Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 64

Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 64
|laugardagur|17. 2. 2007| mbl.is staðurstund Heimir Snorrason fjallar um árslista yfir bestu myndasögur síðasta árs og ber þá saman við sinn eigin. » 65 af listum Stairway to heaven með Led Zeppelin er meðal þeirra laga sem leikin verða á orgel á Akureyri í dag. » 65 tónlist Paris Hilton fannst ekkert sér- staklega gaman á óperu- dansleik í Vín í Austurríki og geispaði stöðugt. » 73 fólk Hlín og Davíð Þór eru liðs- stjórar í Orð skulu standa, en gestir eru Friðrik Erlingsson og Sævar Sigbjarnarson. » 66 útvarp Níu franskir listamenn sýna á sýningunni Næstum því ekki neitt, það er ekki ekki neitt í Nýlistasafninu. » 67 myndlist Í KVÖLD kemur í ljós hvaða flytjandi kemur til með að syngja fyrir Íslands hönd á sviði í Helsinki í vor í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva. Níu lög keppast um hylli áhorfenda, en það eru þeir sem kjósa sigurvegarann með hjálp símtækja. Alls bárust 188 lög í keppnina í nóvember. Valnefnd valdi svo lögin 24 sem kepptu sín á milli á þremur undarúrslitakvöldum en áhorfendur sáu um að velja níu bestu lögin sem keppa í kvöld. Söngvakeppnin fer fram í Verinu á Selja- vegi 2 en verður jafnframt sjónvarpað í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Útsending hefst klukkan 20.20. Úrslitin ráðast í kvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins verður sýnd í beinni útsendingu Sjónvarpsins Áttu þér gælunafn? Webber, reyndar bara einn sem kallar mig þetta en þetta er eina gælunafnið samt. Hvaða lag kaustu í keppn- inni í fyrra? Ég kaus að sjálfsögðu Silvíu Nótt. Í hverju verðurðu í kvöld? Ég verð allt öðruvísi en síð- ast, þá var ég í miklu svörtu en núna verður þetta meira hvítt og ljóst. Hvaða lag af hinum átta myndirðu vilja flytja ef þú fengir ekki að syngja þitt lag? „Húsin hafa augu“, lagið sem Matti syngur, þó ég sé mjög sátt- ur við lagið sem ég flyt í keppninni. Hvernig segir maður 12 stig á finnsku? Kaksitoista Pistetta. Kallaður Webber Andri Bergmann „Bjarta brosið“ Lag: Torfi Ólafsson Texti: Kristján Hreinsson Áttu þér gælunafn? Ég er stundum kölluð Sunny af vinum mínum, Hvaða lag kaustu í keppn- inni í fyrra? Heyrðu, ég kaus Silvíu Nótt! Í hverju verðurðu í kvöld? Leyndó. Hver verður í öðru sæti í kvöld á eftir þér? Ég held það verði Jónsi. Hvaða lag af hinum átta myndirðu vilja flytja ef þú fengir ekki að syngja þitt lag? Lagið sem Friðrik Ómar syngur. Hvernig segir maður 12 stig á finnsku? Ha,ha. Guð, ég veit það ekki, en það er örugglega mjög skrítið. Ég held það sé ikse kakse. Bríet Sunna Valdemarsdóttir „Blómabörn“ Lag: Trausti Bjarnason Texti: Magnús Þór Sigmundsson Klæðnaðurinn leyndarmál Áttu þér gælunafn? Allir sem þekkja mig kalla mig Eika en úti geng ég stundum undir nafninu Mister Quackson. Þannig bar starfsmaður á mjög fínu hóteli í Englandi fram eftirnafnið mitt þegar við Icy-hópurinn vorum þar stödd til að taka upp Gleði- bankann. Hvaða lag kaustu í keppn- inni í fyrra? Ég heyrði bara lagið henn- ar Silvíu Nætur þegar hún var búin að vinna. Í hverju verðurðu í kvöld? Það verður bara gallabuxur og leður, þetta venjulega. Hver verður í öðru sæti í kvöld á eftir þér? Ég er ekki að ljúga þegar ég segi að ég hafi bara heyrt lögin þeirra Jónsa og Friðriks Ómars en þau eru bæði fín. Eiríkur Hauksson „Ég les í lófa þínum“ Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Kristján Hreinsson Eiki Quackson Áttu þér gælunafn? Æskuvinirnir kalla mig Frikka og bændur í Húna- vatnssýslu Frissa. Mér var strítt sem krakki með nafninu „Bomm bomm egg“ af því að ég spilaði á trommur og kom alltaf með eggjabrauð í skólann. Annars hef ég ekki fundið upp gælunafn eins og Gilzenegger, nei… Hvaða lag kaustu í keppn- inni í fyrra? Ég var sjálfur að keppa