Morgunblaðið - 22.03.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 31
Hér á Íslandi hefur orðiðtil einstök þekking ásviði orkumála og þarstöndum við framar
flestum öðrum þjóðum. Sú þekking
nýtist ekki einungis við jarð-
hitaverkefni heldur er þekkingin
sem slík orðin að verðmætri og al-
þjóðlega eftirsóttri auðlind. Lands-
virkjun, Orkuveita
Reykjavíkur og Hita-
veita Suðurnesja eru
orðin alþjóðlega leið-
andi þekkingarfyr-
irtæki.
Ef horft er til ís-
lenskra vísindarann-
sókna eru líklega
hvergi jafn einstök
sóknarfæri og í orku-
málum.
Það er tímanna tákn
að nú er verið að und-
irbúa þrjú verkefni þar
sem menntastofnanir á
háskólastigi hyggjast
hasla sér völl með nýtingu íslenskr-
ar vísinda- og orkuþekkingar að
leiðarljósi.
Á Akureyri er verið að undirbúa
alþjóðlegan orkuskóla í tengslum
við Háskólann á Akureyri og hefur
verið einstaklega spennandi að
fylgjast með þróun þess verkefnis á
undanförnum árum og þeim mikla
metnaði sem lagður hefur verið í
það.
Með þessu er háskólinn að nýta
þá þekkingu sem þegar er til staðar
innan skólans t.d. varðandi orku- og
auðlindamál og um leið er skólinn
að sækja fram með þessa þekkingu
til að stofna alþjóðlegan Orkuskóla
á Akureyri, sem hlotið hefur heitið
RES eða The School for Renewable
Energy Science.
Forystumenn Háskólans á Ak-
ureyri hafa einnig verið að und-
irbúa uppbyggingu Vísindagarða,
sem er annar áfangi Borga og hefur
gengið undir nafninu Borgir II.
Hér er um metnaðarfullt verkefni
að ræða sem hefur verið unnið í
nafni Þekkingarvarða ehf., sem er
stuðnings- og þróunaraðili skólans.
Verkefni sem þessi eiga sér ætíð
langan aðdraganda og verkefnið
hófst með vinnu nefndar mennta-
málaráðherra um byggingu rann-
sóknar- og nýsköpunarhúss og var
lokið með opnun Borgar árið 2004.
Í beinu framhaldi af því var haf-
ist handa við forkönnun á þörf fyrir
byggingu vís-
indagarða, allt að
4000 m2 byggingar
sem nú er komin á
teikniborðið og haf-
inn undirbúningur
að.
Háskólinn á Ak-
ureyri fór þess á leit
við mennta-
málaráðuneytið í
bréfi dagsettu 15.
mars síðastliðinn að
það samþykkti aðild
háskólans að einka-
hlutafélaginu Þekk-
ingarverði. Til-
gangur félagsins er að byggja upp
þekkingarþorp við Háskólann á
Akureyri, þar sem saman koma há-
skóla- og rannsóknarstofnanir
ásamt þekkingarfyrirtækjum til að
sinna öflun, miðlun og hagnýtingu
þekkingar.
Gert er ráð fyrir að Þekking-
arvörður muni eiga hlut í hluta-
félaginu Orkuvörðum sem mun
eiga og reka hinn alþjóðlegan orku-
skóla. Áformað er að orkuskólinn
RES muni gera þjónustusamning
við Háskólann á Akureyri sem tek-
ur til prófa, þjónustu og útskriftar
nemenda orkuskólans RES.
Þessi heimild hefur nú verið veitt
og geri ég ráð fyrir að brátt verði
hafist handa við framkvæmdir við
Borgir II. Þá er stefnt að því að
hinn alþjóðlegi orkuskóli muni
hefja kennslu í byrjun næsta árs.
Í öðru lagi er verið að byggja upp
menntastofnun, sem staðsett verð-
ur á Suðurnesjum, í samstarfi við
háskólastofnanir og orkufyrirtæki.
Starfsemin verður margþætt og
langt í frá bundin við orkumál ein-
göngu. Háskóli Íslands verður hin
akademíska kjölfesta en auk þess
koma sterk fyrirtæki á borð við
Hitaveitu Suðurnesja og Geysir
Green Energy að undirbúningnum.
Loks á Orkuveita Reykjavíkur í
viðræðum við háskóla í Reykjavík
um uppbyggingu náms og rann-
sókna á sviði orkumála.
Æ fleiri átta sig á því að sú þekk-
ing sem orðið hefur til hér á landi í
orkumálum er einstök, verðmæt og
eftirsóknarverð. Með samvinnu
orkufyrirtækja, háskóla og fyr-
irtækja er þessi þekking að verða
að útflutningsvöru. Þau verkefni
sem hér hafa verið nefnd byggjast
ekki síst á því að miðla íslenskri
þekkingu til erlendra nema og
stofnana.
