Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Andra Karl andri@mbl.is Ó hætt er að segja að létt hafi verið yfir þinghaldi fyrsta dags skýrslutöku yfir Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðar- forstjóra Baugs, ef miðað er við und- anfarna fjóra daga í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem aðalmeðferð í Baugsmálinu fer fram. Meðan á skýrslutöku yfir Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, forstjóra Baugs, stóð var and- rúmsloftið spennuþrungið og settur saksóknari og verjandi Jóns tókust á af hörku, en heldur horfir til betri vegar ef marka má gærdaginn og hrósaði saksóknari Tryggva fyrir hversu vel gengi að fá frá honum svör – svona alla vega framan af. Gert er ráð fyrir að skýrslutöku yfir Tryggva ljúki nk. miðvikudag. Sigurður Tómas Magnússon, sett- ur saksóknari, náði að spyrja Tryggva út í ákæruliði 2–9, auk þess að spyrja „almennra spurninga“ vegna ákæruliða 10–16. Á mánudag mun þinghald halda áfram með því að saksóknari spyr efnislega út úr 10. lið sem snýr að meintum bókhaldsbrot- um og röngum tilkynningum til Verð- bréfaþings Íslands. Einnig fékk Gest- ur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, að spyrja Tryggva út í lið 2–9. Eðli ákvarðana réð samráði Sigurður Tómas hóf þinghaldið á svipuðum nótum og þegar Jón Ásgeir sat fyrir svörum. Tryggvi var spurður út í stöðu sína í dag og gert að gera grein starfsferli sínum í stórum drátt- um á umræddu tímabili, 1998–2002, en þá gegndi hann starfi aðstoðarfor- stjóra félagsins. Þá var hann spurður út í hvaða verk hann vann í daglegum rekstri, sérstaklega hvað varðaði fjár- málasvið fyrirtækisins. Tryggvi sagð- ist hafa verið yfir fjármálasviði en ekki starfað við það frá degi til dags. Tryggvi var beðinn um að lýsa samskiptum sínum við Jón Ásgeir og sagði það mismunandi hversu oft þeir höfðu samráð vegna ákvarðana sem vörðuðu félagið, og fór þá eftir eðli ákvarðana og mikilvægi. Sagði hann þá á tíðum hafa haft samráð oft á dag en á öðrum tímum jafnvel vikulega. Spurður um hversu mikilvægar ákvarðanir Tryggvi tók án samráðs sagði hann erfitt um það að segja en til viðmiðs náði Sigurður Tómas að fá fram að Tryggvi hefði getað tekið ákvörðun um sölu eigna á innan við tíu milljónir króna. Spurður hvort hann hefði getað tekið ákvörðun um sölu eigna fyrir um hundrað milljónir sagði Tryggvi að aldrei hefði reynt á það. Varðandi bókhaldsmál sagðist Tryggvi ekki hafa skoðað bókhaldið frá degi til dags enda mikið erlendis og bundinn í öðrum málum. Almennar spurningar um lánveit- ingar voru næstar á dagskrá, þ.e. vegna ákæruliða 2–9, en Tryggvi er ekki ákærður í þeim og svaraði því að- eins sem vitni. Hlutverk Baugs á umræddu tíma- bili og hvort lánastarfsemi hefði verið á meðal þeirra hlutverka, var það næsta sem saksóknari spurði um. Tryggvi sagði að fyrirtækið hefði lán- að viðskiptavinum sínum á hverjum einasta degi með því að taka við greiðslum með kreditkorti í verslun- um sínum. Fór Sigurður Tómas þá yfir starfs- reglur stjórnar Baugs, sem voru m.a. á þá leið að stórtækar ráðstafanir skyldi bera undir stjórn, þ.e. yfir 20 milljónir króna, og spurði hvort þeim reglum hefði verið fylgt. Sagði Tryggvi að þeim hefði í flestum til- vikum verið fylgt en benti