Morgunblaðið - 04.02.2007, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ KristfinnurIngvar Jónsson
fæddist á Kvía-
bryggju í Eyr-
arsveit 19. maí
1924. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 25. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Jón Ólafsson
og Hildur Sæ-
mundsdóttir. Hann
var næstelstur í
röð fjögurra systk-
ina. Systur Krist-
finns eru Sigríður, Elín og Jó-
hanna og hálfsystur Málfríður
og Svava.
Eftirlifandi eiginkona Krist-
finns er Sigrún Sigurjónsdóttir
frá Geirlandi í Kópavogi. Þau
giftust 16. desember 1949. Börn
þeirra eru: Jón Ragnar (1949),
Edda Þórey (1956) og Sverrir
(1959). Auk þess
misstu þau dreng
sem dó í frum-
bernsku árið 1952.
Fyrir átti Krist-
finnur dótturina
Kolbrúnu, en hún
ólst alfarið upp hjá
móður sinni.
Kristfinnur lærði
bifreiðasmíði í Ið-
skólanum í Reykja-
vík og starfaði við
þá iðngrein nánast
allar götur síðan,
bæði hjá fyr-
irtækjum eins og Bílasmiðjunni
en lengst af í sjálfstæðum at-
vinnurekstri.
Síðustu starfsár sín var Krist-
finnur húsvörður á heimili eldri
borgara í Seljahlíð.
Útför Kristfinns var gerð 1.
febrúar – í kyrrþey að ósk hins
látna.
Kæri pabbi minn, ég vil þakka
þér, góða ævidaga sem átti ég með
þér. Margt kenndir þú mér, studd-
ir ávallt vel, og sýndir mér vin-
arþel. Landið lærði að meta, ég
lærði það af þér. Ferðalögin mörg
um óbyggða grund. Brekkur svart-
ar, hvítar, áttum góða stund. Síðast
ferðin farin sólarstrendur á,
skemmtum okkur saman, afmæli
átti ég þá. Veit ég ekki fyrr en,
horfinn lífsins safinn.
Farinn ertu frá mér, vistaskiptin
hafin. Lífið verður ekki eins hérna
án þín, barnatrú mín sterk verður
huggun mín. Hvíl í friði, kæri.
Drottinn geymi þig. Sjáumst aftur
síðar þá Drottinn sækir mig.
Þín
Edda Þórey.
Elsku afi minn. Það eru margar
góðar minningar sem renna gegn-
um hugann þegar ég sest hér að
skrifa nokkur kveðjuorð til þín.
Sterkustu minningarnar eru án efa
tengdar Geirlandi og Yrsufellinu.
Ég held að einhver fyrsta minning
mín um þig sé frá einum jólunum
þegar við bjuggum í Svíþjóð. Þó ég
hafi örugglega ekki verið meira en
fjögurra eða fimm ára, þá man ég
svo sterkt eftir því hvað mér þótti
gaman að skreyta með þér jólatréð
þetta Þorláksmessukvöld. Ég vona
líka að hún Andrea Edda mín muni
aldrei gleyma hvað þú varst góður
að lesa fyrir hana, henni þótti fátt
skemmtilegra en að sitja í fanginu
þínu og heyra góða sögu. Það er
svo sárt að skilja við þá sem manni
þykir vænt um en ég reyni að
hugga mig við það að það hafi verið
betra fyrir þig að losna undan
þessum hræðilega sjúkdómi og í
dag sértu komin á betri stað þar
sem engir verkir eru til.
Elsku afi, takk fyrir allt. Megi
guð geyma þig þar til við hittumst
á ný. Mig langar að enda þetta á
erindi úr Sólarljóðum:
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira.
Drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn er lifa.
Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir
og fjölskylda.
Elsku afi minn. Það er afskap-
lega sárt að vera búin að missa þig
frá okkur. Aðfaranótt fimmtudags
25. janúar var mér sagt að þú hefð-
ir smám saman svifið burt af jörðu
á friðsælli stund. Ég veit að Guð
hefur tekið þér opnum örmum því
þú varst alltaf yndislegur við alla.
