Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 23 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Peter Hill, prófessor, fyrrverandi forseta Evrópusamtaka barna- og unglinga- geðlækna (UEMS). Íslenska þýðingu önnuðust Helga Hannesdóttir, Guð- rún Bryndís Guðmundsdóttir og Dagbjörg Sigurðardóttir, barna- og unglingageðlæknar og núverandi og fyrrverandi (H.H.) fulltrúar Íslands í UEMS: „Innan samtaka Evrópskra sér- fræðilækna (UEMS) eru barna- og unglingageðlækningar sjálfstæð sér- grein og aðskilin frá geðlækningum fullorðinna. Með álíka hætti er evr- ópska fagfélagið fyrir barna- og ung- lingageðlækningar (ESCAP) aðskilið sérgreinafélag. Þó svo að það sé grundvall- arskörun milli fullorðinna, æskufólks og barna í geðlæknisfræðilegri rann- sóknarvinnu eru sérgreinarnar ólíkar í veigamiklum atriðum. Þetta er mikilvægt varðandi með- ferð innan sjúkrahúsa, í rannsókn- arvinnu og í kennslu læknanema. Barna- og unglingageðlækningar notast við annarskonar rannsókn- arviðmið, tæki og hugtök en rann- sóknir á fullorðnum í geðlæknisfræði. Allflestar rannsóknarniðurstöður í barna- og unglingageðlækningum eru kynntar á ákveðnum ráðstefnum sem eru sérstaklega helgaðar barna- og unglingageðlækningum og sál- arfræði eða birtar í ákveðnum tíma- ritum sem tileinkuð eru sérgreininni. Styrkir til rannsókna koma oft frá öðrum styrktaraðilum en í fullorð- insgeðlækningum. Það sama er að segja um kennslu í barna- og unglingageðlækningum, en kennslan tekst á við ólíkar aðstæður í ólíku samhengi, upplýsingum er aflað frá upprunafjölskyldum barna og kennurum innan skóla. Rannsóknir taka ríkulega á þroskaþætti og þróun barnsins í gegnum lífshlaup þess. Rannsóknir í barna- og unglingageð- lækningum nýta meira sálfræðilegar aðferðir og beita þeim sérstaklega í grenndarsamfélaginu. Forysta barna- og unglingageð- lækna innan læknadeildar háskóla er mikilvæg til að viðhalda háum stöðl- um í háskóla- og innan háskóla- sjúkrahúsa. Þjálfun sérfræðinga í barna- og unglingageðlækningum er brýn nauðsyn og byggja þarf upp sér- nám í sérgreininni hér á landi til að þjálfa og viðhalda sérgreininni og koma henni í nútímalegt horf. Sér- námið þarf að tengjast rannsókn- arvinnu sem hvetur til áframhaldandi sérnáms og endurmenntunar í sér- greininni. Prófessorsstaða innan Há- skóla Íslands þarf að bera ábyrgð á rannsóknarstarfi og alþjóðatengslum og sýna fram á yfirgripsmikla þekk- ingu innan sérgreinarinnar. Staðlað rannsóknarmat og önnur mælitæki sem notuð eru sérstaklega fyrir börn og unglinga gefa gæðatryggingu og hafa áhrif á aðra rannsóknarvinnu innan Háskólans. Rannsóknarvinna í barna- og unglingageðlækningum þarf að hafa áhrif á aðrar rannsóknir og kennslu á öllum sérfræðisviðum læknisfræðinnar. Mörg málefnaleg svið barna- og unglingageðlækninga skarast á við barnalækningar. Þetta á sérstaklega við varðandi kennslu í grunnnámi og í framhaldsþjálfun. Má nefna sem dæmi eftirfarandi:  Hæfni til að tala við börn á ýmsum aldri.  Hæfni til að tala við fjölskyldu- meðlimi í einu viðtali ásamt barni.  Skilning á sjónarmiðum barnsins í samhengi við þarfir fjölskyldu þess.  Hæfileika til þess að vinna einkum og sér í lagi innan fjölfaglegs teymis.  Að íhuga markmið lækn- isfræðilegs inngrips út frá þeim mögulegu mismunandi viðhorfum sem foreldrar, ungt fólk, tilvís- endur og sjúkrahúslæknar vilja.  