Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GLÆSILEGUR ÁRANGUR Staða íslenzku bankanna í augumumheimsins hefur gjörbreytztá einu ári. Fyrir tólf mánuðum var um fátt meira rætt hér en skýrslur sem greiningardeildir al- þjóðlegra fjármálafyrirtækja sendu frá sér í stríðum straumum þar sem fjárhagslegur styrkleiki íslenzku bankanna var dreginn mjög í efa. Nú, ári síðar, sendir lánshæfis- matsfyrirtækið Moody’s frá sér til- kynningu um að fyrirtækið hafi hækkað lánshæfismat íslenzku við- skiptabankanna þriggja, Landsbank- ans, Glitnis og Kaupþings. Langtíma- skuldbindingar bankanna þriggja fá einkunnina Aaa, sem er hæsta ein- kunn sem fyrirtækið gefur. Þetta þýðir að lánshæfismat ís- lenzku bankanna er orðið jafnhátt og banka á Norðurlöndum á borð við Danske Bank, Nordea Bank og Sampo Bank og hærra en t.d. Jyske Bank en greiningardeildir sumra þessara banka voru meðal þeirra sem gagnrýndu íslenzku bankana hvað mest á síðasta ári. Þetta eru skemmtileg tíðindi fyrir íslenzku bankana og mikil traustsyf- irlýsing við þá. Það er augljóst að þeir hafa tekið skynsamlega á þeim vandamálum sem þeir stóðu frammi fyrir á síðasta ári og greitt farsællega úr þeim. Augljóst er að viðbrögð þeirra við erfiðri stöðu hafa styrkt þá mjög og líklegt má telja að umsvif þeirra í öðr- um löndum muni vaxa mjög á næstu misserum. Það er í sjálfu sér merkilegt að Ís- lendingar skuli hafa náð svo miklum árangri í alþjóðlegri fjármálastarf- semi á svo skömmum tíma. Líkleg skýring er m.a. að við eigum nú mjög vel menntaða kynslóð fólks á bezta aldri, sem hefur sótt menntun sína til margra landa. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær: „Þetta kom okkur í raun nokkuð á óvart. Sérfræðingar okkar hafa skoð- að þessa nýju aðferðafræði Moody’s í nokkra mánuði og bjuggust þeir við að við mundum hækka um einn flokk í Aa3.“ Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Þá skiptir það einnig miklu máli að horfum á fjárhagslegum styrk bankans var breytt úr neikvæðum í stöðugar og kemur það ekki til sízt vegna margháttaðra aðgerða bank- ans til að minnka markaðsáhættu og bæta lausafjárstöðu, meðal annars með afar vel heppnaðri alþjóðlegri innlánastarfsemi bankans.“ Og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær: „Það er […] afar jákvætt að hafa fengið lánshæfismat upp á Aaa sem fá fyrirtæki í heiminum geta státað sig af.“ Það er ástæða til að óska bönkun- um til hamingju með glæsilegan ár- angur. LYFJAKOSTNAÐUR OG LÍFSGÆÐI Byltingarkenndar framfarir hafaorðið í þróun svokallaðra líf- tæknilyfja á undanförnum árum og hafa þau í mörgum tilvikum gerbreytt lífi sjúklinga. En lyfin eru dýr og því hefur vaknað spurning um það hvern- ig eigi að fara með lyf sem getur kost- að eina til tvær milljónir á ári að gefa og jafnvel sex til sjö milljónir eins og dæmi munu vera um. Spurningar um jafnvægið á milli lyfjakostnaðar og lífsgæða. Í fréttaskýringu í Morgun- blaðinu í gær fjallar Pétur Blöndal um þetta mál. Þar kemur í ljós að þegar nýju líftæknilyfin komu fyrst á mark- að og ljóst var hver kostnaðurinn yrði var brugðið á það ráð að beina þessu í ákveðinn farveg. Landspítali – há- skólasjúkrahús metur gagnsemi lyfjanna og hvaða sjúklingar njóti þeirra. Kostnaði við þau var skipt á milli Tryggingastofnunar, Landspít- ala, annarra sjúkrahúsa og öldrunar- stofnana. „Í þessu ferli er ekki bara metin gagnsemi heldur er það einnig vegið ámóti því hversu mikið lyfið kostar,“ segir Sigurður B. Þorsteinsson, yfir- læknir deildar lyfjamála á LSH, í greininni. „Þetta er nokkurs konar gagnsemi/arðsemismat, ef nota má svo kuldalegt orð um viðkvæma hluti. Og fram að þessu hefur verið nokkuð góð sátt um þetta skipulag.