Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 71                   Tónleikar Selkórsins mánudaginn 26/3 og miðvikudaginn 28/3 kl. 20 flytur Selkórinn ásamt kammersveit og 4 einsöngvurum Nelson - messu e. Joseph Haydn í Seltjarnarneskirkju Stjórnandi: Jón Karl Einarsson Einsöngvarar: Hulda B. Garðarsdóttir, sópran Sesselja Kristjánsdóttir, alt Jónas Guðmundsson, tenór Davíð Gíslason, bassi Konsertmeistari: Auður Hafsteinsdóttir Miðasala í bókasafni Seltjarnarness og við innganginn árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20. Klassík leikur. Ferðaklúbbur FEB: Fróðleg og skemmtileg ferð til Færeyja og Hjaltlands 11.–18. júní. Farið verður um eyjarnar með leiðsögn heima- manna, merkilegir staðir skoðaðir og reynt að kynnast lífi fólksins og menningu. Uppl. í s. 588 2111. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9– 16.30 er fjölbreytt dagskrá, veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Fimmtud. 29. mars kl. 13.15, „Kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist, samstarf eldri borgara og Fellaskóla. Garðheimar veita verð- laun, stjórn. Kjartan Sigurjóns, allir velkomnir. Fös- tud. 30. mars kl. 10.30: lancier-dans. Hæðargarður 31 | Komdu og kynntu þér dag- skrána. Skapandi skrif mánud. kl. 16. Framsögn miðvikud. kl. 9–12. Bókmenntahópur miðvikud. 28. mars. kl. 20. Leiðbeiningar á tölvu. Bútasaumur, myndlist o.fl. í Listasmiðju. Páll Bergþórsson í Sparikaffi föstud. 30. mars kl. 14. Hali í Suðursveit 20.–22. apríl. S. 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun, mánudag, er ganga frá Egilshöll kl. 10 og bocchia á Korpúlfs- stöðum kl. 13.30. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11 fyrir alla krakka. Almenn samkoma kl. 14. Helga R. Ármanns- dóttir predikar. Lofgjörð, fyrirbænir, barnagæsla á meðan á samkomu stendur og kaffisala að henni lokinni. Allir velkomnir. 80ára afmæli. Þriðjudag-inn 27. mars nk. verður Guðmundur Bjarnason raf- virkjameistari áttræður. Af því tilefni býður hann ættingjum og vinum til samfagnaðar í Fé- lagsheimili OR, Rafveituheim- ilinu, Elliðaárdal, frá kl. 17 til 20 á afmælisdaginn. Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur, Ylfa Björt Jónsdóttir og Helena Guðrún Eiríks- dóttir, héldu tombólu við verslunina Samkaup – Úrval í Hrísalundi og styrktu Rauða krossinn með ágóðanum. dagbók Í dag er sunnudagur 25. mars, 84. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Fjölmenningarsetur og Há-skólasetur Vestfjarða efna tilráðstefnu á Ísafirði dagana26. til 28. mars um þátttöku og móttöku innflytjenda í dreifbýli. Ráð- stefnan er haldin á Hömrum undir yf- irskriftinni Eru innflytjendur hvalreki eða ógn fyrir samfélögin á landsbyggð- inni? Skipuleggjendur hafa fengið til ráð- stefnunnar fjölda fyrirlesara, m.a. Alp Mehmet sendiherra Bretlands, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og norsku fræðikonuna Marit Anne Aure sem segir frá rannsókn sinni á að- stæðum farandverkafólks í N-Noregi. Einnig er meðal fyrirlesara Philo- mena de Lima sem rannsakað hefur hagi erlends vinnuafls á Bretlands- eyjum: „Í sveitum Skotlands eins og víða annars staðar hefur fækkun fæð- inga, vaxandi hlutfall aldraðra og mögu- legur skortur á fólki á starfsaldri kallað á umræður um velferðarmál, og afkomu samfélagsins til lengri tíma litið,“ segir Philomena. „Staða og hlutverk innflytj- endavinnuafls er áberandi í þessari um- ræðu, sérstaklega í ljósi stækkandi evr- ópsks vinnumarkaðar. Viðhorf meðal bresks almennings hefur reynst marg- breytilegt og flókið, og spannar allan skalann, frá því að fagna fjölbreytileika yfir í kynþátta- og útlendingahatur.