Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir THIERRY Henry fyrirliði Arsenal leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu. Arsene Wenger knatt- spyrnustjóri liðsins greindi frá þessu í gær en það eru meiðsli í maga og nára sem valda því að Frakkinn snjalli verður að taka sér frí frá knattspyrnuiðkun næstu mánuðina. Henry, sem er 29 ára gamall og gerði nýjan samning við Arsenal síðastliðið sumar, hefur verið þjak- aður af meiðslum nær allt tímabil- ið og það hefur komið niður á leik hans og liðsins. Henry hefur aðeins tekið þátt í 27 leikjum Arsenal á tímabilinu og skorað í þeim 12 mörk. ,,Henry verður frá æfingum og keppni í það minnsta næstu þrjá mánuði en við erum bjart- sýnir á að hann verði klár í slag- inn þegar næsta leiktíð fer af stað,“ sagði Wenger við frétta- menn í gær. Þá var keppnisbannið hjá Emm- anuel Adebayor, sóknarmanni Ars- enal, framlengt í gær úr þremur leikjum í fjóra. Adebayor var rek- inn af velli fyrir sinn þátt í ólát- unum undir lok úrslitaleik deilda- bikarsins gegn Chelsea í síðasta mánuði og fékk fyrir það sjálf- krafa þriggja leikja bann. Fjórði leikurinn bætist nú við vegna mót- þróa hans við að fara af velli eftir að honum var sýnt rauða spjaldið. Hann hefur þegar tekið út tvo leiki í banni, gegn Blackburn í bik- arkeppninni og Reading í úrvals- deildinni, og situr einnig hjá í næstu tveimur deildaleikjum sem eru gegn Aston Villa og Everton. Henry ekki meira með á tímabilinu Thierry Henry DAVID Howell, Darren Clarke og Lee Westwood, sem allir voru í Ry- derliði Evrópu s.l. haust, féllu úr leik á Singapúr-meistaramótinu í golfi í gær en mótið er hluti af Evrópu- mótaröðinni. Þessir kylfingar voru þekktustu atvinnukylfingar mótsins í Singapúr en Clarke, sem 16 sinnum hefur sigr- að á Evrópumótaröðinni, lék 36 hol- ur á 147 höggum eða þremur högg- um yfir pari. Hann var þremur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. „Ef ég vissi hvað ég var að gera rangt þá hefði ég lagað það og bætt leik minn,“ sagði Clarke en hann hefur sett sér ný markmið fyrir þetta ár og er hann staðráðinn í því að komast í hóp bestu kylf- inga heims á ný en hann er í 53. sæti heimslistans. Jyoti Randhawa frá Indlandi er efstur á mótinu en hann er samtals á 11 höggum undir pari og Barry Hume frá Skotlandi er einu höggi þar á eftir. Skrautfjaðrirnar úr leik Lee Westwood Vinstri bak-vörðurinn Roberto Carlos hjá Real Madrid mun yfirgefa fé- lagið í júní. Hann segir kominn tíma til að breyta til og að hann hafi rætt þetta við for- ráðamenn Real, en samningur hans rennur út 30. júní, sama dag og samningur Davids Beckhams, fé- laga hans hjá Real. Carlos hefur ekkert látið uppi hvert hann langar til að fara.    Nicolas Burdisso, leikmaður Int-er Milanó hefur fyrirgefið David Navarro, leikmanni Valencia, en sá síðarnefndi nefbraut Burdisso í slagsmálum sem brutust út eftir leik liðanna í Meistaradeildinni. „Við höfum ekki talað saman, en ég fékk SMS skilaboð frá honum þar sem hann baðst afsökunar og ég hef þeg- ar fyrirgefið honum. Málið er dautt,“ sagði Narvarro.    Rússneski sleggjukastarinn IlyaKonovalov, sem varð þriðji á HM 2001, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann, en hann féll á lyfjaprófi í desember. Þjálfari hans og bróðir, Alexander Konovalov, var einnig settur í bann.    Benjamin Raich frá Austurríkisigraði í alpatvíkeppni (brun og svig) á heimsbikarmóti í Kvitfjell í Noregi í gær. Silvan Zürbriggen frá Sviss varð annar og Aksel Lund Svindal frá Noregi í þriðja sæti og dugði það honum til að sigra í grein- inni þennan veturinn. Raich jók hins vegar forskot sitt í heildar- stigakeppninni.    Cliff Kresgelék á 65 höggum á fyrsta keppnisdegi á Pods meist- aramótinu í golfi á PGA-mótaröð- inni Bandaríkj- unum í fyrradag. Hann var um tíma á 8 höggum undir pari vallar eftir aðeins 11 holur en hann missti aðeins flugið er á leið. Kresger er tveimur höggum betri en Svíinn Daniel Chopra og Bandaríkjamenn- irnir Arron Oberholser, Anthony Kim, Doug LaBelle. „Ég hef aldrei leikið eins vel á 11 holum. Öll upp- hafshöggin voru á miðri braut og innáhöggin enduðu flest við holuna. Í raun sett ég ekki niður langt pútt fyrr en á 11. flöt fyrir erni,“ sagði Kresge sem er 36 ára gamall Banda- ríkjamaður og hefur ekki náð að festa sig í sessi á PGA-mótaröðinni.    