Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 32
ferðalög 32 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ þorpi og láta ekki gott heita fyrr en við sólsetur. Að nóttu til vonaðist ég alltaf eftir smáandblæ en aldrei kom hann. Þótt sól hefði hnigið til viðar var svo heitt að oft var erfitt að festa svefn. Þegar við gengum upp klettavegg- inn komst ég líka að því að það var mun erfiðara en röltið á jafnsléttunni. Ég var kófsveitt og andstutt þegar ég var komin klettinn á enda, með myndavélina í annarri hendi og barðastóra hattinn minn í hinni. Eitt sinn hafði ég lokið við eina brekku í hlíðinni og numið staðar til að safna kröftum þegar kona á aldur við mig arkaði tignarlega fram úr mér með barn bundið við bak sér og um það bil fimmtíu kíló af korni í leirkeri á höfð- inu. Um leið og ég dáðist að því skildi ég varla hvernig konur gátu borið svo miklar byrðar í öllum hitanum og samt sýnt af sér allan þennan þokka. Forboðna borgin Þótt ferðamenn sæki Dogon-hérað heim umfram aðra staði í Malí hefur annar og enn afskekktari hluti lands- ins lengi verið sveipaður enn meiri dulúð á Vesturlöndum. Timbúktú var mikilvæg miðstöð á hinum fornu verslunarleiðum um Sa- haraeyðimörkina. Á sextándu öld voru 150 skólar múslima í borginni og þremur árhundruðum síðar reyndu evrópskir landkönnuðir að ferðast þangað, ákafir í að sjá hvort sögur um gullslegnar götur og torg væru sann- ar í raun. Þá var Timbúktú ekki svip- ur hjá sjón og sá fyrsti sem komst alla leið svo vitað sé var Gordon Laing. Það var árið 1826 og liðsmenn súlt- ansins myrtu hann á heimleiðinni. Nú til dags getur maður flogið til Timbúktú að morgni, haldið í ferð um borgina og nágrenni á fjórhjóla- drifnum jeppa með loftkælingu, sötr- að te með hirðingjum af ættbálki Túarega eftir pöntun og drifið sig aft- ur til Bamako að kvöldi. En það er bara alls ekki nógu heillandi leið til þessarar fornfrægu borgar! Nafnið eitt krefst þess nánast að maður verði að leggja eitthvað á sig til að komast á leiðarenda. Frá borginni Mopti á bökkum Níg- er, um 550 kílómetra frá Timbúktú, eru tveir kostir í boði. Hægt er að taka dagsferð í jeppa um landslag sem minnir helst á umhverfi gljúfr- anna miklu í Arizona. Þessi leið tekur aðeins um tíu klukkustundir en er hættuleg ef dekk springur eða bíllinn bilar í miðri auðninni. Svo er hitt að halda eftir Nígerfljóti í þrjá daga með pinasse (yfirbyggðum smábátum með utanborðsmótor), gista í smáþorpum við árbakkann og fylgjast með flat- magandi flóðhestum. Ferðalangurinn verður oft að láta takmarkaða fjármuni ráða og sú var raunin í þetta sinn. Á netkaffihúsi í Mopti hitti ég par frá Ottawa, minni gömlu heimaborg, og við ákváðum að leigja saman jeppa fyrir ferðina til hinnar dulúðarfullu borgar. Síðan myndum við halda heim á leið í pi- nasse og njóta félagsskapar flóðhest- anna. Við hefðum varla getað valið betri dag til dvalar í Timbúktú. Eid al-Fitr- hátíðin, sem er haldin við lok Ramad- an og telst til helstu hátíða múslíma, stóð sem hæst. Borgarbúar gengu um sendin strætin í sína fínasta pússi, í litríkum kaftönum og með glæsilega túrbana á höfði. Meira að segja brá fyrir ungum telpum á háum hælum og með farða í framan. Hátíðahöldin þýddu sömuleiðis að prangararnir, sem sitja að öllu jöfnu um hvern ferðamann, voru nær hvergi sjáan- legir. Í Timbúktú eru ýmis söfn og fal- legar moskur en mestu skipti að hafa einfaldlega komist til þessa sögu- fræga staðar. Lágreist húsin voru öll úr sandsteini og borgin verður seint sögð fögur; göturnar rykugar, hálf- tómir svartir plastpokar fuku um þær og opin ræsin réðu því að við gættum vel að því hvar við gengum. En ég sannaði fyrir sjálfri mér og vinum að einangrun Timbúktú er ekki söm og áður með því að senda tölvuskeyti heim úr netkaffihúsi í