Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is BÆJARYFIRVÖLD í Mosfellsbæ hafa ákveðið að nöfn gatna í Helga- fellshverfi í Mosfellsbæ verði sótt til verka Halldórs Laxness. Verða göt- urnar nefndar eftir helstu kven- persónum í verkum nóbelsskáldsins. Með þessu verði til svipmikil og falleg götunöfn í hverfinu og fá nöfn- in viðskeytið gata. Aðalgöturnar tvær sem mynda kjarna hverfisins verða síðan nefnd- ar eftir tveimur skáldsögum Hall- dórs Laxness og fá þær viðskeytið –stræti. Þetta eru Gerplustræti og Vefarastræti. Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar hefur þegar sam- þykkt tillögu um að göturnar í Helgafellshverfi verði nefndar eftir kvenpersónum úr verkum Laxness. Diljárgata og Sölkugata Í verkum Laxness er að finna lít- ríkt safn kvenpersóna sem bera oft svipmikil og sjaldgæf nöfn. Dæmi um götunöfn í Helgafells- hverfi eru Ástu-Sólliljugata, Dilj- árgata, Snæfríðargata og Sölkugata. Hannes Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri Helgafellsbygginga, sem stýrir uppbyggingu hverfisins segir að hugmyndin um að sækja götunöfnin til verka Halldórs Lax- ness hafi komið upp í fyrra. Landeig- endur hafi hrifist af henni og lagt umtalsverða vinnu í útfærslu hennar með ráðgjöfum sínum. „Eins og í öllu skipulagi hverfisins þá fannst okkur mikilvægt að vanda vel til verka í þessum efnum og bjóða upp á áhugaverð götunöfn. Hug- myndin sjálf, að sækja til verka Hall- dórs Laxness er að sumu leyti flókin því auðvitað skiptir öllu máli að gera þetta vel. Eftir talsverða yfirlegu kom fram sú hugmynd að nota falleg kvenmannsnöfn úr verkum skálds- ins. Auk þess að vera einföld og smekkleg lausn þá gátum við notað nöfnin til að mynda einfalt kerfi og raðað götunum í stafrófsröð, rétt- sælis kringum miðju hverfisins. Þannig verður auðvelt fyrir fólk að rata í Helgafellshverfi.“ Fyrstu lóðir í fjölbýli bygging- arhæfar í sumar Útfærslan var unnin af Erni Úlfari Sævarssyni, íslenskufræðingi, með aðstoð Halldórs Guðmundssonar, sem hlaut Íslensku bókmenntaverð- launin árið 2005 fyrir ævisögu Hall- dórs Laxness. Helgafellshverfi í Mosfellsbæ mun rísa á skjólgóðum og sólríkum stað í suður- og vesturhlíðum Helgafells. Reisa á um 1.020 íbúðir á svæðinu, þar af eru 560 einbýlis- og raðhús og 460 íbúðir í fjölbýli. Framkvæmd- irnar ganga mjög vel að sögn Hann- esar. Götunöfn eru þegar komin á nokkrar götur í hverfinu og bætast svo við smátt og smátt með uppbygg- ingu hverfisins. „Framkvæmdir eru hafnar við vegagerð og fyrstu lóð- irnar í fjölbýlinu verða bygging- arhæfar í sumar,“ segir hann. Lóðir verða svo byggingarhæfar í fyrstu sérbýlishúsaáföngum í framhaldi af því í sumar og haust að sögn hans. „Við reiknum með að hverfið verði uppbyggt á fjórum til sex árum. Það ræðst nokkuð af því hvernig mark- aðurinn lifir og dafnar.“ Mikill áhugi er á íbúðum í hverfinu og segir Hannes að eftir að auglýst var að sala væri hafin á lóðum fyrir fjölbýlishús í hverfinu um seinustu helgi hafi hann vart undan að svara fyrirspurnum um sérbýlið. „Svæðið er líka mjög sérstakt. Það eru ekki mörg sambærileg svæði í boði á höf- uðborgarsvæðinu. Þarna er verið að byggja fremur rúmt og gott hverfi og fáar íbúðir eru á hvern hektara. Svo hefur mér alltaf fundist það flott að hverfið skuli eiga sitt eigið fjall. Það eru ekki mörg hverfi sem geta státað sig af því.