Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 41
þeirra vinnur boltann á endanum. Skömmu síðar „klobbar“ Sylvinho Eið Smára og ærist bókstaflega úr gleði. Spyrnir knettinum í átt að al- mættinu, því til þakklætis og dýrðar. Trúaðir menn, Brassarnir. Okkar maður er skömmustulegur en sleppur við að gera tuttugu armbeygjur eins og tíðkaðist í kjölfar slíkrar niðurlæg- ingar í gamla daga. Frank Rijkaard knattspyrnustjóri fylgist grannt með gangi mála en að- stoðarmaður hans, Johan Neeskens, tekur þátt í reitaboltanum. Hefur greinilega engu gleymt, karlinn. Vel liggur á Rijkaard þennan morgun og hann gefur öryggisverði merki um að hleypa almenningi inn fyrir hliðið. Þetta mun stundum vera gert, stundum ekki. Ekki fá gestir og gangandi þó að koma alveg upp að æf- ingavellinum, öryggisverðir stöðva þá við þar til gerða keðju í hæfilegri fjar- lægð. Lengi lifir í gömlum glæðum Þegar hliðinu er hrundið upp brest- ur á æðisgengið kapphlaup, allir vilja vera fremstir. Eldri kona með veski tekur óvænt forystuna og heldur ung- mennunum af aðdáunarverðri snerpu fyrir aftan sig. Ætlar augljóslega ekki að missa af sínum mönnum. Múg- urinn kallar glaðlega á Rijkaard í þakklætisskyni og Hollendingurinn veifar kumpánlega til baka. Þá er komið að skotæfingu. Bör- sungum er skipt í þrjá hópa og mark- verðirnir þrír koma sér fyrir á sínum stað í markinu. Victor Valdés bregður á leik og spyrnir knettinum þéttings- fast í áttina að Eto’o sem á sér einskis ills von. Hann missir marks en Ka- merúninn lætur markvörðinn samt heyra það. Ekki treysti ég mér til að þýða fyrirlesturinn efnislega en bar þó kennsl á orðið „loco“. Leikmenn þurfa að leysa mismun- andi þrautir á leið sinni í skotið, eru m.a. „teikaðir“ af stað. Mexíkóinn Rafael Márquez hangir í Eiði Smára fyrstu metrana. Þá brestur á með svigi og okkar maður gefur Ingemar Stenmark ekki þumlung eftir. Fyrsta skotið er eigi að síður misheppnað og hann ygglir sig. En það þýðir ekki að gráta Björn bónda. Nýtingin lagast er líður á æfinguna. Ég er fyrir aftan eitt markanna og kippist við þegar tuðr- urnar syngja hver af annarri í vírnet- inu, þ.e. þær sem ekki hitta á ramm- ann. Af einhverjum ástæðum miðar Lio Messi alfarið á mig. Menn skjóta fast á markverðina og þeir svara í sömu mynt ef þeim þykir ástæða til. Þau skot eru í formi at- hugasemda ef leikmönnum bregst bogalistin. Eiður Smári vippar bolt- anum yfir Victor Valdés og markið í leiðinni. Valdés færist allur í aukana við þetta og sendir Eiði stríðnislega tóninn. Hann brosir á móti. Ekki er annað að sjá en Eiður Smári rekist vel í þessum hópi. Loftárásir Eto’os Að skotæfingu lokinni er vatnssop- inn gulls ígildi. Hitinn um tuttugu gráður og enda þótt það heyri ekki til tíðinda á þessum slóðum er gott að væta kverkarnar eftir átökin. Eftir stutta vatnspásu skipta Rijkaard og aðstoðarmenn hans í fjögur lið á tveimur litlum völlum sem afmarkaðir eru með keilum. Verkefni leikmanna er að halda boltanum inn- an liðsins. Ekkert mark er notað og markverðirnir skunda yfir á hinn enda vallarins til að vinna með sínum sérþjálfara. Eiður Smári finnur sig vel í þessum leik, eins og við var að búast, enda fáir fljótari að hugsa og taka ákvarðanir við þröngar aðstæður og undir pressu. Brasilíumaðurinn Edmílson er eins og vindmylla um völlinn en verður að játa sig sigraðan. Æfingunni lýkur með teygjum. Menn teygja sig og beygja í grasinu enda mikilvægt að halda öllum vöðv- um mjúkum. Æringinn Eto’o er þó ekki alveg hættur og byrjar að spyrna boltum þéttingsfast yfir vírnetið og út á bílaplan. Menn stara undrandi á að- farirnar enda margir bílar þar saman komnir. Þetta gerir Eto’o fimm til sex sinnum og til allrar hamingju lenda allir boltarnir á malbiki en ekki bíl- húddi. Spurning hvort það sé ná- kvæmni kappans eða heppni að þakka? orri@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 41 Hvað finnst þér?