borginni. Að loknum friðsælum degi í útjaðri Sahara var kominn tími til brottfarar. En við vorum í Timbúktú og ekkert var eins auðvelt og það virtist vera við fyrstu sýn. Stýrimaður bátsins sem við höfðum bókað lét ekki sjá sig fyrr en klukkan fjögur og þá var orðið aug- ljóst að við myndum ekki geta lagt af stað þann daginn. Til að bæta gráu of- an á svart krafðist hann tvöfalt hærri þóknunar en rætt hafði verið um og þóttist þurfa að standa straum af kostnaði við „aukaeldsneyti“. Ég hafði heyrt þann söng áður. Að vissu leyti skildi maður vel að hann skyldi reyna að herja út dálítið auk- reitis frá ríkum ferðamönnum. En við höfðum ekki á okkur þá upphæð sem hann fór núna fram á. Við þrefuðum en maðurinn lét sig ekki, og því síður var ég til í að láta undan. Það fór því svo að við urðum að gefa upp á bátinn öll okkar áform um rómantísku fljóta- siglinguna frá Timbúktú. Þá var að finna aðra leið aftur til Mopti og eftir samningaviðræður við hina og þessa í nokkrar klukkustundir tókst okkur að finna ökumann jeppa sem féllst á að keyra okkur þangað fyrir hóflegt gjald morguninn eftir. Tvö dekk sprungu á leiðinni en að lok- um komumst við á leiðarenda og gát- um státað af opinberum stimplum í vegabréfunum sem staðfestu að við hefðum vissulega haldið til „forboðnu borgarinnar“. Minjagripaleit Það er ekki heiglum hent að prútta við prangara í Vestur-Afríku. Þeir finna um leið á sér hvort maður velk- ist í vafa um verð hlutanna og ef mað- ur er ekki á varðbergi er búið að leika mann verr en hægt var að sjá fyrir. Ég þóttist hafa þjálfað mig í þessu sporti í Dakar og Timbúktú en þegar ég var komin í Bobo-Dioulasso í Búrk- ína Faso stóð ég frammi fyrir erfiðara viðfangsefni en ég hafði áður fengist við; að tryggja mér klæðskerasniðna skyrtu fyrir manninn minn. Kvöldið áður hafði ég farið til Bobo frá Malí með rútu sem var sein fyrir – eins og venjulega – en annars hafði ekkert borið til tíðinda á leiðinni. Bobo er næststærsta borg Búrkína Faso á eftir höfuðborginni Ouagadougou (borið fram Wagadúgú). Sagt er að í Bobo séu menn rólegri í tíðinni en í höfuðstaðnum. Ferðamenn hvíla sig gjarnan þar í nokkra daga og safna kröftum fyrir frekari afrek. Eða þá að þeir reyna að kaupa minjagripi og þvíumlíkt. Ég hóf leik- Veggurinn Flestar byggingarnar í Bandiagara í útjaðri Dogon-héraðs eru með ytra lagi úr leir eða sementi, sem þarf að gera í lok hins árlega regn- tímabils. Stundum eru börnin í fötum, sem vestræn hjálparsamtök hafa gefið. Auga fyrir smáatriðum Skraddari á markaðnum í Bobo-Dioulasso saumar af alúð skæra, nýja afríska skyrtu fyrir eiginmann minn, sem situr heima. Í Ségou iðar strætisvagnastöðin af lífi. Ég er komin þangað klukkan sjö að morgni, kaupi bagettu með rist- uðum banönum og nýgrilluðum kjöt- strimlum, og mjaka mér svo að miðasölunni til að kaupa farmiða fyrir 5.500 CFA (730 krónur) aðra leiðina til Sevaré, um 350 kílómetra í burtu. Þegar í rútuna er komið spjalla ég við bílstjórann og samferðamennina. Einn farþeginn býðst til að senda manni mínum í Reykjavík 60 kam- eldýr gegn því að ég verði um kyrrt með honum. Ég þykist móðguð og hann hækkar boðið upp í 80. Annars er farkosturinn dæmi- gerður. Framrúðan er sprungin hér og þar og hægra megin er búið að líma upp mynd í stærðinni A3 af Amadou Toumani Touré, forseta Malí, og ekki bætir það útsýni bíl- stjórans. Úr hátölurum hljómar vestur-afrísk popptónlist. Góðlátlegt spjallið borgaði sig því mér er boðið að sitja við ganginn í miðri rútunni. Þar ku vera best að vera ef eitthvað kemur upp á og sæt- ið er einnig við eina af loftlúgunum litlu sem er haldið opnið þannig að dálítill andblær leikur um mann í steikjandi hitanum. Bjórflöskur og pokar fullir af lauk fylla ganginn. Í sætinu hinum megin gangsins muldrar maður í kaftan í barm