Ástæða er til að hvetja aðstand-
endur ofangreindra skóla til að hafa
gott samráð til þess að nýta sem
best hið mikla tækifæri sem þarna
opnast og koma um leið í veg fyrir
tvítekningar. Mér er t.d. kunnugt
um áhugaverð verkefni á Akureyri
tengd lífmassa og orku úr honum.
Einnig sýnist mér að staðsetning
Suðurnesja á kviku jarðhitasvæði
Reykjaneshryggs gæti orðið sterk-
ur þáttur í starfinu þar. Síðast en
ekki síst tel ég að Orkuveita
Reykjavíkur ætti að nota tækifærið
og efla framhaldsnám á tæknisvið-
um jarðhitanýtingar í náinni sam-
vinnu við þá háskóla sem hafa
tæknifræðimenntun á starfssviði
sínu.
Sóknarfæri í orkuvísindum
Eftir Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur »Ef horft er til ís-lenskra vísinda-
rannsókna eru líklega
hvergi jafn einstök
sóknarfæri og í orku-
málum.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er menntamálaráðherra.
íkisins að
gjöld á þá
ut. Stjórn
ki tekið
íkissjóður
ga í þétt-
undir þá
skilgreiningu. Björn Ingi sagði að
fjármögnun verkefnisins myndi
hvíla á ríkinu, ásamt hugsanlegri
gjaldtöku, þó að Faxaflóahafnir
tækju að sér að framkvæma verk-
efnið. Semja þyrfti um umfang verk-
efnisins, tímalengd og aðferð við
endurgreiðslu kostnaðar.
Búið er að rannsaka ítarlega
hugsanlegar leiðir fyrir Sunda-
braut. Rætt hefur verið um svokall-
aða innri leið, ytri leið og jarðgöng.
Á síðasta ári var ákveðið að setja
jarðgangaleið í umhverfismat.
Björn Ingi segir margt benda til að
sú lausn sé hagkvæmari en áður var
talið. Hann telur mestar líkur á að
jarðgöng, sem liggi frá Sæbraut yfir
í Gufunes, verði fyrir valinu. Hann
segir að stjórn Faxaflóahafna hafi
verið sammála um að tímabært sé að
taka formlega ákvörðun um legu
Sundabrautar svo framkvæmdir við
verkefni tefjist ekki meira en orðið
er.
Björn Ingi sagði að lagning
Sundabrautar væri gríðarlega mik-
ilvæg framkvæmd. Með aukinni
byggð sem tengjast mundi Vestur-
landsvegi væri brýnt að tryggja
greiðari samgöngur höfuðborgar-
innar til vesturs og norðurs auk þess
sem mikilvægt væri að samgöngu-
æðar til og frá höfuðborginni væru
tryggar. Það þyrfti ekki nema eitt
óhapp, eins og þegar glerflutninga-
bíll missti farm í Ártúnsbrekku í
vetur, til þess að algert öngþveiti
skapaðist í samgöngumálum í borg-
inni.
óðast til að sjá
dabrautar
# 5!
Í HNOTSKURN
»Áætlað er að jarðgöng fráSæbraut yfir í Gufunes gætu
kostað um 16 milljarða króna.
»Hugmyndir Faxaflóahafnaeru um að ljúka fram-
kvæmdum í einum áfanga.
Björn Ingi Hrafnsson segir það
auka hagkvæmni framkvæmd-
arinnar verulega.
egol@mbl.is
holdafars og atvinnuþátttöku athygli
hans, en tók fram að fréttirnar ættu
samt ekki að koma á óvart þar sem
rannsóknir hefðu ítrekað leitt í ljós að
útlit skipti miklu máli t.d. þegar kæmi að
launum og starfsframa fólks.
