Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 25.03.2007, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2007 73 Krossgáta Lárétt | 1 allhvassan vind, 8 smáöldur, 9 beina, 10 reið, 11 áans, 13 korn, 15 með lús, 18 skerti, 21 stórfljót, 22 munnbita, 23 bjórnum, 24 gata í Reykjavík. Lóðrétt | 2 kaka, 3 pen- ings, 4 kerling, 5 veið- arfærið, 6 espa, 7 nagli, 12 spils, 14 sjó, 15 sjá, 16 vinn- ingur, 17 botnfall, 18 skjót, 19 illt, 20 slát- urkeppur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt. 1 detta, 4 sólin, 7 lúkan, 8 ógnar, 9 art, 11 reif, 13 hráa, 14 ólmur, 15 fjöl, 17 ólar, 20 kal, 22 undin, 23 ellin, 24 iðrar, 25 tjara. Lóðrétt: 1 dílar, 2 takki, 3 asna, 4 snót, 5 lúnar, 6 narra, 10 romsa, 12 fól, 13 hró, 15 fauti, 16 öldur, 18 lalla, 19 ranga, 20 knár, 21 lest. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Ástvinur er það sem þú þarft til að jarð- tengja þig. Saman finnið þið út úr furðu- legum vandamálum dagsins. Hlátur gerir líka allt auðveldara. Ef þú ert einstæður eru naut eða meyja rétta akkerið. (20. apríl - 20. maí)  Fólkið sem þú umgengst gæti litið þig öðrum augum en þú það. Mitch heitinn Hedberg sagði: „Ég á ekki kærustu. En ég þekki konu sem væri reið við mig fyrir að segja það.“ (21. maí - 20. júní)  Rökhugsun þín mætir minningum þínum seinni partinn. Þú ert svo skuggalega ná- kvæmur að þú getur allt í einu munað gleymt orð úr setningu sem sögð var fyrir nokkrum árum. Aha! (21. júní - 22. júlí)  Þú færð kraft út úr því að vera í miðjunni. Farðu þangað sem hugmyndirnar streyma að þér. Þú veist að þú ert að fá eitthvað út úr þessu þegar hugsanir þínar heyrast hærra en röddin þín. (23. júlí - 22. ágúst)  Þeim mun meiri áhuga sem þú sýnir vini, þeim mun áhugaverðari verður hann. Það er einsog þú sért enn að kynnast ein- hverjum sem þú hefur þekkt alla ævi. (23. ágúst - 22. sept.)  Ertu í vörn? Reyndu að taka eftir því. Það skiptir miklu máli svo þér geti liðið betur. Kannski ertu að bæla neikvæðar tilfinn- ingar. Að vera meðvitaður losar um streituna. (23. sept. - 22. okt.)  Vertu ekki með þetta væl! Þér líður ágæt- lega en þarft endilega að finna að smá- munum og æsa þig út af þeim. Láttu nú ekki svona – leyfðu þér að líða vel og njóttu þess. (23. okt. - 21. nóv.)  Sumir segja að þessi tilvera okkar sé draumur. Ef það er satt er þig oft að dreyma í draumnum þínum þessa daga – í sturtunni, í umferðinni, í búðinni og svo auðvitað á nóttunni. (22. nóv. - 21. des.) Þig langar svo mikið að ferðast að þú ræð- ur ekki við þig. Og láttu það eftir þér að fara yfir landamæri með vegabréfið í vas- anum. Fiskur yrði frábær ferðafélagi. (22. des. - 19. janúar) Eyddu orku í smáatriðin og þá sjá aðal- atriðin um sig sjálf. Sumt sem þú gerir til að auka vellíðanina tekur bara nokkrar mínútur – einsog að lesa eða gera maga- æfingar. (20. jan. - 18. febr.) Þú ert til í að fórna einhverju fyrir þá sem þú elskar, og þú verður beðinn um það – nú er tækifærið til að láta ljós sitt skína. Þau koma ekki á hverjum degi. (19. feb. - 20. mars) Fólk í umhverfi þínu er að ræna þig orkunni með einum eða öðrum hætti – sannkölluð sníkjudýr. Hættu allri góð- semi og hristu þau af þér. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0–0 8. c3 d5 9. exd5 Rxd5 10. Rxe5 Rxe5 11. Hxe5 c6 12. d4 Bd6 13. He1 Dh4 14. g3 Dh3 15. He4 g5 16. Df1 Dh5 17. Bd2 f5 18. Bd1 Dg6 19. He1 f4 20. Dg2 g4 21. Bb3 f3 22. Df1 Bf5 23. He3 Hae8 24. a4 Hxe3 25. Bxe3 Bd3 26. De1 Dh5 27. h4 gxh3 28. Kh2 Staðan kom upp í 1. deild Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Rimaskóla. Björn Þorsteinsson (2.182) hafði svart gegn Einari Hjalta Jenssyni (2.244). 28. … Bxg3+! 29. fxg3 hvítur hefði einnig staðið höllum fæti eftir 29. Kxg3 Dg6+ 30. Kh4 Hf5. 29. … f2! 30. Bxf2 Df3 31. Dg1 svartur hefði einnig staðið til vinnings eftir 31. Bxd5+ Dxd5. 