Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 21 Nokkuð hefur verið rættum vaxandi ójöfnuð ítekjuskiptingu Íslend-inga á síðustu misserum. Ástæða þess er sú að árlega hafa komið fram opinber gögn er sýna mikla aukningu tekjumunar, einkum frá 1995. Þetta eru gögn sem fjár- málaráðuneytið hefur lagt fram á Alþingi, gögn sem Hagstofan hefur birt árlega í Landshagsskýrslu sinni (áður birt af Þjóðhagsstofnun), gögn frá Ríkisskattstjóra og loks kemur þetta fram í skýrslu Hagfræðistofn- unar HÍ frá 2001, en hún sýndi að ójöfnuður minnkaði talsvert frá 1988 til 1993–4 en tók þá að aukast all- mikið allt til ársins 2000, en skýrslan náði ekki lengra í tíma. Þessi aukn- ing ójafnaðar í tekjuskiptingunni er mest þegar allra tekjur eru með- taldar en minnkar eftir því sem stærri hluti fjármagnstekna er und- anskilinn. Þó fjár- magnstekjur séu alveg undanskildar verður niðurstaðan samt nokkur aukning ójafn- aðar. Það kom því á óvart er forsætisráðherra, Geir H. Haarde, sagði í sjónvarpi fyrir skömmu að allt tal um aukinn ójöfnuð hér á landi væri byggt á mis- skilningi ef ekki mis- tökum tveggja prófess- ora. Þó var hann fjármálaráðherra þeg- ar ráðuneytið hans lagði fyrst fram svo- kallaða Gini-stuðla sem sýndu vaxandi ójöfnuð í tekjuskiptingunni. Virtist forsætisráð- herra byggja þessi um- mæli á hvatvíslegum greinum Hannesar Gissurarsonar um efn- ið. Hannes fullyrti að tilkoma nýrrar Evrópukönnunar frá Hagstofu Ís- lands (Lágtekjumörk og tekjudreif- ing 2003–2004), sem benti til að tekjumunur hér á landi væri á svip- uðu róli og í hinum norrænu lönd- unum árið 2004, þýddi að ójöfnuður hér á landi hefði ekki aukist á síðasta áratug. Hann hefur að vísu líka sagt í öðru samhengi að ójöfnuður hafi vissulega aukist en gerði um leið lítið úr málinu. Nú er það svo að könnun á einum tímapunkti (2003–4) segir ekkert um þróun tekjuskiptingar næstu tíu ár- in á undan. Þó þessi könnun sýni svipaða útkomu hér 2004 og í grann- ríkjunum þarf það ekkert að rekast á niðurstöður um að ójöfnuður hafi aukist næstu tíu árin á undan. Tvennt getur einkum skýrt þetta sem einhverjum kann að þykja mis- ræmi. Í fyrsta lagi getur vel verið að tekjuskiptingin fyrir tíu árum hafi verið nokkuð jafnari hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Skýrsla Hagfræðistofnunar sýndi einmitt aukna jöfnun frá 1988 til 1993–4. Í öðru lagi skiptir máli hvernig Hag- stofan mælir ójöfnuðinn í tekjuskipt- ingunni. Í könnun Hagstofunnar er byggt á forskrift frá Evrópusambandinu sem felur í sér að sleppt er um helm- ingi af fjármagnstekjum (einkum hagnaði af sölu hlutabréfa) og er svo í öllum löndunum. Þess vegna er væntanlega rétt hjá Hagstofunni að gera það í þessum samanburði. Þetta hefur þó afar mikil áhrif á út- komuna fyrir Ísland. Hagstofan hafði áður birt á vef Evrópusam- bandsins bráðabirgðaniðurstöðu úr þessari könnun og þá voru allar tekjur meðtaldar. Niðurstaðan þá var að Gini-ójafnaðarstuðullinn væri 0,35 fyrir 2004 (sem er svipuð nið- urstaða og kom úr gögnum rík- isskattstjóra). Í lokaskýrslunni þar sem um helmingi fjármagnstekna er sleppt verður niðurstaðan hins veg- ar 0,24–0,25 og er Ísland þá á svip- uðu róli og hinar norrænu þjóðirnar. Þetta er hins vegar afar mikill mun- ur og virðist ljóst að fjármagns- tekjur, einkum hagnaður af sölu hlutabréfa, skipta afar miklu máli fyrir tekjuskiptinguna á Íslandi, meira en í öðrum vestrænum löndum. Fátítt er að Gini- stuðull geti breyst svona mikið, frá 0,35 til 0,25, eftir því hvort helmingur fjármagns- tekna er undanskilinn eða ekki. Hér gætir hugsanlega áhrifa af því að hlutabréfaeign