Með kærleik og bros á vör vildir
þú hjálpa til við stóra sem smáa
hluti. Þú hlustaðir með hjartanu á
alla. Það er skrítið að hugsa til
þess að svona góður maður skuli
vera farinn af jörðunni. Það var
alltaf ákveðinn friður að vera í
kringum þig, því þú tókst lífinu
bara með ró og friði, afslappaður.
Það eru margir sem dáðust að þín-
um ómetanlegu kostum.
Það er svo skrítið hvað tíminn
líður hratt, þú hafðir alltaf verið
svo rosalega hress en svo frétti ég
að þú hefðir greinst með krabba-
mein. Ég trúði því varla þar sem
þú varst alltaf svo eðlilegur, þú
kvartaðir aldrei þrátt fyrir sára
verki, margar spítalaferðir, lækn-
isskoðanir, lyfjameðferðir og svo
mætti lengi telja. Þú trúðir því allt-
af að þér myndi batna. Þú myndir
fá matarlystina á ný og geta nærst
og lifað lífinu aftur. Það var ekki
fyrr en ég sá það líkamlega á þér
að ég trúði því að þú værir fárveik-
ur. Það var rosalega erfitt fyrir
okkur öll að horfa upp á þig svona
veikan. Aldrei hef ég hitt svona
manneskju eins og þig, afi minn,
sem kvartaðir aldrei þrátt fyrir
veikindin, þvílíkur nagli sem þú
varst. Þú vildir aldrei láta stjana
neitt í kringum þig, frekar vildir
þú stjana í kringum aðra. Og varst
svo þakklátur fyrir hverja þá smá-
gjöf sem þér var gefin. Það er ekki
á hverjum degi sem maður hittir
þvílíkan dýrling og karakter sem
þú varst. Meira að segja konurnar
á Landspítalanum dáðust að þér.
Ég vildi svo sannarlega að ég gæti
fengið að hitta þig oftar en þú lifir
núna í fallegri minningu hjá mér til
æviloka. Það var þér fyrir bestu,
eins veikur og þú varst orðinn, að
fara til himna þar sem sagt er að
ríki friður og engin þjáning sé til.
Ég treysti því og trúi að það sé
rétt. Þú átt skilið bestu hvíld sem
völ er á. Það er svo margt gott sem
þú hefur gert fyrir aðra að þú
hefðir held ég ekki getað trúað því
sjálfur. Þú varst alltaf hress og
kátur og fórst á hreindýraveiðar.
Það eru vissulega margir sem eiga
eftir að sakna þín svo sárt að það
svíður inn að hjarta en þú ert best
geymdur í örmum guðs núna þótt
erfitt sé að sætta sig við það að
hafa ekki fengið að hafa þig lengur.
Þú varst eins og engill sendur af
himnum ofan til okkar fjölskyld-
unnar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson)
Elsku afi minn, ég mun hugsa til
þín á hverjum degi með endalausu
þakklæti og hlýju fyrir að hafa
fengið að eiga svona góðan afa eins
og þig. Ég elska þig.
Tara Sverrisdóttir.
Minningar þjóta um farinn veg.
Það hefur alltaf verið gott að koma
í heimsókn til ykkar ömmu enda
alltaf tekið vel á móti manni. Það
var stutt fyrir mig að koma til ykk-
ar í Yrsufellið þegar ég var barn
og naut ég þess mjög.
Þú varst iðjusamur og margt til
lista lagt. Bílasmiður að mennt,
einnig voru ófá sætin saumuð og
klædd fyrir bíla. Oft var farið í
sumarbústaðinn á Geirlandi og þar
var ýmislegt grúskað.
Þar hafðir þú alltaf eitthvað fyrir
stafni, enda þótti þér vænt um
staðinn. Það var gaman að fara
með þér í veiðiferðir og útilegur,
því náttúruunnandi varstu mikill
og heill hafsjór af fróðleik um land-
ið. Þú varst hjálpsamur fjölskyldu
og vinum. Mér er minnisstætt að
fyrir rúmum tveimur árum hjálp-
aðir þú pabba að smíða sólskála og
varstu hæstánægður með að fá
verk að vinna. Það var haft orð á
því að það væri ekki eins og um
áttræðan mann væri að ræða. Það
var ekkert verið að hökta við verk-
ið.