“ Götur hverfisins nefndar eftir kvenpersónum Halldórs Laxness Morgunblaðið/Sverrir Minnisstæð nöfn. Götunöfnin mynda einfalt kerfi. Verður þeim raðað í stafrófsröð, réttsælis kringum miðju Helgafellshverfisins. Þannig verður auðvelt fyrir fólk að rata í því. Aðalgötur hverfisins verða nefndar eftir tveimur af þekktum skáldsögum Laxness, Gerplustræti og Vefarastræti. Morgunblaðið/Sverrir Kunnar konur Götuheitin í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ verða sótt í sögur Halldórs Laxness og er verið að ganga frá fyrstu skiltunum. Í HNOTSKURN »Skipulags- og bygging-arnefnd Mosfellsbæjar hefur samþykkt tillögu um að nöfn gatna í Helgafellshverfi verði sótt til verka Laxness. »Helgafellshverfi rís í suð-ur- og vesturhlíðum Helgafells og verða reistar þar um 1.020 íbúðir, 560 ein- býlis- og raðhús og 460 íbúðir í fjölbýli. »Útfærsla hugmyndarinnarum nöfn gatnanna var unnin af Erni Úlfari Sævars- syni íslenskufræðingi. Götum í Helgafells- hverfi í Mosfellsbæ verða gefin nöfn eftir kvenpersónum úr verk- um Halldórs Laxness. Aðalgöturnar bera svo nöfn skáldverka hans. Ásta Sóllilja: Fósturdóttir Bjarts í Sumarhúsum í Sjálfstæðu fólki (1934-1935) og önnur aðalpersóna þeirrar bókar. Bergrún: Dóttir Íslands-Bersa, aðalpersónu skáld- sögunnar Guðsgjafaþulu (1972). Diljá: Aðalkvenpersóna Vefarans mikla frá Kasmír (1927), stúlkan sem Steinn Elliði verður ástfanginn af. Guðrún: Vinnukona í Mosfellssveit, sú sem Sagan af brauðinu dýra er sögð af í Innansveitarkroniku (1970). Hulda: Stúlkan í fyrstu skáldsögu Halldórs, Barni náttúrunnar (1919), sem hafði undirtitilinn “ást- arsaga. Jarþrúður: Konan sem Ólafur Kárason býr með um skeið í Heimsljósi (1937-1940). Jófríður: Móðir Steins Elliða, aðalpersónu Vefarans mikla frá Kasmír (1927). Lilja: Litla stúlkan í samnefndri smásögu sem um tíma vingast við gamlan mann sem sögumaður kallar Nebúkadnesar Nebúkadnesarson (sagan birtist í safn- inu Fótatak manna 1933). Lóa: Unga stúlkan sem ætlar að leita frægðar og frama í leikritinu Silfurtúnglið (1954). Snæfríður: Aðalkvenpersóna Íslandsklukkunnar (1943-46) sem kölluð var Snæfríður Íslandssól. Salka Valka: Aðalpersónan í skáldsögunni Sölku Völku (1931-1932). Vegmey: Vegmey Hansdóttir er um tíma ástkona Ólafs Kárasonar, Ljósvíkingsins, aðalpersónu Heims- ljóss (1937-1940). Ugla: Norðanstúlkan sem flyst til Reykjavíkur, að- alsöguhetja Atómstöðvarinnar (1950). Kvenpersónur í Helgafellshverfi Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is FULLTRÚAR allra stjórnmálaflokka sátu í síðustu viku fræðslunámskeið sem Alþjóða- hús stóð að. Að sögn Einars Skúlasonar, framkvæmdastjóra Alþjóðahúss, var mark- mið námskeiðsins einkum að koma í veg fyr- ir að rangar upplýsingar um innflytjenda- mál færu í umræðuna. Þá var skorað á stjórnmálamennina að setja sig í spor inn- flytjenda hér á landi. Einar segir að oft komi fram rangar full- yrðingar um innflytjendamál, meðal annars á Alþingi. „Við vorum bæði að koma með tölulegar upplýsingar og reyna að varpa ljósi á þróunina eins og hún hefur verið síð- ustu ár,“ segir Einar og vísar til fjölgunar innflytjenda hér á landi. Sú fjölgun eigi sér stað í bylgjum og fylgi sveiflum í atvinnulíf- inu. „Það fjölgaði mikið á árunum 1997–2000 og stóð svo í stað frá 2001–2004 en þá fór að fjölga aftur,“ segir Einar. Koma þurfi í veg fyrir þann misskilning að hingað sé stjórn- laus straumur fólks sem viti ekkert hvað það ætli sér að gera á Íslandi. Flestir komnir með vinnu Langflestir sem til landsins komi séu þeg- ar komnir með vinnu og allir þurfi að fá leyfi. Þá geti fólk ekki gengið strax að kerf- inu vísu, líkt og sumir virðist telja. „Það eru bara Norðurlandabúar sem fá slíkan rétt frá fyrsta degi,“ bendir Einar á. Hann segir að námskeiðið hafi einnig fal- ist í því að fá stjórnmálamennina til þess að setja sig í spor innflytjenda og átta sig á því sem fólk mætir þegar það kemur inn í nýtt samfélag. Einar telur að stjórnmálafólkið hafi lært af námskeiðinu. „Hjá öllum flokkunum var margt nýtt sem kom fram sem kom fólki á óvart, alls staðar einhvers konar misskiln- ingur á ferðinni. Ég held að allir hafi lært eitthvað,“ segir Einar. Alþjóðahús hafi hvatt flokkana til þess að hafa samband þangað ef þá vanti upplýsingar í aðdraganda þingkosn- inganna. Búast megi við því að innflytjenda- mál verði í hópi fimm til sex stærstu mál- anna fyrir kosningarnar. Stjórnmálamenn fræddir um innflytjendamál Fjölmenning Þjóðahátíð í Perlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.