Morgunblaðið - 26.02.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 26.02.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 27 ALDARMINNING Leifur Auðunsson fæddist í Dalsseli undir Vestur-Eyjafjöllum 26. febrúar 1907. Foreldr- ar hans voru hjónin Auðunn Ingvarsson og Guðlaug Hafliðadóttir sem þá höfðu búið í Dalseli í nokkur ár og gerðu í langri búskap- arsögu þann garð frægan fyrir margra hluta sakir. Auðunn rak verslun samhliða búskap og var fjárafla- maður talsverður. Því fór þó fjarri að í Dalsseli snerist hugs- un og athöfn eingöngu um þau verð- mæti sem ryð og mölur fá grandað; tónlist, ljóðlist og allt það sem mátti verða til aukins þroska, var í háveg- um haft á heimilinu og Leifur og fleiri úr hópi systkinanna á bænum lögðu kapp á að rækta hæfileikana sem þeim höfðu verið gefnir á þessum sviðum. Ekkert formlegt tónlistarnám höfðu þeir Leifur og bræður hans tveir stundað þegar þeir hófu á fjórða áratug aldarinnar að leika fyrir dansi á samkomum víðsvegar á Suðurlandi. Þann stein klöppuðu þeir lengi og voru þekktir undir nafninu Dalssels- bræður. Af sjálfu leiddi að hugsjónir ung- mennafélaganna um heilbrigða sál í hraustum líkama áttu greiðan aðgang að hrifnæmum manni eins og Leifi í Dalsseli og aflaði hann sér undir- stöðukunnáttu í ýmsum íþróttum. Af þessu nutu margir Eyfellingar góðs, því að honum þótti sjálfsagt að stuðla að meiri líkamsmennt þeirra og kenndi leikfimi og glímu lengi í sveit- inni, bæði í barnaskólanum og á nám- skeiðum á vegum Umf. Trausta. Sund kenndi hann í mörg ár í Seljavallalaug og er líklegt að kunnátta í þeirri grein hafi um skeið verið útbreiddari undir Fjöllunum en víðast annars staðar. Snemma á stríðsárunum settist Leifur að í Reykjavík og réðst til starfa hjá Bókaútgáfu Menningar- sjóðs. Akstur leigubíla stundaði hann um tíma og jafnframt var merki Dals- selsbræðra haldið á loft, nú í öldur- húsum höfuðstaðarins. Þar kom að hann ákvað að afla sér formlegrar menntunar á tónlistarsviðinu og árið 1948 hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann stundaði söngnám í ríf- lega eitt ár og þar mun hann fyrst hafa þjálfað sig að ráði í nótnalestri. Fáum árum síðar dvaldi hann nokkra mánuði við söngnám í Lundúnum. En um þetta leyti urðu breytingar á högum Leifs. Hinn 1. júní 1952 kvæntist hann Guðrúnu Ágústu Geirsdóttur frá Gerðum í Vestur- Landeyjum og áttu þau hjónin í fyrstu heimili í Dalsseli, en árið 1954 hófu þau ásamt föður Leifs búskap á nýbýli sem reist var á spildu úr landi Voðmúlastaða sem Leifur hafði keypt og bætti hann síðar allvíðum lendum við jörðina. Leifur fylgdi þjóðlegum venjum er hann gaf bæ sínum nafn og kenndi hann við sjálfan sig. Var hann og heima fyrir jafnan nefndur Leifur á Leifsstöðum en þeir sem löngu fyrr höfðu kynnst honum kenndu hann tíðum við Dalssel. Leifur hafði brennandi áhuga á stjórnmálum frá unga aldri og starf- aði allmikið innan Sjálfstæðisflokks- ins. Árið 1946 bauð flokkurinn hann fram til þings í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar áttust þá við tveir frambjóðendur framsóknarmanna, þeirra gamli for- ingi, Jónas Jónsson frá Hriflu og Björn Sigtryggsson sem boðinn var fram af forystu