Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ H ANN er mikill Finni – hófstilltur í fram- göngu allri og málæði hefur aldrei verið honum til trafala. Matti Vanhanen hefur tekist að nýta sér þessa þjóðlegu eiginleika með ágætum árangri. Flest bendir til þess að hann verði áfram forsætisráð- herra Finnlands enda er Vanhanen vinsæll með afbrigðum og slyngur stjórnmálamaður. Vanhanen er leiðtogi Miðflokksins, sem hélt naumlega velli sem stærsti stjórnmálaflokkur Finnlands í þing- kosningunum 18. þessa mánaðar. Að fráfarandi ríkisstjórn stóðu Mið- flokkurinn, Jafnaðarmannaflokkur- inn og Sænski þjóðarflokkurinn. Stjórnin hélt að vísu velli en jafnaðar- menn urðu fyrir þungu höggi í kosn- ingunum og hafa ekki notið minna fylgis í 45 ár. Íhaldsmenn teljast sig- urvegarar kosninganna, bættu við sig tíu mönnum og þykir því líklegt að Vanhanen telji stjórnarmyndun með þeim heppilegan kost í stöðunni. Slík stjórn myndi alltjent endurspegla úr- slit kosninganna. Stjórn þessara tveggja flokka hefði eins sætis meiri- hluta á þingi þar sem 200 fulltrúar sitja. Sænski þjóðarflokkurinn gæti lagt stjórninni til níu menn og þannig tryggt traustan meirihluta. Því verður vart haldið fram að miklar sviptingar einkenni stjórnmál í Finnlandi. Að vísu telst góður ár- angur Íhaldsflokksins (22,3% at- kvæða og 50 menn) athyglisverður og fyrir honum fer trúlega framtíðar- maður, hinn 35 ára gamli Jyrki Katai- nen. Flokkurinn boðar m.a. að Finn- um beri að leita eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO) en ólíklegt er að íhaldsmenn láti stranda á þeirri kröfu í stjórnarmyndunarvið- ræðum. Almennt gildir um stóru flokkana þrjá í Finnlandi að fleira sameinar þá en greinir að. Miðflokkurinn tapaði að vísu fjór- um þingmönnum í kosningunum en yfirburðastaða Vanhanens í finnsk- um stjórnmálum er slík að telja verð- ur nánast óhugsandi að hann sinni ekki áfram embætti forsætisráð- herra. Í könnunum fyrir kosningarn- ar kvaðst helmingur kjósenda þeirr- ar hyggju að best færi á því að Vanhanen stýrði þjóðarskútunni. Venjulegur náungi Ferill Vanhanens er að sönnu glæsilegur og á tímum hamslausrar fjölmiðlunar, leiðtogahyggju og sjón- varpsstjórnmála má ef til vill merki- legt teljast að hann skuli hafa náð þeim árangri sem raun ber vitni. Víst er að fáir töldu hann sérstakt leið- togaefni er hann tók við embætti varnarmálaráðhera Finnlands í apr- ílmánuði árið 2003. Tæpum þremur mánuðum síðar hafði hann tekið við sjálfu forsætisráðuneytinu eftir óvænta afsögn Anneli Jäätteenmäki. Hún hafði fyrst finnskra kvenna hlot- ið þessa upphefð en neyddist til að segja af sér sökum ásakana um að hún hefði logið að þingi og þjóð. Svonefndir „álitsgjafar“ og mann- vitsbrekkur aðrar höfðu almennt og yfirleitt litla trú á því að Vanhanen myndi skipa sér í flokk þungavigtar- manna í finnskum stjórnmálum. En það mat þeirra reyndist beinlínis rangt. Vanhanen náði strax vel til þjóðarinnar, skrúðmælgi er honum framandi og hófstillt en ákveðin framganga hans féll í góðan jarðveg. Hann sýnist hins vegar merkilega laus við sjálfhverfu og þykir engan veginn geislandi persónuleiki. „Hann er verulega feiminn, alvarlegur og jafnvel þurr á manninn. Hann er langt frá því að vera framúrskarandi ræðumaður. Þetta er einfaldlega venjulegur náungi,“ segir Björn Mansson, leiðarasmiður við finnska Huvudstadsbladet. Vanhanen er einnig „þurr“ í þeim skilningi að hann neytir ekki áfengis, segir það vont á bragðið. Í frítímanum hefur hann einkum unun af því að höggva við í eldstæðið auk þess sem umbætur á heimilinu munu eiga hug hans allan þegar vinnunni sleppir. Byggingar- list og sagnfræði hafa og löngum höfðað til hans. Sleit ástarsambandinu með sms-skilaboðum Í Finnlandi