“ Philomena fjallar meðal annars um orðaval í umræðunni um innflytjendur: „Neikvætt viðmót kristallast í notkun neikvæðra hugtaka, t.d. þegar rætt er um „flóð“, og „kaffæringu“ þegar lýst er áhrifum innflytjenda á menningu Bret- lands. Viðhorf af þessu tagi eru ekki bundin við Bretlandseyjar, heldur finn- ast einnig á löndum á borð við Ísland, og í öðrum löndum Evrópu.“ Að sögn Philomenu reynist ímyndin um sælu sveitalífsins oft áskorun þeim sem ekki eru taldir falla að samfélagi landsbyggðarinnar: „Einnig benda rannsóknir til að innflytjendur fáist einkum við störf í iðnaði og landbúnaði þar sem kjör og aðbúnaður eru hvað verst. Vinnuveitendur virðast hins vegar meta vel erlent vinnuafl, tala um góðan starfsvilja, áreiðanleika og sveigj- anleika.“ Ráðstefnan er öllum opin og aðgang- ur ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á slóðinni www.hsvest.is. Hvalreki eða ógn?  Philomena de Lima fæddist 1955. Hún lauk MA- gráðu í félagsfræði frá Edinborgarhá- skóla 1979 og legg- ur stund á dokt- orsnám við Háskólann í Stirl- ing. Hún hefur unnið fjölda rannsókna á stöðu inn- flytjenda og farandverkamanna á Bretlandseyjum og setið í margs kon- ar opinberum nefndum og ráðum tengdum málaflokkinum, samhliða kennslustörfum. Philomena er gift og á tvo uppkomna syni. Samfélag | Ráðstefna um þátttöku og móttöku innflytjenda í dreifbýli Tónlist Langholtskirkja | Óperukórinn í Reykjavík, Unglingakór Söngskól- ans og Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna í dag kl. 17 og 20. Ein- söngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Þorgeir J. Andrésson og Bergþór Pálsson. Stjórnandi: Garðar Cort- es. Miðasala á www.midi.is/í s. 552 7366/við innganginn. Salurinn, Kópavogi | Uppselt á tónleika Helenar Eyjólfsdóttur í kvöld. Aukatónleikar hafa verið settir 15. apríl kl. 20. Miðasala er hafin í s. 570 0400 og á sal- urinn.is. Miðaverð: 2.500 kr. Leiklist Fjölbrautarskólinn í Garðabæ | Söngleikurinn Öskubuska sýndur í hátíðarsal skólans. Frábær sýning uppfull af húmor og góðri tónlist. Miðapantanir í síma 520 1600. Iðnó | Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni eru í leikferð um landið með söngleikinn „Í fyrra- sumar“. Þau sýna í Iðnó í Reykja- vík nk. mánudagskvöld, 26. mars, kl. 20. Kvikmyndir Fjalaköttur | Bleikar myndir frá Japan sýndar í Tjarnarbíói á veg- um Fjalakattarins. Sýndar kl. 17– 19 og 21 í dag og kl. 19 og 21 á morgun. Sjá www.filmfest.is. Skriðuklaustur | 700IS, Menn- ingarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Gunnarsstofnun bjóða upp á heimildarmyndaveislu kl. 13 í dag og á laugardaginn kemur. Mun listamaðurinn James P. Graham tala um mynd sína „Iddu“ og verður hún sýnd ásamt 12 öðrum heimildarmyndum. Ókeypis við- burður. Sjá nánar á www.700.is. Fyrirlestrar og fundir Askja – Náttúrufræðahús Há- skóla Íslands | Á morgun kl. 12–13 heldur Dick Ringler, prófessor emeritus við Wisconsin-háskóla í Madison, opinn fyrirlestur á veg- um HÍ í Odda við Sturlugötu. Hann mun ræða um fornenska frásagnarljóðið Bjólfskviðu (Beo- wulf) sem verður gefið út í nýrri þýðingu fyrirlesarans síðar á þessu ári. Askja við Sturlugötu, salur N-132 | Fræðsluerindi Hins ís- lenska náttúrufræðifélags verður flutt á morgun kl. 17.15. Dr. Kristín Svavarsdóttir plöntuvistfræð- ingur hjá Landgræðslu ríkisins flytur erindið: Skeiðarársandur – séður með augum plöntuvist- fræðings. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Bústaðakirkja | FBA-fundur í dag kl. 11–13 í Bústöðum (í kjallara kirkjunnar), leitum úrræða til að komast út úr mynstri alkóhólísks uppeldis með hjálp 12 sporanna. Opinn fundur. Eiðar | 700IS, MMF og Eiðar ehf. standa fyrir listamannaspjalli á Eiðum í kvöld kl. 20. Listamenn- irnir Steina Vasulka, Rúrí og Finn- bogi Pétursson munu fara yfir verk sín og svara spurningum áhorfenda. Ókeypis aðgangur. Sjá nánar á www.700.is. Kvennakirkjan | Laugavegi 59. Á morgun kl. 18.30–20 ræðir Ragn- heiður Inga Bjarnadóttir kven- sjúkdómalæknir um breyt- ingaskeiðið. Allar velkomnar. Landakot | Fræðslufundur á veg- um RHLÖ, Rannsóknastofu í öldr- unarfræðum, verður haldinn fimmtudaginn 29. mars kl. 15 í kennslusalnum á 7. hæð á Landa- koti. Hlíf Guðmundsdóttir hjúkr- unarfræðingur mun segja frá námsferð sem farin var til Hol- lands síðastliðið haust og greina frá öldrunarmálum þar í landi. Frístundir og námskeið Mímir símenntun ehf. | Byrjenda- og framhaldsnámskeið í golfi fyrir konur og karla. Kennt verður í Básum í Grafarholti og hefjast námskeiðin í apríl nk. Nánari uppl. í s. 580 1808 og á mimir.is. Sveinbjarnargerði – Eyjafirði | Verkun heys í útistæður. 12. apríl kl. 10.30. Námskeið fyrir kúa- bændur. Fjallað verður um ýmsa þætti votheysverkunar, frá slætti til geymslu. Skoðaðar verða kröf- ur til tæknibúnaðar og rætt um þá reynslu sem safnast hefur. Fjallað verður um vélvæðingar- og vinnuþörf o.fl. www.lbhi.is. LEIKFÉLAG Menntaskólans á Laugarvatni sýnir leikritið Í fyrrasumar í Iðnó við Tjörnina annað kvöld kl. 20. Krakkarnir hafa ferðast víða með verkið og er þetta næstsíðasta sýning en sú síðasta er í Þykkvabæ á þriðju- daginn. Í fyrrasumar er frum- saminn söngleikur í anda Grease en gerist í íslenskum veruleika á síðari hluta sjöunda áratugarins. Miðaverð fyrir fullorðna er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir börn. Menntaskólinn á Laugarvatni í Reykjavík Leikritið Í fyrrasumar sýnt í Iðnó á morgun MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynn-ingar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber-ast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánu- dagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið rit- stjorn@mbl.is, eða senda tilkynn-ingu og mynd í gegnum vefsíðu Morg-unblaðsins, www.mbl.is, og velja lið- inn "Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynn- ingu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla áÁrnað heilla,Morgunblaði- nu,Hádegismóum 2110 Reykjavík. Í TILEFNI af 75 ára afmæli SPRON hinn 28. apríl nk. var nýverið undirritaður 12 milljóna króna samstarfssamningur til þriggja ára við Hjálparstarf kirkjunnar. Með styrknum er ætl- unin að koma upp 75 vatnsbrunnum í Malaví og Mósambík í Afríku eða einum brunni fyrir hvert ár sem SPRON hefur starfað. Markmið samningsins er að hjálpa fólki í þess- um löndum að afla vatns og nýta það á marg- víslegan hátt. Þátttakendur í verkefninu eru sjálfsþurftarbændur og fjölskyldur þeirra. Upp- skera þeirra er stopul vegna þurrka og fátækt- ar. Með nýjum brunnum SPRON mun fólkið fá að- gang að hreinu vatni til drykkjar og mat- argerðar en auk þess verður hægt að koma á fót áveitum, gera fiskiræktartjarnir og halda skepn- ur. Uppskeran verður öruggari og meiri, afkom- an mun byggjast á fleiri þáttum og því verða tryggari, fæðið verður fjölbreyttara og betra og eflir heilsufar á svæðinu. Öllum brunnum fylgir fræðsla um hreinlæti og smithættu. Samstarfssamningur Á meðfylgjandi mynd skrifa Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar, og Guðmundur Hauks- son sparisjóðsstjóri undir samninginn. Gefa 75 vatnsbrunna til hjálparstarfs AÐALFUNDUR Krabbameinsfélags Reykjavík- ur verður haldinn mánudaginn 26. mars. Fund- urinn verður í húsakynnum í Skógarhlíð 8 og hefst kl. 20. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum flytur Sigmundur Guðbjarnason, fyrrum háskólarektor, erindi sem hann nefnir: „Hvernig geta lífvirk náttúruefni í grænmeti og öðrum heilsujurtum styrkt forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum, heilabilun og krabba- meini?“ að því er segir í fréttatilkynningu. Kaffi- veitingar verða á boðstólum og nýir félagsmenn eru boðnir velkomnir. Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.