og man að ég gleymdi að kjósa! Ég var svo önnum kafinn við að svara sms-um frá vinum og kunningjum. Í hverju verðurðu í kvöld? Ég verð í fatnaði sem Selma Ragnars fatahönnuður hannaði á mig. Ég er rosa ánægður með það, stílhreint og tignarlegt. Hvernig segir maður 12 stig á finnsku? Kaxi ulla! Gleymdi að kjósa í fyrra Friðrik Ómar Hjörleifsson „Eldur“. Lag: Grétar Örvarsson og Kristján Grétarsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir. Áttu þér gælunafn? Nei, er reyndar stundum kallaður Haffi. Hvaða lag kaustu í keppn- inni í fyrra? Ég var erlendis og gat því ekki kosið. Í hverju verðurðu í kvöld? Ég verð í kúrekastígvélum, gallabuxum, hvítri skyrtu og jakka. Hver verður í öðru sæti í kvöld á eftir þér? Ætli ég segi ekki bara „Ég og heilinn minn“. Hvaða lag af hinum átta myndirðu vilja flytja ef þú fengir ekki að syngja þitt lag? „Ég og heilinn minn.“ Hvernig segir maður 12 stig á finnsku? Ég hef ekki hugmynd! Ég kann bara að telja upp að fjórum og óska gleðilegs árs á finnsku. Gleðilegt ár á finnsku Hafsteinn Þórólfsson „Þú tryllir mig“ Lag: Hafsteinn Þórólfsson Texti: Hafsteinn Þórólfsson og Hannes Páll Pálsson Áttu þér gælunafn? Já, ég heiti Ragnheiður en hef verið kölluð Heiða frá fæðingu. Hvaða lag kaustu í keppninni í fyrra? Ég hélt með Silvíu Nótt og kaus hana. Í hverju verðurðu í kvöld? Ég verð í rosa flottu svörtu og silfruðu dressi. Hvaða lag af hinum átta myndirðu vilja flytja ef þú fengir ekki að syngja þitt lag? Góð spurning! Ætli ég verði ekki að segja „Þú tryllir mig“. Það er uppáhalds lagið mitt fyrir utan „Ég og heilinn minn“. Hvernig segir maður 12 stig á finnsku? Ég kunni einhvern tímann að telja upp í tíu allavega. Kaksi kymmenen punti segi ég. Í svörtu og silfruðu Heiða - Ragnheiður Eiríksdóttir „Ég og heilinn minn“ Lag: Dr. Gunni og Ragnheiður Eiríksdóttir Texti: Dr. Gunni Áttu þér gælunafn? Ég á mér bara gælunafnið Jónsi. Hvaða lag kaustu í keppn- inni í fyrra? Ég kaus Silvíu Nótt. Í hverju verðurðu í kvöld? Fötum. Hver verður í öðru sæti í kvöld á eftir þér? Finnst ekki að ég eigi að tjá mig um það í fjölmiðlum að svo stöddu. Hvaða lag af hinum átta myndirðu vilja flytja ef þú fengir ekki að syngja þitt lag? Það er ekkert annað lag sem ég myndi frekar vilja flytja. Ég fékk að velja um okkur lög og „Segðu mér“ bar höfuð og herðar yfir öll hin. Hvernig segir maður 12 stig á finnsku? Mina rakastan sinua. Vildi ekki syngja neitt annað Jónsi „Segðu mér“ Lag: Trausti Bjarnason Texti: Ragnheiður Bjarnadóttir Áttu þér gælunafn? Matti, Thewie, Matti Popp. Hvaða lag kaustu í keppn- inni í fyrra? Nú lagið sem ég söng. Í hverju verðurðu í kvöld? Einhverju „casual“ fínu. Hver verður í öðru sæti í kvöld á eftir þér? Ég í hinu laginu sem ég syng í. Hvaða lag af hinum átta myndirðu vilja flytja ef þú fengir ekki að syngja þitt lag? „Þú tryllir mig“. Held að svona Eurodisco henti rödd minni ein- staklega vel, og þá gæti ég sýnt hvers ég er megnugur sem dansari. Hvernig segir maður 12 stig á finnsku? 12 stig á finnsku. Stefnir á efstu tvö sætin Matthías Matthíasson „Húsin hafa augu“ Lag: Þormar Ingimarsson Texti: Kristján Hreinsson Áttu þér gælunafn? Sjonni, Sonni, Brinkster, Sjonnster og Brinkarinn. Fer eftir því hver er að kalla á mig. Hvaða lag kaustu í keppn- inni í fyrra? Ég kaus lagið „Hjartaþrá“, alveg frábært lag með mögnuðum flytjanda Í hverju verðurðu í kvöld? Í brjáluðu stuði. Hver verður í öðru sæti í kvöld á eftir þér? „Húsin hafa augu“. Hvaða lag af hinum átta myndirðu vilja flytja ef þú fengir ekki að syngja þitt lag? Lagið hans Matta, „Húsin hafa augu“. Hvernig segir maður 12 stig á finnsku? Kukka pokka le hakkinen. Verður í brjáluðu stuði Sigurjón Brink „Áfram“ Lag: Bryndís Sunna Valdimars- dóttir og Sigurjón Brink Texti: Jóhannes Ásbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.