tíðkast lítt að fjalla um einkalíf stjórnmálamanna í fjölmiðl- um. Á hinn bóginn fær lýðurinn í landinu vart dulið áhuga sinn á einka- lífi Vanhanens einkum, að því er virð- ist, sökum þess að hann er maður ein- hleypur nú um stundir. Hann skildi við Merju, eiginkonu sína og móður tveggja barna þeirra, árið 2005. Vanhanen stóð um skeið í sam- bandi við fráskilda þriggja barna móður, Susan Kuronen. Mikla at- hygli vakti þegar upplýst var að hann hefði slitið því sambandi með frum- legum en heldur ópersónulegum hætti; Vanhanen sendi henni sumsé sms-skilaboð í þessa veru. Kuronen skrifaði bók, „Brúður forsætisráð- herrans“, þar sem hún greindi ítar- lega frá sambandi þeirra og hélt því m.a. fram að „Matti“ hefði verið „andstyggilegur“ og „kuldalegur“. Þær upplýsingar virðast hafa orðið til þess að auka enn vinsældir Vanha- nens. Forsætisráðherrann nýtur sýnilega kvenhylli, a.m.k. völdu les- endur kvennatímarits eins hann kyn- þokkafyllsta karlmann Finnlands ár- ið 2005. Vanhanen kveðst vera „pragmat- isti“ þegar að Evrópumálum kemur og það sýnist eiga við um fleiri svið stjórnmálanna. Framganga ríkis- stjórnarinnar á sviði efnahagsmála hefur og einkennst af kredduleysi enda hefur það markmið náðst að lækka skatta og skapa um leið 100.000 ný störf. Hann var fulltrúi þings Finna er unnið var að gerð nýrrar stjórnar- skrár Evrópusambandsins (ESB) á árunum 2002 og 2003. Vanhanen, sem löngum hefur verið alinn til efa- semdarmanna um ágæti samruna- ferlisins á vettvangi þess apparats, blés þá á allt tal um að bera bæri stjórnlögin nýju undir þjóðaratkvæði í Finnlandi. Og venju samkvæmt reyndi hann ekki að dylja hugsun sína og nálgun með löngum ræðum. „Ég tel að samningurinn sé of flókinn til að unnt sé að bera hann undir þjóðina,“ sagði hann þá. Finnska þingið staðfesti síðan stjórnarskrár- sáttmálann í desembermánuði árið 2006. Vanhanen hóf í liðinni viku viðræð- ur við foringja Íhaldsflokksins og jafnaðarmann. Talið er að þær við- ræður standi í nokkrar vikur og ný ríkisstjórn taki tæpast við völdum fyrr en um miðjan næsta mánuð. Staða þessa óvenjulega forsætisráð- herra virðist afar traust og að líkind- um mun Matti Vanhanen setja mark sitt á finnsk stjórnmál um mörg ókomin ár. Skraufþurr en þjóðlegur SVIPMYND» REUTERS Vinsæll Matti Vanhanen nýtur mikils trausts en margir töldu hann lítt til leiðtogastarfa fallinn er hann hófst óvænt til valda í júnímánuði árið 2003. Í HNOTSKURN »Matti Vanhanen fæddist 4.nóvember árið 1955 í iðn- aðarbænum Jyväskylä. Hann gekk til liðs við Miðflokkinn árið 1976. »Hann hóf að láta til síntaka á sviði sveitarstjórn- armála árið 1981 en fjórum ár- um síðar söðlaði hann um og gerðist blaðamaður. »Vanhanen lauk prófgráðuá sviði stjórnmálafræða árið 1989 og tveimur árum síð- ar var hann kjörinn til setu á þingi. Í fyrra gaf hann kost á sér í forsetakosningum. Hann varð þriðji og hlaut rúm 18% atkvæða. Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, er um margt óvenjulegur stjórnmálamaður Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is F jögur ár voru liðin sl. miðvikudag frá innrás Bandaríkjamanna og stuðningsmanna þeirra í Írak. Rúmum mánuði eftir innrásina lýsti George W. Bush Bandaríkjaforseti yfir að í barátt- unni um Írak hefðu Bandaríkin og bandamenn þeirra haft sigur Friður er þó ekki í sjónmáli. Í höf- uðborg Íraks, Bagdad, eru morð og rán daglegt brauð og enginn er þar öruggur. Heiftarleg átök geisa milli sjíta og súnníta og í sumum hverfum borgarinnar, þar sem þessir hópar bjuggu áður í sátt og samlyndi, búa nú aðeins sjítar, en súnnítar í öðrum. Írakar blogga eins og aðrar þjóðir og auðvitað snúast margar færsl- urnar um ástandið í landinu. Salam Pax heitir maður sem