Samþættingu líffræðilegra, sál- fræðilegra og félagslegra fram- laga við klínísk vandamál og lausn þeirra. Einnig eru sameiginleg áhugasvið rannsókna í geðlæknisfræði, barna- lækningum og heimilislækningum. Sérstaklega í upphafi geðröskunar eða áfalla, í barnataugalækningum, faraldsfræði og fyrirbyggjandi starfi. Með þetta í huga er prófess- orsstaða innan læknadeilda háskóla í barna- og unglingageðlækningum bráðnauðsynleg. Ekki einungis til að þróa og viðhalda háum gæðastöðlum í kennslu og rannsóknum og meðferð í barna- og unglingageðlækningum, heldur einnig til að stuðla að þróun annarra sviða læknisfræðinnar innan læknadeilda háskóla. Þótt óháðar fageiningar í barna- og unglingageðlækningum ætti að vera lokamarkmið innan háskóla kann það einnig að vera viðeigandi að byggja upp slíkar deildir með því að skapa prófessorsstöður í barna- og ung- lingageðlækningum innan barna- deildar eða geðdeildar.“ Gildi prófessorsstöðu í barna- og unglinga- geðlækningum við læknadeild HÍ VEFUR Háskóla Íslands hefur hlotið vottun frá fyrirtækinu Sjá ehf. og Öryrkjabandalaginu um að hann standist kröfur um aðgengi fyrir fatlaða notendur. Vefurinn hefur fengið vottun fyrir forgang 1 sem er lágmarkskrafa sem gerð er um aðgengi að vef og er Háskóli Ís- lands fyrsta menntastofnun á land- inu til þess að fá slíka vottun. Er þetta í samræmi við markmið HÍ að gera vefinn sem aðgengilegastan öllum notendum, en bætt aðgengi er liður í því að styrkja vefinn sem virkan upplýsingamiðil. Ráð um málefni fatlaðra við HÍ, námsleið í fötlunarfræði við skólann og vefstjóri HÍ komu verkefninu af stað og unnu það með fyrirtækinu Lausn, sem þjónustar vefumsjón- arkerfi skólans, og fyrirtækinu Sjá, sem sá um vottunina. Vinnulag og verkferlar hafa verið kynntir umsjónarfólki vefja innan Háskólans en vefurinn er lifandi miðill og því þarf stöðugt að fylgj- ast með því að hann fullnægi skilyrðum um aðgengi. Gert er ráð fyrir að vefurinn verði yfirfarinn einu sinni á ári og farið yfir hvort hann stenst enn kröf- ur fyrir vottun. Að vefur sé aðgengi- legur þýðir að hann sé aðgengilegur öllum notendum óháð fötlun þeirra eða getu. Aðgengilegur vefur uppfyllir skilyrði sem sett eru fram í Web Content Accessibility Guidel- ines (WCAG) af World Wide Web Consortium (W3C). Fyrirtækið Sjá hefur aðlagað WCAG leiðbeining- arnar að íslenskum aðstæðum og er vefur HÍ vottaður í samræmi við það. Að gera vef aðgengilegan sam- kvæmt leiðbeiningum um aðgengi hentar öllum notendum, en þó er fyrst og fremst verið að höfða til blindra, sjónskertra, heyrn- arlausra og heyrnas- kertra, flogaveikra, hreyfihamlaðra, greindarskertra, les- blindra og litblindra notenda. Þessir hópar notast oft við sérstök hjálpartæki þegar þeir vafra um vefinn, t.d. skjástækkara og skjá- lesara. Meðal þeirra atriða sem taka þarf tillit til er að skýring- artexti sé á öllum myndum (ALT texti), töflur séu rétt merktar og að hægt sé að stækka letur og breyta bakgrunnslit og lit á letri. Einnig þarf allt mál að vera eins skýrt og einfalt og mögulegt er og það þarf að vera hægt að ferðast um vefinn með TAB hnappinum þannig að ekki þurfi að nota mús. Engin lög hafa verið sett á Ís- landi um aðgengi fyrir fatlaða á vef en það hefur verið gert í nágranna- löndum okkar. Í stefnu ríkisstjórn- arinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007, Auðlindir í allra þágu, eru skýr markmið um að rafræn þjónusta opinberra aðila taki mið af þörfum ólíkra hópa og að upplýs- ingatækni beri fyrst og fremst að líta á sem verkfæri sem nýta má til að ná auknum lífsgæðum fyrir alla landsmenn og alla samfélagshópa