Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ 26. mars 1977: „Um hinn aukna þrýsting sem Sov- étmenn leggja nú á Dani, segir í grein þessari: „Danir eiga ekki í svæða- eða dipló- matadeilum við Sovétmenn, en þeir eru engu að síður mjög órólegir yfir vaxandi nærveru sovézka flotans und- ir ströndum Danmerk- ur … Siglingar herskipa Var- sjárbandalagsins undan ströndum Danmerkur hafa einnig aukizt verulega. Sov- ézk, pólsk og a-þýzk herskip eru nú árið um kring Eystra- saltsmegin við dönsku sundin og sovézkir tundurspillar halda uppi eftirliti á Skage- rak í maí, október á hverju ári. Sovézkar landgönguæf- ingar færast einnig stöðugt nær ströndum Danmerkur.“ . . . . . . . . . . 22. mars 1987: „Nokkrar um- ræður hafa orðið um það, hvort skipa ætti nefnd emb- ættismanna á vegum utanrík- isráðherra Norðurlandanna til að fjalla um kjarn- orkuvopnalaust svæði. Ís- lendingar hafa viljað fara sér hægt í því efni. Nú á miðviku- daginn koma utanrík- isráðherrar Norðurlandanna saman hér í Reykjavík og verður þá í þriðja sinn rætt um það, hvort setja eigi niður þessa nefnd embættismanna. Morgunblaðið hefur bent á, að höfuðmáli skipti, hvert eigi að vera hlutverk slíkrar nefndar. Ef hún á að vera einskonar skjalageymsla, er ekki skynsamlegt að stöðva það öllu lengur, að hún verði skipuð. Ef það á hins vegar að fela embættismönnum að ganga frá einhvers konar samningi, er snertir grund- vallarþætti í öryggisstefnu landanna, er ástæða til að vara eindregið við þátttöku í slíku.“ . . . . . . . . . . 23. mars 1997: „Clinton sagði eftir fundinn í Helsinki að Atlantshafsbandalagið yrði stækkað og Rússar mundu fá „rödd en ekki neitunarvald“ um ákvarðanir og ályktanir bandalagsins. Ef marka má fyrrnefnda forystugrein Eco- nomist má búast við, að í þessu felist að rússneskir hernaðarfulltrúar starfi á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins og að tæpast verði um að ræða nokkur hernaðarleyndarmál banda- lagsins, sem þeim sé ekki kunnugt um. Það sem máli skiptir er að með þessum sáttum er stefnt að því að tryggja lýðræði og frið í Evrópu um langa fram- tíð. Það er full ástæða til bjartsýni í þeim efnum, þótt saga Evrópu í margar aldir ætti ekki að gefa tilefni til slíkrar bjartsýni.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EVRÓPUSAMBAND Í HÁLFA ÖLD Um þessar mundir er hálf öld lið-in frá því að Evrópusamband-ið varð að veruleika. Það er sjaldgæft að svo stórbrotnar hug- myndir verði að veruleika. Þeim mun meiri ástæða er til að fagna því að svo hefur orðið. Evrópusambandið varð til vegna þess að nokkrir vísir menn á megin- landi Evrópu tóku höndum saman. Þeir gerðu sér grein fyrir að þjóðir Evrópu gátu ekki haldið áfram að lifa í ófriði hver við aðra. Þeir gerðu sér grein fyrir að með því að tengja þær saman í bandalagi, sem gætti sameig- inlegra hagsmuna þeirra, væri hugs- anlega hægt að skapa frið í Evrópu. Það tókst. Kalda stríðið setti að vísu strik í reikninginn um skeið. En smátt og smátt hefur þeim þjóðum fjölgað í Evrópu sem gengið hafa í þetta banda- lag og talið að þær ættu samleið með öðrum þjóðum í þessum heimshluta. Kjarninn í Evrópusambandinu í upphafi var samstarf Frakka og Þjóð- verja. Það er til marks um vizku og framsýni leiðtoga þessara þjóða á þeim tíma að þeim skyldi takast að ná saman eftir ósköp heimsstyrjaldarinn- ar síðari. Frakkar og Þjóðverjar eru enn kjarninn í Evrópusambandinu en nú koma fleiri þjóðir við sögu og þeim á eftir að fjölga. Yfirgnæfandi líkur eru á að Evrópusambandið eigi sér bæði glæsta og merkilega framtíð. Við Íslendingar höfum ekki talið að það hentaði hagsmunum okkar að ger- ast aðilar að Evrópusambandinu en það breytir engu um það að við hljót- um að