Chelsea mun mæta bandarískaliðinu Los Angeles Galaxy, sem David Beckham hefur gert samning við, í júlí en þá verður enska liðið á ferðalagi í Bandaríkj- unum. Fólk sport@mbl.is Stuðningsmenn Middlesbrough von- ast til að það sé nákvæmlega rétti tíminn fyrir liðið að mæta United í dag. United er með örugga forystu í úrvalsdeildinni en Alex Ferguson, knattspyrnustjóri liðsins, verður að stilla upp nokkuð breyttu liði vegna meiðsla nokkurra lykilmanna. Eins vonast stuðningsmennirnir eftir að þreyta sé í leikmönnum United eftir erfiðan Meistaradeildarleik á mið- vikudaginn við Lille á meðan leik- menn Boro tóku lífinu með ró, léku síðast á laugardaginn. Mikael Silvestre meiddist á mið- vikudaginn og verður ekki með Unit- ed og þeir Ole Gunnar Solskjær og Louis Saha verða fjarri góðu gamni í framlínu liðsins auk þess sem miðju- maðurinn Darren Fletcher er meiddur. Þá verður Paul Scholes í leikbanni. „Á síðustu viku höfum við misst fimm eða sex leikmenn. Þetta var slæm vika hjá okkur, nema auð- vitað úrslitin í leikjunum, þau voru ágæt,“ sagði Ferguson í gær. Svíinn Henrik Larsson mun vænt- anlega byrja á bekknum í dag en þetta verður síðasti leikur hans fyrir United áður en hann heldur heim til Helsingjaborgar hvaðan hann hefur verið í láni síðustu mánuðina. Frammi verða því væntanlega Alan Smith og Wayne Rooney, sem hefur gengið illa að skora upp á síðkastið. Middlesbrough hefur verið á þokkalegri siglingu upp á síðkastið og hefur liðið aðeins tapað einum af síðustu fjórtán leikjum, tapaði fyrir Chelsea. Liðið verður hugsanlega án miðjumannanna Julio Arca og Lee Cattermole sem eru meiddir. Tilbúnir í slaginn George Boateng, fyrirliði Boro, segir leikmenn tilbúna í slaginn og þeir ætli sér að gera leikmönnum United lífið leitt. „United er besta lið Englands og því engin smán fyrir okkur að vera taldir litla liðið í þessu samhengi. United veit samt fullvel að þetta verður erfitt hjá þeim og ég veit að leikmönnum United finnst ekkert gaman að koma á Riverside,“ sagði Boateng. Það verður sannkallaður Lund- únaslagur í hádeginu á morgun þeg- ar Chelsea tekur á móti Tottenham. Spurs, sem er frá norðurhluta Lund- úna, varð fyrst utandeildar félaga til að hampa titlinum en það gerði fé- lagið árið 1901 og hefur síðan sjö sinnum orðið bikarmeistari, aðeins United og Arsenal hafa oftar fagnað sigri, United 11 sinnum og Arsenal 10 sinnum. Tottenham varð síðast meistari 1991 og hefur síðan þá fjór- um sinnum komist í undanúrslit. Chelsea verður væntanlega án fyrirliðans Johns Terry og varnar- jaxlinn Ledley King verður ekki í vörn Tottenham en hann hefur ekk- ert leikið á þessu ári vegna meiðsla. „Hann er ekki orðinn góður og við tökum enga áhættu með hann,“ sagði Martin Jol, stjóri Spurs, í gær. Ekki er enn ljóst hvort Jermaine Jenas verði með Tottenham, en hann fór útaf í UEFA-leiknum gegn Braga á fimmtudaginn. Bæði Chelsea og Tottenham léku í Evrópukeppninni í vikunni, Chelsea á þriðjudaginn en Tottenham á fimmtudaginn, þannig að leikmenn Spurs höfðu mun styttri tíma til að búa sig undir þennan mikilvæga leik. Tottenham vann Chelsea 2:1 í deildinni fyrr í vetur og var það fyrsti sigur Spurs á Chelsea í 11 leikjum. Tottenham hefur ekki unnið á Brúnni síðan 10. febrúar 1990 og í síðustu 18 leikjum liðanna í suður- hluta Lundúna hafa liðin sex sinnum gert jafntefli en Chelsea unnið 12 sinnum. Heldur ævintýri Blackburn áfram? Blackburn Rovers ætlar sér að leggja þriðja úrvalsdeildarliðið til að komast í undanúrslit bikarsins sem yrði þá í fyrsta sinn síðan 1960. Liðið lagði Everton í þriðju um- ferðinni og það á Goodison Park, og síðan var það Arsenal sem varð að játa sig sigrað í 16-liða úrslitunum, eftir tvo leiki. Blackburn stendur vel gegn City því liðið hefur unnið það tvisvar í vetur, 4:2 og síðan 3:0 í Manchester. „Vassell æfði með okkur í vikunni og vonandi verður hann tilbúinn í slaginn,“ sagði Stuart Pearce stjóri City um sóknarmann sinn en hann hefur verið meiddur líkt og Paul Dic- kov. Þó svo Plymouth sé eina liðið utan úrvalsdeildarinnar þá munar ekki svo miklu á stöðu liðanna þegar Wat- ford kemur í heimsókn á morgun. Plymouth er aðeins þrettán sætum neðar en Watford, sem er í bullandi fallbaráttu í úrvalsdeildinni. Reuters Áfram Wayne Rooney og félagar í Manchester United ætla áfram í bikarnum og þurfa að vinna Middlesbrough til þess. Stöðvar Middlesbrough sigurgöngu United? ÁTTA liða úrslit ensku bikarkeppn- innar verða um helgina. Einn leikur verður í dag þegar Middlesbrough tekur á móti Manchester United á Riverside. Þrír leikir verða síðan á morgun en þá mætast Chelsea og Tottenham á Stamford Bridge, Blackburn tekur á móti Manchester City og Plymouth, sem er eina liðið sem ekki er í úrvalsdeildinni, fær Watford í heimsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.