Morgunblaðið - 22.03.2007, Qupperneq 26
daglegt líf
26 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Ég erskýjumofar,segir
Inga Elín myndlist-
armaður hlæjandi. „Á morg-
un ætla ég að frumsýna Skýja-
bakkann minn í Epal. Það er ekki
ástæða til annars en gleðjast. Sköpunarferlið
hefur líka verið mjög skemmtilegt eins og
venjulega.“
Skýjabakkarnir hennar Ingu Elínar eru líka
einstakir, enginn þeirra er eins frekar en þeir
sem myndast stundum í veðrahvolfinu á milli
himins og jarðar. Það er líka óhætt að segja að
þeir séu himneskir. „Nafnið er auðvitað dregið
af hinum einu sönnu skýjabökkum en formið á
bökkunum er eins og ský. Fóturinn er úr
keramiki en bakkinn sjálfur úr gleri og á hann
hef ég málað blúndumynstur.“
Listakonunni þykir heiður að fá að sýna í
Epal. „Hér hélt ég mína fyrstu einkasýningu
fyrir 18 árum þegar ég kom heim úr námi frá
Danmörku en þar lærði ég í fimm ár við
Skolen for Brugskunst sem nú heitir Dan-
marks Design. Íslensk hönnun og hönnuðir
eiga Eyjólfi í Epal mikið að þakka.“
Hún segir að viðhorf Íslendinga til hönn-
unar hafi líka tekið stakkaskiptum á þessu
tímabili.
„Íslendingar eru orðnir
miklu meðvitaðri. Það skiptir þá
meira máli af hvernig diskum þeir
borða og úr hvernig bolla þeir drekka
kaffið sitt. Þeir hafa líka uppgötvað að hand-
verkið veitir aðra tilfinningu en fjöldafram-
leiðsla. Ég held að ef verkið sé unnið með já-
kvæðu hugarfari og góðri hugsun þá skili það
sér alla leið.“
Eiginmaðurinn frekar en Elton John
Inga Elín hefur nú í tæpa fjóra áratugi mót-
að listaverk í leir, gler, postulín eða steypu og
stundum blandað öllu saman, bæði í nytjalist
og skúlptúrum. „Jú, það er endalaust hægt að
búa til eitthvað nýtt. Náttúran er minn helsti
áhrifavaldur, hún er endalaus uppspretta. Mér
finnst þetta orð, nytjalist, svolítið þreytt en
þegar ég skapa slík verk eru þau í mínum
huga í raun skúlptúrar, litlir skúlptúrar. Kaffi-
bolli er í raun og veru ekki annað en lítill
skúlptúr.“
– Þannig að það eru fullt af litlum skúlptúr-
um í þínu lífi?
„Já,
það má
eiginlega
segja það.“
– Og núna fullt
af skýjabökkum?
„Já, það er óhætt
að segja það. Þeir hrann-
ast upp. Það er bara gaman.“
Það voru líka skúlptúrarnir sem leiddu Ingu
Elínu inn í lítið, óvænt ævintýri þar sem hún
hitti annan listamann, heimsfrægan. „Já, ég
hélt að það væri verið að gera at í mér. Ég ætl-
aði sko ekki að láta gabbast, fara niður á
Reykjavíkurhöfn með bíl fullan af listaverkum
og láta hía á mig. En ég var sannfærð og það
var mjög gaman að hitta Elton John sem er
víst mikill glerlistasafnari,“ segir myndlist-
armaðurinn en neitar því brosandi því að
skapa nú glerlist undir tónsmíðum Eltons.
„Maðurinn minn, Þórarinn Sigurbergsson, er
klassískur gítarleikari og það er frekar hann
sem veitir mér innblástur á vinnustofunni
minni. Það er svo skemmtilegt að hlusta á
hann leika þegar ég er að vinna.“
Morgunblaðið/Ásdís
Skýjum ofar Inga Elín Kristinsdóttir segir náttúruna vera sinn helsta áhrifavald við sköpun sína, enda sé hún endalaus uppspretta.
Skýjabakkarnir hrannast
upp við mikinn fögnuð
Skýjabakkinn verður frumsýndur í Epal
23. mars kl. 17–19. Latíndjassbandið Mojcito
mun leika þar af fingrum fram.
www.ingaelin.com
ÞAÐ gengur mikið á í húsnæði Húsgagna-
hallarinnar á Bíldshöfða þessa dagana þar
sem unnið er að stækkun Krónuverslunar-
innar í húsinu. Kristinn Skúlason, rekstr-
arstjóri Krónuverslananna, upplýsir að
verslunin muni stækka um allt að 600 fer-
metra við breytingarnar. „Við erum að
gera hana svipaða versluninni í Mosfells-
bæ, setja hana í framtíðar-Krónubúning
að segja má,“ segir Kristinn. „Komið verð-
ur upp kjötborði og lífrænni og vistvænni
deild,“ bætir hann við, „auk þess sem verið
er að stækka grænmetis- og ávaxtasvæði.
Við erum líka að auka pláss fyrir frysti-
vörur.“
Kristinn segir að ætlunin hafi alla tíð
verið að hafa Krónu-verslanirnar í þessu
formi. „Þær áttu alltaf að vera stærri og
ferskari, við ætluðum okkur alltaf að færa
þær meira í ferskvöruhlutann.“ Ekki verð-
ur afgreitt úr kjötborði, frekar en í Mos-
fellsbæ, en öll kjötvinnsla fer þó fram í
húsinu. „Allt kjöt verður unnið bak við og
við hanterum það og sögum og skreytum
sjálfir. Svo verður hægt að velja bakka eft-
ir stærðum. Einnig verður hægt að fá
þjónustu ef óskað er eftir annars konar
stærð á kjötstykkjum eða sérstökum
skurði. Við erum þannig séð með hálfa
þjónustu í kringum þetta.“ Í versluninni
verður einnig boðið upp á heitan mat og
grillaðan kjúkling.
Kristinn segir að stöðug og mikil aukn-
ing hafi verið í því að fólk komi í verslun
Krónunnar í Húsgagnahöllinni. „Við þjón-
um mjög stóru svæði hérna; Grafarvogi og
Grafarholti, Árbænum og alveg niður í
108-hverfið,“ segir Kristinn og er svo rok-
inn á ný í heim hamarshögga og sögunar-
hljóða.
Krónan á
Bíldshöfða
í framtíðar-
búninginn
Morgunblaðið/Ásdís
Rekstrarstjórinn Kristinn Skúlason í ný-
breyttri Krónu-verslun á Bíldshöfða.
Ert þú með tækjadellu?
Glæsilegur blaðauki um vinnuvélar, atvinnubíla, pallbíla
og jeppa fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 30. mars.
Meðal efnis er: Vinnuvélar - Atvinnubílar - Pall -bílar - Jeppar - Fjórhjól -
Verkstæði fyrir Vinnuvélar - Varahlutir - Græjur í bílana - Vinnulyftur - Dekk -
Bón og hreinsivörur - og margt fleira
Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16:00 mánudaginn 26. mars.
Allar nánari upplýsingar
veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is