er víða í Evrópu ekki sérlega almenn og hins að mikil þensla hefur verið á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu árum. Fjár- magnstekjur eru því líklega stærri hluti heildartekna hér en víða í Evrópu. Auk þess eru fjármagnstekjur skatt- lagðar minna hér en annars staðar á Vesturlöndum og eykur það áhrif fjármagnstekna á tekjuskiptinguna. Þá eru hugsanlega mikil brögð að því að aðilar sem aðstöðu hafa til geti fært hluta atvinnutekna sinna yf- ir í fjármagnstekjur sem eru skattlagðar um 10% í stað hátt í 40% skattlagningar atvinnutekna. Þetta gæti t.d. átt við um þá nærri 28.000 aðila sem eru með hluta- og einkahlutafélög hér á landi, sem og stjórn- endur og eigendur stærri fyrirtækja. At- hyglisvert er að fjöldi venjulegra heimila (hjón og sambúð- arfólk) er rétt um tvö- faldur fjöldi einka- hlutafélaga í landinu (um 59.000 hjón á móti 28.000 einkahluta- félögum). Nærri lætur að þetta sé eitt einkahlutafélag á hverjar 2–3 fjölskyldur. Það er væntanlega fjarri því að vera sambærilegt við nokkurt annað land. Sum þessara einka- hlutafélaga hafa verið stofnuð til að ná fram skattahagræði fyrir að- standendur. Það eru því sterkar vís- bendingar um að hluti af miklum vexti fjármagnstekna hér á landi sl. áratug geti tengst einhverri til- færslu atvinnutekna til fjármagns- tekna. Ofangreint skiptir miklu máli fyr- ir tekjuskiptinguna því fjármagns- tekjur koma í mestum mæli til fólks í hærri tekjuhópunum, ekki síst arður og hagnaður af sölu hlutabréfa. Þeg- ar hluta fjármagnstekna er sleppt í rannsókn á tekjuskiptingu er skorin væn sneið ofan af hærri tekjunum áður en tekjumunurinn er mældur. Þannig jafnast tekjuskiptingin. Þetta skiptir enn meira máli þar sem vægi fjármagnsteknanna er mikið, eins og virðist vera á Íslandi. Þetta þýðir að mæling á ójöfnuði í tekju- skiptingu sem einungis byggist á helmingi fjármagnstekna gefur tak- markaða mynd af raunverulegri tekjuskiptingu í landinu. Ef vægi fjármagnsteknanna í tekjudreifing- unni er meira hér en í öðrum löndum má spyrja hvort þetta skekki sam- anburð milli landa? Æskilegt væri í slíku tilviki að birta báðar útkomur, þ.e. með öllum tekjum og með helm- ingi fjármagnstekna. Varð engin aukning ójafnaðar? En hvernig lítur þróun tekju- skiptingarinnar út ef notað er sama hugtak og Hagstofan notar í hinni nýju Evrópukönnun? Sýnir það að engin aukning ójafnaðar hafi orðið á síðasta áratug, eins og Geir H. Haarde og Hannes Gissurarson halda fram? Þessu er svarað í töflu 1. Gögnin eru birtar tölur Hagstofu Íslands (Landshagur 2006) og Þjóðhags- stofnunar (Tekjur, eignir og dreifing þeirra 1993 og 1994). Tekjuhugtakið er ráðstöfunartekjur eftir skatta og bætur, en að frádregnum hagnaði af sölu hlutabréfa. Þarna er sem sagt sleppt um helmingi af fjármagns- tekjum, eins og Hagstofan gerir í Evrópukönnuninni. Sýndar eru meðal ráðstöf- unartekjur fjölskyldna í 10 jafn stórum tekjuhópum, raðað frá þeim sem hafa lægstu tekjurnar til þeirra sem hæstu tekjur hafa. Þannig voru meðaltekjur fjölskyldna í lægsta hópnum 1.069 þúsundir króna árið 1993 og höfðu hækkað í 2.058 þús. árið 2005, eða um 92,4% á verðlagi hvers árs. Eins og sjá má í 4. dálki hækkuðu tekjur meira eftir því sem ofar dró í tekjustiganum og loks er hækkunin í efsta 10% hópnum lang- mest, eða um 216,9%. Þetta sýnir gleikkunina í tekjustiganum á tíma- bilinu, sem er auðvitað aukinn ójöfn- uður í tekjuskiptingunni. Það gerð- ist sem sagt bæði með því að fólk í lægri tekjuhópum dróst afturúr meðaltekjum og fólk í hæsta hópn- um fór langt fram úr hinum. Í neðri hluta töflunnar eru sýndir