flokksins. Barátta þeirra var persónuleg, hörð og illvíg, Þingeyingar margir pólitískir vel eins og löngum fyrr og síðar og ýmsum var þungt í skapi í lok framboðs- fundanna. Þá greip Leifur gjarnan til kynna sinna við tónlistargyðjuna, settist við orgel sem voru í flestum eða öllum samkomuhúsum og stjórn- aði almennum söng. Eftir sönginn var lundin léttari en áður, ættjarðarljóð og ljúf lög hafa löngum þjappað mönnum saman hvað sem allskonar ágreiningi líður. Síðar nutu sveitungar Leifs í Land- eyjum margoft góðs af tónlistarkunn- áttu hans, þó að enga atvinnu gerði Leifur Auðunsson hann sér af henni. Hann tók virkan þátt í félagslífi af ýmsu tagi og á samkomum í sveitinni var hann oft kallaður til að stjórna söng og stundum sett- ist hann af sjálfsdáðum við hljóðfærið. Hann átti auðvelt með að fá fólk til að syngja með sér og raunar mun lagni hans við að hvetja menn til átaks af ein- hverju tagi hafa komið fram á fleiri sviðum, t.d. í íþróttakennslunni sem hann stundaði fyrrum. Á Leifsstöðum var hlýlegt heimili og vinsamlegt gestum. Húsmóðirin var góð kona, hljóðlát og iðjusöm. Börn þeirra hjóna voru fjögur, en eitt þeirra lést nýfætt. Húsbóndinn á bænum var fullur áhuga á fjölmörg- um sviðum mannlegs lífs. Honum þótti sjálfsagt að huga að hverju því sem til framfara mátti horfa í sam- félaginu og varð fyrstur manna til þess að vekja opinberlega máls á því að leggja vatnsveitu um Austur- Landeyjar. Sumir töldu í fyrstu á því ýmis tormerki, en menn sáu fram á nauðsyn betra og öruggara vatns á tímum sívaxandi mjólkurframleiðslu. Leið því ekki á löngu áður en sam- mælst var um framkvæmdina og síð- ar samdi hreppsnefndin að frum- kvæði Leifs við Vestmannaeyinga um aðgang að vatnsveitu þeirra, en hún liggur í sjó fram gegnum Austur- Landeyjar. Leifur á Leifsstöðum fór ekki alltaf alfaraleiðir í hugsun og fyrir kom að viðmælendum hans þætti nóg um hugmyndaflugið og fyndist hann nokkuð óraunsær. Hann átti það til að gera lúmskt grín að klaufaskap sínum og vanþekkingu á tækninýjungum, en fylgdist í raun betur með þeim en hann sjálfur vildi stundum vera láta. En áhugamál hans einskorðuðust ekki við hin daglegu störf. Hann hafði dálæti á góðum hestum eins og öðru sem gat lyft huganum út fyrir hinn skammsýna, markaða baug og þar varð honum margt til yndisauka. Tón- listin átti vitaskuld alltaf tryggasta sessinn, en hann kunni líka að meta aðrar listir, ekki síst skáldskap, og var vel kunnugur ýmsum góðum skáldverkum, bæði ljóðum og lausu máli. Sjálfur orti hann talsvert, bæði stökur um hitt og annað sem við bar í daglegu lífi og lengri ljóð alvarlegri gerðar. Birtust ljóð hans m.a. í Ljóð- um Rangæinga sem út voru gefin 1968. Leifur stundaði bú sitt á Leifsstöð- um með aðstoð konu og barna þar til hann varð fyrir slysi í ársbyrjun 1977. Eftir það lá hann rúmfastur á sjúkra- stofnunum. Hann andaðist á Grens- ásdeild Borgarspítalans 9. nóvember 1978. Á manndómsárum sínum setti Leifur Auðunsson jafnan svip á sam- félagið sem hann tilheyrði hverju sinni. Hann vildi öllum vel og var ætíð reiðubúinn til þess að leggja sitt af mörkum til þess að bæta mannlífið og auðga það með stuðningi við allskon- ar störf sem bera með sér annað end- urgjald en það sem alheimt verður að kveldi. Slíkra manna er gott að minnast. Ragnar Böðvarsson. ✝ Signý Stef-ánsdóttir fædd- ist á Fallandastöðum í Hrútafirði 25. júní 1905. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 19. febrúar 2007, á 102. aldurs- ári. Foreldrar henn- ar voru Þórdís Jóns- dóttir og Stefán Böðvarsson. Al- systkini Signýjar voru Guðrún, Stefán og Elínborg, öll lát- in. Sammæðra voru Þorbergur, Ragnhildur og Hall- dóra Jóhannesarbörn. Eiginmaður Signýjar var Þórður A. Jóhannsson, f. 11. október 1902, d. 18. september 1973. Foreldrar hans voru Jóhann Þórðarson og Anna Þorsteinsdóttir. Signý og Þórður eignuðust tvö börn, Jóhann Heiðar, f. 2. janúar 1934, d. 27.maí 1935, og Heiðu, f. 3. september 1935, gifta Jóni Geir Ágústssyni; börn þeirra eru: 1) Signý, börn hennar frá fyrra hjónabandi eru Vikt- or og Júlía Heiða Oc- ares sem er í sambúð með Kristjáni Gúst- afssyni, dóttir þeirra er Emilíana. Sam- býlismaður Signýjar er Helgi Indriðason, þau eiga tvö fóst- urbörn, Björn Þór og Birtu Líf. 2) Þórður, kvæntur Árdísi Jóns- dóttur, sonur þeirra er Máni. 3) Margrét, sambýlismaður Guð- mundur Árnason, dóttir þeirra er Móheiður. 4) Þórdís, gift Sigurði U. Sigurðssyni, börn þeirra eru Geir, María og Jón Heiðar. 5) María Sig- ríður, sambýlismaður Lorenzo Alpi, sonur þeirra er Daníel. 6) Jó- hann Heiðar, kvæntur Valdísi Jósa- vinsdóttur, börn þeirra eru Fannar Már, Emilía Björk og Sara Mjöll. Útför Signýjar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Nú þegar við kveðjum ömmu Sig- nýju hinstu kveðju, á 102. aldursári hennar, þá koma upp í hugann marg- ar og dýrmætar minningar. Við urð- um þeirra gæfu aðnjótandi að öll okkar uppvaxtarár bjuggu hún og afi í nálægð við okkur. Fyrst um sinn í sama húsi, en þegar fjölskyldan stækkaði byggðu foreldrar okkar og amma og afi sér hús, hlið við hlið, í Hamragerðinu og voru amma og afi því órjúfanlegur hluti af lífi okkar. Afi lést árið 1973 og eftir lát hans helgaði amma líf sitt ennfrekar okk- ur barnabörnunum. Hún studdi okk- ur ætíð með opnum huga í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Amma var sterkur persónuleiki, hjartahlý og með eindæmum handlagin og vinnusöm. Við kveðjum ömmu með bæninni sem hún kenndi okkur, með þökk fyrir alla þá ást og umhyggju sem hún veitti okkur og biðjum Guð að blessa hana. Minning hennar mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Kveðja. Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður, Jóhann Heiðar og fjölskyldur þeirra. Í dag kveðjum við með söknuði elskulega langömmu okkar Signýju Stefánsdóttur. Við andlát hennar koma upp margar góðar minningar og munum við geyma þær vel og vandlega. Við vitum að hún er komin á stað þar sem henni líður vel og vel hefur verið tekið á móti henni af hennar ástvinum. Við viljum kveðja ömmu Signýju með erindi úr ljóðinu Móðurminning: Farðu sæl til friðarheima, fjarri þraut, með hreinan skjöld. Bjartan, nýjan bústað áttu bak við hulin dauðans tjöld. Sælir eru hjartahreinir, herrann Jesús mælir slíkt. Dyggum eftir dagsverk unnið drottinn fagnar kærleiksríkt. (Daníel Kristinsson) Blessuð sé minning Signýjar lang- ömmu. Geir, María og Jón Heiðar. Signý Stefánsdóttir ✝ Atli Halldórssonvélstjóri fæddist í Bolungarvík 3. júlí 1924. Hann lést á Landakotsspítala 16. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru María Jenný Jón- asdóttir húsfreyja, f. í Reykjavík 26. sept- ember 1895, d. 24. febrúar 1979, og Halldór Kristinsson læknir, f. á Söndum í Dýrafirði 20. ágúst 1889, d. í Reykjavík 1. júní 1968. Foreldrar Maríu Jenn- ýjar voru Þuríður Markúsdóttir frá Flögu í Flóa, f. 27.6.1868, d. 16.10.1939, og Jónas Jónasson frá Rútsstöðum í Flóa, f. 31.8.1866, d. 28.1.1915. Foreldrar Halldórs voru Ída Halldóra Júlía Halldórsdóttir, f. 2.6.1859, d. 12.9.1909, og Kristinn Daníelsson prestur, f. 18.2.1861 á Hrafnagili í Eyjafirði, d. 10.3.1953. Systkini Atla eru: Kristín Eyfells listmálari, f. 17. september 1917, d. 20. júlí 2002, Þórir, f. 27. apríl 1920, d. 12. nóvember 1990, Jónas skipa- smiður, f. 30. júní 1921, d. 16. októ- ber 2001, Kári bryti, f. 3. júní 1923, Magnús útvarpsvirkjameistari, f. þeirra eru: a) Eva, f. 15. september 1977, maki Kári Þór Kárason, f. 17. október 1977, börn þeirra eru Júlía, f. 28. ágúst 1997, Ársæll, f. 21. des- ember 2001, og Clara, f. 26. desem- ber 2005. b) Nanna, f. 3. september 1982, sambýlismaður Hannes Finn- bogason, f. 24. maí 1980, sonur þeirra er Finnbogi Ýmir, f. 20. mars 2004. 3) Auður, f. 10. maí 1957, maki Vernharður Stefánsson, f. 31. mars 1956, börn þeirra eru Harpa Lilja og Markús Árni, f. 22. febrúar 1994. Synir Auðar eru: a) Atli Hilm- ar Hrafnsson, f. 29. júlí 1973, faðir Hrafn Hauksson, f. 14. júlí 1956, sambýliskona Lára Kristín Björg- úlfsdóttir, f. 23. nóvember 1979, börn þeirra eru Úlfur, f. 9. nóv- ember 2000, og Auður Lilja, f. 17. maí 2006, og b) Einar Jónsson, f. 3. desember 1976, faðir Jón Hjörtur Einarsson, dætur hans eru Ísis Diljá, f. 7. nóvember 2003, og Aris Björk, f. 27. nóvember 2005. 4) Anna, f. 11. febrúar 1959, maki Sveinn Sigurmundsson, f. 23. nóv- ember 1957, börn þeirra eru: Soffía, f. 17. apríl 1977, Knútur, f. 5. ágúst 1987, Bjarni, f. 29. nóvember 1990, og Sölvi, f. 26. október 1995. Sambýliskona Atla var Þórey Pálsdóttir, f. 13. maí 1926, d. 28. febrúar 2002. Útför Atla verður gerð frá Garðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 12. desember 1925, og Markús, f. 22. febrúar 1935, d. 1. júlí 1936. Atli kvæntist Aðal- björgu Ágústsdóttur, f. 3. september 1920, d. 7. febrúar 2003, þau skildu. Atli og Aðal- björg eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Kristinn, f. 17. júlí 1948, maki Guðný Sig- urvinsdóttir, f. 28. nóvember 1947. Þau eiga þrjú börn, þau eru: a) Svanhildur, f. 4. febrúar 1970, sambýlismaður Gunnar Stefán Ingason, f. 6. júlí 1969, synir þeirra eru Kristinn Ingi, f. 16. júní 1998, og Stefán Atli, f. 1. júlí 2002. b) Aðalbjörg Sif, f. 22. október 1975, sambýlismaður Stein- þór Jónsson, f. 26. júlí 1971, þeirra börn eru Jón Kristinn, f. 30. júní 2005, og Guðný Lilja, f. 29. nóv- ember 2006. c) Kjartan Geir, f. 27. maí 1978, eiginkona Sólveig María Kjartansdóttir, f. 19. ágúst 1978, þeirra börn eru Konráð Elí, f. 13. júní 2003, og Kristbjörg María, f. 4. júní 2006. 