Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ                    !"! #$      Kanada  % & !' $ " ( )(             ((( ' "  *"+ #  ,%"- . !% / & 0 &% 1%%"-% 2"" 3  4 5 --! #" %(!(6 %(!                                     !        "       # !$              # $ #             %       %   &'   %  $      !     7 $ !' ( )(  8  (    )     *   +,# $ !   - # -./      0   $  $   7 $ !' ( (  8 )  (    )     *   +,# $ !   - # -./      0   - $  $   9$ - % - $ :; <- $$= þannig að það safnast alltaf fita í öll fyrirtæki þegar ekki hefur verið tækifæri til að taka á því í mörg ár.“ Gunnar Magnússon, formaður starfsmannafélags RÚV, tekur slíkri yfirlýsingu ekki fagnandi. „Ég heyrði formann stjórnarinnar tala um að velta við steinum og skera fitu. Ég skil það ekki með stofnun sem er búin að vera að skera niður samfellt undanfarin fimmtán ár.“ Hann segir ekki komið í ljós í hverju breytingar vegna nýs rekstr- arforms felist og að óvissa ríki um kjarasamninga á næsta ári. „Við höf- um óbreytt kjör fram á næsta ár, en þá er allt í lausu lofti. Það eina sem við vitum er að búið er að ráða fram- kvæmdastjóra og fækka fram- kvæmdastjórum. Við vitum hvað er í kössunum á toppnum en það á eftir að opna hina kassana. Verða allir með vinnu um mánaðamótin?“ Og hann gefur lítið fyrir að ekki verði ráðið í störf þeirra sem hafa hætt. „Einhvers staðar sá ég að það ætti bara að ráða í þau störf sem nauðsynlega þarf. Ef ég þarf að vinna átján tíma á sólarhring fyrir sömu laun líst mér ekki á það.“ Björg Eva Erlendsdóttir, formað- ur Félags fréttamanna, segir að þar sé einnig óvissa um kjarasamn- ingana sem renni út á næsta ári. „Staðan hefur breyst á margan hátt úr því við erum ekki lengur rík- isstofnun. Það hefur verið rætt um breytingar á félaginu, svo sem sam- einingu við Blaðamannafélag Ís- lands, en það á heilmikil vinna eftir að fara fram áður en við vitum hvar hagsmunum okkar er best borgið.“ Punktur eftir 40 ára afmælið Einkennandi fyrir andrúmsloftið á Ríkisútvarpinu er sú upplifun margra starfsmanna að þeir gegni hlutverki í almannaþjónustu. RÚV eigi að spegla þjóðina og sinna öllum hópum með góðu efni. Gantast er með að enginn vinni hjá RÚV til að verða ríkur, kannski frægur, en ann- ars eigi starfsfólk sameiginlegt þetta faglega stolt. Hópur starfsmanna sem vann á RÚV við stofnun þess 1966 kallar sig t.d. svarthvíta gengið, hittist einu sinni á ári og gerir sér glaðan dag. Eldri starfsmönnum finnst þeir hafa tilfinningu fyrir menningu RÚV og eru stundum sjokkeraðir Morgunblaðið/Árni Sæberg Á gólfinu Það er í nógu að snúast á vakt útvarpsstjóra. » Við vitum hvað er í kössunum á toppnum en það á eftir að opna hina kassana. Verða all- ir með vinnu um mán- aðamótin? RÍKISÚTVARPIÐ Á TÍMAMÓTUM G röfin móti gapir köld!“ svarar Hildur Bjarna- dóttir fréttamaður aðspurð hvað taki við þegar hún hættir störfum á RÚV um mán- aðamótin, og nýtir sér biðlaunarétt sem verður til þegar Ríkisútvarpið breytist úr stofnun í opinbert hlutafélag. Hildur er ekki hætt og bætir við með kunnuglegri útvarpsröddu: „Gref ég á minn vonarskjöld!“ – Af hverju hættirðu, spyr blaðamaður. „Ég þurfti lengi að hugsa mig um, vegna þess að mér finnst öll þessi breyting arfavitlaus og það stríð- ir gegn minni samvisku að ég skuli send á full laun í heilt ár án þess að vinna fyrir þeim. En á móti kem- ur að ég er orðin langt í fullorðin, vinn vaktavinnu og er ekki alveg jafn rosalega eldhress og ég var, hvorki þegar ég vakna á morgnana fyrir allar aldir né vaki frameftir. Ég er orðin svo kvöldsvæf. Svo klóraði ég mér í hausnum og réttlætti ákvörð- unina með því að ég tók ekki barneignarfrí á sínum tíma; mér stóð það ekki til boða, fyrir utan að það var alltof stutt, aðeins þrír mánuðir, og guði sé lof að búið er að setja undir þann leka. Þá ákvað ég að hætta bara, enda ekki nema ár í að mér yrði hent út hvort sem er.