“ sagði konanog horfði á mig með svip semvar sambland af ásökun og hneykslun. „Mér finnst þetta ekki ná nokkurri átt,“ svaraði ég. „Ja – svona er það, við þetta má maður búa,“ sagði konan og smeygði sér dýpra niður í heita pottinn, svo vel heitt vatnið flaut yfir axlirnar á henni. „Ég átti ágætis hús sem ég var búin að taka heilmikið í gegn, búin að skipta um glugga og lagnir og hvað- eina, en svo varð ég ein og þá vildu börnin að ég færi í lyftublokk svo ég þyrfti ekki að hafa fyrir neinu við- haldi. Þess vegna keypti ég þessa íbúð,“ bætti konan við. Ég kinkaði kolli til samþykkis. „Þetta leit vel út á teikningum og þegar ég skoðaði þá virtist allt vera í góðu lagi, en svo þegar ég flutti inn á tíundu hæð þá kom í ljós að ýmislegt var ekki eins gott og það átti að vera. Til dæmis voru gluggar og útihurð á gangi óþétt og þar inn um kemur bæði ryk og drulla og svo blæs líka inn þeg- ar þannig viðrar,“ sagði konan. „Getur þú ekki fengið skaðabætur,“ sagði ég. „Nei, blessuð vertu. Við fáum ekki neitt, meira að segja var sparað í hurðina frétti ég. Það hefðu þeir nú ekki þurft að gera. En svona er þetta, byggingaraðilum finnst allt í lagi að bjóða eldra fólki upp á hvað sem er,“ hélt hún áfram. „Ekki er það gott, sagði ég. „Það er nú ekki það versta þótt næði inn, skítur komi inn á ganginn og engin leið sé að þvo gluggana, bæði fuglar og veður sjá um að þeir eru þannig að varla er hægt að sjá út um þá. – Verst er með húsvörðinn. Það þótti einmitt svo fínt að það væri hús- vörður í húsinu. En ég hef ekki orði vör við að hann geri mikið – eða geti mikið.“ Nú buslaði konan dálítið með höndunum um leið og hún leit á mig, enn með sama ásakandi svipnum. „Hjálpar hann ykkur ekki ef eitt- hvað bilar,“ sagði ég. „Nei, það gerir hann sko ekki. Og ekki nóg með það, hann er ófor- skammaður. Um daginn spurði ég hann enn einu sinni hvort hann gæti ekki þétt hurðina í sameigninni. Veistu hvað hann sagði? Hann sagði: „Þig vantar nú bara karlmann!“ En mig vantar sko ekki neinn venjulegan karlmann, enda er ég löngu búin að fá nóg af þeim, mig vantar bara viðgerðarmann, eins og húsverðir ættu að vera. En þetta var svarið. Hvað finnst þér? Og nú erum við komin í hring, sam- ræðurnar allar komnar á blað. Eftir stendur spurningin hvort það borgi sig fyrir eldra fólk að selja ágæt hús í góðu standi og kaupa íbúð í lyftu- blokk, sem ekki virðast státa af öðru en húsverði, umfram gömlu íbúðina. Mér er tjáð að það kosti mikið að halda uppi húsverði og íbúð fyrir hann, þess vegna eru hússjóðir í svona húsum nokkuð háir. Það er dýrt að selja og kaupa - það læðast að manni þær grunsemdir að eldra fólk sé litlu betur sett í lyftublokkum en í gömlu íbúðunum sínum. Hvers vegna þykir þessi þróun svona eftirsóknarverð - hvað vinnst og hvað tapast? Hverju er fólk bættara? Húsvörðurinn! ÞJÓÐLÍFSÞANKAR Guðrún Guðlaugsdóttir Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Mánudagsmorguninn 2. apríl kl. 8:30 hefjast bókanir á orlofshúsum og tjaldvögnum VR fyrir sumarið 2007. Miklar breytingar hafa verið gerðar á leigufyrirkomulagi orlofshúsa, nú þarf ekki að fylla út umsóknareyðublöð og engin bið er eftir úthlutun. Hver og einn getur bókað og gengið frá greiðslu fyrir orlofshús á www.vr.is, í síma 510 1700 eða á skrifstofu okkar og gildir þá reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Nánar á www.vr.is. Orlofshús VR Umboðs- og heildverslun Dvergshöfða 27 • 110 Reykjavík Símar 557 2530 • 892 2030 korpudalur@centrum.is Borð með fellifótum Margir litir og gerðir Húsgögn fyrir hótel, gistihús, veitingastaði, samkomusali, íþróttahús, matsali, kaffistofur, safnaðarheimili og ferðaþjónusturekstur Stærðir 80x120 80x160 Úti og inni borð og stólar Ein- og tvíbreið rúm, borð og skápar Euro Stack-stólar Alura 105 Euro Stack Deluxe Fr um Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433. Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Flott föt fyrir allar konur ÁSKRIFTASÍMI 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.