Gini-ójafnaðarstuðlar, fyrst fyrir töl- urnar í töflunni og í neðstu línu fyrir allar tekjur. Þannig var Gini- stuðullinn 0,197 árið 1993, sem myndi teljast lítill ójöfnuður í öllum samanburði. Árið 2005 var stuðull- inn kominn í 0,277 og hafði hækkað um 40,6% á tímabilinu. Það er mikil hækkun, og í reynd meiri en varð í Bandaríkjunum í tíð Reagans sem og í tíð Thatchers í Bretlandi. Ef hins vegar er miðað við allar fram- taldar tekjur þá fór Gini-stuðullinn úr 0,210 í 0,360 og hafði hækkað um 71,4%, sem er einstaklega mikið. Að lokum er sýnd á meðfylgjandi mynd aukning kaupmáttar sömu ráðstöfunartekna og í töflunni. Þetta er því sama tekjuhugtakið og notað er í Evrópukönnun Hagstofunnar (sleppt er hagnaði af sölu hlutabréfa, þ.e. um helmingi fjármagnstekna). Kaupmáttur fjölskyldna í lægstu tveimur hópunum (lægstu 20% heimila) jókst um 31–32% á tíma- bilinu í heild, eða um 2,6% á ári að meðaltali. Síðan hækkaði kaupmátt- urinn meira, stig af stigi eftir því sem ofar er komið í tekjustigann. Fólk með meðaltekjur fékk 52–56% aukningu kaupmáttar, eða um 4,6% á ári. Loks jókst kaupmáttur fólks í efsta tíundarhlutanum mun meira, eða um 118%, sem jafngildir nálægt 10% kaupmáttaraukningu á ári hverju í 12 ár. Ef hagnaður af sölu hlutabréfa væri meðtalinn væri aukningin í þessum hópi ennþá meiri, en einnig væri hún meiri í næstu hópum þar fyrir neðan. Þó segja megi að 2,6% aukning kaupmáttar, eins og varð í lægstu tekjuhópunum, sé ágæt miðað við það sem er í mörgum öðrum lönd- um, þá þýðir hún að fólk í þessum hópum dróst aftur úr í góðærinu á Íslandi. Þarna er að finna umtals- verðan hluta eldri borgara, öryrkja og lágtekjufólks á vinnumarkaði. Þjóðir sem nutu álíka hagsældar og við Íslendingar á þessu tímabili, t.d. Írar og Norðmenn, juku kaupmátt lægstu 20% heimila ríflega tvöfalt meira en varð á Íslandi 1995 til 2000 (sjá nánar grein mína „Aukinn ójöfnuður á Íslandi“ í Veftímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla). Niðurstaða Það er ánægjulegt að Ísland kem- ur vel út í samanburði tekjuskipt- inga í nýlegri Evrópukönnun Hag- stofu Íslands. Ég hef hins vegar sýnt í þessari grein og öðrum að það skiptir verulegu máli fyrir mat á ójöfnuði tekjuskiptingar hvaða tekjuhugtak er notað. Eðlilegast er að nota allar ráðstöfunartekjur, eftir skatta og bætur. Algengt viðmið í milliríkjasamanburði er hins vegar að sleppa hagnaði af sölu hlutabréfa og verðbréfa, eins og Hagstofan ger- ir. Þetta er meðal annars gert vegna þess að í sumum löndum skipta slík- ar tekjur ekki miklu fyrir tekju- skiptinguna auk þess sem þær eru mjög breytilegar yfir tíma. Hér virð- ist þessi tekjuliður hins vegar skipta óvenju miklu máli, ekki síst vegna séríslenskra aðstæðna í skattakerf- inu (m.a. óvenju lágrar skattlagn- ingar fjármagnstekna). Niðurstaðan er gjörbreytt eftir því hvort þessi liður er meðtalinn eða undanskilinn. Við slíkar aðstæður virðist eðlilegt að horft sé til beggja mælinga, þ.e. með og án þessa liðar. Tekjuskipting þjóðar verður ekki sýnd til fulls nema allar tekjur séu meðtaldar. Það er loks rangt að draga þá ályktun að ójöfnuðurinn hafi ekki aukist hér á landi síðasta áratuginn af niðurstöðu Hagstofukönnunar- innar. Þegar notað er sama tekju- hugtak og Hagstofan byggir á og þróun þess frá 1993 til 2005 skoðuð, kemur í ljós að tekjuójöfnuðurinn (skv. Gini-stuðli) hefur aukist um 40%. Það er mikil aukning á alla mælikvarða. Ef allar tekjur væru meðtaldar telst aukningin enn meiri. Ójöfn kaupmáttaraukning Eftir Stefán Ólafsson » Tekjuskipt-ing þjóðar verður ekki sýnd til fulls nema allar tekjur séu með- taldar. Stefán Ólafsson Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna 1993 til 2005 Aukning ráðstöfunartekna í 10 tekjuhópum, í % á föstu verðlagi. Hjón og sambúðarfólk. 