“ Hér á landi hafa verið leyfð 28 líf- tæknilyf og eru þau fyrst og fremst við MS-sjúkdómnum, gigt, krabbameini, augnsjúkdómum, húðsjúkdómum og lungnaháþrýstingi. Það athyglisverða er að í raun hafa öll líftæknilyf verið leyfð hér á landi, eins og fram kemur hjá Sigurði, og nýjustu lyfin eru nú til umsagnar. Hér er um að ræða lyf, sem aðeins ríkustu ríki heims hafa efni á að nota. Í máli Sigurðar kemur meira að segja fram að hér hafi verið leyfð tvö krabbameinslyf sem var hafnað á Englandi og í Skotlandi þar sem þau þóttu ekki skila nógu miklu til að rétt- læta kostnaðinn. Líftæknilyf geta valdið þáttaskilum í lífi sjúklinganna. Í Morgunblaðinu í gær lýsa þrír einstaklingar með liða- gigt eða iktsýki áhrifum líftæknilyfja á líf sitt. Einn þeirra, Kristján Þór Hlöðversson, er spurður um hinn mikla kostnað af lyfjunum: „Já, en á móti kemur að ég er starfshæfur og miðað við launin, sem ég hef, tel ég mig borga vel til baka.“ Þess eru dæmi að líftæknilyf skilji á milli þess að vera óvinnufær öryrki og geta stunda fulla vinnu. Ekki þarf að spyrja um muninn á þessu tvennu fyr- ir einstakling og í raun ætti það ekki að vera álitamál þegar lyf geta haft svo mikið að segja. hOg fyrir þá, sem vilja aðeins leggja kalt mat á hlutina, má minna á að það getur líka kostað skildinginn að gefa þessi lyf ekki. Hér á landi hefur ákjós- anlegasta leiðin verið valin: líftæknilyf eru leyfð og þeir sem á þeim þurfa að halda njóta þeirra. Það er mannúðleg- asta lausnin og efnin eru til staðar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Að sönnu hefur áður komiðtil harðra orðaskipta. Ogreynslan kennir aðmönnum hættir til að of- túlka slíkar yfirlýsingar og hrapa að ótímabærum ályktunum. Það á einnig við nú; til eru þeir sem telja afdráttarlaus ummæli Vladímírs V. Pútíns Rússlandsforseta á ráð- stefnu í Þýskalandi fyrr í mánuðin- um til marks um að nýtt kalt stríð sé yfirvofandi. Ræða forsetans var að sönnu merkileg og mögnuð um sumt en gefur vart tilefni til svo dramatískra ályktana. Á hinn bóg- inn varpar hún ljósi á afstöðu rúss- neskra ráðamanna til þróunar mála á alþjóðavettvangi og þó einkum djúpstæða óánægju þeirra vegna framgöngu stjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta. Í þeim efnum er enn eitt kuldakastið hafið. En ræða Pútíns var einnig hugsuð til „innanlandsneyslu“; þeim boð- skap var skilmerkilega komið til rússnesku þjóðarinnar að Rússland hefði stórlega styrkt stöðu sína á al- þjóðavettvangi í valdatíð forsetans en engu að síður væru óvinirnir enn við virkisveggina. Og þá afstöðu ber fyrst og fremst að setja í samhengi við forsetakosningarnar sem fram fara eystra á næsta ári þegar arf- takinn sem Pútín velur verður krýndur. Réttnefnd „þrumuræða“ Pútíns virtist koma þátttakendum á Ör- yggisráðstefnunni í München í opna skjöldu. Ráðstefna þessi, sem hóf göngu sína á sjöunda áratugnum, í miðju kalda stríðinu, er haldin á ári hverju og hana sækja ráðherrar, háttsettir embættismenn, þing- menn og sérfræðingar. Ráðstefnan hefur löngum reynst mikilvægur vettvangur fyrir skoðanaskipti um alþjóðleg öryggismál og fór lengst- um fram innan vébanda Atlants- hafsbandalagsins (NATO). Meðal þeirra sem hlýddu á ræðu Rúss- landsforseta voru Robert Gates, nýr varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, og Angela Merkel, kansl- ari Þýskalands. Forseti Rússlands er maður heldur kuldalegrar yfirvegunar og enginn vafi leikur á því að hann hafði ákveðið að nýta sér þennan vettvang til réttnefndrar stórárásar á Bandaríkin undir stjórn George W. Bush forseta. Um sumt minntu ummæli Pútíns á yfirlýsingar