Fyrir ári kom í ljós að þú værir
veikur. Það er alltaf áfall þegar
einhver náinn manni veikist alvar-
lega. Þú hafðir á orði að þú værir
nú orðinn 82 ára gamall. Málið er
að þú varst alltaf ungur í mínum
huga. Í gegnum árin hafið þið fé-
lagarnir, þú og Axel, til margra ára
farið á hreindýraveiðar í góðra vina
hópi. Og í ágúst síðastliðnum áttuð
þið 40 ára veiðiafmæli og í veiði-
ferðina var farið. Eftir ferðina kom
blaðagrein í Mogganum um ykkur
félaga.
Það er komið að kveðjustund.
Það virðist ekki skipta máli hversu
mörg ár bætast við aldur manns.
Það fennir aldrei í spor minninga.
Þitt barnabarn,
Kristrún og fjölskylda.
Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
Kristfinnur Ingvar
Jónsson
✝ HaraldurGuðnason fædd-
ist í Stóru-Hildisey í
Austur-Landeyjum
30. september 1911.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja
28. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðni Vigfús-
son, f. á Leirubakka
í Landsveit 25. maí
1884, d. 16. ágúst
1958, og Elín Ill-
ugadóttir f. í Garð-
húsum í Garði 2.
september 1880, d. 9. september
1953. Bróðir Haraldar var Jó-
hann Guðlaugur, bóndi í
Vatnahjáleigu í Austur-Land-
eyjum, f. 24. nóvember 1919, d. 6.
apríl 2003.
Hinn 28. maí 1940 kvæntist
Haraldur Ilse
Guðnason, f. í Ham-
borg í Þýskalandi
24. ágúst 1914, d.
27. febr. 2004. Synir
þeirra eru: 1) Áki, f.
4. febrúar 1947, var
kvæntur Kristínu
Gísladóttur, þau
skildu. Dóttir
þeirra er Sigríður,
f. 24. desember
1976, gift Erni Inga
Arnarsyni, sonur
þeirra er Haraldur
Daði. 2) Torfi, f. 5.
apríl 1950, kvæntur Binnu Hlöð-
versdóttur. Börn þeirra eru: Ívar,
f. 26. nóvember 1977, og Ester, f.
11. júní 1979, sambýlismaður
hennar er Jónas Logi Ómarsson.
Útför Haraldar var gerð í
kyrrþey að ósk hins látna.
Það eru nærri 60 ár síðan ég
kynntist vini mínum, Haraldi Guðna-
syni, sem var jarðsettur hér í Eyjum
3. febr. eftir langan og farsælan ævi-
dag.
Við hittumst fyrst þegar Esper-
antófélagið La Verda Insulo var
stofnað hér í bæ árið 1948, en aðal-
hvatamennirnir að því voru þeir séra
Halldór Kolbeins og Haraldur
Guðnason. Þarna störfuðum við sam-
an í mörg ánægjuleg ár, báðum til
gagns og gleði. Það var hugsjón okk-
ar að það yrði eitt alheims hjálpar-
tungumál sem notað yrði í framtíð-
inni um allan heim! Það varð fljótlega
mikill áhugi fyrir þessu félagi og voru
fengnir hámenntaðir menn frá þrem-
ur löndum til þess að halda hér nám-
skeið og kynna málið. Þau Haraldur
og Ille, kona hans, hýstu þessa menn
og gáfu þeim að borða meðan þeir
stóðu hér við. Árið 1949 var alheims-
mót esperantista haldið í Kaup-
mannahöfn og fór 30 manna hópur úr
félaginu á þingið sem stóð yfir í eina
viku. Hópurinn dvaldist úti í þrjár
vikur með heimsóknum til Svíþjóðar,
Þýskalands, Frakklands og Hollands
þar sem esperantistar tóku á móti
okkur og greiddu götu okkar. Séra
Halldór flutti erindi á þinginu og við
Haraldur og Ólafur Halldórsson
læknir fluttum stuttan þátt úr
Skugga-Sveini sem séra Halldór
hafði snúið á esperantó. Man ég það
vel hve rödd Haraldar, sem lék
Skugga-Svein, hljómaði sterkt í Odd-
fellow-höllinni þetta kvöld og hve
fast hann tók í öxlina á mér sem Katli
skræk. Þetta gerði góða lukku en
Haraldur var leikari og ekki í fyrsta
sinn sem hann lék Skugga og fleiri
hlutverk í Leikfélagi Vestmanna-
eyja.