á að ákvarðanir þyrfti stundum að taka hratt í heimi viðskipta og þá dygði kannski aðeins símtal. Einnig tók Tryggvi fram að rætt hefði verið um að breyta reglunum og hækka upp í s.s. 50 milljónir króna. Þó það hefði hins vegar ekki verið gert skriflega, hefði verklagið breyst. Hugtakið lán hefur verið mikið til umfjöllunar, ekki síst eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar í einum anga Baugsmálsins og var hugtakið einnig til umræðu í réttarsalnum í gær. Sak- sóknari spurði hvort Baugur hefði veitt hluthöfum lán og sagði Tryggvi að ekki hefði verið um lán að ræða, hugsanlega hefði verið um viðskipta- lán að ræða, og það hugsanlega tengst hlutafjáraukningu. Hins vegar hefðu ekki verið veitt sjálfstæð peningalán. Um þetta leyti fór aðeins að bera á verjanda Tryggva, Jakobi Möller, sem gagnrýndi spurningar saksókn- ara vegna ónákvæmni. Dómsformað- ur gaf þó lítið út á þau mótmæli og hélt skýrslutakan áfram án frekari mótmæla. Sigurður Tómas vildi vita hvort lán frá Baugi hefðu verið borin undir stjórn félagsins. Taldi Tryggvi það víst og ef ekki þá hefðu í það minnsta flestir stjórnarmenn vitað af þeim. Hann sagði, aðspurður, umsemjan- legt hvernig gjalddögum hefði verið háttað og sagði að sjaldan hefði verið krafist trygginga. Skýrði hann það nánar með því að félagið hefði verið í örum vexti og því hefði þurft að aðlaga reglur frá degi til dags. Langt frá liðnum atburðum Því næst spurði saksóknari al- mennt um hlutafjárútboð Baugs í des- ember árið 2000 og þá hvort Tryggvi hefði komið að ákvörðun um að Gaum- ur, Kristín Jóhannesdóttir og fleiri þurftu ekki að greiða fyrir hlutafé sem þau keyptu í félaginu. Tryggvi svaraði því til að engin sérstök ákvörðun hefði verið tekin, hins vegar væri það yf- irleitt þannig þegar hlutafjáraukning ætti sér stað að veittur væri greiðslu- frestur. Mikið var um að Tryggvi sagðist ekki muna eftir einstökum atriðum – sem gerðust um síðustu aldamót. Nánar var spurt og þá hvort ekki hefði þurft að greiða þrátt fyrir að fresturinn hefði verið runninn út og sagðist Tryggvi muna til þess að ein- hverjir hluthafar hefðu ekki greitt en ekki hefði verið tekin ákvörðun um slík efni, að sér vitandi. Öll þrjú í forsvari fyrir Gaum Saksóknari spurði töluvert út í fjár- festingafélagið Gaum, enda snúa flest- ir ákæruliðir að „lánveitingum“ Baugs til Gaums. Tryggvi sagðist hafa verið í samskiptum við Kristínu, Jóhannes og Jón Ásgeir sem forsvarsmenn Gaums og mismunandi hversu mikið við hvert eftir atvikum. Hann gat ekki gert grein sérstaklega fyrir stofnun viðskiptareiknings Gaums hjá Baugi en taldi það hafa verið afleiðingu einn- ar færslu, s.s. að ef bókari hefði séð færslu frá Gaumi hefði hann hugsan- lega ályktað sem svo að fleiri væru á leiðinni. Þá var farið út í einstaka ákæruliði og byrjað á ákærulið 2, sem varðar 100 milljóna króna lánveitingu frá Baugi til Gaums. Borið var undir Tryggva skjal sem staðfestingu á lán- veitingunni en hann sagðist ekki hafa komið nálægt því að útbúa það, og gæti í sjálfu sér ekki lítið sagt um skjalið. Hann sagðist muna eftir samningi sem gerður var vegna við- skipta vegna framsals á réttinum til að reka Debenhams, og hefði kostað tíu milljónir, til að fá sérleyfið. Tryggvi sagði að allir hefðu