“ Hún segir að talað hafi verið um að fólki yrði sagt upp eftir aðilaskiptin um mánaðamótin. „Ég var bú- in að ákveða að láta ekki segja mér upp, fara bara og arga: „Ég læt ekki fara svona með mig! Héðan fer ég ekki, – og þegiði bara!“ Þingmenn og allir sem halda að þeir eigi að ráða; fólk sem á ekkert með það. Þeir hafa gjörsamlega farið með sitt vald út í móa. Það eru sett eintóm vitleysislög í allar átt- ir. Þingmenn hafa ekki umboð til að setja lög um það sem þeir setja lög um, bara stjórna fjármálum landsins, – það er það umboð sem ég hef veitt þeim!“ Hún þagnar stundarkorn. „En ég hunskaðist bara út, – lúpuleg.“ – Hvernig er útvarpsstjóri liðinn innan RÚV? „Við á útvarpinu höldum að útvarpsstjóri hafi eng- an áhuga á útvarpi, bara mikinn áhuga á sjónvarpi og vinni væntanlega vel og dyggilega fyrir það og það er allt í góðu. Aftur á móti erum við þrælvön því að hafa útvarpsstjóra sem vita ekkert í þennan heim eða annan um hvernig á að reka útvarp. Það er svo sem fínt líka. Við rekum einstakt útvarp; það er fræðandi og kostar ekkert. Þetta er ódýrasta útvarp í heimi af því að starfsfólkinu er svo illa borgað. Samt er fólk tilbúið að vinna þarna af áhuga á menningu þjóðarinnar. Og það skilur það enginn al- veg. Það er samt allt í góðu,“ segir hún brosandi. Hún segir að fréttastofa útvarps hafi lengi verið alveg sjálfstæð. „Það hefur aldrei neinn afskipti af okkur, enginn útvarpsstjóri hefur reynt að koma inn fyrir dyrnar, en á móti kemur að við fylgjumst lítið með öðrum deildum, sem er galli.“ – Þetta er þá eins konar stofnun inni í stofn- uninni? „Já, og við erum ekki beinlínis úr tengslum við annað fólk. En þetta er svolítið gettó þarna. Starf allra hinna er alveg stórmerkilegt; það segja það all- ir sem ég þekki. Fólk kemur frá útlöndum, kveikir og dáist að því að hægt sé að hlusta allan daginn á eitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Og það skilur það enginn, við ekki heldur. Það er ótrúlegt hvað fólk fæst til að koma með skínandi hugmyndir, vinna vel og fá hrós og klapp á bakið, en enga peninga.“ SVO KLÓRAÐI ÉG MÉR Í HAUSNUM Morgunblaðið/Árni Sæberg Gettó Hildur Bjarnadóttir segir úvarpið svolítið gettó. Þ egar næst loksins tal af Þórhalli Gunnarssyni, ritstjóra Kastljóssins, er hann að borða kvöldmat, klukkan hálftíu. „Ég er ekki viss um að næringarfræðingar myndu mæla með þessu,“ segir hann brosandi. En einhvern tímann verður hann að borða, þessi upptekni maður sem verður yfir innlendri dagskrá RÚV. „Þetta var staðfest endanlega á starfsmannafundi fyrir viku, en kom til umræðu mánuði áður.“ Þórhallur er ekki formlega tekinn við, en þó kominn á fullt í starfið. „Ég er að kortleggja næsta vetur, en fjárhagsáætlanir liggja ekki fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur. Þá fyrst get ég séð hvort mínar hugmyndir falla innan þess ramma. Þetta er því ennþá á hugmyndastigi og of snemmt að segja frá ein- stökum atriðum. Ég held að fólk eigi ekki eftir að upplifa að RÚV hverfi frá sínu menningarhlutverki, en það verður vart við ýmsar breytingar; vonandi verður dagskráin jákvæð, skemmtileg og fjölbreytt.“ Aðspurður hvort hann geti bæði sinnt innlendri dagskrárgerð og Kastljósi segir hann: „Það eru nokkrir klukkutímar ónýttir á kvöldin, sem nýtast ágætlega. Og ég get ekki séð að það skapist neinir hagsmunaárekstrar.“ Sigmar Guðmundsson, aðstoðarritstjóri Kastljóssins, kemur meira að dag- legu utanumhaldi, en Þórhallur mun þó leggja upp hvern þátt með hópnum á morgnana og funda með honum yfir daginn og á kvöldin. NOKKRIR TÍMAR ÓNÝTTIR Á KVÖLDIN Morgunblaðið/Árni Sæberg Samheldni Þórhallur ásamt útvarpsstjóra og starfsfólki Kastljóssins. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.