Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 69 Í eina tíð álitu menn fuglana búna guðlegu eðli. Þeir gátu flogið, að því er virtist áreynslu- laust, svifið vængjum þöndum um loftin og þannig komist nær ríkinu þar sem al- heimsskaparinn bjó. Þetta var löngu fyrir tíma Heilagrar ritn- ingar og tíðkaðist meðal hinna ýmsu þjóða og flokka. Og þessi trú hélst áfram lifandi og barst víðar, í fyllingu tímans meira að segja inn í heim gyðingdóms og síðar kristni. Sumir þeirra fengu ákveðið hlutverk í táknfræði fornkirkj- unnar. Af þeim er dúfan líklega þekktust, táknaði m.a. heilagan anda. Haninn var á líkan hátt tákn árvekninnar. Pelíkaninn táknaði Krist og fórnardauða hans. Spörfuglinn táknaði hinn auðmjúka, smælingjann, undir vernd Drottins. Storkurinn tákn- aði hyggindi, trúfesti og guð- rækni. Svala táknaði gleði og ör- yggi trúarinnar. Og fleiri voru þeir. Úr heimi kirkjunnar er annars víðfrægust sagan af Frans (1182– 1226), sem kenndur er við borg- ina Assisi á Ítalíu. Einhverju sinni var hann nýlagður af stað í prédikunarferð og sá þá fugla- hópa meðfram veginum. Þetta á að hafa verið í Bevagnahéraði. Í bókinni Heilagur Frans frá Ass- isi, eftir Friðrik J. Rafnar, segir um þetta atvik: „Gekk hann síðan út á mörkina til fuglanna og tók að tala til þeirra en fuglarnir, sem í trjánum sátu, flugu niður til hans og settust fast hjá hon- um. Talaði Frans síðan lengi til þeirra um gæsku Skaparans sem allt gæfi þeim og sæi fyrir þörf- um þeirra og bað þá að minnast þess með þakklæti. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, gerði hann krossmark yfir fuglunum og þá sungu þeir og böðuðu vængj- unum og flugu síðan fagnandi burtu.“ Snemma tóku menn að leita skýringa á hinum ólíku mynstr- um á búki fuglanna og um það urðu í aldanna rás til margar sagnir. Oft réð litur hamsins (búningurinn) einnig miklu til um, hvaða „dóm“ þeir fengu. Þegar mér varð litið út um gluggann á heimili mínu einn morguninn í síðustu viku, blasti við mér óvenjuleg sjón, gestur langt að kominn. Þetta var gló- brystingur, hafði eflaust lent í slagtogi með einhverjum farfugl- um, sem nú eru að tínast norður til landsins. Varpheimkynni hans eru meginland Evrópu, allt til Vestur-Síberíu, Norður-Afríku og í suðaustri að Kákas- ussvæðinu. En það var sumsé óvænt ánægja að rekast á hann þarna nyrst á Tröllaskaga. Slíkt gerist ekki á hverjum degi. Í raun og veru ætti ég að kalla þetta himnasendingu, því ég var ekki enn kominn að niðurstöðu um hvað ég myndi skrifa í þenn- an dálk og var beinlínis að kom- ast í þrot, eins og stundum ger- ist, datt fátt í hug og tíminn að renna út. Ég er búinn að rita hér eitt og annað vikulega í tæp sex ár, og finn mig oft uppiskroppa með nýtt, boðlegt efni af þeim sökum. En þá stóð hann bísperrtur fyrir utan, útlendi þrösturinn, nartandi í gamlan, hálffrosinn ávöxt sem lá á jörðunni, og engu var líkara en að hann væri að benda mér á að gera sig að mið- deplinum að þessu sinni. Og innri rödd hvíslaði að mér jafnframt, að einmitt það skyldi ég að gera. Um þennan litla fugl eru nefni- lega til ótalmargar, kristilegar sögur og hefur rauðgula brjóstið orðið kveikjan að einhverjum þeirra. Hér er örlítið sýnishorn. Áður fyrr var hann t.d. allt öðruvísi í útliti, já, albrúnn um og yfir og næsta