um landið allt. Forsætisráðuneytið lét gera út- tekt á vefjum opinberra stofnana og sveitarfélaga árið 2005 og í kjölfarið kom út skýrslan Hvað er spunnið í opinbera vefi? Vefur HÍ kom vel út m.t.t. innihalds og rafrænnar af- greiðslu en bæta þurfti aðgengi. Í framhaldi af þessari úttekt var haf- ist handa við að bæta úr því. Í skýrslunni Aðgengi allra að vefnum, sem forsætisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið unnu árið 2006, er lagt til að rafræn þjónusta og vefir opinberra aðila á Íslandi standist alþjóðleg viðmið. Einnig að alþjóðlegu reglurnar um aðgeng- ismál verði þýddar á íslensku og notaðar sem viðmiðunarreglur hins opinbera. Þá er lagt til að opinberir aðilar verði hvattir til að marka sér stefnu í aðgengismálum fyrir árslok 2007 og að uppfylla alþjóðlegar lág- markskröfur um aðgengi að vef eigi síðar en fyrir árslok 2008. Anna Sveinsdóttir segir frá að- gengi að vef Háskóla Íslands »Er þetta í samræmivið markmið HÍ að gera vefinn sem að- gengilegastan öllum notendum, en bætt að- gengi er liður í því að styrkja vefinn sem virk- an upplýsingamiðil. Anna Sveinsdóttir Höfundur er vefstjóri Háskóla Íslands. TENGLAR .............................................. http://www.hi.is http://www.ut.is/adgengi http://www.sja.is http://www.w3.org/WAI Aðgengi allra að vef Háskóla Íslands ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Glóð í Kópa- vogi var stofnað 24. október 2004. Það var hópur áhugafólks um heil- brigða lífshætti sem kom saman og stofnaði félagið undir kjörorðinu Hreyfing – fæðuval – heilsa. Stofn- félagar voru 72 en skráðir félagar eru nú 113. Fjölbreytt starfsemi Félagið hefur látið mjög til sín taka á sviði hreyfingar í margskonar formi og haldið fjölmörg fræðslukvöld þar sem fagfólk úr heilbrigðisgeiranum og fleiri stéttum hefur haldið erindi um holla lífshætti almennt. Fé- lagsmenn eru enn sem komið er flestir eftirlaunafólk en félagið er öll- um opið og markmiðið að fá fólk úr öðrum aldurshópum til að taka þátt í því sem það býður upp á. Glóð- arfélagar hafa stundað leikfimi, staf- göngu, hringdansa, gönguferðir o. m. fl. Haustið 2005 fór hópur frá félag- inu til Kanaríeyja á mót sem kallað var Gullnu árin. Var það haldið á veg- um Fimleikasambands Evrópu og ætlað fólki 50 ára og eldra. Þar sýndi hópurinn dansatriði sem Margrét Bjarnadóttir leikfimikennari hafði þjálfað. Aftur var farið til Kanaríeyja haustið 2006 og nú sýnt á Blómahátíð þeirra heimamanna samskonar at- riði. Ný keppnisíþrótt Í vetur er mikið annríki hjá Glóð. Til stendur að taka þátt í Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem haldið verður í Kópavogi í sumar. Glóð æfir nú línudans og hringdansa af kappi. Einnig hefur það tekið upp æfingar á Ringó en það er ný íþrótt sem nokkr- ir félagar kynntust í Danmörku í fyrrasumar. Mun hún vera upp- runnin í Tékklandi. Á aðalfundi Glóð- ar sem haldinn var 28. jan. síðastlið- inn var samþykkt að taka upp æfingar á þessari íþrótt og kynna hana vítt og breitt um landið og er markmiðið að koma upp sem flestum keppnisliðum. Kynningin er þegar hafin. Glóð hefur fengið umboð til að kynna Ringó á landsmótinu í sumar sem væntanlega keppnisgrein. Þessi leikur líkist blaki. Þó eru ekki notaðir boltar heldur hringir sem er kastað yfir net og gripnir af mótherjum. Þessa íþrótt geta flestir stundað Þú hefur val Það er full ástæða fyrir fólk til að fylgjast með og taka þátt í því sem gert er til að halda við heilsunni og fyrirbyggja sjúkdóma