Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ P áll Magnússon hóf störf hjá Ríkisútvarp- inu árið 1983 og hætti þremur árum síð- ar þegar Stöð 2 var stofnuð. Fyrst var hann í hlutastarfi, sá annars vegar um þingfréttirnar og hins vegar seinni fréttir, sem voru stuttar „talandi hausfréttir“ í dagskrárlok á kvöldin. Ingvi Hrafn Jónsson gerði hann að varafréttastjóra árið 1984. „Þá var ég enn blautur á bakvið eyrun, ný- kominn inn, þegar Ingvi Hrafn veiktist og ég nýgræðingurinn, sem var innan við þrítugt, var skyndilega orðinn starfandi fréttastjóri. Ög- mundi Jónassyni, Helga E. [Helgasyni] og Helga H. [Jónssyni] þótti sjálfsagt ekki mikið til koma. Þetta var sérkennileg staða; ég svona reynslu- lítill, þó að ég hefði starfað dálítið við blaða- mennsku, að stýra fréttastofu sem var uppfull af miklum reynsluboltum. Atvikin höfðu hagað því þannig. Og ég barðist í því daginn langan að láta taka mark á mér. Ég vona að mér hafi tek- ist það, þó að ég væri litinn hornauga.“ Lítill stofnanalegur mótþrói Páll var orðinn mun reyndari þegar hann sneri aftur frá Stöð 2 eftir viðburðaríkan tíma og settist í stól útvarpsstjóra. „Ég bjóst við að mæta þekktu fyrirbrigði, sem útleggst á ís- lensku stofnanalægur mótþrói. Oft á tíðum eru jafnvel meiri líkur á því að stofnun á borð við þessa breyti manni sjálfum en að manni takist að breyta stofnuninni. En ég var mér meðvit- andi um þessa tilhneigingu og vona að mér hafi tekist að halda sjó. Það er mjög auðvelt að lokast bara af á þessari hæð á þessari skrifstofu og hugsa: Flýtur meðan ekki sekkur.“ Hann segir að það hafi komið sér á óvart hvað stofnanalegi mótþróinn var lítill. „Allir virtust tilbúnir og finna fyrir því að þessari stofnun er lífsnauðsynlegt að breytast, þó að ekki væru allir sammála um hvernig það ætti að gerast og hvernig lagaramminn ætti að vera. En mér kom satt að segja á óvart þessi mikli skilningur og vilji þeirra sem vinna hér til að breyta.“ Tilgangurinn fólginn í dagskránni Tækifærin sem fylgja breyttu rekstrarformi Ríkisútvarpsins voru ástæðan fyrir því að Páll sótti um starf útvarpsstjóra. „Allar þær breyt- ingar sem við stefnum að og þær sem við kynnt- um yfirstjórninni í síðustu viku hafa þegar allt kemur til alls aðeins einn tilgang, – að búa til eins góða og mikla íslenska dagskrá fyrir þá miðla sem við rekum og hægt er fyrir þær tekjur sem félagið hefur. Við gerum það með ýmsum hætti, s.s. einföldun á yfirstjórn, sem verður skilvirkari, fámennari og ódýrari en áð- ur. Með því sendum við jafnframt skilaboð um að þetta verði ekki eins og ég sá hjá stjórn- málamönnum sem blogga að nú verði byrjað á að reka ræstingafólkið. Það er ekki okkar nálg- un.“ Eftir breytingarnar eiga skipuritið og stjórn- skipulagið að endurspegla rekstur Rík- isútvarpsins. „Við erum ekki bara að spara og gera það skilvirkara. Gamla skipuritið var ekki dagskrárdrifið. Þar voru átta yfirmenn sem heyrðu beint undir útvarpsstjóra og afar fáir af þeim hreinræktaðir dagskrármenn. Nú end- urspeglar það allt annan veruleika og er meira lýsandi fyrir þann tilgang sem félagið hefur, fjórir af fimm yfirmönnum undir útvarpsstjóra eru dagskrármenn og fimmti kassinn auðvitað rekstur og fjármál. Forgangsröðunin er rétt.“ – Hvernig skynjaðir þú andrúmsloftið á föstu- daginn fyrir viku? „Það er ekki átakalaust að gera svona hluti,“ segir Páll. „Ég get alveg játað það. Ég tek svona hluti oft nærri mér og það er ekki auð- velt að ganga í gegnum þetta. En ég hef sann- færingu fyrir þessu og finn ekki annað innan- dyra en að fólk skilji að þetta hafi verið nauðsynlegt skref til þess að ná markmiðum okkar, eitt af mörgum skrefum til að uppfylla skyldur okkar við þjóðina. En það er alveg rétt að þetta var ekki sársaukalaust.