einkennalaus. En í fjárhúsinu í Betlehem urðu um- skiptin. Eldurinn var að slokkna, en almættið sendi þá glóbrysting til að blása í hann lífi með vængjaslætti sínum. Það tókst, en hann fór of nærri og ber þess ávallt merki. Í annarri útgáfu er hann þar sofandi, en hrekkur við þegar englakórinn tekur að syngja. Það er eins gott, því nú sér hann að eldstæði hirðanna er að kólna, logarnir að deyja, og framhaldið er á sömu leið. Aðrir segja, að þegar Jesús hafi verið að rogast með þungan krossinn á bakinu upp á Golgata- hæð hafi litli vinurinn reynt að plokka þyrni úr enni hans, og við það særst með fyrrgreindum af- leiðingum. Enn aðrir fullyrða, að þar sem meistarinn kvaldist hafi tveir fuglar verið nærri. Annar var skjór, þá allur prýddur regnbog- ans tónum og ekki ósvipaður pá- fugli um stélið, en í drambsemi og yfirlæti vegna eigin ágætis og fegurðar tók hann að skopast að frelsaranum, í stað þess að lið- sinna. Hinn var snautlegur á að líta, en vorkenndi brotamann- inum sem þarna hékk og fór að strjúka burt tár hans og ná stingandi fleinunum úr holdinu. Við það snertu blóðdropar úr lausnaranum fjaðrir hans. „Bless- aður sértu, þú hjálpari minn og þátttakandi í pínu minni,“ sagði Kristur. „Hvert sem þú ferð eft- irleiðis skal gleðin vera með í för, egg þín vera eins blá og himinn- inn, og upp frá þessu muntu kall- aður verða Fugl Guðs.“ En að skjónum mælti hann: „En þig fordæmi ég hins vegar. Ekki skaltu lengur njóta hinna glæsilegu klæða, og tilvist þín héðan í frá öll vera köld og hörð.“ Og þetta gekk eftir. Núna er hann svartur og hvítur. Og fyr- irlitinn. En hinn trausti og mildi og lengstum óásjálegi vermir hjörtu allra. Og dymbilvika og atburðir hennar innan seilingar. Tilviljun? Fugl Guðs sigurdur.aegisson@kirkjan.is Því verður aldrei neit- að, að vegir Guðs eru órannsakanlegir. Um það eru svo mörg dæmin, lítil og stærri, gömul og nýrri. Sig- urður Ægisson fékk að kynnast því um miðja nýliðna viku, og greinir frá því í pistli sínum í dag. Óska eftir Reiðhjól óskast 26” reiðhjól með fótbremsu óskast. Upplýsingar í síma 898 3443. Frímerki - Mynt - Seðlar: Uppboðsaðili ,,Nesfrim”kaupi frí- merki, umslög, mynt, seðla, póstkort, minnispeninga, orður, gömul skjöl og margt fleira. Staðgreiðsla strax. Opið daglega Mán. - Fim. 10:30 - 15:00 að Austurströnd 8, Seltjarnarnesi, sími 694 5871 og 561 5871. Þrjár chihuahua systur. Þriggja mánaða húsvanir hvolpar til sölu. Eru sprautaðir og heilsufarsbók fylgir. Upplýsingar í síma 552 8006 og 848 5343. Dýrahald Mótorhjól 1 Honda Shadow ACE 750cc til sölu. 690 þús. Honda Shadow ACE 750cc 2003, mikið af aukahlutum, svörtum pípum, Hypercharger og for- ward controle, fullt af krómi. Stór- glæsilegt hjól. V. 690 þ. Uppl. Binni 695 0007. Hjólhýsi Hjólhýsi beint frá Þýskalandi. Getum útvegað allar stærðir og gerðir af húsbílum. Upplýsingar hus- bilar@visir.is eða 517 9350. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar 5691100 FRÉTTIR HUGVEKJA Pera vikunnar: Við erum fimm í fjölskyldunni, mamma, pabbi, bróðir minn, systir mín og ég. Nöfnin okkar í stafrófsröð eru: Ás- laug, Helga, Karl, María og Teitur. Karl er yngri en ég. Ég er eldri en Áslaug. Helga er eldri en María. Hver er ég? (A) Áslaug (B) Helga (C) Karl (D) (María) (E) Teitur Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 16. apr- íl. Lausnir þarf að senda á vef skól- ans, www.digranesskoli.kopavogur- .is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn 26. mars. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræði- þraut Digranes- skóla og Morg- unblaðsins KIWANISKLÚBBURINN Elliði heimsótti nýlega Barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans (BUGL) og færði henni að gjöf ýmis afþreyingartæki að verðmæti um 300.000 krónur. „Elliði hefur í hyggju að styðja BUGL áfram og vonar að fleiri finni hjá sér þörf til að gera slíkt hið sama,“ segir í til- kynningu frá Elliða. Á myndinni eru f.h. Hulda Jóns- dóttir, Ingveldur Þorleifsdóttir, Bragi G. Bjarnason, styrktarnefnd Elliða, Grétar Hannesson, formað- ur styrktarnefndar, Sigmundur Smári Stefánsson, forseti Elliða, Vilborg G. Guðnadóttir, for- stöðukona BUGL, og Ragnar Eng- ilbertsson, gjaldkeri Elliða. Elliði færði BUGL gjafir NÝTT og glæsilegt hesthús hefur verið vígt og tekið í notkun á Hólum í Hjaltadal. Um er að ræða eitt stærsta hesthús hérlendis undir einu þaki, en gólfflötur þess er um 3.350 ferm. Vígslan fór fram í tengslum við háskólahátíð að Hólum sem landbún- aðarráðherra Guðni Ágústsson boð- aði til á föstudag. Tilefni þessarar samkomu var setning laga um Hóla- skóla – Háskólann á Hólum, en þau lög taka gildi hinn 1. júlí á þessu ári. Fyrirtækið Hesthólar ehf. reisti húsið og er eigandi þess en leigir Hólaskóla til afnota. Í húsinu eru um 200 stíur fyrir hesta, auk allrar að- stöðu og 800 ferm. reið- og kennslu- vallar í suðurenda hússins. Við vígsluna kom fram að þessi nýju húsakynni væru mikill fengur fyrir skólann og alla starfsemi hans og gæfu möguleika á að fjölga nem- endum í hrossaræktardeild til muna, en á undanförnum árum hefur orðið að vísa nemendum frá skólanum vegna aðstöðuleysis. Að mati skólayfirvalda mun þessi aðstaða gera kleift að vera með um 100 nemendur árið 2010. Við athöfnina stiklaði Guðni Ágústsson á stóru í sögu Hóla sem skóla- og menningarseturs. Sigurjón R. Rafnsson fyrir hönd Hesthóla ehf. sagði frá húsinu, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra sagði frá því að sinn draumur væri að næsta skref í uppbyggingu Hólastaðar væri að þar risi menningarhús og hét á góða menn vonum sínum til framdráttar. Þá var undirritaður leigusamningur um húsið, en það gerðu Guðni Ágústsson, Árni Mathiesen, Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, og Sig- urjón R. Rafnsson, f.h. Hesthóla. Einnig tóku til máls Einar Einars- son fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Helgason frá Landssambandi hestamanna, Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarhá- skóla Íslands, Skúli Skúlason og Þór- ólfur Gíslason kaupfélagsstjóri. Þá blessaði herra Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup. Bygging- artími hússins var níu mánuðir og kostnaður áætlaður 250–300 milljón- ir. Aðalverktaki var byggingafyrir- tækið Friðrik Jónsson ehf. og auk þess komu margir smærri verktakar að þessari glæsibyggingu. Morgunblaðið/Björn Björnsson Samningur Ólafur Sigmarsson, Skúli Skúlason, Guðni Ágústsson og Árni M. Mathiesen undirrita leigusamninginn. Fyrir aftan er Pétur Friðjónsson. Um 3.350 m2 hesthús á Hólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.