eftir því sem hægt er. Það sýnir ört vaxandi hópur öryrkja hér á landi. Hreyfing – fæðu- val – heilsa er kjörorð sem allir ættu að hafa í huga. RAGNA GUÐVARÐARDÓTTIR, ritari Glóðar. Ringó – nýr möguleiki Frá Rögnu Guðvarðardóttur: Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SÚ SKOÐUN að íslenska krónan sé úrelt og ónýt verður sífellt víð- teknari í þjóðfélaginu. Sífellt fleiri stórfyrirtæki og bankar hafa tekið upp eða hyggjast taka upp evru hennar í stað. Örfá fyrirtæki hafa tekið upp bandaríska dollara. Eins og flestir vita er verðbólga á Ís- landi nú 7% og stýri- vextir 14,25% en sagan sýnir okkur að þeir hafa frekar takmörkuð áhrif á þróun verð- bólgunnar. Við- skiptahallinn mælist nú 20% af vergri landsframleiðslu. Krónan er jafnan út- hrópuð sem sökudólgur fyrir öllum efnahagslegum vanda á Íslandi, þar af leiðandi er litið á evruna sem bjargvætt íslensks efnahagslífs og skyndilausn. Sannleikurinn er sá að krónan hefur fátt til saka unnið og á áfellisdóm ráðamanna og fjölmiðla ekki skilinn. Gengi krónunnar hefur vissulega verið sveiflukennt lengi en þó ekki eins sveiflukennt eins og t.d. matarverð hér á landi. Það ójafn- vægi sem ríkir í íslensku efnahagslífi stafar af þenslu í hagkerfinu og á vinnumarkaði. Má þar nefna dýrar ríkisframkvæmdir á borð við Kára- hnjúkavirkjun og tónlistarhöllina sem og auknar heimildir til húsnæð- islána. Slíkt magn peninga í umferð leiðir óhjákvæmilega til verðbólgu. Íslenskt hagkerfi er í reynd afar smátt en það er sterkt: matsfyrirtækið Moo- dy’s Investor Service staðfesti fyrir mánuði síðan lánshæfismat rík- issjóðs, gaf honum góð- ar einkunnir og sagði horfur stöðugar. Sökum hás vaxtastigs hér- lendis og batnandi horfa í efnahagslífinu er íslenska krónan talin besti fjárfesting- arkostur sem gjaldeyr- iskaupmenn hafa völ á á næsta ári af greining- arfyrirtækinu TD Securities. Sér- fræðingur sagði nýlega í samtali við vefútgáfu Bloombergs að sennilega hefði efnahagslægð verið forðað frá landinu á árinu 2007 og svo virðist sem efnahagslífið verði öflugt og blómlegt árið 2008. Óhjákvæmilegur fylgifiskur evrunnar er aðild að Evr- ópusambandinu. Slík aðild þjónar ekki hagsmunum Íslendinga eins og er og mörg rök vega þungt gegn að- ild að sambandinu og enn fremur gegn aðild að myntbandalaginu. Með upptöku evru myndi verðlag snar- hækka og smákaupmenn mundu sennilega nýta sér breytt verðskyn fólks líkt og gerst hefur í Þýskalandi og fleiri löndum sem hafa tekið upp evruna í seinni tíð. Þar að auki yrði möguleika stjórnvalda á sjálfstæðri efnahagsstjórn og fullveldi landsins fórnað. Sveiflurnar í íslensku hag- kerfi eiga sér oft aðrar rætur og ger- ast á öðrum tíma en sveiflurnar í evrópska hagkerfinu. Þar af leiðandi er ofurmikilvægt að Íslendingar haldi efnahagslegu sjálfstæði sínu. Með aðild að Evrópusambandinu færi efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar sem og annað sjálfstæði for- görðum og það er ekki fýsilegur kostur. Þótt krónan sé veik núna getur hún tekið við sér og þjónað hagsmunum þjóðarinnar enn betur en evran. Krónan er ekki dauð. Brynja Halldórsdóttir fjallar um efnahagslífið og Evrópumál Brynja Halldórsdóttir »Með aðild að Evrópusambandinu færi efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem og annað sjálfstæði forgörðum og það er ekki fýsilegur kostur. Höfundur er varaformaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík. Krónan er ekki dauð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.