Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HORFIST í augu við staðreynd- ina: Borgin hefur ekki tímt almenni- lega að draga úr svifryki umferðar, af því að borgurunum þykir þetta málefni ekki nógu mik- ilvægt. Drjúgur hluti þegnanna baðar sig í svifryki daglega og hefur meiri áhyggjur af því hvernig súrefn- ishlutfall í heiminum geti viðhaldist fyrir barnabarnabörnin en ekki að sama skapi hvernig bein svif- ryksmengun lætur heilsunni hraka í dag. Við tímum þessu ekki núna, af því að greiða þarf verktökum fyrir meginhluta starfsins, en þegar kostnaðurinn var fastur og tækja- kosturinn og mannaflinn tilheyrði borginni, þá fannst okkur sjálfsagt að hreinsibílar væru alltaf á fullu við það að hirða malbiksrykið undan okkur. Kostnaðurinn er veginn og metinn miðað við allt annað sem þarf að gera og hingað til virðist svifryk hafa verið léttvægt fundið, sem það er að sjálfsögðu, en ekki varðandi heilsu, þar sem það hefur afgerandi neikvæð áhrif á heilsu manna. Það er til lítils að stunda lík- amsrækt og heilbrigt mataræði ef það er svo eyðilagt strax í akstri á leiðinni úr vinnunni, eða sem verra er, læðist ofan í börnin okkar á meðan við brunum til verka okkar. Aukin umferð, meiri þrif Götur eru ekki sjálfhreinsandi, einhver þarf stöðugt að vera að þrífa þær, fyrst þær eru jafnan í notkun. Fullkomnir hreinsibílar eru tilbúnir, en eru ekki notaðir að því marki sem til þarf til að halda mengun okkar undir viðmið- unarmörkum. Það gefur auga leið, að svifryk á höfuðborgarsvæðinu væri mun minna ef gengi hreinsibíla væri á fullu við það að hreinsa aðalæðar þar sem mikill hluti svif- ryks verður til. Að- staðan er öll fyrir hendi, bara að gefa samþykkið fyrir kostn- aðinum. Við fjölguðum bílum um tugi þúsunda á skömmum tíma og ætlumst svo til að það hafi ekki afleiðingar, hvorki í umferð- arþunga, slysum né í mengun. Það er tómt mál um að tala að við eigum að vera í einhverri bíllausri útópíu: svona er þetta hér uppi á klaka. Allir aðrir en maður sjálfur eiga víst að nota strætó eða að hætta lífi sínu á reiðhjóli, en maður sjálfur vill upphitað sæti og 4,5 mínútna ferðalag í vinnuna, eins og í mínu tilviki. En þegar ég vann uppi á Höfða og ók Ártúnsbrekkuna nokkrum sinnum á dag sá ég og fann gjarnan svifrykshjúpinn yfir henni og Miklubrautinni. Verst var að lenda fyrir aftan 18 hjóla trukk að vori, sem slæddist út í yfirhlað- inn drullukant götunnar og jós upp- söfnuðu eitrinu yfir alla. Þessi aur á ekki að vera þarna, heldur ættu hreinsibílar næturinnar að vera búnir að taka þetta allt. Annað er svo sjálfsagt, að nota vatnið til þess að spúla göturnar oft, þá nær fína eiturrykið ekki að setjast að. Er- lendis þarf að spara vatnið, en hér er sjálfsagt að nýta sér aðstöðuna. Vissulega er það ekki æskilegt í ræsin og út í sjó, en ef göturnar eru ryksugaðar með hreinsibílum og spúlað oft inn á milli er magnið sem fer í ræsin í lágmarki, en lungun okkar hrein og fín. Höldum nagladekkjunum Ekki tók langan tíma að finna blóraböggul, blessuð nagladekkin. Vissulega spæna þau upp malbikið meir en önnur dekk, en það liggur í hlutarins eðli og á aðeins að valda því að notkun þeirra sé takmörkuð, ekki bönnuð. Dettur nokkrum heil- vita manni í hug að banna stóra flutningabíla af því að þeir slíta mal- bikinu meira í einni ferð heldur en allt að 30.000 fólksbílar? Varla, heldur takmörkum við notkun þeirra bíla, t.d. við vegina sem þola þá. Árið sem ég ók nagladekkjalaus var ég með lífið í lúkunum og olli samborgurum mínum stórhættu, t.d. rennandi yfir stöðvunarskyldu við brekkufót í Þingholtunum og gjarnan í vandræðum á umferð- arljósum. Nú er jafnvel hugsanlegt og er í rannsókn að nagladekkja- leysistískan undanfarið eigi sinn þátt í því að alvarlegum slysum hafi fjölgað. Þurfum salt og nagla Það er samspil notkunar salts og nagladekkja sem skapar stærsta hluta svifryksins. Við þörfnumst beggja þeirra þátta, þannig að áherslan verður að vera á það að lágmarka afleiðingarnar, þar sem orsakavaldinum verður trauðla breytt, ekki frekar en öðrum orsök- um svifryks, svo sem leirfoki af heiðunum eða blýmenguðum pús- tögnum. Hvetjum borgaryfirvöld áfram til þess að nota allar helstu aðferðir til þess að þrífa undan okk- ur götuskítinn, svo að við öndum honum minna að okkur. Ekkert mál, bara að borga. Sparnaður eykur svifryk Ívar Pálsson fjallar um nagladekk og svifryk »Hvetjum borgaryf-irvöld áfram til þess að nota allar helstu að- ferðir til þess að þrífa undan okkur götuskít- inn, svo að við öndum honum minna að okkur. Ívar Pálsson Höfundur er viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki. Sími 