2) Ída, f. 7. október 1951, maki Jón Hjörtur Magnússon, f. 25. september 1948, þau skildu. Dætur Atli er alinn upp í stórum barna- hóp og fyrstu 10 ár ævinnar bjó hann í Bolungarvík. Þá flutti fjölskyldan til Siglufjarðar þar sem faðir hans sinnti störfum héraðslæknis næstu árin. Mikið var að gerast á Siglufirði á þessum tíma, mikið fjör í síldar- vinnslu og allir sem vettlingi gátu valdið tóku þátt í því. Systkinin ólust upp við leik og störf og fór frekar mikið fyrir bræðrunum. Þegar mest gekk á sagði fólk: „Þarna fara orm- arnir læknisins.“ Einn bræðra Atla lýsir honum svo: „Hann var athafna- samur, áræðinn og harðduglegur. Frekar varð að halda aftur af hon- um.“ Einhverju sinni voru dóttur- synir hans að ólátast. Atli fylgdist kíminn með, hafði gaman af og rifjaði upp minningar úr æsku sinni þegar hann og bræður hans tókust á. Þá var kátt í kotinu. Hann átti ágætt með að læra en hafði frekar lítinn tíma fyrir bóklest- ur. Hann lauk vélstjóraprófi 1950, starfaði sem vélstjóri hjá Áburðar- verksmiðjunni í 42 ár. Hann var trúr og góður starfsmaður og þegar sam- keppni í sölu áburðar hófst hélt hann merki síns gamla fyrirtækis óspart á lofti. Árið 1947 kynntist Atli fyrri eig- inkonu sinni, Aðalbjörgu Ágústs- dóttur. Fyrstu búskaparár Atla og Öllu voru á Langholtsvegi 178, í einu af „sænsku húsunum“ er reist voru í Vogahverfi. Atli og Alla bjuggu í Vogunum í 12 ár, en 1962 fluttu þau í Laufás 7 í Garðahrepp. Þau skildu. Snemma fékk hann brennandi áhuga á veiðiskap og naut þeirrar útiveru sem honum fylgir. Á jólum voru alltaf hafðar rjúpur sem hús- bóndinn hafði aflað. Í seinni tíð hafði hann gaman af silungsveiði og fór gjarnan til veiði beggja megin Ölfus- ár, í landi Hrauns og Kaldaðarness. Atli átti lengi Willysjeppa af ár- gerð 1946. Á veiðiferðum sínum um landið voru yngri dætur hans oft með í för. Ferðirnar tóku langan tíma, sjaldan var farið yfir 60 km á klukku- stund og hægar upp brekkurnar, en Atli hafði þann sið að hjálpa bílnum upp í mót með því að róa fram í gráð- ið. Ég hefði viljað gefa mikið fyrir að sjá svipinn á dætrum hans þegar bíl- arnir, einn af öðrum, tóku fram úr. Willysinn silast hægt og bítandi, Atli einbeittur, hallar höfði, heldur fast um stýrið og ruggar sér taktfast. Atli hafði hlýja og góða nærveru, var yfirleitt brosandi og stutt í hlát- urrokur. Hann hafði léttan en sér- stakan húmor. Hafði gaman af því að gefa hlutunum ný nöfn sem áttu vel við. Hraðahindrun var „úlfaldi“ og fjarstýring var „langaskaft“. Atli og Þórey Pálsdóttir frá Ós- gerði voru í sambúð í um aldarfjórð- ung. Þau áttu notalegt heimili í Sæ- viðarsundi, voru góð heim að sækja og höfðu yndi af því að ferðast. Þegar aldurinn færist yfir og lífs- orkan fer þverrandi er mikils virði að eiga góða að. Atli hafði alla tíð mikið og gott samband við börn sín og af- komendur og veittu þau honum mik- inn stuðning og lífsfyllingu síðustu árin. Hann hefur nú yfirgefið þessa jarðvist, en gengur nú um léttur í spori með bros á vör, laus við þján- ingar þessa lífs. Um leið og ég kveð Atla Halldórs- son þakka ég honum góð kynni. Blessuð sé minning hans. Sveinn Sigurmundsson. Atli Halldórsson Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.