Morgunblaðið - 04.02.2007, Page 55

Morgunblaðið - 04.02.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 55 FRÉTTIR Í tilefni af útgáfu á Sælureit 2007 efnir Húsasmiðjan til samkeppni af bestu myndinni af „Sælureit“, mynd sem sýnir uppáhaldsstaðinn þinn í garðinum eða pallinum. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir 5 bestu myndirnar að mati dómnefndar, og að auki munu bestu myndirnar birtast í Sælureit 2007. Á heimasíðu okkar www.husa.is má nálgast upp- lýsingar um það hvernig þú sendir okkur myndir af Sælureitnum þínum. af „Sælureit“ Áttu mynd AF TILEFNI 10 ára afmælis Borg- arholtsskóla var stefnt að því, í samvinnu við ABC barnahjálp, að safna a.m.k. 2,5 milljónum króna til byggingar skóla í bænum Jaram- wala í Pakistan. Nú hafa safnast 2,4 milljónir svo takmarkinu er nánast náð. En ef einhver vill leggja mál- efninu lið minnum við á banka- reikning söfnunarinnar sem er: 1155-15-41414 kennitala 690688- 1589.Söfnun Ungir nemendur við skóla í bænum Jaramwala í Pakistan. Safna fyrir skóla í Pakistan RÁÐSTEFNAN „Er veraldavef- urinn völundarhús?“ verður haldin á Alþjóðlega netöryggisdeginum hinn 6. febrúar nk. í sal Íslenskrar erfða- greiningar á Sturlugötu 8. Ráð- stefnan hefst kl. 15 með ávarpi Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra. Ráðstefnan er öllum opin en hún verður einnig send út beint af Netinu á www.saft.is. Meðal fyrirlesara er Anna Kirah sem starfað hefur sem yfirhönnuður hjá Microsoft ásamt því að vera rekt- or alþjóðlegs háskóla í Kaupmanna- höfn, 180 Academy. Hjá Microsoft hefur hún stjórnað alþjóðlegu rann- sóknarstarfi með það að markmiði að hafa áhrif á vöru- og þjón- ustuþróun Microsoft með notkun og þarfir notandans í huga, m.a. borið ábyrgð á þróun MSN. Aðrir fyrirlesarar eru Johnn Ken- nedy, framkvæmdastjóri Int- ernational Federation of Phonogra- pich Industry, sem m.a. mun fjalla um málefni tengd höfundarrétti og Netinu, Eiríkur Tómasson lagapró- fessor og Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Símans. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra setur ráðstefn- una og fundarstjóri er Hallgrímur Kristinsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Samtökum banda- rískra kvikmyndaframleiðenda. „SAFT, vakningarverkefni Heim- ilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga á Net- inu og tengdum miðlum, hefur á síð- ustu árum staðið fyrir viðburðum á Alþjóðlega netöryggisdeginum, sem nú er haldinn í fjórða sinn. Í ár taka um 40 lönd um allan heim þátt í deg- inum. SAFT, Síminn, Microsoft, SMÁÍS og Samtónn boða til ráð- stefnu um skynsamlega notkun og örugg samskipti á Netinu á Al- þjóðlega netöryggisdeginum í ár. Meðal markmiða ráðstefnunnar er að vekja umræður og umhugsun um Netið sem opinberan vettvang og gagnvirkan fjölmiðil, nauðsyn þess að almennt siðferði og um- gengnisreglur færist yfir á þennan miðil og að samfélagið og stjórnvöld bregðist við gjörbreyttum aðstæðum í upplýsingasamfélaginu,“ segir í fréttatilkynningu. Er veraldar- vefurinn völundarhús? LETTERSTEDTSKI-sjóðurinn hef- ur það hlutverk að styrkja norrænt samstarf og samstarf við Eystra- saltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða. Íslandsdeild sjóðsins hefur auglýst eftir um- sóknum um styrki úr sjóðnum árið 2007 og er umsóknarfrestur til 15. febrúar nk. Ekki er um eiginlega námsstyrki að ræða, heldur koma þeir einir til greina, sem lokið hafa námi og hyggja á frekari rannsóknir eða þekkingarleit á starfssviði sínu, svo sem við rannsóknir á vísinda- eða fræðastofnun eða með þátttöku í fundum eða ráðstefnum, segir í fréttatilkynningu. Upplýsingar um sjóðinn og styrk- veitingar úr honum er og að finna á slóðinni: www.letterstedtska.org. Ferðastyrkir Letterstedtska- sjóðsins MEISTARAMÓT Hellis 2007 hefst á morgun, mánudag, klukkan 19 en mótið er opið kappskákmót í sjö umferðum. Skv. upplýsingum móts- haldara verða vegleg og fjölbreytt verðlaun í boði á mótinu, sem er öll- um opið og er það reiknað til al- þjóðlegra skákstiga. Allt stefni í góða þátttöku og eru 20 keppendur nú skráðir til leiks, þar af Björn Þorfinnsson, sexfaldur skákmeist- ari félagsins, og Davíð Ólafsson, sem sigraði á meistaramóti félags- ins 2002, með fullu húsi vinninga. Teflt er á mánu-, miðviku- og föstudögum en hlé gert á mótinu vikuna 14.–21. febrúar vegna Norð- urlandamótsins í skólaskák. Búist við góðri þátttöku á meistaramóti Hellis RÖSKVA – samtök félagshyggju- fólks við Háskóla Íslands – boðar til fundar um stöðu hugvís- indadeildar í hádeginu á mánu- daginn 5. febrúar, kl. 12–13.10, í stofu 423 í Árnagarði. Hugvís- indadeild er sú deild sem er neðst flokkuð í reiknilíkani mennta- málaráðuneytisins. Það þýðir að peningar sem deildin fær úthlutað eru alltaf af mjög skornum skammti; hún er fjársveltasta deild skólans, segir í frétt frá Röskvu. Þess vegna boðar Röskva til málfundar um hugvísindadeild. Fundarstjóri verður Hrönn Guð- mundsdóttir heimspekinemi, sem einnig skipar 2. sæti á lista Röskvu til stúdentaráðs. Þau Hólmfríður Garðarsdóttir úr skor rómanskra og slavneskra mála, og Gauti Kristmannsson þýðingafræð- ingur ræða stöðu deildarinnar. Í framhaldinu verða almennar um- ræður. Ræða stöðu hugvísinda- deildar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.