575 8500 - Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Pálmi Almarsson og Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasalar OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13.30-14.30 LAUTASMÁRI 1 - LYFTUHÚS 3ja herb. 95 fm íbúð á 3. hæð á þessum vinsæla stað í Smárahverfi Kópavogs. Húsið er byggt af bygg- ingarfélagi Gylfa og Gunnars ehf. Í húsinu eru tvær lyftur. Íbúðin skiptist m.a. í forstofu, sjónvarpshol, stofu, borðstofu með útgangi á rúmgóðar vestursvalir, tvö svefnherb. og flísa- lagt baðherb. Þvottaherb. í íbúð. Parket og flísar á gólfum. Þetta er mjög góð staðsetning í barnvænu hverfi, stutt í alla þjónustu, skóla og útivistarsvæði. Verð 23,9 millj. Einar og sölumaður Fasteignamiðlunar taka á móti gestum frá kl. 13:30-14:30. Bjalla merkt 34. Um er að ræða jörðina Höfðabrekku í Mýrdal sem er ein af glæsilegustu og best búnu ferðaþjónustubýlum á landinu. Í næsta nágrenni eru einstakar náttúruperlur s.s. Reynisfjara og Reynisdrangar, Mýrdalsjökull og Þakgil. Jörðin er um 4.700 ha. Húsakostur er góður og telur m.a. fimm gistihús með 62 tveggja manna herbergjum, stórt veitingahús, veitingasali, starfsmannahús, þvottahús, baðhús, þrjú stór íbúðarhús auk hesthúss, verkstæðis og annara útihúsa. Borhola sem gefur af sér 14 sek.lítra af 39°C sjálfrennandi heitu vatni. Veiði í Kerlingardalsá. Vikurnámur. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi HÖFÐABREKKA Í MÝRDAL Fasteignasala Lögmanna Suðurlandi Austurvegi 3 - 800 Selfossi sími 480 2900 - www.log.is Löggiltir fasteignasalar: Ólafur Björnsson hrl. Sigurður Sigurjónsson hrl. og Christiane L. Bahner hdl. Óskað er eftir Halldór I. Andrésson, löggiltur fasteignasali Óskað er eftir atvinnu- og/eða skrifstofuhúsnæði fyrir fjárfesti. Húsnæðið þarf að kosta 500 milljónir eða meira. Kostur ef leigusamningur fylgir eigninni. Allar frekari upplýsingar veitir Albert Björn Lúðvígsson í síma 840 4048. MEÐAN þingmenn skeyta hvorki um skömm né heiður í vinnubrögðum sínum á Alþingi er örvænt um að virðing löggjaf- arsamkomunnar vaxi í augum al- mennings. Samkvæmt nýjustu könnunum er hún sorglega lítil, en ekki er að sjá að það valdi þeim vökum, sem um stjórnvölinn halda. Nýjasta „skuespillet“ var fært upp á fjölum samkundunnar í síð- ustu viku, þegar leikið var skjöld- um um eitt grafalvarlegasta mál þjóðarinnar: Ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins um sameign Íslend- inga á náttúruauðlindum lands síns og sjávar. Í þeim farsa voru í aðalhlutverkum „skuespillere“ í æðstu embættum. Því eru menn að vísu alvanir að lítið mark sé takandi á kosninga- loforðum eða stjórnarsáttmálum ríkisstjórna. En viðkomandi hafa þó jafnan haft smekk fyrir að svíkja yfirlýsingar sínar þegjandi og hljóðalaust. En ekki í þetta skiptið. Hring- fari Framsóknar samdi kassa- stykki, sem fært var upp undir stjórn formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Í lok sýningar klöppuðu þeir sjálfum sér lof í lófa, að vísu við dræmar undirtektir Morgunblaðs- ins, svo ekki sé meira sagt. Fjörbrot Framsóknar verða ekki gerð að frekara umtalsefni í þessum greinarskrifum, en við það látið sitja hverjar ástæður lágu augljóslega til svika á loforði í stjórnarsáttmála. Á því ber þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins fyrst og fremst ábyrgð, þar sem meiri- hluti hans vildi alls engin ákvæði setja um auðlind sjávar í stjórn- arskrá. Og ástæðan er einföld: Ráðandi öfl í Sjálfstæðisflokknum vilja af- henda örfáum sægreifum auðlind sjávar til fullrar og óafturkræfrar eignar. Þeim er fullljóst, að ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóð- arinnar á sjávarauðlindinni myndi skjóta endanlega loku fyrir aðra ráðstöfun hennar; að með öllu yrði óheimilt að ráðstafa auðlindinni til útvalinna einstaklinga eða fyr- irtækja. Hlutverk Sjálfstæðisflokksins í farsanum er því auðráðin gáta, enda má gera ráð fyrir að þeim þingmönnum flokksins fjölgi í næstu kosningum, sem vilja koma á séreignarrétti á fiskimiðunum. Ekki dregur Illugi Gunnarsson dul á þá afstöðu sína og fleiri nýfrjáls- hyggjumenn. En vígstaða þeirra verður erfið í alþingiskosning- unum ef marka má skoðanakann- anir um afstöðu almennings. Ekki munu þeir heldur njóta aðstoðar Morgunblaðsins að þessu sinni. Stjórnarandstaðan hefur dansað einkennilegan stríðsdans í máli þessu, haldandi í þá fávíslegu von að geta slitið það tryggðaband, sem sameinar kvótaflokkana í Gripdeildinni miklu. Sverrir Hermannsson Auðráðin gáta Höfundur er fv. þingmaður Sjálf- stæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.