bloggar frá Bagdad og pistlar hans eru hluti af umfjöllun BBC Newsnight um ástandið í Írak fjórum árum eftir innrás. Í síðasta pistli sínum sagði hann m.a. að Bandaríkjastjórn væri loks hætt að afneita aðstæðum fjög- urra milljóna Íraka, sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Um tvær milljónir hafa flúið til nágranna- ríkja, en aðrar tvær eru enn innan landamæra Íraks, súnnítar sem hafa flúið svæði sjíta eða öfugt og kúr- dískar fjölskyldur eru sjaldséðar á þeim svæðum sem byggð eru aröb- um. „Skipting Íraks verður brátt að raunveruleika og sumir segja að hún sé það þegar. Og satt best að segja fögnum við hverju því sem stöðvað getur blóðsúthellingarnar, sama hversu óæskilegt okkur þótti það í fyrstu,“ segir Salam Pax. Á bloggi ónefndrar, íraskrar konu (http://iraqiya76.blogspot.com/) segir: „Ég vil geta farið í vinnuna og hugsað um eitthvað annað en „æ, nei, hér gæti sprungið sprengja, eða kannski þarna … hver á að hugsa um dóttur mína ef ég dey?“ Svona hef ég hugsað frá því að sprengjan sprakk rétt hjá bílnum okkar. Mjög nálægt, kannski í 40 metra fjarlægð. Við sluppum fyrir kraftaverk. Ef ökumaðurinn hefði ekið aðeins lengra væri ég ekki hér. Mig langar að hugsa um eitthvað annað, vinn- una, frí, hvað ég eigi að hafa í mat- inn, en ég hugsa bara um hvort ég komist heim á lífi. Ég vildi óska þess að sá dagur kæmi fljótlega að ég þyrfti ekki að hugsa svona!“ Nabil er 19 ára nemi í Bagdad. Hann lýsir sprengjuárás á hús ná- granna á bloggi sínu http:// nabilsblog.blogspot.com/: „Við hlupum inn í hús ömmu minnar og biðum í nokkrar mínútur. Stuttu síðar heyrðum við öskur og hróp, fólk hljóp um göturnar og við hlupum út til að sjá hvað var að ger- ast. Fyrst sá ég ekkert fyrir ryki og ösku, en svo sá ég að reykjarbólstrar komu upp úr þakinu á húsi nágrann- ans, sem er beint á móti húsinu mínu. Ég hljóp með fólkinu inn í hús- ið til að kanna hvort einhverjir hefðu komist af, þarna voru konur um allt og hrópuðu „hjálpið honum, hjálpið honum, hann er uppi á þaki“ og á meðan féllu sprengjur hér og þar nærri okkur. Ég og fleiri hlup- um upp á þak hússins og þar lá ná- granni minn. Fæturnir höfðu farið af honum í sprengingunni, honum blæddi mjög mikið og hann var allur í blóði. Ég fékk algjört áfall, hrædd- ur og skelfingu lostinn og vissi ekki hvað ég átti að gera. Maður við hlið- ina á mér kallaði: „Komdu, lyftu honum með mér, förum með hann á spítalann.“ .Ég hljóp til hans og hélt á nágranna mínum með honum, við fórum niður á götu og þar stöðvaði góður maður bíl sinn og ók okkur á spítalann. Þótt ég hafi bundið um stúfana og þrýst á til að reyna að stöðva blæðinguna þá var hann dá- inn þegar við komum á spítalann, honum blæddi svo mikið. Á spítalanum var ekkert gert, af því að hann var dáinn, þeir fóru með hann í kæli. Fljótlega kom sonur ná- granna míns á spítalann, hann grét og hrópaði „Hvar er hann? Ég vil sjá hann.“ Við fórum í kælinn en það var í raun ekki kælir, líkin lágu á gólfinu, því það voru of mörg lík og þau komust ekki öll í kælinn. Það var viðbjóðslegt og sorglegt að sjá líkin á gólfinu, flest voru þetta fórn- arlömb sprengjuvörpuárásanna.“ Fleiri bloggsíður, sem lýsa dag- legu lífi í Írak og lífi flóttamanna ut- an landsins, er að finna á slóðinni http://iraqblogcount.blogspot.com/ Lífið í Írak 4 árum eftir innrás Reuters Daglegt líf Íraskur hermaður stendur vörð á meðan börnin leika sér í fótbolta í Bagdad, stríðshrjáðri höfuðborg Íraks. Fjögur ár eru liðin frá innrásinni í Írak og friður ekki í sjónmáli í landinu. ÓFRIÐUR» » Fæturnir höfðu fariðaf honum í spreng-ingunni, honum blæddi mjög mikið og hann var allur í blóði. Ég fékk al- gjört áfall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.