komið að þessari samningsgerð, t.d. Jón Ásgeir og Jóhannes Jónsson og að stjórn Baugs hefði verið sér mjög meðvit- andi um samninginn. Hvað varðar þriðja ákærulið, sem varðar fasteign sem Gaumur keypti en Baugur lánaði fjármagn til, sagði Tryggvi að alltaf hefði staðið til að Baugur keypti fasteignina og myndi setja hana inn í Stoðir, félag í eigu Baugs. Hann sagði að Baugur hefði nýtt húseignina og aldrei hefði verið innheimt leiga, enginn gjalddagi var settur á lánið þar sem litið var svo á að Baugur væri að kaupa eignina og hefði frá fyrsta degi verið aðili að henni. Gögn til sem sanna hið rétta Vegna fjórða ákæruliðar sagði Tryggvi að um mistök hefði verið að ræða. Hann hefði komið að þessu máli en um hefði verið að ræða kaup Baugs á helmingi af hlutafé í Viðskipta- trausti ehf., sem var í eigu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. SPRON hefði séð um samningsgerð og misrit- að þannig að hlutdeildin rann til Gaums. Baugur hefði hins vegar verið allt í þessu máli og SPRON litið svo á. Eignafærslan frá Gaumi til Baugs endurspeglaði ekki lán. Tryggvi sagði að hægt væri að sannreyna það með ýmsum hætti, s.s. að gögn væru til í tölvu sinni – sem væri í haldi lögreglu. Eftir hádegi var tekið til við að spyrja Tryggva út í ákærulið níu, sem varðar lán til Kristínar. Þeim skjölum sem voru borin fyrir Tryggva mundi hann ekki eftir sérstaklega og hafði ekki komið að gerð fylgiskjala. Að- spurður um víxil sem gefinn var út í maí 2002 til að greiða 3,8 milljónir sem Kristín skuldaði sagðist hann hugsan- lega hafa vitað af honum, en þyrfti meiri tíma til að setja hlutina í sam- hengi. Mundi hann ekki hvort hann hefði séð víxilinn og gat ekki skýrt hvers vegna hann hefði verið færður í bækur Baugs í ágúst 2002. Hann sagðist þó hafa rætt við Jón Ásgeir um víxilinn um sumarið. Spurður um hvort Kristín hefði þá verið skuldlaus við Baug sagði Tryggvi að greiða hefði átt fyrir víxilinn en hann hefði ekki verið kominn á gjalddaga. Hann hefði litið á hann sem fullnaðargreiðslu. Vildi Sigurður Tómas fá nánari skýr- ingar á hvernig víxlar virkuðu og fara í víxillög en Jakob Möller gerði at- hugasemd, spurði hvaða máli það skipti fyrir málið og tók Arngrímur Ísberg undir mótmælin. Saksóknari spurði að lokum hvar víxillinn hefði verið geymdur og taldi Tryggvi líklegt að hann hefði verið í peningaskáp hjá Jóni Ásgeiri. Næst var farið yfir viðskipti Fjár- fars sem um er getið í ákæruliðum sjö og átta. Tryggvi sagði aðspurður hafa komið að stofnun félagsins og sagðist hafa litið á Sigfús R. Sigfússon og Sævar Jónsson, sem skráðir voru eig- endur í upphafi, sem raunverulega eigendur. Einnig sagðist hann hafa talið að Íslandsbanki myndi sjá um fjármögnun fyrir þá en varð ekki ljóst að svo yrði ekki fyrr en síðar. Spurður út í kaupsamning þar sem Gaumur seldi Fjárfari hlut í Baugi fyrir 64,5 milljónir króna sagðist Tryggvi ekki þekkja samninginn, ekki hafa komið nálægt honum og neitaði því að rithönd hans væri á bókunar- fyrirmælum. Þá sagðist hann ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um þessi viðskipti. Hann sagði að Fjárfar hefði ekki verið ofarlega í huga sínum og hann þekki ekki til hlutabréfavið- skipta félagsins. Fylgist ekki með