Áhugavert að skoða starfs-
ánægju út frá líkamsþyngd
Hjá Vinnueftirlitinu fengust þau svör að
þar á bæ hefðu tengsl offitu og atvinnu-
þátttöku ekki verið skoðuð sérstaklega,
þ.e. hvort offita leiddi til þess að fólk
fengi síður vinnu. Í samtali við Morg-
unblaðið bendir Hólmfríður K. Gunn-
arsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og
heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, á að
Vinnueftirlitið skoði ekki atvinnuþátt-
töku fólks heldur fyrst og fremst líðan
fólks í vinnu, hvort heldur er líkamleg
eða andleg heilsa og líðan. Aðspurð segir
hún að full ástæða væri til þess að skoða
nánar tengsl offitu og atvinnuþátttöku,
ekki síst í ljósi þess að þjóðin sé að fitna
og þyngjast. Segir hún að hjá Vinnueft-
irlitinu sé verið að skoða hvort holdafar
sé mismunandi hjá ólíkum starfshópum.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, dósent í
félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur
sérhæft sig í rannsóknum á vinnufyr-
irkomulagi og starfslíðan. Meðal þess
sem hún hefur rannsakað er einelti á
vinnustað. Spurð hvort samspil holda-
fars og offitu við einelti á vinnustað hafi
verið rannsakað hérlendis svarar Guð-
björg því neitandi og tekur fram að hún
kannist í fljótu bragði heldur ekki við
neinar erlendar rannsóknir þar sem
þetta sé sérstaklega til skoðunar. „Ég
tel að það geti verið mjög áhugavert að
skoða starfsánægju og líðan á vinnustað
út frá líkamsþyngd og skoða hvort offita
sé áhættuþáttur annars vegar um líðan í
vinnu og hins vegar á viðmóti samstarfs-
félaga og yfirmanna,“ segir Guðbjörg og
bendir á að líðan í vinnu tengist m.a.
samskiptum og samskiptavandamálum.
gæti verið um að ræða mismunun at-
vinnurekenda, fólkið sjálft kjósi að vera
ekki á vinnumarkaði t.d. ef það vill ekki
hafa sig jafnmikið í frammi eða vegna
þess að framleiðni granns fólks sé meiri.
Það er erfitt að segja til um hver þess-
ara þátta stýrir þessu sambandi, en allar
þessar kenningar eru í samræmi við það
að orsakatengslin gangi frá offitunni að
atvinnuþátttökunni.“ Að sögn Tinnu var
um heilsu og lífsstíl sem IMG Gallup
gerði árið 2002.
Í samtali við Morgunblaðið bendir
Tinna, sem er doktor í heilsufræði og
umsjónarmaður meistaranáms í heilsu-
hagfræði við Háskóla Íslands, á að nið-
urstöður rannsóknarinnar sýni að or-
sakatengslin gangi frá offitu að
atvinnuþátttöku. „Hins vegar getur
þetta orsakast af nokkrum þáttum, m.a.
ustustarfi, þá hefur holda-
landi áhrif á vinnumark-
hennar er gott og hún er
u og vinnumarkaðar hafa
t verið könnuð hérlendis
laðamaður kemst næst.
nu Laufeyjar Ásgeirs-
eint var frá í blaðinu í
m.a. á viðamikilli könnun
n ávallt eftirsóttir óháð holdafari
© Mark Richards/Corbis
etur fer eru flestir vinnuveitendur aðallega að horfa til hæfni fólks og reynslu, en á því eru þó undantekningar.“
» „Ef of þung manneskja
býr yfir hæfni, annað-
hvort í formi menntunar
eða reynslu, þá hefur
holdafarið ekki hamlandi
áhrif á vinnumarkaði, ef
viðmót hennar er gott og
hún er snyrtileg.“
í könnuninni ekki spurt um ástæðu þess
að viðkomandi væri ekki á vinnumark-
aði, en hún bendir á að í rannsóknarnið-
urstöðum sé búið að leiðrétta fyrir
heilsufari, sem þýðir að veikindi voru
ekki ástæða þess að þær of feitu konur
sem þátt tóku í könnuninni voru ekki á
vinnumarkaði.
Samspil útlits og launa
Fyrir nokkrum árum vakti könnun VR á
tengslum launa og frama við útlit fólks
mikla athygli. Þannig leiddi launakönn-
un sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir
VR árið 2001 í ljós að hávaxið fólk var
með hærri laun en lágvaxnara og ljós-
hærðir voru yfirleitt með lægri laun en
dekkra hærðir, svo fáein dæmi séu
nefnd. Að sögn Gunnars Páls Pálssonar,
formanns VR, hefur í launakönnunum
VR enn ekki verið spurt um holdafar
fólks til þess að skoða hvort sú breyta
hafi einhver áhrif á launakjör fólks.
Spurður hvers vegna segir Gunnar
Páll að það hafi á þeim tíma ekki þótt við
hæfi að spyrja um þyngd eða holdafar,
þar sem slíkt þætti of nærgöngult.
Spurður hvort ekki væri ástæða til að
gera slíkt svarar Gunnar Páll það vel
koma til greina, enda gæti það verið for-
vitnilegt að skoða nánar hvort tengsl séu
milli atvinnuþátttöku og launa annars
vegar og holdafars hins vegar. Að sögn
Gunnars Páls vakti fréttin um tengsl