meta þessi samtök þjóða að verðleikum. Það eru líka okkar hagsmunir að friður ríki í Evrópu. Heimsstyrjöldin síðari lokaði mörgum dyrum fyrir okk- ur á sínum tíma. Við urðum að beina viðskiptum okkar annað að verulegu leyti. Auk þess sem stríðið hafði mikil áhrif á örlög einstaklinga sem gátu ekki af þeim sökum nýtt hæfileika sína sem skyldi. Samskipti okkar við Evrópuríkin eru náin og góð þótt við séum ekki að- ilar að Evrópusambandinu. Samning- arnir um Evrópska efnahagssvæðið hafa skipt okkur miklu máli. Ný skoðanakönnun Capacent Gall- up um þau málefni sem mest brenna á fólki um þessar mundir sýnir að spurningin um aðild að Evrópusam- bandinu er ekki ofarlega í huga al- mennings um þessar mundir. Það er skiljanlegt vegna þess að það hefur engin breyting orðið á því að það er fremur í þágu hagsmuna okkar að standa utan við það en innan þess, hvað svo sem framtíðin kann að bera í skauti sér í þeim efnum. Samstarf þjóðanna innan Evrópu- sambandsins sýnir hins vegar að með því að leggja áherzlu á hið jákvæða í samskiptum þjóða í stað þess nei- kvæða er hægt að ná miklum árangri. Um allan heim standa yfir smástríð á milli þjóða og þjóðarbrota. Þar leggja menn meiri áherzlu á það neikvæða í samskiptum. Þess vegna er Evrópusambandið fyrirmynd um það hvernig hægt er að setja niður deilur og ná jákvæðum ár- angri. Á tæpum fimmtíu árum voru háðar tvær stórstyrjaldir í Evrópu. Á síðustu fimmtíu árum hefur ríkt friður fyrir utan átökin á Balkanskaga á síð- asta áratug 20. aldarinnar. Það er full ástæða til að reyna að flytja út hugmyndina um Evrópusam- bandið til þjóða í öðrum heimshlutum. Það getur ekki sízt átt við um Afríku og Mið-Austurlönd. Samstarf um upp- byggingu er vænlegra en deilur og vopnuð átök. Á þessum tímamótum í sögu Evr- ópusambandsins er full ástæða til að vegsama þá menn sem stóðu fyrir stofnun þess. Þeir hafa vísað veginn til þess hvernig á að setja niður deilur þjóða í milli og leið þeirra til þess hef- ur sannað sig í verki. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ J ón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- ardómari sendi frá sér yfirlýsingu fyrir nokkrum dögum, þar sem hann leiðrétti af sinni hálfu ummæli, sem fallið höfðu í vitnaleiðslu í hinu svo- nefnda Baugsmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar hafði Ingibjörg Pálmadóttir sagt, að hann hefði skýrt störf sín fyrir Jón Ger- ald Sullenberger, á meðan hann gegndi lög- mannsstörfum, á þann veg, að hann hefði tekið málið að sér vegna þrýstings frá öðrum. Í yfirlýsingu sinni sagði Jón Steinar Gunn- laugsson m.a.: „Af þessu tilefni er óhjákvæmilegt að ég taki fram, að Ingibjörg fer ekki með rétt mál, þegar hún segir þetta. Ég varð ekki fyrir nokkrum þrýstingi hvað þetta snertir og hafði ekki orð á neinu slíku við hana.“ Þessi yfirlýsing hins núverandi hæstaréttar- dómara varð fréttastofu Ríkisútvarpsins tilefni til þess, að ræða við nokkra aðila, Sigurð Líndal, fyrrverandi prófessor, og nokkra núverandi og fyrrverandi dómara við Hæstarétt Íslands. Dóm- ararnir fyrrverandi og núverandi töluðu við RÚV undir nafnleynd. Sigurður Líndal taldi, að yfirlýsing sem þessi væri einsdæmi og sig ræki ekki minni til að „dómari við Hæstarétt hefði áður skipt sér af máli, sem rekið væri fyrir öðrum dómstól“. Undir nafnleynd lýstu fyrrverandi og núver- andi dómarar við Hæstarétt alls konar skoðunum á yfirlýsingu Jóns Steinars. Nú er það svo, að dómarar við Hæstarétt hafa allir átt sér annað líf en það starf, sem þeir gegna nú. Þeir hafa gegnt öðrum störfum á starfsferli sínum. Jón Steinar Gunnlaugsson var þekktur lögmaður og stundum umdeildur áður en hann tók sæti í Hæstarétti. Fleiri dómarar við Hæsta- rétt hafa