hans fyrir innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak árið 2003 er Rússar skipuðu sér í forystusveit þeirra þjóða sem mótmæltu þeim gjörn- ingi af mestum þunga. „Stórhættulegt ójafnvægi“ Pútín lýsti yfir því í München að Bandaríkjamenn hefðu „farið yfir strikið“, virt öll mörk að vettugi, á undanliðnum árum og ætti það við um öll svið alþjóðamála. Bandarísk stjórnvöld hefðu þvingað önnur ríki til undirgefni. Það ójafnvægi sem ríkti á alþjóðavettvangi sökum yf- irgangs Bandaríkjastjórnar þýddi í raun aðeins eitt; hugsunin væri sú að hýsa allt ákvörðunarvald á ein- um stað og skapa heim þar sem að- eins einn herra drottnaði yfir öllum öðrum. Yfirráðastefna Bandaríkja- manna á alþjóðavettvangi hefði ein- ungis haft hörmungar í för með sér og ætti ekkert skylt við lýðræði. „Stað- og svæðisbundnum átökum hefur ekki fækkað. Fjöldi þeirra sem týnt hafa lífi hefur ekki minnk- að heldur þvert á móti aukist. Við fáum ekki greint taumhald í neinum efnum, aðeins hamslausa beitingu valds,“ sagði Rússlandsforseti. Pút- ín kvað þetta ástand mála „stór- hættulegt“, öryggisleysið væri al- gjört þar eð enginn treysti á að njóta verndar alþjóðalaga. Banda- ríkjamenn hefðu þráfaldlega efnt til átaka en ekki auðnast að ná fram niðurstöðu í neinum þeirra. Í ræðu Pútíns kom einnig fram að gagnrýni sem hann hefur sætt, einkum af hálfu Bandaríkjamanna og nokkurra Evrópuleiðtoga, þess efnis að lýðræði hafi mjög átt undir högg að sækja í valdatíð hans í Rússlandi hefur hitt í mark. „Þeir eru öllum stundum að kenna Rúss- um lýðræði. En kennarar okkar hafa, af einhverjum sökum, engan raunverulegan áhuga á að kynna sér það sjálfir.“ Pútín vék að þeim áformum Bandaríkjamanna að koma upp varnarkerfi gegn eldflaugum í tveimur nýjum NATO-ríkjum, Pól- landi og Tékklandi. „Hvers vegna er nauðsynlegt að koma fyrir her- búnaði við landamæri okk er sú áætlun í samræmi samtímans. Hver er hin r lega ógn? Hryðjuverkast sagði forsetinn og ítrek framt andstöðu Rússa vi stækkun Atlantshafsbanda Bandarískir embættism á síðustu vikum og mánu faldlega lýst yfir því að var ið sem áformað er að kom Tékklandi og Póllandi sé e að til að bregðast við mögu af hálfu Rússa. Kerfið verð til að unnt reynist að gra flaugum sem svonefnd „út kunni að beina að skotm Evrópu og Bandaríkjun einkum horft til Írans og Kóreu í þessu sambandi væna stjórn Bush forset vilja með þessu hrinda af vígbúnaðarkapphlaupi. Árás Cheneys svarað Ræðu Rússlandsforseta í margvíslegt samhengi á v alþjóðamála þótt vísun framgöngu stjórnar Bush f augljós. Við hæfi sýnist í þe bandi að minna á ræðu s Cheney, varaforseti B anna, flutti á ráðstefnu í Litháen í maímánuði í fy lýsti Cheney m.a. yfir því Vladímírs V. Pútíns hefði s unnið að því að hefta fr lýðræðisins í Rússlandi. S brytu nú purkunarlaus grundvallarréttindum þeg nefndi varaforsetinn til sög fjölmiðlun, starfsemi stj flokka, trúfrelsi og óhefta s áhugasamtaka ýmissa. Rá Moskvu hefðu einnig nota olíuútflutning sem tæki í að ögra öðrum þjóðum o þær. Vísaði varaforseti þessu til gasútflutnings R Úkraínu sem þeir höfðu st skeið í janúarmánuði að mati í pólitískum tilgangi. virtist sem „andstæðingar í Rússlandi leituðust við að „ávinning“ undanliðinna því að hundsa leikreglur ins. Slíkt gæti haft áhrif á s Rússa við aðrar þjóðir. Ch þó fram að bandarískir r teldu ekki hættu á að Rús ust í hóp óvinaþjóða. Þjóðhyggja Vladímír V. Pútín Rússlandsforseti leggur blómsveig að gröf óþekkta hermannsins á Degi Nýtt kuldak Þrumuræða Vladímírs V. Pútíns á ráðstefnu í Þýskala gagnrýni Rússa á stefnu Bandaríkjastjórnar frá lokum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.