Þá störfuðum við Haraldur mikið
saman í áratugi í Akóges-félaginu í
Eyjum. Allt sem hann flutti þar var
til menningar og fróðleiks og hann
átti líka til skemmtilegan frásagnar-
húmor. Einnig unnum við saman í
Sögufélagi Vestmannaeyja og þar
var sama sagan, hann var alltaf tilbú-
inn með efni þegar á þurfti að halda.
Þar var líka Hermann Einarsson að-
aldrifkrafturinn og stjórnarfundir
byggðust mest á léttu spjalli.
Haraldur var mikill bókamaður og
safnari. Einar ríki fékk hann til þess
að koma upp bókasafni fyrir starfs-
fólk Hraðfrystistöðvarinnar og það
gerði Haraldur með miklum sóma og
sá um það í nokkur ár. Seinna varð
Haraldur bókavörður Bókasafns
Vestmannaeyja og jafnframt skjala-
vörður og naut mikilla vinsælda alla
sína starfstíð.
Þá voru ófáar bækurnar og heilu
árgangarnir af tímaritum og blöðum
sem ég batt inn fyrir hann meðan ég
var í því starfi. Það var alltaf jafn-
ánægjulegt og uppbyggjandi er hann
leit inn, alltaf jafnhægur og kurteis,
bæði í ræðu og riti. Haraldur mátti
ekki vamm sitt vita, stefnufastur og
ákveðinn í skoðunum og hafði sterka
réttlætiskennd. Hann var sjálf-
menntaður af lestri góðra bóka.
Hann skrifaði bókina Við Ægisdyr,
sem er eiginlega saga Vestmanna-
eyja í nærri 100 ár, ásamt fleiri bók-
um, greinum og ritgerðum í tímarit
og blöð.
Konu sína, Ille, sem var þýsk,
missti hann fyrir tæpum þrem árum
og varð það honum mjög þungbært.
Þau áttu synina Áka Heinz og Torfa
sem báðir eru búsettir hér í Eyjum
og luma þeir eins og foreldrarnir á
ýmsum fróðleik. Ille var líka mikill
esperantisti og höfðu þau Haraldur
bæði bréfasamband á því máli víða
um heim framundir það síðasta.
Með þessum línum viljum við Dóra
þakka samfylgdina og ánægjuleg
samskipti gegnum lífið. Aðstandend-
um, ættingjum og vinum, sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Sigmundur Andrésson.
Haraldur Guðnason bókavörður
hefur kvatt og gengið á Guðs fund.
Þangað var hann löngu fús að fara.
Hann var á 96. aldursári og heilsan
var brostin. Lífsneistinn slokknaði
þegar Ille, kona hans, lést fyrir um
þremur árum og rúmlega sex ára-
tuga langri farsælli sambúð lauk.
Hann vildi komast í moldina hjá Ille.
Það fór þó sem ég spáði að hann yrði
allra karla elstur í Vestmannaeyjum.
Haraldur var Rangæingur að kyni,
með hærri mönnum, vel af Guði gerð-
ur, nokkuð slánalegur í æsku en síð-
an kraftalegur fram eftir öllum aldri.
Eins og sannur íslenskur sveitamað-
ur var hann ráðsettur og háttvís í
umgengni og öll lausung var eitur í
hans beinum. Hann var hófsmaður á
alla grein, vandaður til orðs og æðis
og mátti aldrei vamm sitt vita í neinu.
Haraldur var glaðsinna og með gott
skopskyn, en fór sjaldan með spé á
torgum. Í raun fannst mér hann ekki
mannblendinn, jafnvel hlédrægur og
feiminn, en lét þó til sín taka í fé-
lagsmálum og gestrisinn var hann,
og þau hjón bæði, svo að með afbrigð-
um var og þess nutu margir. Har-
aldur hafði viðkvæma lund, var oft
þver, yggldi þá stundum brún og gat
snöggreiðst ef honum fannst gert á
sinn hlut eða réttlætiskennd hans var
misboðið.
