónustu, t.d. skóla, heilsugæslu, íþrótta og menningar, til jafns við þéttbýlið? ● Vilt þú komast úr skarkala borgarlífsins og njóta seinnihluta æviskeiðs- ins við t.d. fuglaskoðun, renna fyrir fiski eða stunda golf? Allt þetta og mikið meira til er hægt að gera í Tjarnabyggð sem er búgarðabyggð 4 km frá Selfossi í átt að Eyrabakka. Búgarðabyggðin er nýjung í íslensku skipulagi sem tryggir þér heimild til húsdýrahalds, ræktunar og til léttrar atvinnustarfsemi. Lóðirnar eru eign- arlóðir, ca 1,0 - 6,0 ha að stærð. Það má byggja einbýlishús, hesthús, reiðskemmu, listagallerí, gistiheimili eða hvað annað sem þér dettur í hug, allt að samtals 1.500 fm. Hitaveita. Verð frá 4,6 millj. Seljandi lánar allt að 80%. Ath. gatnagerðargjöld eru innifalin í verði. Fasteignasalan Garður • Skiphol t i 5 • Símar 562 1200 og 862 3311 SVEITIN KALLAR ! ÞÚ ÁTT VAL! Búgarðabyggð! – TJARNABYGGÐ Í ÁRBORG – Búgarður - Listamannahús - Garðyrkja Hver er draumurinn? Við hjá Fasteignasölunni Garði veitum þér allar upplýsingar um kosti búgarða- byggðarinnar og viljum gjarnan sýna áhugasömum svæðið. Hringið í síma 562 1200 og 862 3311 eða sendið tölvupóst á gard@centrum.is Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Félag heyrnarlausra gerir eftirfar- andi athugasemdir vegna viðtals við Atla Árnason lækni og stjórn- arformann Læknavaktarinnar: Í Morgunblaðinu hinn 10. janúar 2007 var birt viðtal við Atla Árna- son, lækni og stjórnarformann Læknavaktarinnar um táknmáls- túlkun og kostnað í tengslum við hana undir yfirskriftinni „Læknar meta þörf fyrir túlkun“. Upplýs- ingar sem læknirinn veitti voru bæði villandi og rangar og er því ástæða til að gera athugasemdir við þær. Orðrétt sagði í fréttinni: „Atli Árnason, læknir og stjórn- arformaður Læknavaktarinnar, sagði engan ágreining vera um túlkun laga um réttindi sjúklinga. Hann kvaðst telja réttindi sjúklinga til túlkaþjónustu mjög mikilvæg en jafnframt væri nauðsynlegt að sú þjónusta væri rétt notuð.“ Áfram sagði síðan í fréttinni: „Hann sagði það ekki vera í verkahring starfs- fólks móttöku Læknavaktarinnar að ákveða hvort kalla ætti til túlka utan dagvinnutíma, heldur læknanna sem þar starfa.“ Mjög skýrt kemur fram í 5. gr. laga um réttindi sjúklinga nr. 74/ 1997 að það er hvorki í verkahring starfsfólks heilsugæslu né lækna að meta hvort heyrnarlaus ein- staklingur eigi að fá túlk eða ekki. Heyrnarlaus einstaklingur ákveður sjálfur hvort hann þarf að fara til læknis og þá á hann rétt á túlki. Svo einfalt er það. Þessu til áréttingar skulum við líta nánar á umrædda lagagrein. Þar stendur: „Sjúklingur á rétt á upplýsingum um: a. heilsufar, þar á meðal lækn- isfræðilegar upplýsingar um ástand og batahorfur, b. fyrirhugaða meðferð ásamt upplýsingum um framgang hennar, áhættu og gagnsemi, c. önnur hugsanleg úrræði en fyrirhugaða meðferð og afleiðingar þess ef ekkert verður aðhafst, d. möguleika á að leita álits ann- ars læknis eða annarra heilbrigð- isstarfsmanna eftir því sem við á um meðferð, ástand og batahorfur. * Þess skal getið í sjúkraskrá sjúklings að upplýsingar sam- kvæmt þessari grein hafi verið gefnar. * Upplýsingar samkvæmt þess- ari grein skulu gefnar jafnóðum og tilefni skapast og á þann hátt og við þau skilyrði að sjúklingur geti skilið þær. * Eigi í hlut sjúklingur sem ekki talar íslensku eða notar táknmál skal honum tryggð túlkun á upp- lýsingum samkvæmt þessari grein.“ Eins og fram kemur í síðustu málsgreininni á sjúklingur sem tal- ar ekki íslensku eða notar táknmál rétt á því að fá túlkaðar þær upp- lýsingar sem fjallað er um í 5. grein. Markmiðið með lögunum er að tryggja heyrnarlausum sömu réttindi og öðrum og þessum lögum fær Atli Árnason ekki breytt. Við í Félagi heyrnarlausra hörm- um ummæli læknisins og minnum hann á að honum ber lögum sam- kvæmt skylda til að virða rétt heyrnarlausra til túlkunar. Við undrumst jafnframt mjög að þessi orð skuli falla á árinu 2007. Virðingarfyllst, f.h. Félags heyrnarlausra, KRISTINN JÓN BJARNASON framkvæmdastjóri. Læknar eiga ekki að meta þörf fyrir táknmálstúlkun Frá Félagi heyrnarlausra: Fréttir á SMS Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.