gegnt umdeildum störfum. Markús Sig- urbjörnsson hæstaréttardómari gegndi t.d. lyk- ilhlutverki í hinu svonefnda Hafskipsmáli. Það er af og frá, að þessir dómarar hafi með því að taka sæti í Hæstarétti fyrirgert rétti sín- um til að leiðrétta eitthvað það, sem snertir fyrri störf þeirra, ef þeir telja rangt með farið. Segjum t.d. svo, að umræðum um Hafskipsmálið sé ekki lokið og að það eigi eftir að komast á dagskrá á nýjan leik og að Markús Sigurbjörnsson hæsta- réttardómari yrði í slíkum umræðum borinn ein- hverjum þeim sökum vegna starfa við það mál, að hann teldi að sér vegið. Ætlar einhver að halda því fram í alvöru, að sá dómari hefði ekki rétt til að skýra afstöðu sína eða gerðir á op- inberum vettvangi ef hann teldi það nauðsynlegt? Auðvitað er ekki hægt að svipta dómara þeim rétti. Það er hins vegar öllu alvarlegra mál, að fyrr- verandi og núverandi dómarar við Hæstarétt tali um mál af þessu tagi undir nafnleynd. Það er auðvelt að vega að öðrum undir nafnleynd í sam- tölum við fjölmiðla. Hæstiréttur ætti að setja sér þá starfsreglu, að dómarar tali ekki við fjölmiðla undir nafnleynd. Hvað á Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, við með því, að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi verið að „skipta sér af máli“, sem rekið er fyrir öðrum dómstól? Hvaða skilning leggur hinn merki lögskýringarmaður í orðin að „skipta sér af“ máli? Auðvitað eru það ekki afskipti af máli, þegar Jón Steinar Gunnlaugsson sendir frá sér einfalda og hófsama leiðréttingu á orðum, þar sem hann telur ekki rétt eftir sér haft. Hér of- túlkar Sigurður Líndal yfirlýsingu Jóns Steinars Gunnlaugssonar en fellur um leið í þá gryfju að væna hæstaréttardómarann um óviðeigandi vinnubrögð. Enginn, sem þekkir Sigurð Líndal, mundi láta sér detta í hug, að ætla honum það að verulegur fjárstyrkur Baugs Group til Hins íslenzka bók- menntafélags, sem Sigurður er í forsvari fyrir, hafi haft nokkur áhrif á ofangreind orð hans. Að væna Jón Steinar um afskipti af málarekstri fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna umræddrar leið- réttingar er svipaður málflutningur og að væna Sigurð Líndal um ofangreint, sem gamlir nem- endur hans og aðrir, sem setið hafa við fótskör lærimeistarans, mundu aldrei gera. Hæstiréttur er ein mikilvægasta stofnun okkar samfélags. Dómar hans eru ekki og verða ekki óumdeildir en menn skyldu ekki leika sér að því að gera réttinn og þá einstaklinga, sem í honum sitja hverju sinni, ótrúverðuga af engu tilefni. Eftirlitsstofnanir í ólgusjó E ftirlitsstofnanir, sem settar hafa verið upp með lögum frá Alþingi, hafa lent í miklum ólgusjó á und- anförnum árum. Það á við um þær allar, efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, fjármálaeft- irlit, samkeppnisyfirvöld og embætti skattrann- sóknarstjóra. Ástæðan er sú, að þeir eða tals- menn þeirra, sem hafa orðið fyrir því, að þessar eftirlitsstofnanir hafa haft afskipti af starfsemi þeirra, sem þeim ber skylda til lögum samkvæmt ef tilefni er talið til, hafa ráðizt að þeim og starfs- mönnum þeirra með óvægnum hætti. Fram er komin stétt lögmanna, sem starfar á annan veg en forverar þeirra. Hin nýja stétt lögmanna er ekki bara að grúska í lagaákvæðum og túlkun þeirra heldur hafa þeir tekið að sér það hlutverk, að verða eins konar áróðursmenn á opinberum vettvangi fyrir skjólstæðinga sína og þar á meðal í fjölmiðlum. Áróðursstarfsemi þeirra er ekki bundin við vettvang fjölmiðlanna. Hún fer líka fram í dómssölum. Það hefur t.d. verið athygl- isvert að fylgjast með vitnaleiðslum í Baugsmál- inu. Þær hafa farið langt út fyrir ákæruefnið og vitni kölluð til, sem höfðu engar upplýsingar fram að færa um ákæruefni, sem til meðferðar hafa verið. Það er út af fyrir sig merkilegt að dómurinn skuli hafa leyft þessi vinnubrögð vegna þess að þau fara á skjön við lög. Þannig segir í 4. máls- grein 128. greinar laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991: „Dómara er rétt að meina ákæranda eða ákærða að leggja fram gögn í máli eða leiða vitni ef sú sönnunarfærsla er sýnilega þarflaus til upp- lýsingar málsins.