Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 1
HUGSAÐ Í TÍMA REGLUBUNDINN PENINGASPARNAÐUR ER GÓÐ GJÖF TIL FRAMTÍÐAR >> 18 RÚSSAR ERU AFAR ÓÁNÆGÐIR MEÐ BUSH KULDAKAST ALVEG UPP Á NÝTT >> 20 Sjá dagskrá á www.si.is Á Degi ungra fræðimanna: Samtök iðnaðarins og Alþjóðamálastofnun HÍ standa fyrir Degi ungra fræðimanna miðvikudaginn 28. febrúar þar sem ungu og/eða nýútskrifuðu fólki gefst færi á að kynna rannsóknir sínar tengdar Evrópumálum. Þjóðarstolt eða samrunaþrá? - Íslensk hafréttarmál - Sjávarútvegsstefnan - Norræn vídd - Klúður í innleiðingu tilskipana - Vitundaruppbygging - Firra eða framtíð samningsréttar? Evrópu-rétt og Evrópu-rangt STOFNAÐ 1913 56. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is BYGGING álvers Alcoa Fjarðaáls er á áætl- un og Landsvirkjun mun útvega fyrirtækinu rafmagn af landsnetinu til að gangsetja ál- verið í apríl nk., en það tekur 6–7 mánuði. Reiknað er með að álframleiðsla Alcoa Fjarðaáls í ár muni nema á bilinu 110 og 120 þúsund tonnum, eða tæpum þriðjungi fullrar afkastagetu. Af 336 kerum álversins er nú búið að prófa fyrstu 22 kerin í báðum kerskálum og 84 önnur ker eru langt komin. Björn S. Lár- usson hjá Bechtel segir búið að afhenda Al- coa 42 ker sem fyrirtækið undirbýr nú til gangsetningar. Nú starfa á byggingarsvæð- inu á Reyðarfirði tæplega 1.800 manns, en í allt eru ráðnir um 2.100 manns þar sem hinir eru í fríi. Þetta er mesti fjöldi sem verið hef- ur á svæðinu til þessa. Bechtel hefur aukið gistirými í starfsmannabúðum sínum í Haga við Reyðarfjörð úr 1.522 í 1.630 og megnið af gistirými á hótelum og gistihúsum á Mið- Austurlandi er frátekið fyrir starfsmenn fyr- irtækisins. Fyrsta súrálsskipið er væntanlegt með súrál til álversins 25. mars nk. Aukin áhersla á aðrennslisgöngin Þrjár aflvélar Kárahnjúkavirkjunar af sex eru nánast fullfrágengnar og aukin áhersla hefur verið lögð á að flýta umsvifamiklu verki í frágangi aðrennslisganganna milli Hálslóns og stöðvarhússins í Fljótsdal. Þriggja mánaða tafir verksins verða unnar upp með því að gangsetja vélar hraðar en áætlað var, auk þess sem álverinu verður út- vegað rafmagn af landsnetinu til að byrja með. Síðasta aflvél Kárahnjúkavirkjunar verður gangsett í október nk. „Þrátt fyrir tafir teljum við það meiri háttar sigur að sjá ekki fram á annað en stöðin verði komin í fullan rekstur nákvæmlega á réttum tíma. Þetta verk er gríðarlega flókið og erfitt og tímaáætlunin í þrengra lagi,“ segir Sigurður Arnalds hjá Landsvirkjun. Rúmlega 1.500 manns vinna nú að Kárahnjúkavirkjun. 150–200 nýjar fjölskyldur á svæðið Að sögn Ernu Indriðadóttur hjá Alcoa er nú búið að ráða til Alcoa Fjarðaáls um 250 manns. 58% þeirra eru heimamenn af Aust- urlandi, 37% koma annars staðar af landinu og um 5% starfsmanna eru Íslendingar sem flytja aftur heim eftir nám og störf í útlönd- um. 32% ráðinna starfsmanna eru konur. Erna segir að haldist hlutfall heimamanna út ráðningarferlið komi á milli 40 og 50% af nýju fólki inn á svæðið sem þýði e.t.v. 150 til 200 nýjar fjölskyldur. Ráðning 100 starfs- manna er fyrirhuguð á næstunni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Orka Þrjár af sex aflvélum Kára- hnjúkavirkjunar eru brátt tilbúnar. Tveir mán- uðir í álver Útlit fyrir að allar tímasetningar standist SJÁLFBOÐALIÐAR úr Bláa hernum, sem herjar á hvers konar rusl við hafnir og strendur, hreinsuðu upp olíumengaðan þara við Gerðakotstjörn, skammt frá strandstað flutningaskipsins Wilson Muuga á laugardag. Einnig voru þar menn frá Víði í Garði og björgunarsveitinni Sigurvon í Sandgerði. Ljósmynd/Ellert Grétarsson Fjaran hreinsuð TIL greina kemur að hlutar af myndinni Babylon AD verði teknir hér á landi á næstu mánuðum en framleiðendur mynd- arinnar hafa skoðað tökustaði hér síðustu daga. Myndin á að gerast í framtíðinni í Rússlandi og Kína og hafa aðstandendur hennar skoðað tökustaði þar sem snjó er að finna. Aðalleikarar myndarinnar verða þau Vin Diesel og Michelle Yeoh en þau eru mörgum íslenskum kvikmynda- áhugamönnum vel kunn. Að sögn Snorra Þórissonar hjá kvikmyndafyrirtækinu Pegasus, sem vinnur að verkefninu, hefur ekki verið ákveðið hvort hlutar mynd- arinnar verða teknir upp hér á landi en verði af því verði verkefnið í stærri kant- inum á íslenskan mælikvarða. Vin Diesel til Íslands? Vin Diesel AÐALATRIÐIÐ er að vegagerð í fyrirhuguðum Vatnajökulsþjóðgarði falli vel að landslaginu, að mati Jón- ínu Bjartmarz umhverfisráðherra. Hún kveðst ekki hafa tekið undir hugmyndir um að raska landslagi með því að leggja upphækkaða vegi eða hraðbrautir á hálendinu. Ráðgjafarnefnd um Vatnajökuls- þjóðgarð telur æskilegt að vegir inn- an garðsins, nánar skilgreindir í skýrslu nefndarinnar, verði lagðir bundnu slitlagi. Þá tekur nefndin undir tillögur um að leggja upp- byggða vegi, a.m.k. frá Kára- hnjúkavegi um Snæfellsleið að Brúarjökli og frá Hrauneyjum í Jökulheima. Jónína minnir á að hún hafi lýst sig andvíga því að leggja malbikað- an upphækkaðan veg yfir hálendið, m.a. vegna þess að veglínan ætti að skera Guðlaugstungur. Sama gildi um Vatnajökulsþjóðgarð. Vegir þar eigi ekki að raska landslaginu. Hún segir að hugmyndir um malbikun vega innan þjóðgarðsins séu álita- efni sem tekið verði á í verndaráætl- un hans. „Þarna er um að ræða hug- myndir sem komu fram og þeirra finnur stað í greinargerð með frum- varpinu en eru ekki hluti af því,“ segir Jónína. „Við þekkjum gott dæmi um malbik, án þess að meira hafi verið aðhafst. Það er í þjóðgarð- inum á Þingvöllum. Þar er malbik- aður kafli og ég held að flestir séu sammála um að það hafi verið rétt framkvæmd á sínum stað og tíma. Rökin fyrir malbiki eru helst að binda ryk, minnka viðhald og lengja ferðamannatíma.“ Vegir raski ekki landslagi í Vatnajökulsþjóðgarði Jónína Bjartmarz  Bundið slitlag | 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.