bókhaldinu Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs, fékk einnig tækifæri til að spyrja Tryggva út í ákæruliði 2–9 en hafði mál sitt stutt og sagði flestallt hafa komið fram í svörum við spurn- ingum saksóknarans. Fyrst spurði hann út í stöðu Jóns Ásgeirs gagnvart bókhaldi Baugs. Tryggvi svaraði því til að hann hefði ekki fylgst með bók- haldinu og að hlutverk hans hefði ver- ið að fylgja eftir markmiðum félags- ins. Vissi hann ekki til þess að Jón Ásgeir hefði farið inn í bókhaldið. Þá fór hann betur yfir kaup Gaums á fasteign sem Baugur lánaði fyrir og minntist á tölvupóst þar sem kom fram að eignina ætti að selja til Stoða, en beðið væri gagna frá Jóni Ásgeiri. Í UPPHAFI þinghalds við Baugs- málið í gær upplýsti Gestur Jóns- son, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar, að skjólstæðingur sinn hefði farið af landinu á fimmtu- dagskvöld. Hann sagði ekki ljóst hvenær hægt yrði að upplýsa um komu hans hingað til lands á nýjan leik en vonaði að það yrði um helgina. Í gærkvöldi sagðist Gestur hafa rætt við Jón Ásgeir en sama staða væri uppi, ekkert lægi fyrir. Rætt var um það í upphafi þing- halds að flýta skýrslutökum yfir stjórnarmönnum Baugs og setja Jón Gerald Sullenberger aftar í röðina, eða þar til Jón Ásgeir kæmi aftur til landsins. Ekkert var ákveð- ið í þeim efnum og ákvörðun frest- að til þriðjudags. Virtust verjendur og saksóknari þó ánægðir með til- löguna. Óvíst hvenær Jón Ás- geir kemur til landsins Léttara yfir á fimmta degi Morgunblaðið/G. Rúnar Engin læti Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, stendur ásamt verjanda sínum, Jakobi Möller, á meðan Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, situr og bíður eftir að þinghald hefjist. Tryggvi sat fyrir svörum. Í HNOTSKURN Dagur 5 » Tryggvi Jónsson er annarmaðurinn sem leiddur er til skýrslutöku í málinu. Reiknað er með að skýrslutak- an standi fram á miðvikudag nk. » Tryggvi, sem er sakborn-ingur í málinu, var þó að- allega spurður sem vitni í gær, en mestur tími fór í ákæruliði 2–9. Á mánudag verður skýrslutöku framhaldið og byrjað á efnislegum spurn- ingum vegna ákæruliðar 10. » Tryggvi var skipaður að-stoðarforstjóri Baugs á árinu 1998 og lét af störfum árið 2002. » Tryggvi er ákærðurásamt Jóni Ásgeiri í átta ákæruliðum, auk þess sem einn snýr að Tryggva einum. » Í 11.–14. ákærulið eru JónÁsgeir og Tryggvi ákærð- ir fyrir meiriháttar bókhalds- brot með því að hafa látið rangfæra bókhald. » Í ákærulið 15 er þeim gef-ið að sök að hafa framið meiriháttar bókhaldsbrot og að hafa sent rangar tilkynn- ingar til Verðbréfaþings. » Í ákæruliðum 16 og 17 erþeim gefið að sök að hafa framið meiriháttar bókhalds- brot með því að hafa látið rangfæra bókhald Baugs með því að búa til gögn sem ekki áttu sér stoð í viðskiptum. » Þeir eru einnig sakaðirum að hafa fært sölu á hlutabréfum í Baugi í bókhald félagsins, þegar bréfin voru í raun afhent Kaupþing Bank í Lúxemborg til varðveislu inn á vörslureikning Baugs. » Að lokum er Tryggva gef-inn að sök fjárdráttur í 19. ákæruliðnum með því að hafa dregið sér samtals rúmar 1,3 milljónir króna með því að láta Baug greiða 13 reikninga frá Nordica vegna persónulegra útgjalda Tryggva, Baugi óvið- komandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.