32,3 30,6 41,5 48,8 52,4 55,6 57,8 60,5 64,5 117,8 0 20 40 60 80 100 120 I II III IV V VI VII VIII IX X % a u k n in g k a u p m á tt a r 1 9 9 3 t il 2 0 0 5 MeðaltekjurLægstu tekjur Hæstu tekjur Þróun tekjuskiptingar 1993 til 2005 Ráðstöfunartekjur án hagnaðar af sölu hlutabréfa. Hjón og sambúðarfólk. Verðlag hvers árs (þús. kr.). Tekjuhópar: 1993 2005 Aukning í % I – Lægstu 10% 1069 2058 92,4 II 1472 2797 90,1 III 1666 3429 105,8 IV 1835 3973 116,5 V – Meðaltekjur 2001 4436 121,7 VI – Meðaltekjur 2164 4900 126,4 VII 2363 5426 129,6 VIII 2606 6087 133,6 IX 2961 7087 139,3 X – Efstu 10% 3938 12480 216,9 Ójöfnuður tekjuskiptingar: Gini – án söluhagnaðar hlutabréfa 0,197 0,277 40,6% Gini – allar tekjur meðtaldar 0,210 0,360 71,4% Heimildir: Hagstofa Íslands og Þjóðhagsstofnun. kar? Vart við ógnir raunveru- tarfsemi,“ kaði jafn- ið frekari alagsins. menn hafa ðum þrá- rnarkerf- ma upp í kki hugs- ulegri ógn ði hannað anda eld- tlagaríki“ mörkum í num. Er g Norður- i. Rússar ta um að stað nýju a má setja vettvangi hans til forseta sé essu sam- sem Dick andaríkj- Vilníus í yrra. Þar að stjórn skipulega ramþróun Stjórnvöld st gegn gnanna og gu frjálsa jórnmála- starfsemi áðamenn í að gas- og því skyni g „kúga“ inn með Rússa til öðvað um ð margra Almennt r umbóta“ ð uppræta ára með lýðræðis- samskipti heney tók ráðamenn sar bætt- Um þessa ræðu bandaríska vara- forsetans sögðu rússneskir emb- ættismenn að hún væri „með öllu óskiljanleg“. Rússneskir fjölmiðlar fóru hamförum og vændu Banda- ríkjastjórn um margvísleg áform og myrk. Ummæli Pútíns forseta um þá hneigð Bandaríkjamanna að telja sig þess umkomna að kenna Rúss- um lýðræði hljóta menn að túlka sem svar við gagnrýni Dick Chen- eys í Vilníus. Ræða Cheneys fól í sér beittustu gagnrýni af hálfu bandarískra ráðamanna um margra ára skeið. Henni hefur nú verið svarað. Kuldakastið 1999 Það kuldakast sem nú ríkir í sam- skiptum Rússa og Bandaríkja- manna (og raunar einnig nokkurra Evrópuríkja) kemur engan veginn á óvart. Rifja mætti upp nokkur slík á undanliðnum árum; upp í hugann kemur heimsókn Madeleine Al- bright, þáverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, til Moskvu í janúarmánuði árið 1999. Þá líkt og nú mótmæltu Rússar stækkun NATO, áformum um gagneld- flaugakerfi og meintum yfirgangi Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Þá líkt og nú kom fram að Rússar hygðust standa vörð um hagsmuni sína og verja áhrifasvæði sitt. Þá líkt og nú höfðu orðið umskipti í rússneskum stjórnmálum, „um- bótasinnarnir“ svonefndu höfðu lot- ið í lægra haldi fyrir þjóðernissinn- uðum „pragmatistum“ sem töldu undirlægjuhátt undanliðinna ára gagnvart Vesturlöndum óþolandi með öllu. Hagsmunamat rússneskra ráða- manna er nú skýrara en áður. Upp- gangur er í efnahagslífinu sem telst fagnaðarefni þar eð sú þróun er fall- in til að tengja Rússa við hið alþjóð- lega hagkerfi og þar með draga úr líkum á einhliða aðgerðum og ofsa- fengnum viðbrögðum. Rússar hafa ekki skellt í lás en þeir telja þró- unina í þá átt að styrkur þeirra fari vaxandi á alþjóðavettvangi. Það mat er næstum því ábyggilega rétt, ekki síst ef horft er til erfiðrar stöðu Bush Bandaríkjaforseta sem á sér nú færri formælendur en áður á heimavelli og nánast enga í útlönd- um. Reuters i varðmanna föðurlandsins í Moskvu á föstudag. kast andi felur í sér hörðustu m kalda stríðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.