“ – Verða stigin fleiri sársaukafull skref? „Það standa ekki fyrir dyrum neinar hóp- uppsagnir eða neitt slíkt. Við erum í þeirri stöðu að um fjörutíu hafa tekið ákvörðun um að nýta sér þann biðlaunarétt sem myndast við yf- irganginn frá stofnun til félags. Við erum að vonast til þess að hluti af hagræðingunni geti falist í því að ráða ekki í öll þau störf, heldur fylla að einhverju leyti upp í þau göt sem mynd- ast með tilfærslum og tilflutningi innandyra. Þannig að vegna þessarar náttúrulegu fækk- urnar, sem kann að vera kaldhæðnislegt orða- val, þá er ekki sama þörfin á uppsögnum.“ Stjórnendur gangi sjálfir til verkanna Páll segist gera þá kröfu til stjórnenda, eins og hann geri til sjálfs sín, að þeir séu virkir í sinni stjórnun. „Ég tel það ekki til of mikils mælst að þeir gangi sjálfir til verkanna sem stjórnendur og get nefnt sem dæmi, þó að ég í litlu sé, að ég tel það ekki ofverkið mitt að lesa fréttir stöku sinnum. Stjórnendur verða að end- urraða sínum tíma, það er í fleiri horn að líta, og það gildir líka um mig, það gildir um alla.“ Stundum hefur kveðið rammt að pólitískum ákvörðunum um rekstur og ráðningar innan Ríkisútvarpsins, en Páll segist telja að hann fái frið fyrir stjórnmálamönnum. „Það er liður í þessum breytingum að félagið er komið í meiri fjarlægð frá pólitíkinni en stofnunin var. Það ræðst fyrst og fremst af því að það var ekki bara útvarpsstjórinn sem var skipaður af menntamálaráðherra, heldur einnig þrír næstráðendur, framkvæmdastjórar sjón- varps, útvarps og fjármála. Vissulega voru þetta undirmenn útvarpsstjóra, en hann gat hvorki rekið þá né ráðið. Þetta fyrirkomulag hefur nú verið aflagt og útvarpsstjóri ræður alla starfsmenn félagsins. Nú er félaginu kosin stjórn, sem vakir fyrst og fremst yfir rekstr- inum, en hefur ekkert með dagskrá eða manna- ráðningar að gera, fyrir utan að ráða eða reka útvarpsstjórann eftir atvikum.“ Aldrei verið í stjórnmálaflokki Páll segir því dagskrárákvarðanir og manna- ráðningar komnar á hreinan faglegan grunn, ef menn gefi sér að útvarpsstjóri sjálfur sé fagleg- ur, og pólitíkin heyri sögunni til. „Auðvitað eru fulltrúar eigandans áfram á endanum og þingið kýs stjórnina. Ég geri enga athugasemd við það, því eigandinn, sem er þjóðin sjálf, verður að eiga sína fulltrúa og því er best að þingið kjósi stjórnina.“ – Varst þú ráðinn á faglegum forsendum? „Ég verð að líta svo á. Ég á mér engar aðrar forsendur en faglegar, hef aldrei verið í stjórn- málaflokki og aldrei bendlaður við stjórn- málaflokk, nema þá á sínum tíma kratana, því karl faðir minn heitinn var á sínum tíma þing- maður og ráðherra Alþýðuflokksins. Það háði mér í starfi sem þingfréttamaður á sínum tíma. Ég lá undir ámæli frá krötunum fyrir að láta þá gjalda þess á hverjum degi í þingfréttunum að ég væri að afsanna flokkshollustuna, og hinir ásökuðu mig um að vera krati af því að pabbi var krati. En ég hef sjálfur aldrei verið í nein- um stjórnmálaflokki. Þannig að ég veit ekki hvernig skipan mín í þetta embætti ætti að geta talist pólitísk og man ekki til þess að nokkur hafi haldið því fram. Ég spurði mennta- málaráðherra einnar spurningar áður en ég sótti um, hvort skipað yrði á faglegum eða póli- tískum forsendum. Þegar hún sagði faglegum tók ég ákvörðun um að sækja um og þóttist standa nokkuð vel að vígi.“ Það þyngist brúnin á Páli. „Það er mikill misskilningur að draga þá ályktun af stuðningi mínum við breytt rekstr- arform að ég væri sérstakur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða Sjálfstæðisflokksins. Það er sama hver hefði borið frumvarpið fram – ég hefði stutt það. Sumir gagnrýndu mig fyrir það að beita mér með svo afgerandi hætti á op- inberum vettvangi. Ég hugsaði um það vel og lengi hvort ég ætti að gera það. Ég hafði djúpa sannfæringu fyrir því að það þyrfti að breyta rekstrarforminu til að stofnunin gæti þróast með eðlilegum hætti og uppfyllt þær skyldur sem hún hefur. Ef ég hefði ekki stutt frum- varpið opinberlega hefði ég verið að bregðast þeim skyldum sem ég tókst á hendur með því að veita stofnuninni forstöðu. Þessi stuðningur hefði verið jafn eindreginn hver sem hefði borið fram frumvarpið, enda var þetta ekki stuðn- ingur við flokk heldur breytingar á Rík- isútvarpinu.