31. … De2 32. Bd1 Hxf2+ 33. Kxh3 Bf5+ 34. g4 Hf3+ 35. Kh4 De7+ og hvít- ur gafst upp enda er hann mát í næsta leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik Skugga-lega. Norður ♠K942 ♥KG10 ♦10 ♣ÁG1042 Vestur Austur ♠D1087 ♠– ♥9543 ♥D82 ♦K82 ♦D765 ♣75 ♣KD9863 Suður ♠ÁG653 ♥Á74 ♦ÁG942 ♣– Suður spilar 6♠ Legan í spaða virðist dæma slemm- una til dauða, því tromp blinds þarf að nýta í tígulstungur, svo ekki er svig- rúm til að spila trompinu af öryggi (taka á ásinn fyrst). Spilið er frá Van- derbilt-keppninni og Larry Cohen var í sæti sagnhafa. Útspilið var laufsjöa, sem Cohen drap með ás og henti hjarta heima. Hann tók næst á tígulás og trompaði tígul. Trompaði lauf og aftur tígul í borði. Tók svo tvo efstu í hjarta og stakk enn tígul, en vestur henti hjarta. Nú loks lagði Cohen niður spaðakóng og hin skuggalega tromp- lega afhjúpaðist. En tímasetningin var sagnhafa hagstæð og Cohen sá leið til að koma vestri í klípu. Hann stakk hjarta og spilaði tígli, sem vestur varð að trompa og spila spaða upp í ÁG. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Fyrrverandi fjölmiðlajöfur stendur nú í málaferlum íBandaríkjunum, sakaður um stórfellt misferli. Hver er hann? 2 Hvaða fyrirbæri er „brús“? 3 Hvað heita kokkarnir sem annast þáttinn Meist-aramatur á vefvarpi mbl.is? 4 Landsliðsmaður í knattspyrnu kom færandi hendi tilRjóðursins í Kópavogi, hvíldarheimilis fyrir langveik börn. Hver er hann? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Íþróttasamband Íslands ætlar að skoða tryggingamál barna að sögn framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hver er hann? Svar: Stefán Konráðsson. 2. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerð- armaður snýr sér aftur að heimildarmyndagerð. Um hvað á myndin að fjalla? Svar: Einhverfu. 3. Könnun á viðhorfum landsmanna til heilbrigðismála leiðir í ljós að þeir vilja halda heilbrigðismálum hjá hinu opinbera. Hver stýrði þessari könn- un? Svar: dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við HÍ. 4. Hver er algengasta orsök banaslysa í umferðinni? Svar: Ofsaakstur. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig HÆGT er að stytta hringveginn um 12,6–14,6 km með því að breyta legu hans í Austur- Húnavatnssýslu, að því er fram kemur í frumdrögum áfanga- skýrslu Línuhönnunar um Svína- vatnsleið. Skýrslan var unnin fyrir Leið ehf., félag í framþróun í sam- göngum á landi. Um er að ræða þrjár mögulegar veglínur sem allar tengjast núver- andi hringvegi við Brekkukot að sunnanverðu. Svonefnd Húnavalla- braut (leið 1) myndi stytta hring- veginn um 12,6 km og tengist honum að norðanverðu í miðjum Langadal. Hún hefur þegar verið kynnt og send Skipulagsstofnun til umfjöllunar. Leiðir 2 og 3 liggja hvor sínum megin við Svínavatn. Þær myndu hvor um sig stytta hringveginn um 14,6 km og tengj- ast honum austast í Langadal. Að því er segir á heimasíðu Leiðar ehf. (www.leid.is) yrði lengd nýs vegar í veglínu 1 16,7 km. Áætlaður kostnaður við lagn- ingu hans ásamt brúm er um 1,2 milljarðar króna. Heildarlengd nýrra veglína á leiðum nr. 2 og 3 er 26,8 km og áætlaður kostnaður við veg í hvorri línu um sig er 1,8 milljarðar kr. Gert er ráð fyrir að væntanlegur vegur yrði í veg- flokki B 3, og yrði 8,5 metrar á breidd, með 6,5 metra akbraut og 1,0 metra breiðum öxlum. Hönn- unarhraði er 100 km/klst. Næsta verkefni er að ljúka drögum að tillögu að matsáætlun til meðferðar hjá Skipulags- stofnun, að því er fram kemur hjá Leið ehf. Uppbyggður vegur á þessum slóðum er ekki í gildandi svæðisskipulagi fyrir Austur- Húnavatnssýslu og kallar hugs- anleg veglagning því á breytingu á skipulaginu. Í skoðanakönnun sem gerð var fyrir Leið ehf. sumarið 2006 úr sex þúsund manna úrtaki vildu 2⁄3 aðspurðra fremur styttingu hring- vegarins á þessum slóðum en að umferðinni yrði beint áfram sömu leið og nú. Einnig vildu ¾ íbúa Norðurlands þessa styttingu frem- ur en að fara núverandi leið. Í til- lögu að langtímaáætlun í sam- göngumálum 2007–2018 er gert ráð fyrir að hafinn verði und- irbúningur að Svínavatnsleið á tímabilinu 2014–2018. Mögulegt að stytta hringveginn í A- Húnavatnssýslu  (  ) "   ) *      $ %   & ' ( )* + ,   #  / %  - .  '-   +&'. , &   # - ,      ,      -   / 0  ( 1    .  .    +& 2  3   "+ , "+ - "+ .                ! 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.