sér og handleikur bænafestina sína. Veit hann eitthvað sem ég veit ekki? Ferðin til Sevaré, sem átti að hefj- ast klukkan níu, hefst stundvíslega tíu mínútur fyrir tíu. Við höldum sem leið liggur austur á bóginn eftir helsta þjóðveginum í Malí. Bílstjór- inn þeytir flautuna af miklum krafti þegar hann fer fram úr hægfara sendibíl þar sem fólk situr uppi á þaki eða kerru sem asni er spenntur fyrir. Í baksýnisspeglinum get ég vel virt fyrir mér bílstjórann góða. Ég sé þegar hann borar í nefið eða klór- ar sér í eyrunum og þegar hann geispar og nýr augun. Ég sé þegar hann beygir sig eftir einhverju á gólfinu eða þegar hann snýr sér við til að tala við félaga sína. Við nemum staðar í flestum þorp- anna á leiðinni. Yfirleitt eru þau smá og ekkert að sjá þar nema mold- arkofa og eina mosku. Konur og börn flykkjast að rútunni og falbjóða varning sinn; sólgleraugu, kúta með óhreinu vatni, hnetur og deig- klumpa löðrandi í feiti. Ég kaupi nokkra slíka og gef strákhnokka sem situr nærri mér tvo þeirra. Hann brosir feimnislega og þiggur þá með þökkum. Svo höldum við ferðinni áfram. Rykug flatneskjan virðist ná eins langt og augað eygir hér eins og annars staðar í Malí. Á stöku stað ber fyrir augu gildvaxin baobab-tré (sem nefnast apabrauðstré á íslensku), risavaxnar mauraþúfur sem eru á annan metra, kræklótta runna og örmjóa stöngla á korn- ökrum. Ég finna svitann í taumum niður bakið á mér. Mohammed er starfsmaður rútu- fyrirtækisins. Hann hafði fengið sér far með okkur og klifrar með reglu- legu millibili yfir pokana á gang- inum til mín og spyr hvernig mér líði. Er mér of heitt? Er ég orðin þreytt? Neibb. Allt er í þessu fína, Mohammed. Ég nýt hvers augna- bliks til hins ýtrasta. Almenningssamgöngur og sjö stundir í Malí Malí Fólksfjöldi: 11,7 milljónir Höfuðborg: Bamako Opinber tunga: franska en margir tala bambara Trúarbrögð: múhameðstrú (90%) Lífslíkur við fæðingu: 49 ár Þótt Timbúktú sé frægasta kennileiti Malí gera fæstir sér grein fyrir því að borgin tilheyri því landlukta ríki. Í janúar ár hvert er Eyðimerk- urhátíðin svokallaða haldin í vin í auðninni nálægt Timbúktú. Ástsælustu tónlistarmenn Malí taka þátt í hátíðinni sem nýtur alþjóðahylli. Tónlist- arlífið í Malí er víðþekkt og þeir sem hafa haldið nafni þess á lofti á þeim vettvangi eru til dæmis Ali Farka Touré sem lést í fyrra, Salif Keita og þau Amadou og Mariam Bagayogo sem eru bæði blind og hafa lengi leik- ið saman. Búrkína Faso Fólksfjöldi: 13,9 milljónir Höfuðborg: Ougadougou Opinber tunga: franska en flestir mæla á einhver hinna mörgu afrísku mála sem fyr- irfinnast í landinu Trúarbrögð: múhameðstrú (50%), ýmis frumbyggjatrú (40%), kristni (10%) „Búrkína Faso“ þýðir „land hinna heiðvirðu“. Frekar fáir ferðamenn sækja það heim nema þeir séu á leið um fleiri lönd á þessum slóðum en samt hefur það upp á margt að bjóða. Að sunnanverðu er landið gróð- ursælt og þar eru margir afar fallegir fossar. Í norðri má hins vegar finna fyrstu sandöldur Saharaeyðimerkurinnar og fá nasaþef af lífi far- andsölumannanna sem ferðast um þá miklu auðn. Vestur-Afríka                                                                !  !          "#     $   % &'       »Nú til dags getur maður flogið til Tim- búktú að morgni, haldið í ferð um borgina og ná- grenni á fjórhjóladrifn- um jeppa með loftkæl- ingu, sötrað te með hirðingjum af ættbálki Túarega eftir pöntun og drifið sig aftur til Ba- mako að kvöldi. Fylgið mér Barou, leiðsögumaður minn í Dogon-héraði, vís- ar veginn í síðdegissólinni. Hann er með hefðbundinn hatt Dogona á höfði og þegar hann hreyfir höfuðið slæst kögrið til og bægir frá flugum. Á undan hleypur burðarmaður með bakpokann minn og vistir til ferðarinnar og er úr sjónmáli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.