“ TRYGGIR MEIRI FJARLÆGÐ OG FRIÐ FRÁ PÓLITÍKINNI Morgunblaðið/Árni Sæberg Bindishnúturinn Páll Magnússon á leið í útsendingu. Hann telur það ekki ofverkið sitt að lesa fréttir stöku sinnum. »Ef ég hefði ekki stutt frum- varpið opinberlega hefði ég verið að bregðast þeim skyldum sem ég tókst á hendur með því að veita stofnuninni forstöðu. yfir skeytingarleysi yngri starfs- manna um söguna. Einn gengur svo langt að segja að RÚV hafi löngum einkennst af skandanivískum sósíal- ískum hroka, þannig sé karakter RÚV og það eigi að vera þannig. Kvartað hefur verið undan því að Páli Magnússyni hafi verið falið al- ræðisvald yfir RÚV, hann hafi vikið gömlu Rúvurunum til hliðar og tekið inn fólk af Stöð 2. Fyrir vikið sé Rík- isútvarpið orðið sálarlaust, nokkurs konar Stöð 2, 2. Einn viðmælandi segir: „Sjónvarpið hélt upp á 40 ára afmæli. Ég vissi ekki að síðan kæmi punktur.“ Fangaskiptin miklu Með þessu er vísað í það þegar út- varpsstjóri fékk Þórhall Gunnarsson yfir af Stöð 2 í Kastljósið ásamt Jó- hönnu Vilhjálmsdóttur sl. haust. Páll Magnússon svarar slíkri gagnrýni með því að innanhússmaður hafi fyrst verið settur yfir magasínþátt- inn, en óskyld atburðarás hafi orðið til þess að „fangaskiptin miklu“ hafi komist á. „Og út úr þeim skiptum kom RÚV með ótrúlegum hagnaði. Vel hefur tekist til með Kastljósið, áhorfið hefur tvöfaldast og er komið upp undir sjálfar fréttirnar. Ég held að það þurfi að fara býsna langt aft- ur í tímann í íslensku sjónvarpi til að finna aðra eins velgengni eftir breyt- ingu á þætti og hjá Kastljósinu.“ Sjálfur segist Þórhallur aldrei hafa velt því fyrir sér hvernig það væri að aðlagast nýjum fjölmiðli með langa sögu. „Ef einhver er ósáttur, þá hefur hann farið leynt með það,“ segir hann. „Það finnast eflaust ein- hverjir og það er þeirra vandamál í sjálfu sér. Það er nóg af fólki að glíma við úti í samfélaginu, án þess að ég stundi það innan stofnunar- innar. Ég hef aldrei upplifað neinn móral en kannski er ég svona ómeð- vitaður um það,“ segir hann og hlær. „Ég sé aðeins góða samstarfsmenn alls staðar, vinnugleði og stemn- ingu.“ Gullmolarnir í Kastljósi Deildamúrar eru frekar háir á RÚV, enda voru útvarpið og sjón- varpið til langs tíma ekki í sama húsi og starfsmenn vissu varla hver af öðrum. Sigrún Stefánsdóttir hóf fyrst störf á sjónvarpinu árið 1974. „Ég var náttúrlega hinumegin,“ seg- ir hún kankvíslega. „Þá var mikill rígur milli útvarps og sjónvarps og enn eimir eftir af því. Kannski er það bara hollt.“ Nokkur pirringur er á milli frétta- stofanna og Kastljóssins. Sumum finnst of mikið lagt í „gullmolana“ í Kastljósi samanborið við aðra og svíður að ekki sé meiri áhersla á fréttamennsku, en slíkrar reynslu er ekki krafist af fólkinu sem vinnur þáttinn. Á 5. hæðinni, stjórnendahæðinni, er vel tekið á móti gestum. Guðrún Eyberg, ritari útvarpsstjóra, segir þegar hún heyrir nafn blaðamanns: „Við erum vön postulunum, Pétri, Markúsi og Páli. Heimir slapp af því að hann var prestur.“ Talað hefur verið í hálfkæringi um 5. hæðina innan RÚV, þar sem allt týnist og margir vinni lítið starf, og einn viðmælandi segir: „Nú er verið að taka þar til og það hlýtur að opna tækifæri fyrir fólk. Ég skil því ekki að það gefi því ekki séns. Það eru all- ir sammála um að það þurfi breyt- ingar, bara ekki hvaða breytingar.“ Allir þreyttir á pattstöðunni Almennt kokgleypir starfsfólk RÚV ekkert breytingarnar, eins og viðmælandi lýsti því, en er ekkert neikvætt heldur. Það voru allir orðn- ir þreyttir á pattstöðunni enda hefur fátt markvert gerst hjá stofnuninni í mörg ár. Hugur er í unga fólkinu en eldri starfsmaður sem lifað hefur tímana tvenna leggst aftur í sófann, setur fæturna upp á borð og segist alvanur endalausum breytinga- tilraunum og upphlaupum af ýmsu tagi og kippa sér lítið upp við það. Einn fréttamaður segir talsverða bjartsýni ríkja hjá fréttastofu út- varps en fólk sé skeptískt upp að ákveðnu marki. „Þetta er náttúrlega fólk sem vinnur við að vera skept- ískt, þannig að það er eiginlega óum- flýjanlegt.“ RÍKISÚTVARPIÐ Á TÍMAMÓTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.