Það er ótrúlegt að svo margfróður
og vitugur maður skuli ekki hafa not-
ið neinnar skólamenntunar svo orð
sé á gerandi. Kannski sat það líka í
honum, a.m.k. hafði hann sérstakan
ímugust á lærdómstilburðum og
valdsmennsku. Heilbrigð skynsemi
og heiðarleiki voru æðstu boðorð
hans. Haraldur var vinfastur. Ég
naut þess eins og margir aðrir, eign-
aðist vináttu hans og tryggð á ungum
aldri og náinn trúnað þegar á ævina
leið og þykir það dýrmætt.
Haraldar verður lengst minnst
fyrir störf sín á Bókasafni Vest-
mannaeyja um þriggja áratuga
skeið. Hann reisti það úr öskustó og
gerði það að menningarmiðstöð bæj-
arins. Hann var sú gerð bókavarðar
sem hefur lesið allar bækur safnsins
og veit hvaða bókum á að gauka að
hverjum lánþega. Hann valdi bækur
ofan í fjölskyldur, vissi hvað hæfði
hverjum og bætti svo einhverju góðu
og mannbætandi við. Þessu gátu
menn treyst og létu sér vel líka. Mér
þótti undrum sæta hvílíkur lestrar-
hestur hann var. Frá hausti fram á
vetur las hann allar nýútkomnar
bækur, kannski fletti hann bara ást-
arsögunum, en lá svo í þýskum, ensk-
um og norrænum skruddum þess á
milli, auk esperantó-rita. Hann var
með bók í höndum fram á síðustu
daga, meðan handstyrkur leyfði.
Um bókavarðarstöðuna urðu póli-
tísk átök 1949, en heiðurinn af ráðn-
ingu Haraldar átti Þorvaldur Sæ-
mundsson kennari og krataforingi.
Bókavörðurinn var fyrst í hálfu
starfi, illa launuðu, og því stóð hann í
fiskaðgerð fram að þrjú-kaffi. Ég
man safnið meðan það var á neðri
hæð í Kuða, gamalli byggingu við
Formannabraut. Þar var það í tveim
herbergjum, 3.000 bindi þegar hann
tók við því og fátt um handbækur eða
tímarit. Það óx mjög og efldist í tíð
Haraldar. Síðar, 1956, var það flutt á
efri hæð Kuða og þá rýmkaðist dálít-
ið um. Í þessu húsi, þar sem reim-
leikar voru miklir, var safnið þegar
Eyjagosið hófst 23. janúar 1973. Har-
aldur og Ille fóru ekki til lands þá ör-
lagaríku nótt; létu ekki segja sér fyr-
ir verkum frekar en fyrri daginn.
Hús þeirra hjóna varð brátt gisti- og
samkomustaður björgunarmanna og
var kallað Gosastaðir. Haraldur vakti
yfir safninu og bjargaði því síðar
ásamt góðum mönnum undan öskuf-
argi og síðar glóandi hrauni. Hann
kom svo bókasafninu af stað á nýjan
leik þegar haustið 1973 í skólastofu í
Barnaskólanum og þar var það þang-
að til loks var byggt yfir safnið 1977.
Þá fannst Haraldi nóg komið, hann
lét af störfum 1978 en dróst á fyrir
þrábeiðni manna að koma Héraðs-
skjalasafni Vestmannaeyja af stað og
vann þar gott verk í nokkur ár.
Eftir Harald liggja bækur og sæg-
ur blaða- og tímaritsgreina. Mikil-
vægast er tveggja binda verk hans
um sögu bæjarstjórnar í Vestmanna-
eyjum í 60 ár. Stíll hans var hreinn og
beinn, oft dálítið knappur, en málið
kjarnmikið og hreint. Hann var sí-
skrifandi til bréfavina um allan heim.
Ég naut þess í ríkum mæli fram á síð-
ustu ár hans, enda sjaldgæfur unað-
ur að fá 20 blaðsíðna handskrifað
bréf þegar langt er liðið á tölvuöld-
ina.
Haraldur var alinn upp í fátækt á
rýrum kotum í Landeyjum. Hann
var tvo vetur settur til sjóróðra við
Sandinn og er með þeim síðustu sem
þann háskaútveg stunduðu. En hann
vildi ekki verða bóndi. Í janúar 1930
kom hann í fyrsta sinn til Reykjavík-
Haraldur Guðnason