“ Hér eru dómstólar komnir út á varasama braut og skynsamlegra að stíga einhver skref til baka en að halda áfram í þessa átt. Hins vegar má telja víst, að lögmenn hverfi ekki frá þessum nýju vinnubrögðum. Þau eru alþekkt í útlöndum. Hingað kom t.d. fyrir skömmu kanadískur lög- maður, Amsterdam að nafni, sem er einn helzti fulltrúi rússneska auðkýfingsins Khodorkovskís, sem situr nú í fangelsi í Síberíu. Málflutningur Amsterdams í samtölum við menn hér var allur á pólitískum nótum. Hann snerist ekki um lög og lagaákvæði í Rússlandi. Hið sama er að gerast í réttarhöldunum yfir Conrad Black, kanadískum fjölmiðlakóngi í Bandaríkjunum. Málflutningur talsmanna hans er að verulegu leyti pólitískur og snýst um að hafa áhrif á almenningsálit ekki síður en dómara og kviðdóminn. Í Kanada hefur Conrad Black hafið mikla herferð með aðstoð sérfræðinga í al- mannatengslum til þess að rétta af stöðu sína í augum almennings. Hér á Íslandi er það ekki bara hin nýja stétt lögmanna, sem vinnur á þennan veg, heldur blanda stjórnmálamenn sér í leikinn. Í því þrönga samfélagi, sem við búum í, verður þetta allt þeim mun erfiðara. Þannig hafa stjórnmála- menn verið ósparir á yfirlýsingar bæði í Baugs- málinu og eins í máli þriggja núverandi og fyrr- verandi forstjóra olíufélaga, sem Hæstiréttur vísaði nýlega frá dómi. Og þar er komið að vanda eftirlitsstofnana. Forsvarsmenn þeirra eiga afar erfitt með að verja hendur sínar meðan rannsókn mála stend- ur yfir. Starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra hafa átt erfitt með að skýra af- stöðu sína á meðan rannsókn mála stendur yfir. Hvert orð sem þeir láta falla er vegið og metið og í sumum tilvikum hafa þeir verið úrskurðaðir vanhæfir til að fjalla um mál vegna ummæla, sem þeir hafa látið frá sér fara á opinberum vett- vangi. En um leið og þeir hinir sömu þegja vegna þess, að þeir telja sig ekki eiga annarra kosta völ, hafa ákærendur þeirra frjálsar hendur um að móta almenningsálitið með sínum hætti og þögn- in talin til marks um að fyrirsvarsmenn hinna op- inberu stofnana geti engu svarað. Þegar við bætist, að einstakir þingmenn, og þá er átt við þingmenn stjórnarandstöðu, blanda sér í málin, stundum með ótrúlega ómerkilegum árásum, er augljóst, að þær eftirlitsstofnanir, sem Alþingi hefur sett upp með lögum til þess að fylgjast með því að ekki sé gengið gegn almanna- hagsmunum, og starfsmenn þeirra eiga mjög undir högg að sækja. Þetta er ójafn leikur og raunar svo ójafn að það er augljóslega hættulegt fyrir réttarríkið að ekki verði breyting á. Annars vegar eru hálaunaðir lögmenn, sem hafa aðgang að allri þeirri sérfræðiaðstoð, sem þeir þurfa á að halda. Hins vegar eru tiltölulega lágt launaðir embættismenn hins opinbera, sem liggja undir linnulausum árásum lögmannanna og annarra og þar að auki þeirra, sem tóku þátt í að setja lögin, sem þetta fólk starfar eftir og er í raun ekki að gera annað en skyldu sína. Við stöndum hér frammi fyrir nýrri stöðu í samfélagi okkar. Þeir, sem bornir eru sökum, eiga allan rétt á, að verja hendur sínar, og þess vegna er ekki hægt að gagnrýna þá fyrir að beita öllum hugsanlegum ráðum til þess að ná fram því, sem þeir telja rétt sinn. Afstaða dómstóla er umhugsunarefni eins og Laugardagur 24. mars Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.